10 kafli Flashcards
(8 cards)
Hverjar eru ólíkar tegundir þekkinga?
Það er hlutlæg þekking, huglæg þekking og þekkingarfræði.
Hvað er þekkingarfræði?
þekkingarfræði er fræðigrein sem fjallar um þekkingu. Hvernig vitum við að eitthvað sé þekking, skoðun eða trú? Hvað gerir eitthvað að réttmætri eða sannri þekkingu?
Hvað er fagþekking?
Það er þekking hvers og eins á fagmennsku sinni. Eins og félagsráðgjafi þarf að hafa þekkingu á velferðarkerfi, samskiptum, mannréttindum og siðfræði. Til að gefa góða þjónustu þarf að hafa trausta þekkingu.
Hvað felst í því að hafa skilning á eigin þroska í faglegu starfi?
Það felur í sér að ígrunda eigin reynslu, læra af henni og umbreyta henni í faglega þekkingu með stuðningi handleiðslu. Bernskureynsla getur skipt máli, en ekki má einblína eingöngu á persónulega upplifun.
Hvað er fagleg handleiðsla og hvers vegna er hún mikilvæg?
Fagleg handleiðsla er aðferð til að efla fagmennsku, vernda fagmanninn og tryggja gæði þjónustunnar. Þetta er hjálp frá kannski samstarfsaðila til að hjálpa þér að vera betri fagmaður í starfinu þínu.
Hvað felst í kerfisþekkingu og hvernig lítur hún á fjölskylduna?
Kerfisþekkingin lítur á fjölskylduna sem lifandi kerfi þar sem allt tengist innbyrðis. Breyting á einum hluta kerfisins hefur áhrif á hina. Kerfisþekking er notuð til að skilja hvernig fólk hefur áhrif hvert á annað, sérstaklega innan fjölskyldna eða annarra hópa.
Hvað er þroskaferli fjölskyldunnar?
Allar fjölskyldur eru með eitthvað ákveðið kerfi, hvernig samskipti fara fram og fleira. Þroskaviðföngin hjá fjölskyldum eru: ungmenni að flytja að heiman, giftingar og skilnaðir, fjölskyldumeðlimir að vera foreldrar.
Hvaða 5 áfangar eru í lífskeiði fjölskyldunnar?
- áfangi:
Ungir fullorðnir fara að heiman.
Breyting fyrir alla fjölskylduna.
Nýtt hlutverk fyrir þann unga en líka foreldrana. - áfangi:
Hjónabönd og skilnaðir - áfangi:
Fjölskyldumeðlimir verða foreldrar.
Álag ef viðkomandi telja sig ekki tilbúinn.
Álag ef ömmur og afa telja foreldra ekki tilbúna. - áfangi:
Barn í fjölskyldu verður unglingur.
Þörf á aðlögun með áherslu á að sitja mörk.
Valdahlutföll breytast og foreldrar þurfa að losa takið. - áfangi:
Fjölskyldumeðlimir eldast/verða gamlir.
Aðlögun að nýrri stöðu foreldra/barna.
Álag þegar kröfur þurfa að breytast gagnvart þeim eldri, þau yngri taka meiri ábyrgð.