Nýburinn - punktar úr fyrirlestrum Flashcards
(71 cards)
Hvernig tapar nýburi hita?
Leiðni - Barnið er lagt á kaldan flöt
Geislun - Kaldur hlutur í návist barns
Gegnum trekkur/dragsúgur - dregur varma frá barninu með loftinu
Uppgufun - barnið er blautt eða rakt
Hvaða lífeðlisfræðilegur breytingar eiga sér stað þegar nýburi dregur fyrst andan við fæðingu?
Þegar barn dregur í fyrsta sinn inn andan við fæðingu, þá fyllast lungun af lofti og lungnavökvin fer inn í lungnavefin og inn í blóðrás barnsins. Stundum verður seinkun á þessum fluttningi og þá getur barnið fengið svokölluð vot lungu. Þá stynur barnið fyrst og andar barnið svo í nokkrar klst hratt >60/mín. Ekki er þörf á að gefa súrefni, en mikilvægt er að fylgjast með þeim og jafnvel setja magasondu á meðan þau anda svona hratt.
Katekólamín
Í fæðinguni verður losun Surfactants í lungnablöðrurnar , auk þess sem katekólamín auðvelda vökvanum í lungunum að flæða inn í lungnavefinn svo börnin eigi auðveldar með að anda.
Katekólamín stuðlar að því að blóðsykurnýburans haldist stöðugur/eðlilegur, hækkað gildi katekólamína veldur því að glýkógen brotnar niður í glúkósa og styrkur þess hækkar því í blóði.
Þvagútskilnaður
Þvagútskilnaður er lítill fyrsta sólarhringinn eftir fæðingu vegna mikillar losunar ADHormones. Aukin vökvaþörf mun síðan auka útskilnaðar næstu dagana
Hvað er talin eðlilegt þyngdartap hjá nýbura?
Fullburða barn 10% miðað við fæðingarþyngd og fyrirburi allt að 20%. Fæðingarþyngd næst á 10-14 dögum.
Brjóstabörn 7-10%
Pelabörn 5%
Fyrirburar 15-20%
Caput Succadaneum /sveppur
Vökvi/bjúgsöfnun undir höfuðleðri. Alveg eðlilegt, hverfur á nokkrum dögum. Þarnast ekki eftirlits
Chepalohematoma
Fer ekki yfir sútúrur. Algengast vegna sogklukku. Mikilvægt að fræða foreldra um að þetta geti stækkað á fyrstu dögunum en fer svo minnkandi. Þessi börn eru í meiri hættu á gulu.
Subgaleal hematoma
Fer yfir sutururnar og getur því valdið alvarlegri blæðingu. Mikilvægt að hringja strax á lækni því barnið getur blætt út á mjög skömmum tíma!
Nýburagula
- Öll börn eru með smá nýburagulu sem er eðlilegt og kallast lífeðlisfræðileg nýburagula.
- Hjá 60% fullburða börnum verður gula sýnileg. Eftir fæðingu barns þarf barnið að losa sig við svokallaðan fóstur blóðrauða (ókonjugerað-bilirubín), lifrin í nýburanum er enn þá óþroskuð svo útskilnaður bilirubíns getur tekið tíma, á meðan bilirubínið er á sveimi í blóði barnsins litar það húð þess og augnhvítu.
Hvað eykur nýburagulu? og hvaða börn eru í meiri áhættu?
Lítil fæðuinntekt, rof á blóðkornum (blóðkornamisræmi), Chepalohematoma og subgaleal hematoma, útbreiddir marblettir, hátt blóðgildi, saga systkyna um gulu og börn frá austur Asíu.
Áhættuþættir:
Veiklaður heila-blóð þröskuldur. Fyrirburar. Önnur veikindi: sýkingar, súrnun, lágur blóðsykur, þurrkur. Súrefnisskortur í fæðingu.
Brjóstagjafagula (þarmalifrarhringrás)
Gott að kunna
Nýburinn er búin að taka ókunjugerað og tengja það í konjugerað, lifrin er búin að losa það út í görnina, en svo er nýburinn að borða svo lítið svo það er tekið upp í þarmana og aftur ókunjugerað.
Þau borða lítið, skila út litlu , bilirubin hækkar, þá verður barnið þreytt, slappt og sefur meira,þá drekkur það minna!
Lítil fæðuinntaka –> minni þvag og hægða útskilnaður –> aukin þarmahringrás –> bilirubin hækkar –> barnið verður þreytt og slappt –> barn drekkur minna og sefur meira.
Tímalína nýburagulu
- Nýburagula á fyrsta sólarhring er ekki eðlilegt, getur verið merki um blóðkornamisræmi (blóðkornarof)
- Eðlislæg nýburagula (algengast) nær hámarki á 3-4 sólarhring og þarfnast ekki sérstakrar meðferðar og ætti að vera farin eftir 2 vikur.
- Hins vegar ef nýburagulan er ekki farin eftir tvær vikur þarf að skoða barnið betur, getur verið merki um lifrarsjúkdóm.
Brjóstamjólkurgula
Brjóstamjólkurgula: 2-4% fullburða barna (hágildi 200-340 míkrómól/L). Undirrót óþekkt (Efni í BM sem hamla virkni glúk. transferasa eða þáttur sem eykur frásog bilirúbíns frá görn). Gulna jafnt og þétt frá fæðingu, hámark við 14 daga aldur. Ótengt bilirúbín. Útiloka þarf aðrar mögulegar orsakir gulu. E.t.v af brjóstamjólk í 2 sólarhringa => hratt minnkandi gula. Aftur á brjóst þá OK (bilir. mögulega upp um 30-60 míkrómól/L - síðan lækkar það. Gengur yfir á 4-12 vikum.
Meðferð við nýburugula
Ljósameðferð, fæði/vökvagjöf, immologlobulín ef mótefni er til staðar og svo blóðskipti.
Öndunarerfileikar - einkenni
Hröð öndun >60/mín
Inndrættir
Nasavængjablakt
Stunur- barn á erfitt með að þenja lungun og stynur því til að halda jafnvægi í öndun
Cyanosis (centralt) - vörum, í munni og slímhúð og er það merki þess að súrefnismettun í bláæðum sé lág.
Flokkun hjartasjúkdóma hjá nýburum eftir einkennum
Blámi - nokkrum klst eftir fæðingu
Lost - nokkrum dögum eftir fæðingu
Hjartabilun - nokkrum vikum eftir fæðingu
Pox skimun
POX skimun hefur reynst gagnleg í að finna þau börn sem þurfa nánari skoðun m.t.t. hjartagalla. Við viljum að súrefnismettun sé >95% á hægri hendi eða fæti og <3% munur á mettun á hendi og fæti nýbura.
Streptococcar af gr. B –> GBS BERI
25-30% kvenna á barneignaraldri bera þessa bakteríu í fæðingarvegi.
U.þ.b. helmingur þeirra barna fær sýkingu í sig en sýklast ekki, og 1-2% fá sýkingu. Hafi móðir ekki mótefni fyrir bakteríuni í blóði er meiri hætta á alvarlegri sýkingu fyrir nýburann.
Erfitt er að uppræta sýkingu hjá mömmu en það getur minnkað hættu á sýkingu hjábarni að móðir fái sýklalyf í fæðingu
Tvö form sýkingar;
Smemmbúin sýking: <7 dagar, oft sepsis, ± meningitis. Einnig lungnabólga.
Síðbúin sýking: 1-2 vikur, yfirleitt staðbundin sýking.
Áhættuþættir fyrir sýkingu nýbura eftir fæðingu
Móðir GBS beri
Móðir með þvagfærasýkingu
Belgir rofna meira en >18 klst fyrir fæðingu
Móðir með merki um belghimnubólgu (e. chorioamnionitis).
Fyrirburafæðing
Einkenni sýkingar hjá nýbura
o Öndunarörðuleikar o Tachycardia o Fölvi í húð/húð bláleit/marmoreruð o Slappleiki o Hiti eða að barnið heldur ílla á sér hita – sjaldan að nýburar fái hita við sýkingu, oftast þá við heilahimnubólgu. Fyrirburar eiga oft erfiðara með að halda á sér hita. o Barnið drekkur ílla o Uppköst eru sjaldan ekki nema það sé sýking í meltingarkerfi o Krampi (ef meningitis)
Greining sýkingar
Saga móðir og barns
Lífsmörk
Hvít blóðkorn – nýburar eru með aukin fjölda hvítra blóðkorna miðað við eldri börn og fullorðna.
Þau eiga að vera milli 15-25 þúsund , ef þau eru undir 10 þús þá þarf að hafa verulegar áhyggjur og ef barnið er með einkenni þá sýklalyf.
CRP - Byrjar að hækka 6 - 8 klst. e. upphaf sýkingar. Næmi lítið fyrst eftir fæðingu.
Þvagprufa ef þau eru > en sólarhringsgömul
Mænuvökvi, getur greint heilahimnubólgu
Procalcitonin - Byrjar að hækka 2 klst eftir upphaf sýkingar, næmni betra en CRP fyrst eftir fæðingu.
Blóðræktun
Blóðsykur - skilgreining
Flestir mæla þannig með því að meðhöndla nýbura mælist blóðsykur lægri en 2,0 mmól/L og að meðferð miði að því að halda blóðsykri yfir 2,5 mmól/L.
Blóðsykur allra nýbura lækkar í fæðingu en hækkar svo aftur 3 klst eftir fæðingu.
Börn sykursjúkramæðra
Börn sykursjúkrar mæðra hafa haft nóg af blóðsykri á meðgönguni, svo sprautar mamman sig með insúlíni svo insúlín framleiðsla þeirra verður brengluð.
Áhættuþættir blóðsykurslækkunar
Hækki blóðsykur ekki innan 4 klst frá fæðingu er um óeðlilegt ástand að ræða
Undirliggjandi orsökum má skipta í tvennt:
Ónóg framboð eða framleiðsla sykurs í lifur (algenara)
Aukin notkun sykurs vegna of mikillar insúlínmyndunar (börn sykursjúkramæðra).
Helstu áhættuþættir eru: Léttburar Þungburar Fyrirburar (minni glýkógen og fituforði) Börn sykursjúkramæðra Ofkæling Súrefnisskortur í fæðingu (Apgar undir 7 við 5 mín) - mikil streita í fæðingu getur valdið því að glýkógen birgðir klárast. Meðfæddir gallar Efnaskiptasjúkdómar
Eftir því sem nýburi hefur fleiri áhættuþætti þá eru meiri líkur á að hann falli óvenjulega mikið í sykri fyrstu klst eftir fæðingu.