Sálfræði Flashcards
(172 cards)
Nám ?
tiltölulega stöðug breyting á hegðun, eða færni til athafna, sem verður vegna reynslu
Munur á námi og frammistöðu ?
breyting á hegðun þýðir ekki endilega að nám hafi átt sér stað
Fimm lærdómsferli ?
- Viðvani
- Næming
- Klassísk skilyrðing
- Virk skilyrðing
- Félagslegt nám/herminám
Viðvani ?
- eitthvað sem venst með tímanum
- einfaldasta tegund náms
- það dregur úr styrk svörunar við endurtekið áreiti
Næming ?
- meiri svörun eftir því sem áreitið eykst
- styrkur svörunar eykst við endurtekið áreiti
td. maður er í prófi og eh gerir eh hljóð og maður missir einbeitinguna því hljóðið magnast upp fyrir manni
Klassísk skilyrðing ?
- tengja saman 2 áreiti
- Pavlov
- “tengslanám”
- lífveran lærir að það eru tengsl milli áreita
td. sjoppumatur við bílveiki, ópalskot við ælu og fl.
- tekur oft margar tilraunir til að tengja saman skilyrt áreiti og óskilyrt áreiti til að fá fram sterkt skilyrt viðbragð (nema ef óskilyrða áreitið er það sterkt að það verður traumatískt)
- er áhrifaríkust þegar áreitið sem á að skilyrða fer á undan óskilyrta áreitinu
Virk skilyrðing ?
- verðlaun eða refsing fyrir hegðun
- afleiðing hegðunar ræður hversu líkleg hún verður í framtíðinni
- virk slokknun og greinireiti
- B.F. Skinner
td. laun fyrir vinnu
Félagslegt nám / herminám ?
nám sem á sér stað þegar við fylgjumst með öðrum
Atferlishyggja ?
- viðfangsefni sálfræðinnar varð hegðun
- kom fram upp úr aldamótum 1900
- varð ráðandi í akademískri sálfræði
(áður var viðfangsefnið vitundin)
Skilyrðing ?
- klassísk vs. virk
- tengsl milli hegðunar og atburða í umhverfi hennar
- útskýrir afhverju ný hegðun er tekin upp, fyrri hegðun hverfur og ein tegund hegðunar er líklegri en önnur
Hundar Pavlovs ?
tilraun um klassíska skilyrðingu
- hljóð -> matur = munnvatn
Svörun / viðbrögð ?
hvernig lífvera svarar áreiti eða hegðun
Óskilyrt áreiti ?
eh sem vekur ekki viðbrögð til að byrja með
- þarf nám svo það komi fram svörun
- styrkur skiptir máli
Óskilyrt svörun ?
ósjálfrátt viðbragð við áreiti án þess að nám komi til
Skilyrt áreiti ?
upphaflega hlutlaust áreiti vekur upp skilyrt viðbrögð eftir tengsl við óskilyrt áreiti
Skilyrt svörun ?
svörun sem skilyrta áreitið kallar fram og er venjulega áþekk óskilyrtu svörununni
Slokknun ?
þegar lærð svörun dofnar og hverfur loks
- þegar skilyrta áreitið birtist endurtekið án þess að óskilyrta áreitið fylgi með
Hlutlaust áreiti ?
er reglulega parað eða tengt með óskilyrtu áreiti
John Broadus Watson ?
ef ég fengi tylft heilbrigðra og velskapaðra ungbarna og minn eigin heim þar sem ég gæti alið þau upp, þá er ég viss um að ég gæti valið eitt þeirra af handahófi og þjálfað það upp í að vera sérfræðingur af hvaða tagi sem er… óháð hæfileikum, áhugamálum, hneigðum, getu, starfi og kynþætti forfeðranna
Lærður ótti ?
- með tengslanámi
- rannsókn Watson og Rayner á Albert litla
- fengu hann til að hræðast rottur með því að tengja hlutlaust áreiti (hvíta rottu) við óskilyrt áreiti (mikinn hávaða) = hann varð ekki einungis hræddur við rottur heldur líka aðra loðna hluti
Jones ?
- upphafsmaður berskjöldunarmeðferðar
- enn mikið notuð í dag
- skjólstæðingur kynntur fyrir skilyrtu áreiti (sem kveikir ótta) án óskilyrt áreitisins
- leiðir til slokknunar = áreitið verður aftur hlutlaust
- “face your fears”
Afleiðingalögmálið ?
- Thorndike
- virk skilyrðing
- ef jákvæðar afleiðingar fylgja hegðun verður hún líklegri til að koma fram, en ef neikvæðar afleiðingar fylgja hegðun verður hún ólíklegri til að koma fram
B.F. Skinner ?
- virk skilyrðing
- lærdómsferli þar sem hegðun verður líkleg eða ólíkleg til að eiga sér stað eftir því hverjar afleiðingar hennar eru
- “Skinner-boxið”
Afleiðingar hegðunar ?
hlutlausar afleiðingar hvorki auka né draga úr líkum á að hegðun eigi sér stað
- styrkir = eflir svörunina eða gerir hana líklegri
- refsir = veikir svörunina eða gerir hana ólíklegri