Nýburinn - punktar úr fyrirlestrum Flashcards

(71 cards)

1
Q

Hvernig tapar nýburi hita?

A

Leiðni - Barnið er lagt á kaldan flöt
Geislun - Kaldur hlutur í návist barns
Gegnum trekkur/dragsúgur - dregur varma frá barninu með loftinu
Uppgufun - barnið er blautt eða rakt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvaða lífeðlisfræðilegur breytingar eiga sér stað þegar nýburi dregur fyrst andan við fæðingu?

A

Þegar barn dregur í fyrsta sinn inn andan við fæðingu, þá fyllast lungun af lofti og lungnavökvin fer inn í lungnavefin og inn í blóðrás barnsins. Stundum verður seinkun á þessum fluttningi og þá getur barnið fengið svokölluð vot lungu. Þá stynur barnið fyrst og andar barnið svo í nokkrar klst hratt >60/mín. Ekki er þörf á að gefa súrefni, en mikilvægt er að fylgjast með þeim og jafnvel setja magasondu á meðan þau anda svona hratt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Katekólamín

A

Í fæðinguni verður losun Surfactants í lungnablöðrurnar , auk þess sem katekólamín auðvelda vökvanum í lungunum að flæða inn í lungnavefinn svo börnin eigi auðveldar með að anda.
Katekólamín stuðlar að því að blóðsykurnýburans haldist stöðugur/eðlilegur, hækkað gildi katekólamína veldur því að glýkógen brotnar niður í glúkósa og styrkur þess hækkar því í blóði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Þvagútskilnaður

A

Þvagútskilnaður er lítill fyrsta sólarhringinn eftir fæðingu vegna mikillar losunar ADHormones. Aukin vökvaþörf mun síðan auka útskilnaðar næstu dagana

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað er talin eðlilegt þyngdartap hjá nýbura?

A

Fullburða barn 10% miðað við fæðingarþyngd og fyrirburi allt að 20%. Fæðingarþyngd næst á 10-14 dögum.

Brjóstabörn 7-10%
Pelabörn 5%
Fyrirburar 15-20%

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Caput Succadaneum /sveppur

A

Vökvi/bjúgsöfnun undir höfuðleðri. Alveg eðlilegt, hverfur á nokkrum dögum. Þarnast ekki eftirlits

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Chepalohematoma

A

Fer ekki yfir sútúrur. Algengast vegna sogklukku. Mikilvægt að fræða foreldra um að þetta geti stækkað á fyrstu dögunum en fer svo minnkandi. Þessi börn eru í meiri hættu á gulu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Subgaleal hematoma

A

Fer yfir sutururnar og getur því valdið alvarlegri blæðingu. Mikilvægt að hringja strax á lækni því barnið getur blætt út á mjög skömmum tíma!

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Nýburagula

A
  • Öll börn eru með smá nýburagulu sem er eðlilegt og kallast lífeðlisfræðileg nýburagula.
  • Hjá 60% fullburða börnum verður gula sýnileg. Eftir fæðingu barns þarf barnið að losa sig við svokallaðan fóstur blóðrauða (ókonjugerað-bilirubín), lifrin í nýburanum er enn þá óþroskuð svo útskilnaður bilirubíns getur tekið tíma, á meðan bilirubínið er á sveimi í blóði barnsins litar það húð þess og augnhvítu.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Hvað eykur nýburagulu? og hvaða börn eru í meiri áhættu?

A

Lítil fæðuinntekt, rof á blóðkornum (blóðkornamisræmi), Chepalohematoma og subgaleal hematoma, útbreiddir marblettir, hátt blóðgildi, saga systkyna um gulu og börn frá austur Asíu.

Áhættuþættir:
Veiklaður heila-blóð þröskuldur. Fyrirburar. Önnur veikindi: sýkingar, súrnun, lágur blóðsykur, þurrkur. Súrefnisskortur í fæðingu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Brjóstagjafagula (þarmalifrarhringrás)

A

Gott að kunna
Nýburinn er búin að taka ókunjugerað og tengja það í konjugerað, lifrin er búin að losa það út í görnina, en svo er nýburinn að borða svo lítið svo það er tekið upp í þarmana og aftur ókunjugerað.
Þau borða lítið, skila út litlu , bilirubin hækkar, þá verður barnið þreytt, slappt og sefur meira,þá drekkur það minna!

Lítil fæðuinntaka –> minni þvag og hægða útskilnaður –> aukin þarmahringrás –> bilirubin hækkar –> barnið verður þreytt og slappt –> barn drekkur minna og sefur meira.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Tímalína nýburagulu

A
  • Nýburagula á fyrsta sólarhring er ekki eðlilegt, getur verið merki um blóðkornamisræmi (blóðkornarof)
  • Eðlislæg nýburagula (algengast) nær hámarki á 3-4 sólarhring og þarfnast ekki sérstakrar meðferðar og ætti að vera farin eftir 2 vikur.
  • Hins vegar ef nýburagulan er ekki farin eftir tvær vikur þarf að skoða barnið betur, getur verið merki um lifrarsjúkdóm.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Brjóstamjólkurgula

A

Brjóstamjólkurgula: 2-4% fullburða barna (hágildi 200-340 míkrómól/L). Undirrót óþekkt (Efni í BM sem hamla virkni glúk. transferasa eða þáttur sem eykur frásog bilirúbíns frá görn). Gulna jafnt og þétt frá fæðingu, hámark við 14 daga aldur. Ótengt bilirúbín. Útiloka þarf aðrar mögulegar orsakir gulu. E.t.v af brjóstamjólk í 2 sólarhringa => hratt minnkandi gula. Aftur á brjóst þá OK (bilir. mögulega upp um 30-60 míkrómól/L - síðan lækkar það. Gengur yfir á 4-12 vikum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Meðferð við nýburugula

A

Ljósameðferð, fæði/vökvagjöf, immologlobulín ef mótefni er til staðar og svo blóðskipti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Öndunarerfileikar - einkenni

A

Hröð öndun >60/mín
Inndrættir
Nasavængjablakt
Stunur- barn á erfitt með að þenja lungun og stynur því til að halda jafnvægi í öndun
Cyanosis (centralt) - vörum, í munni og slímhúð og er það merki þess að súrefnismettun í bláæðum sé lág.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Flokkun hjartasjúkdóma hjá nýburum eftir einkennum

A

Blámi - nokkrum klst eftir fæðingu
Lost - nokkrum dögum eftir fæðingu
Hjartabilun - nokkrum vikum eftir fæðingu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Pox skimun

A

POX skimun hefur reynst gagnleg í að finna þau börn sem þurfa nánari skoðun m.t.t. hjartagalla. Við viljum að súrefnismettun sé >95% á hægri hendi eða fæti og <3% munur á mettun á hendi og fæti nýbura.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Streptococcar af gr. B –> GBS BERI

A

25-30% kvenna á barneignaraldri bera þessa bakteríu í fæðingarvegi.
U.þ.b. helmingur þeirra barna fær sýkingu í sig en sýklast ekki, og 1-2% fá sýkingu. Hafi móðir ekki mótefni fyrir bakteríuni í blóði er meiri hætta á alvarlegri sýkingu fyrir nýburann.
Erfitt er að uppræta sýkingu hjá mömmu en það getur minnkað hættu á sýkingu hjábarni að móðir fái sýklalyf í fæðingu
Tvö form sýkingar;
Smemmbúin sýking: <7 dagar, oft sepsis, ± meningitis. Einnig lungnabólga.
Síðbúin sýking: 1-2 vikur, yfirleitt staðbundin sýking.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Áhættuþættir fyrir sýkingu nýbura eftir fæðingu

A

Móðir GBS beri
Móðir með þvagfærasýkingu
Belgir rofna meira en >18 klst fyrir fæðingu
Móðir með merki um belghimnubólgu (e. chorioamnionitis).
Fyrirburafæðing

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Einkenni sýkingar hjá nýbura

A
o Öndunarörðuleikar
o Tachycardia
o Fölvi í húð/húð bláleit/marmoreruð
o Slappleiki
o	Hiti eða að barnið heldur ílla á sér hita – sjaldan að nýburar fái hita við sýkingu, oftast þá við heilahimnubólgu. Fyrirburar eiga oft erfiðara með að halda á sér hita.
o Barnið drekkur ílla
o Uppköst eru sjaldan ekki nema það sé sýking í meltingarkerfi
o Krampi (ef meningitis)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Greining sýkingar

A

Saga móðir og barns
Lífsmörk
Hvít blóðkorn – nýburar eru með aukin fjölda hvítra blóðkorna miðað við eldri börn og fullorðna.
Þau eiga að vera milli 15-25 þúsund , ef þau eru undir 10 þús þá þarf að hafa verulegar áhyggjur og ef barnið er með einkenni þá sýklalyf.
CRP - Byrjar að hækka 6 - 8 klst. e. upphaf sýkingar. Næmi lítið fyrst eftir fæðingu.
Þvagprufa ef þau eru > en sólarhringsgömul
Mænuvökvi, getur greint heilahimnubólgu
Procalcitonin - Byrjar að hækka 2 klst eftir upphaf sýkingar, næmni betra en CRP fyrst eftir fæðingu.
Blóðræktun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Blóðsykur - skilgreining

A

Flestir mæla þannig með því að meðhöndla nýbura mælist blóðsykur lægri en 2,0 mmól/L og að meðferð miði að því að halda blóðsykri yfir 2,5 mmól/L.

Blóðsykur allra nýbura lækkar í fæðingu en hækkar svo aftur 3 klst eftir fæðingu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Börn sykursjúkramæðra

A

Börn sykursjúkrar mæðra hafa haft nóg af blóðsykri á meðgönguni, svo sprautar mamman sig með insúlíni svo insúlín framleiðsla þeirra verður brengluð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Áhættuþættir blóðsykurslækkunar

A

Hækki blóðsykur ekki innan 4 klst frá fæðingu er um óeðlilegt ástand að ræða
Undirliggjandi orsökum má skipta í tvennt:
Ónóg framboð eða framleiðsla sykurs í lifur (algenara)
Aukin notkun sykurs vegna of mikillar insúlínmyndunar (börn sykursjúkramæðra).

Helstu áhættuþættir eru:
Léttburar
Þungburar
Fyrirburar (minni glýkógen og fituforði)
Börn sykursjúkramæðra
Ofkæling
Súrefnisskortur í fæðingu (Apgar undir 7 við 5 mín) - mikil streita í fæðingu getur valdið því að glýkógen birgðir klárast. 
Meðfæddir gallar
Efnaskiptasjúkdómar

Eftir því sem nýburi hefur fleiri áhættuþætti þá eru meiri líkur á að hann falli óvenjulega mikið í sykri fyrstu klst eftir fæðingu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Einkenni of lágs blóðsykurs - MIKILVÆGT
Klínísk einkenni eru óljós og geta fylgt öðrum algengum sjúkdómum á nýburaskeiði Almenn einkenni: Óeðlilegur grátur, óeðlilegur líkamshiti, veikt sog, vill ekki drekka Einkenni frá taugakerfi: Skjálfti, ergileg, ýkt móró viðbrögð, slappleiki, krampar, óeðlilegt augnhreyfingar Einkenni frá hjarta og lungum: blámi, fölvi og öndunarhlé
26
Hjá hvaða nýburum á að mæla blóðsykur?
Léttburum, fyrirburum, börnum sykursjúkra mæðra og mögulega þungburum? Mæla börn fyrir gjafir til að skima fyrir lægsta gildi blóðsykurs.
27
Við hvaða gildi blóðsykurs á að miða?
Blóðsykur undir <2,2 fyrstu 4 klst eftir fæðingu Blóðsykur undir <2,5 klst , 4-24 klst eftir fæðingu Blóðsykur undir <3,0 eftir 24 klst aldur Þessi aðgerðarmörk hafa verið samþykkt fyrir börn sykursjúkra mæðra á fæðingar- og sængurkvennagangi og má líklega yfirfæra á flesta skjólstæðinga Vökudeildar.
28
Hversu oft á að mæla blóðsykur?
Fyrir gjafir á 3-6 klst fresti fyrsta sólahringinn hjá börnum í áhættuhóp. Lengur hjá léttburum og síðfyrirburum Meta þörf hverju sinni t.d. hjá nýburum með næringu í æð.
29
Meðferð of lágs blóðsykurs
Tíð brjóstagjöf er besta forvörnin og meðferðin Þurrmjólkurábót Glúkósi 10 iv (80ml/klst/sól) gefa po ef hægt er samhliða. FORÐAST BOLUSGJAFIR! Hitastjórnun - forðast ofkælingu
30
Einkenni ofþornunar nýbura
``` Minni útskilnaður <6 bleyjur á sólarhring Dekkra þvag Sofandaleg Innfallinn fontanella Hröð öndun Hægari hjartsláttur Sokkinn/innfallinn augu Sofandaleg Minni tár í grátri Þurr munnur Eru þyrst og vilja vatn en geta kastað því upp Þyngdartap Hypernatremia í blp Léleg skin turgor ```
31
Fyrirbygging og meðferð ofþornunar
Fylgjast með fæðuinntekt, ábót ef þarf Vigta 3 daga gömul Ef hiti þá aukin vökvaþörf Meðferð: Aukin fæðuinntekt po, sjaldan þörf fyrir iv gjöf.
32
Einkenni frá meltingarvegi á nýburaskeiði
- Skila ekki hægðum - Skila mekoníum hægðum fyrst en breyta ekki yfir í mjólkurhægðir - Uppköst (mjólkurlitur, glær, galllituð, blóðug) ATH GALLLITUÐ EÐA BLÓÐUG UPPKÖST ALDREI Í LAGI OG BER AÐ TAKA ALVARLEGA! - Þaninn kviður, æðateikn,glansandi húð, litabreytingar. Getur verið merki um þan eða gat á görn. - Sjáanlegar garnalykkjur á kvið - Blóðugar hægðir - Þyngjast ílla - Verkir - Ásvelging (aspiration), anda að sér magainnihaldi.
33
Oesophagal Atresia - lokun á vélinda
Þessi börn fæðast oft fyrir tímann. Þau ná ekki að kyngja legvatni. Getur tengst polyhydramion hjá mömmu, ef móðir greinist með of mikið legvatn er sérstaklega skoðað þetta hjá fóstrinu. Þessi börn fæðast oft með fínan APGAR en leið og þau byrja að drekka þá blána þau. Hættulegast er þegar vélindað tengst barkanum, þá er veruleg hætta á ásvelgingu. Til að skoða þetta er sett niður sonda. Getur tengst öðrum göllum eins og hjartagalla eða atresium á þörmum. Barn fer í aðgerð og þá er sett sonda til að halda gatinu opnu, ef það vantar bút í vélindað þá þarf að setja gastrostomiu og leyfa barninu aðeins að þroskast áður en stærri aðgerð er gerð. Koma oft erfileikar í framtíðini hjá þessum börnum eins og erfileikar við kynginu vegna skorts á vöðvahreyfingu í vélinda.
34
Duodenal atresia/stenosis
Þrengsi í duodenal rétt fyrir neðan magaopið Hérna eru líka tengsl við polyhydramnion (of mikið legvatn). Barn borðar/drekkur og svo kemur ælan. Mjólkurlituð/glær uppköst, grænlituð ef lokan nær neðan en ampulla of vater. 30% barna með down's syndrome eru með Duodenal atresiu/stenosis
35
Pyloric stenosis
Þykknun á pylorussvæði fyrir neðan maga. Kemur fram 3-4 vikum eftir fæðingu. Lýsir sér í mjög kröftugum uppköstum, þyngjast ílla, virka sísvöng, hætta á ofþornun. Mögulega hægt að sjá þetta í heimaþjónustu (fyrstu 10 dagarnir). Er algengara hjá drengjum og norður evrópubúum.
36
Anal atresia
Lokun, þrengsli eða vöntun á opi í endaþarmi. | Endaþarmur gætur opnast hærra upp í pelvis, eða fistulur í leggöng eða þvagrás. (hægðir koma út um leggöng).
37
Hirschprungs
Taugatengingar vantar í hluta ristils. Skila EKKI mekoníum (90% barna skila mek á fyrstu 24 tímunum og 99% innan 48 tíma) Ef ekki þarf að skoða afhverju það er! Sérstaklega ef þau eru komin með önnur einkenni samhliða. Greinist yfirleitt ekki í sónar og getur verið lúmskt! Einkenni: Þanin kviður, grænleit uppköst, miklar hægðir við endarþarmsörvun, blóðugar hægðir. Algengara hjá drengjum. Tengsl við downs syndrome og fleiri genagalla. Meðferð: Tengt beint, sett tímabundið stóma eða varanlegt stóma.
38
Mekoníum ileus
Þykkar mekoníum hægðir sem valda garnastíflu. Sterk tengsl við Cystic fibrosis (20% barna sem fæðast með cyctic fibrosis hafa mekoníum ileus eftir fæðingu).
39
Malrotation/volvulus - Algengasti meltingarfæragallinn
Á fósturskeiði fer þarmurinn aðeins út í naflastrenginn og svo aftur inn, ef hann gerir það ekki verður molration. 1/200 börnum hafa malrotation án einkenna 1/6000 hafa malrotation með einkennum Algengara hjá drengjum en stúlkun 2;1 Einkenni: gallituð uppköst Skil yfirleitt hægðum fyrst en svo snýr þarmurinn upp á sig og smáþarmurinn deyr. Þessi börn þarf að finna fljótt og koma þeim í aðgerð. Greinist yfirleitt ekki í ómskoðun á meðgöngu. Horfurnar fara eftir ástandi þarmsins.
40
Necrotiserandi Enterocolitis - NEC | drep í garnavegg
Um er að ræða aðalega fyrirburasjúkdóm (90%) en getur greinst í fullbura börnum. Stærri börn sem fá NEC eru oft með aðra undirliggjandi sjúkdóma: Erfðagalla, hjartagalla, galla á ónæmiskerfi eða galla á meltingarfærum. Um er að ræða skaða á görnum vegna súrefnisþurrðar. Barnið byrjar að nærast po og bakteríur fara vaxa í þarma innihaldi, og svo í gegnum sköðuðu þarma slímhúðina. Gasmyndnandi bakteríur fara að mynda loftbólur í þarmaveggnum sem getur valdið rof á görn og þá þurfa þau að fara í aðgerð, ef það kemur ekki rof þarf að láta þau fasta. Verndnandi þættir: BRJÓSTAMJÓLK!
41
Omphalocele
Þarmurinn þroskast að hluta til út í naflastrenginn en á að vera gengin til baka fyrir 12 viku. Hjá börnum með Omphalocele gerist það ekki. Þarmurinn er utan kviðveggjar og er hulin perineium úr kviðarholi, amnion og wharton jelly úr naflastrengnum. Sterk tenging við genagalla (49%) þrístæðu 13 , 18 og 21. MINNi omphalocele því MEIRI líkur á göllum. Í 75% tilvika fylgja aðrir meðfæddir gallar eins og hjartagallar, gallar á nýrna og þvagkerfi, stoðkerfisgallar, auk atresia og stenosa í meltingarkerfi.
42
Gastrochisis
Greinist oftast í ómskoðun og er einangraður galli, minna tendur við genagalla eins og Omphalocele. Þarmur utan kviðar hægra megin við naflastreng (engin himna yfir), milta og lifur innan kviðar. Þvagblaðra, kynkirtlar og leg getur einnig verið utan kviðar. Gallinn er algengari hjá ungum mæðrum og fæðast börnin oft fyrir tímann (60%). Vaxtarskerðing er algeng vegna þess að óvarðir þarmarnir leka próteini út í legvatnið, auk þess geta þarmarnir þrýst á naflastreng sem skerðir næringu til fóstursins. Tengdir gallar: launeistu hjá drengjum, atresiur og stenosur í meltingarvegi, lim-body (ólífvænleg),
43
Algengustu ástæður nýburadauða
Sýkingar Meðfæddir gallar Fæðing fyrir tímann - Algengast Fósturköfnun
44
7 einkenni alvarlegra veikindi hjá nýbura og ungabarni
1. Hröð öndun - nýburi á ekki að anda >60/mín fyrsta sólarhringinn 2. Öndunarerfileikar - stundur, inndrættir og nasavængjablakt 3. Blámi 4. Hiti /lágu líkamshiti 5. Erfileikar við fæðugjöf/barn sýgur ekki, er ekki eðlilegt. 6. Slappleiki/breyting á meðvitundarástandi 7. Krampi
45
Hiti nýbura
Hiti > 38 í endaþarmi Hiti > 37,5 í holhönd Hiti < 35 í holhönd Yfirleitt einkenni sýkingar hjá börnum <3 mánaða er að þau eru viðkvæm fyrir umhverfishita. Hitastjórnun þeirra er óþroskuð svo umhverfishitin getur haft áhrif einnig ofhitnun og ofkólnun. Það er mikilvægt að taka hita alvarlega, í rannsókn á <3mánaða börnum kom í ljós að: 12,6% var með alvarlega bakteríu sýkingu 0-1 mánaða marktækt oftar með sýkingu Þvagfærasýkingar (algengastar), blóðsýkingar(sepsis) - ein helsta ástæða dánarorsök á nýburaskeiði og heilahimnubólga. Innlögn í 40% tilvika og 45% á sýklalyf.
46
Öndunarfærasýkingar
``` ALGENGAR Veirusýkingar fyrst og fremst Berkjubólga - (RS vírus, Adeno) Lungnabólga Ein helsta ástæða innlagnar á spítala fyrstu 3 mánuðina. ```
47
Öndunarfæri - sérkenni ungabarna
Ungabörn <3-6 mánaða anda einungis með nefinu Öndunarvegur þeirra er þröngur (litli fingur) og mjúkur og er því mjög viðkvæmur fyrir öllu sem veldur þrengingu. Yngstu börnin anda hraðast og svo hægir á með hækkandi aldri. Bringubein og rif brjóstkennd --> inndrættir
48
Meðfæddir gallar - bráð einkenni
Hjartagallar - pox mikilvæg Meltingarfæragallar Einkenni geta komið fram fyrstu dagana/vikurnar eftir fæðingu. Heimaþjónusta og eftirlit ljósmóðir skiptir lykilmáli! Munið að gallituð/græn uppköst aldrei í lagi!
49
Öndunarhlé - blámaköst
Ekki óalgeng koma á vökudeild fyrstu dagana eftir fæðingu. Getur verið: lokaður öndunarvegur (slím/mjólk), sýking, krampi. Mikilvægt að bregðast rétt við: Örva barnið, opna öndunarveg --> öndunaraðstoð (blása um nef og munn).
50
Endurlífgun
Öndunaraðstoð: Bása 5x, mikilvægt að brjóstkassi lyftist. --> Athuga merki um líf, ef merki um hjartslátt (líf) en ekki öndun halda þá áfram að anda fyrir barnið 20-25 á mínutu. --> Ef ekki merki um líf þá hnoða 100x/mín. Hnoða 15x og blása 2x Hefja fyrst endurlífgun í 1 mínútu og hringja svo á 112
51
Húð - Fósturfita
Fósturfita ver húð barnsins fyrir ertandi efnum legvatnsins. Eftir fæðingu er ekki rétt að láta fósturfitu liggja á húð og í fellingum í marga daga, þurrka af eftir 2-3 sólarhringa til að sporna við bakteríusýkingu í húðini.
52
Erythema toxicum
Algeng útbrot hjá nýburum. Er ekki við staðar í fæðingu, kemur í ljós eftir 1-2 daga og hverfur eftir viku. Hvítir, harðir nabbar með roða í kring, er ekki í iljum og lófum. Hægt að greina með smásjárskoðun.
53
Milia
Algengt á andliti nýbura, er eins og hvítar blöðrur sem koma út frá fitukirtlum (Samsöfnun keratíns og fitu). Algengast í andliti og hverfur á 2-3 vikum.
54
Miliaria
Algengt hjá nýburum, sést ekki við fæðingu, kemur í ljós við fyrstu viku lífs, oft í tengslum við hita, hitakassa,sáraumbúðir, heitara loftsslag og hlý föt. Orsakast af svita sem kemst ekki út.
55
Acne neonatorum - hormónabólur
20% nýbura, algengara hjá drengjum Kemur fram yfirleitt við 3ja vikna aldur og talið orsakast af androgen áhrifum. Hverfur innan hálfs mánaða og þarfnast ekki meðferðar.
56
Port Wine Stains (valbrá - háræðaflækja)
Valbrá (háræðafrækja sem er eins á litin og portvín) sem hverfur ekki. Mikilvægt að rannsaka barnið, skoða augun (getur valdið gláku) og ef þetta er við höfuð þá getur það verið á yfirborði heilans, getur orðið blæðing sem síðan kalka sem gerir það að verkjum að barnið fær flogaveiki seinna meir.
57
Strawberry hemangioma - jarðaberja æðaflækja.
Sjáum þetta við fæðingu, roðin eykst og útbrotin verða upphleypt. Í flestum tilvikum er ekki þörf á að gera neitt, hverfur að sjálfum sér. Stækkar fyrstu mánuðina en eftir það byrja þau að minnka. Í 50% tilvika eru þau horfin við 5 ára, 60% við 6 ára, 100% við 10 ára aldur. Ef þetta er mjög stórt og á stað sem þetta truflar sjón þá þarf að meðgöndla barnið. Algengara hjá fyrirburum.
58
Blueberry Muffin
Vegna primer sýkingar móðir af citalomegalovirus á meðgöngu. Þessi börn eru oft með hepatitis, lifrar og miltisstækkun og jafnvel heyrnarskert.
59
Bullous impetigo – bakteríu sýking í húð
Sýking byrjað í naflastúf og breiðst svo út! Mikilvægt að ljósmæður geti greint. Þetta eru blöðrur sem springa auðveldlega, það er hægt að sprengja og spritta ef þær eru fáar, ef þær eru margar þá setja bakteríudrepandi krem. Ef MJÖG útbreitt um líkama barnsins þá sýklalyf peros (keflex – bragðgott fyrir börnin) þetta eru yfirleitt staphylococcus.
60
Retinopathy of prematurity
Fyrirbura augnsjúkdómur Ef við gefum of mikið súrefni getur það valdið spasma æðunum og skort á blóðflæði til sjónhimnunar (e. retina), þá verður aukin örvun á æðum sem fara vaxa á ranga staði og og leka, þá verður blæðing og svo blinda. Allir fyrirburar sem fæddir eru fyrir 32 vikur, fara í reglulegar augnskoðanir til að láta skoða augnbotninn. Fyrsta skoðun er gerð þegar barnið er 5 daga gamalt. Halda mettun í 90-95%, ef við höfum hana lægri þá er aukin dánartíðni hjá börnunum. Ekki hafa mettun yfir 95% þá er hætta á að við séum að gefa of mikið súrefni. Meðferð: - Sprautað efnið inn í augað sem blockerar vaxtarþætti æðana, til að stöðva æðavöxt - fjarlægja hluta retinu sem kallar á þennan vaxtarþátt Stevie Wonder, fæddist fyrir tímann og fékk of mikið súrefni og varð blindur.
61
Erb´s paresis - lömun v. axlarklemmu
Erb´s paresis af völdum axlarklemmu: Geta ekki beigt handlegg um olnboga og get ekki snúið höndini. Oftast lömun á hálstaugarótum nr. C-5- C-6 (inverar biscep), líklegast að lömunin gangi til baka ef aðeins C5-C6. Því meiri áverkar því meiri taugaskaði og fleiri taugarætur C-5,C-4,C-7 og þá hefur það áhrif á fingurnar, jafnvel valdið þindarlömun þeim megin og horner syndrome. Ef ekki gengur til baka þá mögulega færa til vöðvafestur þegar þau eru orðin nokkra ára gömul. Þetta gerist því það stendur á öxlum, mjaðmagrind móðurinnar er of þröng fyrir barnið. Meiri líkur á að þetta gerist ef höfuð barnsins er minna en búkur barnsins t.d. hjá sykursjúkum mæðrum.
62
Potter sequence
Polycystic nýrnasjúkdómur. Það sem gerist er að annað hvort eru nýrun ekki til staðar eða þau framleiða lítið þvag svo það verður nánast ekkert legvatn í kringum fóstrið. Þetta veldur því að barnið verður óeðlilegt. Lágstæð eyru, óeðlilegt nef, hendur (breiðar) og fætur verða óeðlileg (klumbufætur). Alvarlegast er lungun þroskast ekki sem skildi. Legvatnið hindrar eðlilegar lungnahreyfingar sem er forsenda þess að lungun vaxi eðlilega.
63
Síðfyrirburi - skilgreining
Barn fætt eftir 34v - 38v.6d. Þessi börn eru fædd fyrir tímann og þurfa aðstoð í samræmi við það! 75% allra fyrirbura eru síðfyrirburar
64
Síðfyrirburar = léttburar
Margt sameiginlegt með þessum hópum Hitastjórnun: eiga erfitt með að halda á sér hita vegna lítllar brúnnar fitu og hvítri fitu (einangrun). Blóðsykursfall: Algengt vegna minni glýkógen birgða í lifur. Gula: Algengari vegna þess að þau eru oft með háa hematokrít. Fjölga rauðum blóðkornum vegna súrefnisþurrðar (hypoxiu). Fæðugjöf yfirleitt ekki vandamál, eru oft svöng. Samhverf vs ósamhverf vaxtarskerðing: Mikilvægt að greina á milli symmetriskrar og asymmetriskrar vaxtarskerðingar, sú fyrri mun óalgengari en þeim mun alvarlegri = fóstrið vaxið illa lengi => illa nærður heili.
65
Síðfyrirburi vs. fullburðabarn
``` Óþroskaðra ónæmiskerfi Óþroskaðra miðtaugakerfi Innlögn á nýburagjörgæslu 3-4 x líklegri Lengri sjúkrahúsdvöl Fleiri endurinnlagnir Aukin tíðni á CP Aukin tíðni á þroskaskerðinu Aukin tíðni hegðunarvandamála Aukin tíðni vandamála til skemmri og lengri tíma ```
66
Eftirlit, umönnun, brjóstagjöf síðfyrirbura
Tilheyra vökudeild <35 vikur Geta tilheyrt sængurkvenna >35 vikur ef þau eru stabíl, halda blóðsykri, halda á sér hita og drekka. Þurfa stuðning og eftirlit.
67
Brjóstagjöf - síðfyrirburar
Mikilvægt að leggja áherslu á brjóstagjöf Mjókurmyndun móðir oft seinkuð - Veikindi móður, sem oft eru orsök fæðingar fyrir tímann, geta valdið seinkaðri mjólkurmyndun (lactogenesis). Sog barns óþroskað - Sog nýbura nær ekki fullum krafti fyrr en við 36 – 44 vikur => þrátt fyrir nægilegt framboð mjólkur hjá móður ná þau ekki fullri gjöf af brjósti. Þurfa að sjúga kröftuglega í minnst 15 mínútur í senn, 8 – 10 sinnum á sólarhring til að örva mjólkurframleiðslu nægilega - ef ekki þurfa mæður að nota mjaltavél að auki. Lægri tíðni brjóstagjafar hjá síðfyrirburum, móðir og barn þurfa góðan stuðning fyrstu vikurnar eftir fæðingu. Eiga ekki að léttast um meira en 3% á dag fyrstu dagana
68
Fyrirburar skilgreining
* Börn fædd fyrir 37 vikna meðgöngu * Síðfyrirburar 34 – 37 vikur – fyrirlestur um þá * Fyrirburar 28 – 34 vikur * Örburar < 28 vikur * Extremely low birth weight (ELBW) < 1000 g * Meðgöngulengd vs fæðingarþyngd * Mörk lífvænleika Í dag er mikið miðað við fæðingarþyngd, áður var mikið bara miðað við meðgöngulengd. Við vitum það að börn geta verið full meðgengin en mjög vaxtarskert. Stelpa fæddist fyrir jól 30 vikur og var 800 gr.
69
Þegar von er á fyrirbura -full meðferð
* Steragjöf til móður í hótandi fyrirburafæðingu – helst að það nái tveimur sólarhringum semsagt tveir sterkaskammtar! gefið frá 22v5d. * Gjöf hríðahamlandi lyfja * Gjöf magnesíum súlfats í fæðingu – taugaverndandi fyrir börnin, betra fyrir heilann þeirra. Gjöf magnesíum súlfats getur dregið úr tíðni CP. * Gjöf sýklalyfja ef legvatn er farið * Fæðingarhjálp sem tekur jafnt tillit til áhættu móður og barns, þarna erum við að tala um að ákveða að taka barn með keisaraskurði. Það er kannski áhætta fyrir móðir en kannski betra fyrir barnið því það er t.d. sitjandi. Þetta getur falið í sér meiri öramyndun á legi. * Sérhæfð nýburagjörgæsla
70
Meðferð fyrirbura eftir fæðingu skiptir máli
- Forðast sveiflur í blóðþrýstingi - Draga úr áreiti eins og hægt er - Þroskahvetjandi umönnun - Mikilvægt að fæðingin sé mjúkleg, eins öll meðferð eftir fæðingu. - Við viljum halda uppi blþ og blóðsykri, og öllu því sem eðlilegt er. - Húð við húð (e. skin to skin) við foreldra er mikilvægt fyrir taugaþroska.
71
Fyrirburar - fylgikvillar og framtíðarhorfur
Því fyrr sem börnin fæðast því meiri líkur eru á fylgikvillum • Lungnavandamál, þau verða kannski ekki maraþonhlauparar • Augnvandamál – algengt hjá fyrirburum vegna meðferðar og þau eru að fá á sig áreiti sem augun þeirra eru ekki þroskuð fyrir að takast á við (birta t.d.). • Vöxtur • Þroski, þroskahömlun og ADHD algengt meðal fyrirbura Tíðni fylgikvilla eykst í öfugu hlutfalli við meðgöngulengd en hlutfall þeirra sem glíma við alvarlega fylgikvilla hefur ekki aukist þrátt fyrir aukna lifun! Því yngri sem börnin fæðast, þeim mun meiri líkur á fylgikvillum, misalvarlegum þó. Hlutfall þeirra barna sem eru með alvarlega fylgikvilla hefur ekki aukist þrátt aukna lifun