Lyfjafræði - Inngangur Flashcards Preview

Almenn hjúkrun II > Lyfjafræði - Inngangur > Flashcards

Flashcards in Lyfjafræði - Inngangur Deck (14):
1

Hvaða þættir hafa áhrif á lyfjagjöf og áhrif lyfja?

Fóstur, nýburar, aldraðir, kyn, erfðir, fæða, umhverfi, sjúkdómar, tími dags, frásogsstaður, menning

2

Hver eru helstu lyfjaformin?

Til inntöku, stungulyf, innrennslislyf, innöndunarlyf, endaþarmsstílar, vefjalyf, lyfjaplástrar, augnlyf, nefúðar

3

Þegar talað er um lyf til inntöku er þeim skipt niður í 5 mismunandi form, hver eru þau?

Töflur (húðaðar, forðatöflur..)
Hylki (hörð, mjúk, sýruþolin,...)
Kyrni
Mixtúrur
Dropar

4

Hvers vegna eru til mismunandi lyfjaform?

Vegna hagsmuna sjúklingsins og vegna lyfsins

5

Áhrif lyfja geta verið mismunandi, hver eru þau?

Lyfjaáhrif, aukaverkanir, eiturverkanir, ofnæmi, þol (þarf sífellt hærri skammt af sumum lyfjum), samverkandi (tvö eða fleiri lyf)

6

Hvert er ferðalag lyfja um líkamann?

Frásog, dreifing, umbrot og útskilnaður

7

Hvernig lýsir frásogið sér?

Lyf frásogast frá skömmtunarstað yfir í almenna blóðrás og fituleysanleg lyf frásogast best. Til að valda áhrifum þarf lyf að ná ákveðnum styrk á verkunarstað, fyrst þarf lyfið að fara yfir himnur frá frásogstað yfir í blóðbraut, svo frá blóðbraut yfir í frumur þar sem verkun fer fram. Eðli sameindarinnar ræður því hversu torfarin leiðin er og hversu stórt hlutfall kemst á endastöð.

8

Hvernig lýsir dreifingin sér?

Lyfið dreifist með blóði um líkamann að verkunarstað

9

Hvernig lýsir umbrotið sér?

Lyf efna breyist í óvirkari/(virkari efni)

10

Hvernig lýsir útskilnaðurinn sér?

Lyfið skilst út úr líkamanum, vatnsleysanleg lyf skilast hraðar út

11

Hvað merkir helminngunartími lyfs?

það er sá tími sem það tekur lyf að helmingast eftir að frásogi er lokið

12

Hversu lengi eru lyfin í líkmanum?

Það er mjög misjafnt, það fer allt eftir eðli lyfsins. en Dreifing lyfsins og brotthvarfshraði lyfsins gerist með tvennum hætti. 1. umbrotun og 2. útskilnaði

13

Hvað er lyfjaform lyfja?

Það er sá búningur sem lyfinu er komið í til þess að tryggja að það komi að tilætluðum notum

14

Hvað er í lyfjaforminu?

Lyf (virk efni) og hjálparefni (hafa enga líffræðilega verkun, en geta breytt eiginleikum lyfsins, s.s. frásogi og verkunarlengd)