Skilgreiningar&Spurningar Flashcards
(118 cards)
Af hverju þurfa hjúkrunarfræðingar að kunna aðferðafræði?
Til að tileinka sér nýja þekkingu á gagnrýninn hátt.
* Til að afla nýrrar þekkingar með rannsóknum.
* Til að beita gagnreyndri þekkingu í starfi.
* Til að meta og bæta hjúkrunarstarf og svara breytingum á faglegan hátt.
* Til að draga úr kostnaði í heilbrigðisþjónustu.
Hjúkrunarfræðingar nýta aðferðafræði til að auka gæði heilbrigðisþjónustu.
Hvað er hjúkrun samkvæmt Virginia Henderson?
Hjúkrun felst í aðstoð við einstaklinga við heilsubætandi eða lífsbjargandi athafnir sem þeir gætu annars sinnt sjálfir.
Virginia Henderson var frægur hjúkrunarfræðingur og skrifaði um mikilvægi hjúkrunar.
Hvað er rannsókn?
Kerfisbundin söfnun og greining gagna til að svara rannsóknarspurningu.
Rannsóknir eru grundvöllur fyrir nýrri þekkingu í hjúkrun.
Hverjar eru grunnstoðir hjúkrunar?
- Vísindaleg þekking (byggð á rannsóknum).
- Siðfræðileg þekking.
- Reynsluþekking.
Þessar stoðir mynda grunninn fyrir faglega framkvæmd hjúkrunar.
Hvenær byrjar saga hjúkrunarrannsókna?
1850: Florence Nightingale byrjar fyrstu rannsóknaaðferðir í hjúkrun.
Florence Nightingale er talin vera móðir nútíma hjúkrunar.
Hver var þróun hjúkrunarrannsókna eftir 1970?
Eftir 1970: Rannsóknir á hjúkrunarviðfangsefnum aukast (þarfir sjúklinga o.fl.).
Þessi tími markaði aukna áherslu á þarfir sjúklinga í rannsóknum.
Hvað er tilgangur rannsókna?
- Lýsa (Descriptive).
- Kanna (Exploratory).
- Útskýra (Explanatory).
- Spá (Predictive).
- Uppgötva og þróa hugtök.
Hver tegund rannsókna hefur sitt sérstaka markmið.
Hvað er aðleiðsla?
Aðleiðsla (inductive): frá sértæku til almenns.
Aðleiðsla er oft notuð í rannsóknum til að þróa nýjar kenningar.
Hvað er afleiðsla?
Afleiðsla (deductive): frá almennu til sértæks.
Afleiðsla hjálpar til við að prófa tilgátur byggðar á almennum kenningum.
Hver eru þrjú stig aðferðafræði?
- Þekkingarfræði (epistemology).
- Aðferðafræði (methodology).
- Rannsóknaraðferðir (methods and techniques).
Þessi stig hjálpa til við að skipuleggja og framkvæma rannsóknir á réttan hátt.
Hverjar eru tegundir rannsókna?
- Megindlegar: töluleg gögn.
- Eigindlegar: eigindleg gögn (t.d. viðtöl, textar).
- Blandaðar: bæði tegundir.
Rannsóknaraðferðir eru valdar eftir því hvað hentar best fyrir rannsóknarspurninguna.
Hvað er sjónarhorn í rannsóknum?
Manneskjan sem líffræðileg, sálræn, félagsleg og andleg vera.
Sjónarhorn í rannsóknum mótar hvernig rannsóknir eru framkvæmdar og túlkaðar.
Hvað eru paradigmur í rannsóknum?
- Positism (raunhyggja)
- Naturalistic (náttúruleg nálgun)
- Raunveruleikinn til, hlutlægur
- Raunveruleikinn huglægur, breytilegur
- Rannsakandi hlutlaus
- Rannsakandi hluti af rannsóknarferli
- Alhæfingar mögulegar
- Ekki alhæfingar
- Fastmótað rannsóknarsnið
- Sveigjanlegt rannsóknarsnið
Paradigmur stjórna hvernig rannsóknum er beitt og hvernig niðurstöður eru túlkaðar.
Hvað er alhæfingargildi í vísindarannsóknum?
Hægt að yfirfæra niðurstöður á stærri hópa
Hver er tilgangur þróunar/prófunar kenninga í rannsóknum?
Rannsóknir hjálpa að búa til kenningar sem útskýra orsakatengsl
Hvað er hlutlægur skilningur í vísindarannsóknum?
Hjálpa okkur að skilja raunveruleikann hlutlægt
Hverjar eru almennar takmarkanir vísindarannsókna?
Engin rannsókn er fullkomin, Rannsóknir leiða líkur að einhverju, sanna ekki fullkomlega
Hverjar eru siðferðilegar takmarkanir vísindarannsókna?
Manneskjan og samfélagið eru flókin, Erfitt að mæla eða skilgreina mörg fyrirbæri
Hvað er gagnreynd hjúkrun?
Ákvarðanir byggðar á bestu rannsóknum, klínískri reynslu og óskum sjúklinga
Hvað byggir gagnreynd hjúkrun á?
- Yfirfæranlegum rannsóknaniðurstöðum
- Þekkingu fagfólks
- Óskum sjúklinga og aðstandenda
Hvað eru markmið gagnreyndrar hjúkrunar?
- Greining
- Ákvarðanataka
- Íhlutanir
- Mat á árangri
Hver er mismunurinn á rannsóknarnýtingu og gagnreyndum starfsháttum?
- Rannsóknarnýting: Nota niðurstöður rannsókna í klínísku starfi
- Gagnreyndir starfshættir: Nota bestu mögulegu þekkingu í umönnun
Hvað felur gæðastarf í sér?
Bæta vinnulag og meta árangur
Hvað felur rannsóknarnýting í sér?
- Innleiða rannsóknaniðurstöður
- Gagnrýna lestur
- samþætting margra rannsókna
- Mat á árangri breytinga