Kafli 4 Flashcards

(50 cards)

1
Q

Vöðvakerfið

A

• Líffæri í vöðvavef líkamans sem getur dregist saman og komið af stað
hreyfingu líkamshluta.
• Hver vöðvi hefur tvo enda sem eru fastir sitthvorum megin við bein. Endarnir
kallast origin og insertio.
• Origin (vöðvaupphaf) er endi vöðva sem er festur við lítið hreyfanlegan hlut.
• Insertio (vöðvahald) er hinn endinn sem er festur við hreyfanlegri hlut.
• Action er vinnan sem fæst þegar vöðvatrefjarnir dragast saman. Við
samdrátt dregst vöðvahaldið (insertio) að vöðvaupphafinu (orgin vöðvans).
• Vöðvarnir fá blóð frá öllum nálægum slagæðum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Vöðvaflokkar

A

• Cervical muscles (hálsvöðvar)
• Muscles of facial expression (svipbrigðavöðvar)
• Muscles of mastication (tyggingavöðvar)
• Hyoid muscles (tungubeinsvöðvar)
• Muscles of the tongue (tunguvöðvar)
• Muscles of the soft palate (vöðvar mjúka góms)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Cervical muscles

A

Skiptast í sternocleidomastoid (höfuðvendivöðvi) og trapezius (sjalvöðvi)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Sternocleidomastoid muscle (SCM), höfuðverndivöðvi

A

• Stærsti hálsvöðvinn, paraður.
• Skiptir hálssvæðinu í fram og aftur hálsþríhyrninga.
• Eitlagrúppur liggja sitthvorum megin við vöðvann.
• Origin (upphafið) er á efri hluta sternum og á medial
1/3 hluta á clavicle. Vöðvinn fer upp og aftur á hlið
hálsins og festist á mastoid process temporal beinsins.
Haldið er þar sem vöðvinn festist við
höfuðkúpuna/mastoid hluta temporalbeinsins.
• Hlutverk(action) vöðvans er að halla og snúa hausnum.
• Ítaugun frá elleftu cranial taug/11 heilatauginni
(acessory nerve) og næring frá grein external carotid
artery.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Trapezius muscle: Sjalvöðvi

A

• Vöðvi á baki. Hreyfir herðablað og höfuð.
• Flatur, breiður og þríhyrningslaga vöðvi. Hann er
yfirborðslægur bæði á hliðar (lateral) og aftari (posterior)
hliðum hálsins.
• Origin (upphafið) frá external occiptal protuberance á
occipital beininu, superior nuchal línu og fer niður lateralt
frá því. Hann hefur einnig origin frá spinous process á háls-
og brjósthryggjarliðum.
• Insertion (haldið) er á herðablaðinu, acromion(axlar)
process herðablaðsins og lateral hluta 1/3 viðbeinsins.
• Hlutverk þess er að færa inn og lyfta herðablaðinu og
aðeins að snúa því. Aðal hlutverk trapezius vöðvans er að
yppta öxlum.
• Ítaugun frá III og IV(4) cervial taug(hálstauginni) og XI(11)
heilataug (accessory nerve).
• Sternocleidomastoid og trapezius geta dregist ósjálfrátt
saman við spennu eða í sambandi við migreni höfuðverk

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Muscles of facial expression, Svipbrigðavöðvar

A

• Paraðir vöðvar sem eiga upptök sín á höfuðkúpubeinunum.
• Staðsetning svipbrigðavöðvanna er breytileg, fer eftir hvort við erum að tala um
vöðvana á höfuðleðrinu, auganu eða munnsvæðinu.
• Ítaugun frá VII(7) heilatauginni (facial nerve).
• Skemmdir á facial tauginni getur komið fram sem facial paralysis (andlitslömun).
• Lömun er þegar sjálfviljugir vöðvar hætta að virka. Getur verið varanlegt eða
tímabundið.
• Skemmdir geta komið t.d. vegna heilablóðfalls.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Epicranius muscle, höfuðleðursvöðvi

A

• Í hársverðinum (scalp region) og er eitt af lögunum
sem myndar höfuðleðrið ásamt bandvefunum.
• Skiptist í tvo hluta: frontal og occipital.
• Það sem skilur á milli þessara hluta er epicranial ‘
aponeurosis (sin í hársverðinum). Sinin er efsti
hluti höfuðkúpunnar.
• Frontal hlutinn kemur frá epicranial aponeurosis og
er staðsettur á svæði þar sem parietal og occipital
beinin mætast. Frontal hlutinn hefur
insertio(haldið) við skinnhluta augnbrúnanna og
nefrótina.
• Occipital hlutinn hefur upphaf á occipitalbeininu og
mastoid process og hald í epicranial aponeurosis.
• Báðir hlutarnir hrukka enni, lyfta augabrúnum,
eyrum og höfuðleðri eins og þegar við verðum
hissa.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Orbicularis Oculi Muscle, hringvöðvi auga

A

• Vöðvi í andliti og augnlokum.
• Liggur hringinn í kringum augað.
• Þjónar mikilvægu starfi í að gefa auganu raka og
verndar augað og myndar svipbrigði.
• Upphaf á orbital rim, frontal og maxillary beinum og
hald í lateral svæði augans en sumir vöðvatrefjar
umlykja augað.
• Loka augnlokinu, dregur andlitshúð að augnrifum. Ef
allir vöðvatrefjar eru virkir þá pírum við augun.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Corrugator Supercilii Muscle,
brúnaygglivöðvi/ygglivöðvi augabrúna.

A

• Vöðvi í andliti, miðlægt við augabrúnir.
• Staðsettur djúpt á efri hluta orbicularis oculi
sem er hringvöðvi augans.
• Upphaf á frontal/ennisbeini og hald í
augabrúnina.
• Dregur húðina við augabrúnirnar að miðju
og niður að nefinu. Koma 2 lóðréttar
samsíða hrukkur milli augabrúnanna og
láréttar hrukkur fyrir ofan nefið(gretta
sig/hleypa brúnum).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Orbicularis Oris Muscle, hringvöðvi
munns

A

• Vöðvi í andliti umhverfis munn.
• 12 vöðvar sem gera svipbrigði á
munnsvæðinu.
• Stjórnar hversu mikið við opnum
munninn og mikilvægur í að stjórna
vörunum þegar við tölum.
• Liggur utan um munninn og hefur hald í
munnvikinu.
• Sér um að loka vörum, setja stút á
munninn, rúlla vörunum inn og gera
kyssulegar varir (rúlla vörunum út).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Buccinator Muscle, vangavöðvi

A

• Vöðvi í andliti við munn.
• Myndar framhluta kinnanna og
lateral vegg munnholsins.
• Hefur upphaf í maxillu, mandible og
pterygomandibular raphe/fold og
hald í munnvikið.
• Togar munnvikið til hliðar og styttir
kinnina bæði lá- og lóðrétt. Þessi
hreyfing heldur matnum á occlusal
fleti tannanna þegar við tyggjum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Risorius Muscle, brosvöðvi

A

• Vöðvi í andliti við munn.
• Þunnur vöðvi á munnsvæðinu.
• Hefur upphaf á fascia superficial
masseter vöðvans og hefur hald
í munnvikið.
• Dregur munnvik til hliðar, labial
commisure dragast saman og
víkkar munnholið/lengir
munnrifu. Bros, skælbros..
gretta

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Levator Labii Superioris Muscle,
lyftivöðvi efri varar

A

Vöðvi í andliti við munn.
• Upphaf á infraorbital rim of the
maxilla og fer síðan niður þar sem
nasavængirnir eru og hefur hald í vef
efri varar.
• Lyftir efri vör og nasavængjunum út.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Levator Labii Superioris Alaeque
Nasi Muscle, lyftivöðvi efri varar
og nasavængs

A

• Vöðvi í andliti við nef og efri vör.
• Upphaf á frontal process of
maxilla, fer síðan niður og hefur
hald í tvö svæði; nasavænginn og
efri vör.
• Lyftir efri vör og nasavæng og
stækkar einnig nasirnar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Zygomaticus Major Muscle, stærri
kinnvöðvi

A

• Vöðvi í andliti við munn.
• Staðsettur hliðlægt við zygomaticus
minor.
• Upphaf á zygomatic beininu og fer
síðan fram og niður og hefur hald í
húðina við munnvikið.
• Lyftir munnviki efri varar og togar
það til hliðar eins og þegar við
brosum.
• Við alvöru bros þá dregst zygomatic
major vöðvinn saman.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Zygomaticus Minor Muscles, minni
kinnvöðvi.

A

• Vöðvi í andliti við munn.
• Lítill vöðvi á munn-svæðinu, miðlægt
við zygomaticus major vöðvann.
• Upphaf á body zygomatic beinsins og
hefur hald í vef efri varar hliðlægt við
hald levator labii superioris muscle.
• Dregur efri vör upp og til hliðar og
hjálpar til þegar við brosum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Levator Anguli Oris Muscle,
lyftivöðvi munnviks

A

• Vöðvi í andliti við munn.
• Undir zygomatic vöðvunum.
• Upphaf á canine fossa of the
maxilla, fer síðan niður og hefur
hald í munnvikið.
• Lyftir munnvikinu þegar við
brosum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Depressor Anguli Oris Muscle,
fellivöðvi munnviks

A

• Vöðvi í andliti við munn.
• Þríhyrningslaga vöðvi
• Upphaf á neðri brún mandible og
fer upp og hefur hald í munnvikið.
• Dregur munnvikið niður þegar við
grettum okkur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Depressor Labii Inferioris Muscle,
fellivöðvi neðri varar

A

• Vöðvi í andliti við munn.
• Lítill vöðvi undir depressor angulis oris
muscle.
• Hefur líka upphaf í neðri brún mandible
og fer upp og hefur hald í húð neðri
varar.
• Ýtir niður neðri vör svo að við sýnum
framtennurnar í neðrigóm.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Mentalis muscle, hökuvöðvi

A

• Vöðvi í andliti, á höku.
• Stuttur og þykkur, staðsettur fyrir ofan og
miðlægt við hökutaugina á munnsvæðinu.
• Hefur upphaf á mandible nálægt miðlínu og
hefur hald í hökuna.
• Lyftir hökunni þannig að neðri vörin fer fram
og vestibule þrengist og það koma hrukkur á
hökuna.
• Þessi vöðvi getur losað gervitennur í
tannlausum sjúklingum sem hafa misst
alveolar ridge hæðina.
• Þessi vöðvi er nefndur mentalis af því það er
tengt við að hugsa eða einbeitingu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

• Platysma muscle, flesjuvöðvi

A

• Vöðvi í framanverðum hálsi.
• Kemur frá hálsinum og upp að
munnsvæðinu og þekur anterior
cervical triangle.
• Hefur upphaf í húðina ofan við
viðbeinið og öxlina. Fer síðan fram og
hefur hald í neðri brún mandible og
vöðvana kringum munninn.
• Lyftir húð hálsins til að mynda lóð- og
lárétta hryggi og lægðir/dældir.
• Strekkir hálshúð og getur einnig
togað neðri vör og munnvikin niður
þegar fólk grettir sig.

22
Q

Tyggingar vöðvar
Muscles of mastication

A

• Eru fjögur pör sem tengjast neðri kjálkanum
• Masseter muscle - tyggivöðvi
• Temporalis - gagnaugavöðvi
• Medial pterygoid muscle- miðlægur vængklakksvöðvi
• Lateral pterygoid muscle – hliðlægur vængklakksvöðvi
• Þessir vöðvar vinna með temporomandibular joint til að hreyfa neðri
góminn.
• Upphaf og haldið á hverjum tyggingarvöðva er breytilegt.
• Hlutverk: Loka kjálkanum, færa neðri kjálka fram og aftur og til hliðanna.
• Allir tyggingarvöðvarnir hafa ítaugun frá 5 heilatauginni þar sem hver taug
þjónar einni hlið af andlitinu.

23
Q

Masseter, tyggivöðvi

A

• Vöðvi hliðlægt á höfði. Hreyfir um liðamót neðri
kjálka.
• Öflugasti tyggingarvöðvinn.
• Hann er þykkur og flatur á báðum hliðum r
andlitsins fyrir framan parotid salivary gland.
• Upphaf á tveimur stöðum á zygomatic boganum
og hald á angle of the mandibule.
• Þegar masseter vöðvinn dregst saman þá lyftir
hann mandibulunni og lokar munninum(þrýstir
neðri tönnum að þeim efri).
• Skiptist í superficial og deep.
• Superficial hlutinn hefur upphaf á
kinnbeinssvæðinu af maxillunni og frá fremri
2/3 neðri mörkum kinnbeinsbogans. Deep
hlutinn hefur upphaf frá aftari 1/3 og allri
medial hliðinni af kinnbeinsboganum.

24
Q

Temporalis, gagnaugavöðvi

A

• Vöðvi hliðlægt á höfði.
• Breiður, blævængslaga tyggingarvöðvi á báðum hliðum
höfuðkúpunnar. Þar er temporal fossa.
• Staðsettur fyrir ofan kinnbeinsbogann.
• Upphaf efst á temporal fossa á temporal beininu og
fasciunni sem umlykur vöðvann og hald á coronoid
process mandibulunar og fer stundum niður á fremri
hluta ramus.
• Þegar allur vöðvinn dregst saman þá lyftir hann
mandibulunni og lokar munninum.
• Ef aðeins aftari hlutanum er
dregið saman þá togar það
mandibuluna aftur sem er
nefnt retruding the mandible.

25
Medial/internal pterygoid, Miðlægur vængklakksvöðvi
• Vöðvi hliðlægt á höfði. Hreyfir um liðamót neðri kjálka. • Hefur tvo upphafsstaði, eins og masseter vöðvinn. • Deep head: medial hlið á lateral pterygoid plate sphenoidal beinsins. • Superficial head: er minni en deep, upphafið er á pyramidal process palatinal beinsins og maxillary tuberosity af maxillunni. • Hald á angel of mandible á medial hliðinni. • Þegar vöðvinn dregst saman lyftir það mandibulunni, hreyfir til hliðar og lokar munninum.
26
Lateral/external pterygoid, Hliðlægur vængklakksvöðvi
• Vöðvi hliðlægt á höfði. • Þykkur, næstum keilulaga sem er staðsettur fyrir ofan medial pterygoid. • Hefur tvö aðskild upphöf(origin): superior og inferior. • Þessir tvö upphöf eru aðskild að framanverðu en fara síðan saman að aftanverðu. Vöðvinn liggur með infratemporal fossa, djúpt inní temporalis vöðvanum. • Upphaf á Greater wing of sphenoid and pterygoid plate. • Hald á condyle of mandible.
27
Lateral vöðvinn hefur margskonar hlutverk:
Ólíkt hinum þremur tyggingarvöðvunum er lateral vöðvinn eini tyggingarvöðvinn sem tekur þátt í samdrætti mandibulunnar með inferior head. • inferior hlutinn togar condylinn (kjálkahöfuð) fram og hjálpar að ýta kjálkanum fram (protrusion) og ýta mandibulunni niður, til að opna munninn. • Superior hlutinn er aðallega til að bíta saman.
28
Tungubein eða málbein
• Bein í ofan- og framanverðum hálsi. Ber upptök og festur margra hálsvöðva. • Stjórna hreyfingu kjálkans niður, opnun munnsins og nokkrar retrusion hreyfingar kjálkans. • Hyoid-vöðvarnir eru allir tengdir við eða tengjast hyoid beininu sem er skeifulaga bein hengt upp fyrir neðan mandibuluna. Það er ekki tengt neinu beini beint, heldur aðeins tengt öðrum beinum með liðböndum og vöðvum. • Vöðvarnir eru skiptir upp í tvo flokka: • Vöðvar fyrir ofan hyoidbeinið; suprahyoid muscles. • Vöðvar fyrir neðan hyoidbeinið; infrahyoid muscles.
29
SUPRAHYOID MUSCLES
• Digastric muscle – tvíbúkavöðvi • Mylohyoid muscle – – Jaxla- og málbeinsvöðvi • Geniohyoid muscle – Höku- og málbeinsvöðvi • Stylohyoid muscle – Stíls- og málbeinsvöðvi
30
INFRAHYOID MUSCLES
• Omohyoid muscle -Herðablaðs- og málbeinsvöðvi • Sternohyoid muscle -Bringu- og málbeinsvöðvi • Sternothyroid muscle -Bringubeins- og skjaldbrjóskvöðvi • Thyrohyoid muscle -skjaldbrjósks- og málbeinsvöðvi
31
Digastric muscle, tvíbúkavöðvi
• Vöðvi í hálsi ofan málbeins. Dregur neðri kjálka niður, lyftir málbeini og dregur það aftur. • Hefur vöðvaþræði við sitthvorn endan og sin i miðjunni. • Sagt að það hefur origin við annanhvorn endan og insertio í miðjunni. • Origin er við digastricus notch medialt við mastoid processinn á temporal beininu(posterior belly). • Vöðvaþræðirnir fara að intermediate sin sem tengist hyoid beininu með sinalykkju og tengjast síðan vöðvaþráðum í digastric fossa á inferior svæði mandibulunar við miðlínu (anterior belly). • Hefur tvöfalda verkun, með því að dragast saman getur hann togað mandibuluna aftur, (retrusion). Ef kjálkinn er kreistur saman þá lyftir samandreginn vöðvinn hyoid beininu upp að barkakýlinu. Getur einnig hjálpað að toga kjálkann niður ef infrahyoid vöðvarnir toga hyoid beinið niður. • Fremri hluti vöðvans er ítaugaður af þriðja hluta trigeminal taugarinnar/5 heilataugar (V3) og aftari hlutinn er ítaugaður af facial tauginni(7) (VII).
32
Mylohyoid muscle, jaxla-og málbeinsvöðvi
• Vöðvi í hálsi ofan málbeins. • Myndar munnbotninn. • Hefur insertio á hyoid beininu og origin frá mylohyoid línunni á medial hlið mandibulunar. Hægri og vinstri hlið vöðvans eru tengd saman við miðlínu hálsins, tengingin kölluð raphe. • Hlutverk: ýtir kjálkanum niður eða lyftir hyoid beininu. Lyftir einnig munnbotni og spennir við kyngingu. • Ítaugaður af mylohyoid hluta V3(5 heilataugar).
33
Geniohyoid muscle, höku-og málbeinsvöðvi
• Vöðvi í hálsi ofan málbeins. • Origin frá inferior genial tubercle eða mental spine á lingual hlið mandibulunar. Hann liggur djúpt við mylohyoid vöðvann, fer niður og aftur og hefur insertio við miðlínu hyoidbeinsins. • Hlutverk: sér um niðurfærslu neðri kjálkans. Lyftir málbeini og dregur fram. • Ítaugaður af fyrstu cervical tauginni í hálsinum. Nærist frá grein frá lingual artery.
34
Stylohyoid muscle, stíls-og málbeinsvöðvi
• Vöðvi í hálsi ofan málbeins. • Þunni aftari suprahyoid vöðvinn, staðsettur fyrir framan og yfirborðslægt við aftari vöðvaþráð af digastric vöðvanum(posterior belly of the digastric). • Origin frá styloid process temporal beinsins sem er á höfuðkúpunni. Vöðvinn fer niður og fram og hefur insertio á aftari hluta hyoidbeinsins. Vöðvinn klofnar og hluti af aftari part digastricus vöðvanum fer í gegnum hann. • Hlutverk vöðvans er að toga hyoid beinið aftur og upp. • Ítaugast frá grein frá facial tauginni (VII). Nærist frá facial og occipital arteries.
35
Alls 4 vöðvar staðsettir fyrir neðan tungubeinið
Hyoid muscles Infrahyoid muscles Þeir skiptast í : • Sternohyoid vöðva, bringu og málbeinsvöðvi • Sternothyroid vöðva, bringubeins og skjaldbrjósksvöðvi • Thyrohyoid vöðva, skjaldbrjósks- og málbeinsvöðvi • Omohyoid vöðva, herðablaðs- og málbeinsvöðvi • Flestir vöðvarnir ýta tungubeininu niður en annars hafa þeir líka sín eigin hlutverk. • Allir vöðvarnir hafa ítaugun frá 2 og 3 heilataug.
36
Sternohyoid muscle, bringu-og málbeinsvöðvi
• Vöðvi í hálsi neðan málbeins. • Fyrir neðan tunguvöðvann, yfirborðslægt við sternothyroid vöðvann, skjaldkirtilsbrjóskið og skjaldkirtilinn. • Origin frá efri hluta manubrium á sternum (bringubeinið). Fer síðan upp og hefur insertio á fremri hluta hyoidbeinsins. • Þegar vöðvinn dregst saman þá togar það hyoidbeinið niður eftir kyngingu. • Ítaugast af 2 og 3 hluta cervical taugar. Fær blóðflæði frá lingual og superior thyroid arteries.
37
Omohyoid muscle, herðablaðs-og málbeinsvöðvi
• Vöðvi í hálsi neðan málbeins, hliðlægt bæði við sternothyroid vöðvann og thyrohyoid vöðvann. • Skiptist í tvo hluta, superior og inferior, eru aðskilin með sin. Neðri hlutinn (inferior) kemur frá efri hluta herðablaðsins og hinn (superior) kemur frá hyoidbeininu. • Þegar vöðvinn dregst saman togar hann hyoid beinið niður. • Ítaugunin kemur frá 2 og 3 hluta cervical taugar og nærist frá lingual og superior thyroid arteries.
38
Thyrohyoid muscle, skjaldbrjósks-og málbeinsvöðvi
• Vöðvi í hálsi neðan málbeins. • Er staðsettur djúpt inn í omohyoid og sternohyoid vöðvanum. • Origin frá oblique line á lateral hlið á thyroid brjósksins (insertio sternothyroid vöðvans). • Vöðvinn hefur insertio á hyoid beininu. • Þegar vöðvinn dregst saman þá lyftir hann annað hvort thyroid cartilage (skjaldkritilsbrjóskinu) og larynx (barkakýlinu) eða hjálpar til að ýta niður hyoidbeininu. • Ítaugun af fyrstu cervical tauginni og næring fæst frá superior thyroid slagæðinni.
39
Muscles of the Tongue - tunguvöðvar
• Tungan er þykkur, viljastýrður æðavöðvi sem er umkringd slímhúðarhimnu sem festist við munngólfið af tunguhaftinu. • Skiptast í tvo hópa eftir staðsetningu þeirra: • Instrinsic, innri -staðsettir á innhlið tungunnar. -breyta lögun tungunnar. • Extrinsic, ytri -Origin er staðsett á ytri hlið tungunnar og insertion á innhlið tungunnar. • Median septum -skiptir tungunni í tvo symmetriska helminga. -Svarar til median lingual sulcus á dorsal hlið hennar. • Tungan skiptist svo í base, body(corpus) og apex. • Tungan gerir flóknar hreyfingar þegar við tölum, borðum og kyngjum. • Ítaugun: XII(12) heilataugin, hypoglossus nerve.
40
Innri (instrinsic) tunguvöðvar
• Eru fjögur sett af innri tunguvöðvum sem bera nöfn sín af legu þeirra -Superior longitudinal muscle -Transverse muscle -Vertical muscle -Inferior longitudinal muscle • Vöðvarnir eru taldir vera óaðskiljanlegir. • Superior og inferior vöðvarnir vinna saman við að breyta lögun tungunnar, stytta hana og breikka og til að rúlla upp á hana. • Vertical og transverse vinna saman við að gera hana langa og mjóa. • Innri tunguvöðvarnir eru ítaugaðir af 12 heilatauginni.
41
Ytri (extrinsic) tungu vöðvar
• Þrjú pör • Hafa mismunandi upphaf en allir hald á úthlið tungunnar • Endingin á nöfnunum er glossus sem er gríska orðið yfir tungu Skiptast í þrennt: • Genioglossus muscle- Höku-og tunguvöðvi • Styloglossus muscle- Stíls- og tunguvöðvi • Hyoglossus muscle- Málbeins-og tunguvöðvi • (palatoglossus muscle)-(Góm-og tunguvöðvi) • Allir ytri vöðvarnir hafa ítaugun frá 12 heilatauginni, hypoglossal nerve(tungurótartaug). -Nema góm- og tunguvöðvi (palatoglossus muscle), hann er ítaugaður af pharyngeal plexus 10ndu heilataugar/flökkutaugar (vagus).
42
Muscles of the Pharynx vöðvar koksins
• Vöðvar koksins taka þátt í að tala, kyngja og starfi miðeyrans, þeir eru ábyrgir fyrir kyngingarferlinu. • Kokið er partur af bæði öndunar og meltingarkerfinu og er tengt bæði við nef- og munnholið. • Kokið skiptist í þrjá hluta: nasopharynx (nefkok), oropharynx (munnkok), laryngopharynx (barkakýliskok). • Vöðvar koksins skiptast í þrennt: 1. Styloparhyngeus muscle, stíls-og kokvöðvi 2. Pharyngeal constrictor muscle 3. Muscles of the soft palate, vöðvar mjúka gómsins • Palatoglossus muscle • Palatopharyngeus muscle • Levator Veli palatini muscle • Tensor Veli Palatini muscle • Muscle of the uvula
43
Stylopharyngeus muscle, Stíls- og kokvöðvi
• Paraður vöðvi sem liggur í lengdarstefnu koksins. • Upphaf á styloid prosess temporal beinsins og hald á lateral og afturhluta vegg koksins. • Lyftir kokinu og á sama tíma víkkar það. • Er ítaugaður af 9 heilatauginni.
44
Pharyngeal constrictor muscle
• Þrír paraðir vöðvar; superior, middle og inferior sem mynda hliðar og afturvegg koksins. • Superior hefur upphaf á pterygoid hamulus, neðri kjálka og pterygomandibular raphe. • Middle pharyngeal hefur upphaf á hyoid beininu og stylohyoid ligamenti. • Inferior vöðvinn hefur upphaf á thyroid og cricroid brjóski koksins. • Þeir hafa síðan allir hald í median pharyngeal raphe. • Lyfta kokinu (pharynx) og barkakýlinu (larynx) og hjálpa fæðunni að fara niður í vélindað (esophagus) þegar við kyngjum. • Ítaugaðir af pharyngeal plexus.
45
Muscles of the soft palate mjúki gómur
Fimm paraðir vöðvar sem allir hjálpast að við að tala og kyngja.
46
Palatoglossus muscle, góm- og tunguvöðvi
• Myndar anterior faucial pillar í munnholinu, lóðrétt felling framan við hálskirtlana. • Hefur upphaf á median palatine raphe og hald á hliðarsvæði tungunnar. • Lyftir base tungunnar, beygir tunguna upp að mjúka gómnum og ýtir niður mjúka gómnum að tungunni. Aðskilur munnholið frá kokinu.
47
Palatopharyngeus muscle
• Myndar posterior faucial pillar munnholsins. Lóðrétt felling aftan við hálskirtlana • Upphaf á mjúkagómnum og hald í vegg barkakýliskoksins og skjaldkirtilsbrjósksins. • Hreyfir mjúkagóminn aftur og niður og aftari hluta kokveggjarins fram og upp til að hjálpa til við að loka nasopharynx þegar við kyngjum.
48
Levator Veli Palatini Muscle
• Staðsettur ofan við mjúkagóminn. • Upphaf á efra svæði temporal beinsins og hefur hald í median palatine raphe. • Lyftir mjúka gómnum og hjálpar til að koma honum í snertingu við aftari hluta vegg koksins til að loka fyrir nasopharynx þegar við tölum og kyngjum.
49
Tensor Veli Palatini Muscle
• Sérstakur vöðvi sem gerir mjúka góminn stífan. • Sumir trefjar vöðvans sjá til að opna kokhlustina (auditory tube) til að leyfa lofti að flæða milli koksins og holsins í miðeyranu. • Upphaf á kokhlustinni og fremra svæði sphenoid beinsins. Vöðvinn fer fram milli medial pterygoid vöðvans og medial pterygoid plötunnar og myndar sin nálægt pterygoid hamulus. Þessi sin fer kringum hamulus. • Hald í median palatine raphe. • Strekkir og aðeins lækkar mjúka góminn.
50
Muscle of the uvula
• Liggur inn í uvula of the palate. • Er miðlínu vefstrúktur sem hangir fyrir framan aftari mörk mjúka gómsins (úfur). • Þessi vöðvi styttir og breikkar úfinn og breytir útlínum aftari hluta mjúka gómsins. Breytingarnar á útlínunum leyfir mjúka gómnum að aðlagast náið að aftari vegg koksins til að hjálpa til við að loka nasopharynx þegar við kyngjum.