Sár og sárameðferð Flashcards Preview

Almenn hjúkrun II > Sár og sárameðferð > Flashcards

Flashcards in Sár og sárameðferð Deck (32):
1

Hver eru lög húðarinnar?

Húðþekja, leðurhúð og undirhúð

2

Hvert er stærsta líffæri og fyrsta vörn líkamans gegn ytra áreiti?

Húðin

3

Hvað er það sem hefur áhrif á húðina?

Næring, aldur, almennt heilsufar, ýmsir sjúkdómar og fleira

4

Hvert er hlutverk hjúkrunarfræðing í sambandi við húðina?

Meta ástand húðarinnar og veita meðferð sem viðheldur og eykur heilleika hennar

5

Hverjar eru ýmsar gerðir sára?

Sár með tilgangi og án tilgangs, bráðsár og langvinn sár

6

Hvernig eru sár með tilgangi?

Þau eru í lækninga- eða rannsóknarskyni. Dæmi; uppskurður, ástunga, gjafasár (þegar húð er tekin af einu svæði til að loka ári á öðru svæði)

7

Hvernig eru sár án tilgangs?

Slys eða áverkar. Dæmi; skurður, stunga, skotáverki, fleiður, mar, sjúkdómar og heilsubrestir (fótasár, þrýstingssár/legusár, sýkingar)

8

Hvernig eru bráðsár?

Bráðsár koma fljótt og gróa yfirleitt fljótt ef aðstæður er í lagi, verða oftast vegna utanaðkomandi áverka með eða án tilgangs; skurðsár, slysasár

9

hvernig eru langvinn sár?

Lengi í bólgufasa, allt þar til gripið er inní, verða oft vegna sjúkdóma og heilsubresta getur verið bráðsár til að byrja með en verða að langvinnum sárum vegna t.d. eitthvað fór úrskeiðis

10

Hvað er frumgræðsla?

Sár saumað eða límt saman, lágmarks vefjatap, lágmarksörmyndun

11

Hvað er sígræðsla?

Sár látið gróa upp frá botni, umtalsverð örmyndun, tekur lengri tíma

12

Hvað er seinkuð frumgræðsla?

Sár látið vera opið í ákveðinn tíma og síðan lokað með saumum

13

Hvað gerist við blóðstorknun?

Æðar dragast saman, blóð storknar, blæðing og vökvatap stöðvast, hindrar innrás sýkla og óhreininda, ræsing á blóðflögum og losun bólgumiðla

14

Hvað gerist við bólgusvörun?

Ræsing á mastfrumum og makrófögum, útvíkkun æða og aukið gegndræpi æða, roði, bólga, hiti og verkur, átfrumur, akút og krónísk bólga

15

Hverjar eru hjúkrunargreiningar sára?

Vefjaskaðað sár, veikluð húð, fótasár bláæða, fótasár slagæða, sykursýkissár, þrýstingssár 1-4 stigs, þrýstingssár, brunasár og skurðsár

16

Til hvers eru dren sett í eða við skurðsár?

Til þess að handa opinni leið fyrir vessa/gröft út úr skurðinum.

17

Ef hreinsa þarf dren sem er í eða við skurðsár hvernig skal það hreinsað?

Fyrst skal hreinsa skurðsárið og síðan í kringum drenið.

18

Hvað er opið dren?

Opið dren er dren sem er lítill bútur út úr skurðsárinu sem leiðir vessa út í umbúðir

19

Hvað er lokað dren?

Lokað dren er það sem er sett í skurðsár og leiðir vessan í poka sem tengdur er við drenið

20

Hvenær eru hrein vinnubrögð notuð við hreinsun á sárum?

Þegar verið er að hreinsa flest langvinnsár, fótasár, óhrein sár t.d. áverkasár, skurðsár eftir fyrstu 48 klst og hugsanlega fleiri sár

21

Hvenær eru steril vinnubrögð notuð við hreinsun á sárum?

Þegar verið er að hreinsa skurðsár fyrstu 48 klst, skurðsár með dreni, skurðsár sem hugsanlega eru opin niður í dýpri vefjalög, flest sár sem eru opin niður að sinum, liðum og beinum og hjá einstaklingum sem eru með skertar varnir

22

Hver er tilgangurinn með því að hreinsa sár?

Fjarlægja dauðan vef, fjarlægja bakteríur, fjarlægja óhreinindi og fjarlægja aðskotahluti

23

Hver er algengasti hreinsivökvinn sem notaður er við að hreinsa sár í sterili meðferð?

sterilt ísótónískt saltvatn

24

hver er algengasti hreinsivökvinn sem notaður er við að hreinsa sár í hreinni meðferð?

kranavatn

25

Með hverju er dauður vefur hreinsaður í burtu?

Skærum, hníf, sköfu og/eða pincettu

26

Hver er tilgangurinn með að setja umbúðir á sár?

Verja sár fyrir sýkingu, taka við vessa og blóði, halda hlýju og raka að sári, verja sár fyrir hnjaski, hreinsa sár, draga úr verkjum, minna sjúkling á sárið

27

Hvernig dren er Penrose dren?

Það er opið dren, án sogs

28

Hvenær er Penrose dren notuð?

Þau eru oftast sett í gegnum skurðinn til að drenera út vessa í umbúðir

29

Hver er tilgangur lokaðra drena?

Til að draga út vessa blóð og gröft og flýta þannig sáragræðslu

30

Hvað þarf að muna þegar lokað dren er fjarlægt?

Muna að taka sogið af áður en það er dregið út

31

Við hvaða aðstæður gróa sár best?

Sár gróa best við rakar aðstæður og húðin í kringum sárið á að vera þurr

32

Þegar sár er að gróa hvernig skal það ekki vera?

Það á að vera rakt en ekki löðrandi í sáravessa