námssálfræði próf 4 Flashcards
(39 cards)
walter mischel
félagssálfræðingur, fyrsti sem rannsakaði frestun saðningar, sem er sjálfsstjórn.
Rannsóknir Mischels á frestun saðningar (delay of gratification)
Þráður í rannsóknum hans var að barn sat í herbergi með tvö nammi fyrir framan sig – eitt sem barnið vildi fremur (betra) og annað sem það vildi síður (síðra).
Barninu var sagt að það gæti fengið betra nammið seinna ef það biði eftir rannsakanda en það mætti einnig hringja eftir honum og þá fengi það síðra nammið strax.
Svo var athugað hvers konar aðferð barnið myndi beita í biðinni eftir að fá betra nammið.
Það kom í ljós að þegar barni tókst að horfa ekki á nammið gekk því betur að forðast freistinguna – t.d. með að horfa annað, halda fyrir augun eða gera e-ð annað, sem og ef nammið var ekki í herberginu.
Skv. kennslubók sýndu seinni rannsóknir að aðferð barna við að hugsa um nammið hafði áhrif á freistinguna – betur gekk að standast freistinguna ef börnum var kennt að ímynda sér nammið sem e-ð óhlutlægt (abstract).
Þau börn sem beittu aðferðum sem gerðu þeim auðveldara með standast freistinguna áttu mörgum árum seinna auðveldara en öðrum að fást við gremju, stóðu sig betur í skóla og áttu í góðum samskiptum við jafningja.
Líkan Ainslies og Rachlins um sjálfsstjórn – 1
Það snýst um hvernig val á milli lítillar umbunar fyrr (smaller sooner reward, SSR) og stórrar umbunar síðar (larger later reward, LLR) breytist þegar nær dregur litlu umbuninni:
Því nær sem litla umbunin nálgast í tíma þeim mun meira freistandi verður hún – frá því að verða síður valin fyrst, yfir í að verða fremur valin þegar hún nálgast.
Líkanið skýrir þessa breytingu og leggur til hvernig megi fást við hana.
Virði (value) umbunarinnar „veldiseykst“ með styttri tíma í umbun – sjá mynd 10.3, bls. 394 í kennslubókinni
Líkan Ainslies og Rachlins um sjálfsstjórn – 2
Skýringin á því af hverju valið á milli lítillar umbunar fyrr (SSR) og stórrar umbunar síðar (LLR) breytist þegar nær dregur litlu umbuninni má sjá á mynd 10.4, bls. 395 í kennslubókinni: =>
Þegar langt er í báðar er LLR valin (meira virði), en er nær dregur SSR verður hún æ meira freistandi og rétt fyrir hana er hún valin (SSR verður meira virði en LLR).
að lækka tafarfallið á ssr
Þessi viðsnúningur í vali væri ekki vandi ef virði LLR (stóra) væri meira þótt langt sé í það og ef veldisfall virði SSR (litla) (tafarfall) væri ekki eins skarpt með tíma (mynd 10.5.) =>
Enn er það Herrnstein sem kemur okkur til hjálpar þar sem hann leggur til allnokkra þætti sem hafa áhrif á sveiglínuna í veldisfalli á virði SSR, þ.e. að lækka hana. Það að skipta um skoðun rétt fyrir SSR og velja það má kalla hvatvísi:
Hvatvísi tegunda lífvera er misjöfn – menn síst.
Einstaklingar eru mis hvatvísir og það kann að vera að hluta til meðfætt.
Hvatvísi minnkar almennt með aldri (Kannski er það vegna æfingar, sjá 4. þátt hér næst?)
Að æfa sig í að fá LLR í stað SSR dregur úr hvatvísi, þ.e. að lengja tímann í LLR smám saman.
Að hafa kost á annars konar umbun eða styrkingu dregur úr hvatvísi.
Að setja sér undirmarkmið í átt að LLR dregur úr hvatvísi – „að brúa bilið“.
Að skuldbinda sig (commitment response)
Einnig má lækka veldisfallið (sveiglínuna, tafarfallið), þ.e. að forðast hvatvísi, með að skuldbinda sig í því augnamiði að draga úr virði freistingar sem er í sjónmáli. Skuldbindinguna verður að gera áður en SSR verður of freistandi.
Dæmi: a) Ef ég lýk ekki við að fara yfir CyperRat-skýrslurnar í vikunni í stað þess að hitta vini mína fær sonur minn að halda partý um helgina. b) Takmarka notkun samfélagsmiðla með forriti snemma dags, en ef freisting vaknar seinna um daginn þarf að hafa mikið fyrir því að fá aðgang.
Hegðunarsamningur (behavioral contract) við sálfræðing er dæmi um skuldbindingu, þar sem ég gæti ýmist fengið styrki fyrir að gera e-ð andlega hollt af því að ég er dapur, t.d. að heimsækja ættingja á milli viðtala, eða þá að ég er búinn að heimila refsingu eða sekt ef ég geri það ekki.
Sjá má hvernig SSR-veldisfallið lækkar við skuldbindingu eða hegðunarsamning á mynd 10.6 í kennslubók. =>
Líkan smárra safnáhrifa (the small-but-cumulative effects model)
Skv. kennslubókarhöfundum lýsa rannsóknir Mischels og líkan Ainslies og Rachlins tiltölulega einföldum veruleika, þ.e. val milli tveggja kosta – lítillar umbunar fyrr (SSR) og stórrar umbunar síðar (LLR).
Yfirleitt eru kostirnir mun fleiri í stöðunni, þótt oft og tíðum séu þeir tveir í meginatriðum, sbr. dæmi á síðustu slæðu.
Þó vilja freistingarnar koma í löngum bunum með vali á milli kosta í hvert sinn og þær eru jafnan ekki mjög hættulegar hver fyrir sig, en „safnast þegar saman kemur“. Það getur t.d. falið í sér að maður komist ekki í framhaldsnám, fái hjartaáfall eða deyi úr krabbameini.
Maður fellur í freistni af því að þetta er aðeins einu sinni og það „einu sinni“ breytir engu í stóru myndinni. Vandinn er að ef maður bilar einu sinni verður æ auðveldara að bila aftur.
Freistingunum þarf að verjast – kannski best með líkani smárra áhrifa, sem felur í sér:
Leggja það niður fyrir sér eða gera sér ljóst að hver freisting er ekki einangrað tilvik heldur hluti af stærri heild.
Setja niður fyrir sig reglur sem skilja skýrt á milli viðunandi og óviðunandi hegðunar.
Skrá hegðun sína – t.d. hef ég gengið á hverjum degi allt þetta ár og það síðasta og skrifa hve lengi og langt ég geng á hverju kvöldi, legg svo saman fyrir mánuðinn og árið (skrái einnig krossfimi og hlaup).
Hafa áætlun um hvernig bregðast eigi við freistingum sem kynnu að verða á vegi manns
hermi og félagsnám
herminám felst í því að sá sem hermir eftir fylgist með hegðun fyrirmyndar og lærir að gera eins
byggist á félagslegum tenglum herminám einnig nefnt félagsnám
fólk og dýr lærir með herminámi- meðvitað og ómeðvitað
byggist á klassískri og virkri skilyrðingu
smitandi viðbragð
einföld hermun eins og að geispa, hlægja, áttunarviðbragð eða hræðsluviðbragð- mestu meðfætt
áreitisveiking
fyrirmynd gerir eitthvað sem eykur líkur á að sá sem fylgist með hegðun fyrirmyndarinnar gerir það einnig af því að eftirherman tekur eftir hegðuninni.
Fyrirmynd þarf ekki að hafa gert það sem eftirherma gerir svo, aðeins minnt þá síðarnefndu á möguleikann, eins og þegar fyrirmynd fer t.d. að sýsla í vaski sem verður til þess að eftirherma fær sér vatn. Annað dæmi væri að sjá einhvern í fjölskyldunni gera teygjuæfingar á gólfdýnu og setja þá á sig hlaupaskóna og fara að skokka.
herminám í klassískri skilyrðingu
snýst um hermi-viðbragð og tengist oft geðhrifum til dæmis hræðslu og ánægju
ef ég sýni gleði eða hræðslu er líklegt að eftirherman geri einsð
meðfætt herminám
Ef það er meðfætt að sýna ánægjuviðbragð (t.d. bros eftirhermu) þegar annar sýnir ánægjuviðbragð (fyrirmynd) við að sjá t.d. fallegt leikfang er klassíska skilyrðingin svona:
Fallegt leikfang (NS) – bros fyrirmyndar (US) – Bros eftirhermu (UR)
Fallegt leikfang (CS) – Bros eftirhermu (CR)
ekki meðfætt herminám
Ef það er EKKI meðfætt að sýna ánægjuviðbragð þegar annar sýnir ánægjuviðbragð við að sjá fallegt leikfang og þegar það er ekki meðfætt (eins og oft er) er hefðbundna klassíska skilyrðingin svona:
Bros fyrirmyndar (NS1) – Ánægjulegt áreiti (t.d. Stroka; US) – Bros eftirhermu (UR)
Bros fyrirmyndar (CS1) – Bros eftirhermu (CR)
Og hærra-stigs klassíska skilyrðingin verður þá svona í framhaldinu:
Leikfang (NS2) – Bros fyrirmyndar (CS1) – Bros eftirhermu (CR)
Leikfang (CS2) – Bros eftirhermu (CR)
herminám í virki skilyrðingu
rætt um tileinkun og hegðun
Barn gæti hafa tileinkað sér e-ð með að fylgjast með fyrirmynd eins og t.d. að borða morgunkorn og mjólk með skeið, en hegðunin á sér ekki stað fyrr en barnið getur sjálft borðað með skeið.
Til þess að tileinkun geti átt sér stað þarf eftirherman að fylgjast með fyrirmyndinni og það sem eykur líkur á að eftirherman fylgist með er a.m.k. fernt:
Að hegðun fyrirmyndar sé styrkt.
Að hegðun eftirhermu að fylgjast með sé styrkt.
Að eftirherma hafi næga leikni til að læra af fyrirmynd.
Að fyrirmynd sé lík eftirhermu og að eftirherman dáist að eða virði fyrirmynd vel.
En jafnvel þótt tileinkun eigi sér stað er ekki víst að eftirherma geri það sem fyrirmynd gerir (performance).
Þá eru það fimm atriði sem helst hafa áhrif á það hvort hegðunin verði sýnd (performed) eftir tileinkunina:
Meiri líkur á að hegðun sé sýnd þegar hermihegðun fyrirmyndar er styrkt (sýnd styrking, vicarious reinforcement).
Minni líkur á að hegðun sé sýnd þegar hegðun fyrirmyndar er refsað (sýnd refsing, vicarious punishment).
Meiri líkur á að hegðun sé sýnd þegar hegðun eftirhermu er styrkt.
Minni líkur á að hegðun sé sýnd þegar hegðun eftirhermu er refsað.
Þá hefur styrkingar- eða refsingarsaga eftirhermu áhrif á hvort hún sýni hegðunina.
hermun
herma eftir er kallað hermun
sannhermun
þegar eftirherma gerir nákvæmlega það sama og fyrirmyndin
yfirfærð hermun
þegar hermihegðun hefur verið oft styrkt hjá barni er líklegt að það hermi efti ýmsu fleiru sem það hefur aldrei séð eða gert áður
Þannig verður það „að herma eftir“ ein hegðun (hegðunareining, unit of behavior) sem hefur verið oft styrkt og mun því halda áfram þótt það sé í alveg nýjum aðstæðum eða með nýja hegðun. (Þannig er hegðunin að herma eftir Gullu frænku að bora í nefið á sér í stofunni hennar EKKI sérstök hegðunareining, heldur er það að herma almennt eftir mörgu og mörgum í mörgum aðstæðum sérstök hegðunareining).
dýr og hermun
Önnur dýr en menn geta hermt eftir og þá sérstaklega eftir dýrum af sömu tegund og jafnvel eftir dýrum af annarri tegund, t.d. mönnum.
Þetta gerist augljóslega í hermun á geðhrifaviðbrögðum.
Það er á hinn bóginn ekki eins augljóst hvort þau beiti sannhermun (höfundar kennslubókar segja að það að gera nákvæmlega eins og fyrirmynd vegna áreitiskveikingar teljist ekki sannhermun?).
Þó telja sumir rannsóknarmenn að það sé orðið ljóst að sum dýr, eins og t.d. fuglar, menn og mannapar (great apes, EKKI monkeys/„apakettir“), þ.e. simpansar (friðsamari bónóbos með), górillur, órangútar og menn, sýni sannhermun.
félagsnám og ofbeldi
Börn (eftirherma) á ýmsum aldri voru látin fylgjast með alls konar fyrirmyndum berja Bóbó.
Börnin börðu Bóbó á eftir og hermdu stundum nákvæmlega eftir fyrirmyndunum (sannhermun).
Börnin voru líklegri til að berja Bóbó þegar ofbeldi fyrirmynda var umbunað.
Börnin voru ólíklegri til að berja Bóbó þegar ofbeldi fyrirmynda var refsað.
Ef börnunum var lofað umbun ef þau berðu Bóbó, börðu þau hann meira en áður, sem sýnir að þau höfðu lært hegðunina þótt hún hafi ekki alltaf verið sýnd.
herminám og ofbeldi í sjónvarpi, tölvuleikjum og fleiri miðlum
Rannsóknir hafa sýnt fylgni á milli þess að horfa á ofbeldi í sjónvarpi og að beita því síðar.
Það eru vísbendingar um að ofbeldis-tölvuleikir geti leitt til meira ofbeldis en ofbeldi í sjónvarpi gerir.
Börn sem beitt eru ofbeldi eru líklegri en önnur að beita ofbeldi þegar þau fullorðnast.
Þá hafa tilraunir sýnt orsakasamband á milli þess að horfa á ofbeldi og beita því.
Drengir beita ofbeldi meira en stúlkur (performance) en vísbendingar eru um að stúlkur læri það til jafns við drengi (acquisition).
hvað lærist í herminámi
Ofbeldi, eins og margar rannsóknir benda til.
Fjölmörg rannsóknardæmi hafa sýnt að fælni getur lærst með herminámi.
Dæmi um rannsóknir með mönnum hafa verið fylgnirannsóknir.
Á hinn bóginn hafa dýratilraunir staðfest að fælni getur lærst með herminámi.
Notkun áfengis, eiturlyfja og reykingar getur byrjað með herminámi.
Fleira kemur til eins og hópþrýstingur. En hvað viðheldur hegðuninni?
Ýmiss konar hugræn geta/kunnátta getur aukist með herminámi.
Varðveislulögmálið; yngri börn leysa það hafi þeir séð fullorðinn leysa það.
Aukin hæfni í daglegu lífi, svo sem að biðja um hluti og félagsskap (börn með þroskafrávik) og að standa á sínu t.d. í vinnu.
Heiðarleiki og óeigingirni og siðræn gildi (og öfugt).
Og að ógleymdum sjálfsmorðum.
herminám í atferlismeðferð
Herminám er víða í atferlismeðferð og nýtist með því að:
Skjólstæðingur hermir eftir fyrirmynd með e-ð sem hann kann.
Auka t.d. lágtíðnihegðun, m.a. með ákveðniþjálfun (assertiveness training).
Skjólstæðingur lærir nýja hegðun af fyrirmynd með herminámi.
T.d. að kenna einhverfum börnum að tala og það er gert um leið og öðrum aðferðum er beitt.
Íslenskar rannsóknir hafa látið einhverf börn skoða önnur börn á myndbandi að leik, en það eykur þeirra eigin leik við aðra.
Kennara kennt t.d. hvernig hann eigi að bregðast við árásargirni í bekk.
Skjólstæðingur hættir að hegða sér óæskilega (hættir t.d. að vera hræddur) í gegnum herminám.
Skjólstæðingi sýnt að það sem hann er t.d. hræddur við er ekki hættulegt.
Eða að kenna ofvirkum börnum að nota fyrirmæli um að „róa sig“ sem þau gefa sjálfum sér.
Breyta hegðun með að skoða eigin hegðun (videotape self-modeling).
„Rétt“ hegðun skjólstæðings „tekin upp“ og það sem er rétt gert er honum sýnt.
reglustýrð hegðun
Í reglustýrðri hegðun stjórnumst við af tungumálinu, förum t.d. eftir fyrirmælum, bendingum, skráðum eða óskráðum reglum, t.d. siðferðisreglum, lögum, eða eftir öðru því sem við heyrum og lesum eða upplifum og er miðlað af tungumálinu.
Þetta er aðdraganda-stjórnun, þ.e. við stjórnumst af fyrra A-inu í A–H–A líkaninu
Hér hefur maðurinn yfirburði í möguleikunum á því að læra.
Málhegðun er svið sem er nátengt reglustýrðri hegðun, því hún snýst um það hvernig við beitum tungumálinu. Sá sem talar, skrifar eða bendir beitir málhegðun, en hlustandi eða lesandi veitir afleiðingar
“regla”
Regla er yrðing sem segir til um hver skilyrðin eru – t.d. Hverjir eru styrkingarskilmálarnir eða afleiðingarnar. Sá sem fer eftir yrðingunni sýnir reglustýrða hegðun.
Dæmi um reglu: „Ef þú tekur til í herberginu þínu kaupi ég pizzu í kvöldmat.“ „Þeir sem baða sig ekki áður en þeir fara í laugina verða reknir upp úr henni.“
Fyrirmæli er yrðing sem segir til um hvernig eigi að hegða sér
Dæmi um fyrirmæli: „Taktu til í herberginu þínu.“ „Baðaðu þig án sundfata áður en þú ferð í laugina.“
Reglur og fyrirmæli eru fljótvirk til að fá fram „rétta“ hegðun (sé þeim viðhaldið vel með afleiðingum, því þær eru bara aðdragandi), sér í lagi þegar við höfum ekki reynslu af afleiðingum í því umhverfi.