Mat á Hjarta- og æðakerfi Flashcards
(34 cards)
Hver eru landamerkin?
- Precordium
- Rifbein
- Bringubein
- Viðbein
Líffæri í hjarta- og æðakerfi (nefna 10 hluti)
- Hjarta
- Hjartalokur
- Gollurhús
- Superior vena cava
- Inferior vena cava
- Lungnaslagæðar
- Lungnabláæðar
- Aorta
- Slagæðar
- Bláæðar
…. o.fl
Hvernig er hjartað uppbyggt, hvað heita lokurnar?
- Hægri og vinstri gátt
- Hægri og vinstri slegill
Lokur:
- Mítrallokan
- þríblöðukloka
- ósæðarloka
- Lungnaslagæðarloka
Rafvirkni hjartans (hverjir eru takkarnir?
- P, QRS og T
Elektrólýtar hafa mikið að segja um hjartarafleiðni - kalíum, magnesíum, kalsíum.
Hvað táknar P takkinn?
Afskautun gátta - samdráttur gátta
Hvað táknar QRS takkinn?
Afskautun slegla - samdráttur slegla
Hvað táknar T takkinn?
Endurskautun slegla
Í hvaða röð á að skoða hjarta- og æðakerfi?
- Saga
- Skoðun
- Þreifing
- Hlustun
Saga - hvað þarf að koma fram?
- Brjóstverkir, hjartsláttatruflanir
- Andþyngsli / mæði
- Hósti (láta lýsa hósta)
- þreyta, hvenær byrjaði?
- Húðlitur
- Bjúgur
- Næturþvaglát
- Fyrri saga um hjartasjúkdóma
- Áhættuþættir
- Aðrir sjúkdómar
Brjóstverkir og einkenni sem benda til blóðþurrðar í hjarta
Brjóstverkur:
- Hvenær hófst hann, hve lengi stóð hann og er hann tengdur eh?
Lýsing á verk:
- Staðsetning og leiðni, styrkleiki, önnur einkenni sem fylgja verknum
Viðbótareinkenni: þreyta, skyndileg mæði, hósti, öndunarerfiðleikar, bjúgur, meðvitundarleysi, verkir í kvið, svimi og yfirlið, kaldur sviti
Hvað gerist í hjartanu á eldri árum?
- Samdráttur skerðist
- Hjartslátturinn er lengur að jafna sig eftir áreynslu
- Erfiðara að finna apical impulse þar sem anterior posterior diameter eykst
- Hjartalokur geta kalkað
- Æðar verða stífari
- BÞ hækkar
Hvað erum við að skoða í skoðuninni sjálfri?
- Almennt útlit og líkamsstöðu
- Litarhátt ( fölvi, blámi - t.d á vörum/fingrum)
- Húðbreytingar (bjúgur, clubbing)
- Húðspenna (turgor)
- Háræðafylling
Hvar þreifum við?
- Aortic svæði - (2.rifjabil, hæ. megin við bringubein)
- Pulmonic svæði - (2.rifjabil, vi. megin við bringubein)
- Erbs point - (3.rifjabil, vi megin)
- Tricuspid svæðið - (4.rifjabil og 5.rifjabil, vi. megin við bringubein)
- Mitral (apical) svæði - 5.rifjabil í MCL (við apex)
Hverju erum við að þreifa eftir?
Hjartslætti og titringi
Hvar er PMI (point of macimal impulse) staðsettur?
í 5.rifjabili í midclavicular línu
Hvað á PMI að vera stór?
1-2 cm
Hvernig hlustum við sjúkling og hvað notum við?
Hlustum sjúkling liggjandi, sitjandi og á vinstri hlið
notum bjöllu og þind yfir öllum svæðum
Hverju erum við að hlusta eftir?
- Takti og tíðni
- S1 og S2
- Meta þarf S1 og S2 í sitthvoru lagi
- Reyna að greina önnur hjartahljóð frá S1 og S2 (S3 og S4)
Hvað eru S3 og S4?
- Óhljóð (murmur)
- Núningshljóð (rub)
- Smellir (clicks)
5 svæði í hjartahlustun
Sama og í þreifingu
Aortic svæði –2. rifjabil, hæ. megin við
bringubein
Pulmonic svæði –2. rifjabil, vi. megin
við bringubein
Erbs point –3. rifjabil, vi. megin
Tricuspid svæðið –4. rifjabil og 5.
rifjabil, vi. megin við bringubein
Mitral (apical) svæðið –5. rifjabil í MCL
(við apex)
Hjartahljóðin - Hvað er S1?
- Fyrra hljóðið í lub dub (lub)
- Myndast þegar lokur milli gátta og slegla lokast (mitral og tricuspid lokur)
- Heyrist yfirleitt hærra en S2 yfir mitral og tricuspid svæðum
Hjartahljóðin - Hvað er S2?
- Seinna hljóðið í lub dub (dub)
- Myndast þegar lokur yfir ósæð og lungnaæð lokast (aortic og pulmonic lokur)
- Heyrist yfirleitt hærra en S1 yfir aortic og pulmonic svæðum
Hver er munurinn á æðaslætti í bláæð og slagæð?
Internal jugular bláæð:
- Sjaldast hægt að þreifa púls, sést bara
- Léttur þrýstingur á æðina fyrir ofan viðbeinið lætur æðasláttinn hverfa
- Staðsetning æðasláttarins er breytileg eftir stöðu sjúklings
- Staðsetning æðasláttar breytist með öndun
Carotis slagæð:
- Auðvelt að þreifa púls
- Æðasláttur hverfur ekki við léttan þrýsting
- Staðsetning breytist ekki við stöðubreytingu
- Breytist ekki með öndun
Afhverju skoðum við JVP (jugular veins pressure) - hálsbláæð
- Hjálpar við mat á ástandi hjarta- og æðakerfis
- Er of mikið þan á æðinni?
- Yfirleitt aukið þan í hjartabilun