Kafli 3 Flashcards
(46 cards)
Hver var Jean Piaget?
Hann var svissneskur þróunarsálfræðingur og menntaður í líffræði og heimspeki. Hann setti fram þróun á getu barna til að skilja umheiminn. Piaget er lýst sem föður þroskasálfræðinnar og er eitt þekktasta nafnið í þroskasálfræði. Vitsmunaþroski.
Hvað er vitsmunaþroski?
Vitsmunaþroski byggir á hvað maður getur/hæfni. Sumt er meðfætt og annað lært en að mestu leiti lærður. Greind einstaklings til að skilja og gera sér mynd af ytri veruleika innra með sér.
Hugtak Piaget Skemu
Skemu eru hegðunarmynstur á fyrstu tveimur árunum.
Hugtak Piaget Umbreyting
Umbreyting felur í sér hugsunarferli
Hugtak Piaget Aðlögun
Aðlögun er aðhæfing og samlögun
Hver er kenning Piaget um vitsmuna?
Hann taldi að börn þróuðu með sér kerfi sem er vitsmuni/skemu. Um leið og þau kynnast nýjum aðstæðum eða umhverfi.Hvernig við lærum um ný fyrirbrigði, flokkum og aðgreinum áreiti.
Hugsun barna í 4 stigum samkvæmt Piaget?
- Skynhreyfistig 0-2 ára.
- Foraðgerðastig 2-7 ára
- Stig hlutbundinni aðgerða 7-12 ára
- Stig formlegra aðgerða 12–
- Skynhreyfistig 0-2 ára
Nýburinn notar skynfæri og hreyfifærni sína til þess að kynnast og kanna umhverfið sitt. Í byrjun er nýburinn háður ósjálfráðum viðbrögðum þegar hann kannar umhverfið sitt og svo við lok stigsins þá hefur barnið öðlast vitsmuna sem segir því að hlutur sé til þó að hann sé kominn á annan stað. Varanleiki hluta.
- Foraðgerðastig 2–7 ára.
á þessu stigi fer barnið að þróa hugtök og tungumál og þá er barnið ekki bara háð skynfærum og hreyfifærni því þá getur barnið spurt spurninga og vitað umhverfið sitt betur. Það er farið að hugsa í Symbolic thoughts en ekki logical thoughts. Þau trúa að allt sem hreyfist er lifandi og allt sem er sýnilegt sé raunverulegt. Barnið getur ekki sett sig í spor annarra eða skilið að aðrir séu með annað sjónarhorn eða skoðanir.
Hvað er Symbolic Thoughts?
Það er þegar barnið notar leik sinn til þess að skilja umhverfið. Á foraðgerðastigi 2-7ára.
- Stig hlutbundinna aðgerða 7-12 ára.
Nú hefur færni barnsins til þess að hugsa og meta þróast mikið. Það getur hugsað um fleiri en eina hlið málsins og sett sig í spor annarra og getur hugsað á rökræni hátt. Þau geta leyst vandamál en oftast þegar hlutirnir eru bara sýnilegir eða raunverulegir.
- Stig formlegra aðgerða 12 ára og eldri
Barnið/einstaklingurinn er núna orðinn fær um abstract hugsun. Hann skilur hugtök sem eru ekki í núinu, snertanleg eða sýnileg og hann hugsar í tilgátum. Hvað er mögulegt eða ómögulegt? Piaget var ekki sannfærður um að allir einstaklingar myndu ná þessu stigi.
Hver var Lev Vygotsky?
Vygotsky var rússneskur sálfræðingur sem lagði áherslu á tengsl einstaklings við aðrar manneskjur þegar það kemur að vitsmunaþroska = félagsleg tengsl. Ólíkt Piaget sem sagði að tengsl einstaklings er við sérhvert fyrirbæri. Vygotsky taldi að félagsleg samskipti og menning væru lykilatriði í þroska og námi barna. Hann sagði að börn hugsi upphátt.
Kenning Vygotsky
Hann sagði að málþroski er mikilvægur í vitsmunaþroska hvers einstaklings því að einstaklingurinn er háður tungumálinu í hugsun sem sagt til þess að spyrja spurninga og draga ályktanir. Börn verða að hafa eitthvað tungumál til þess að hafa skoðanir.
Hver er skilgreiningin á námi?
Nám á sér stað þegar við nemum eitthvað. Nám er breyting á hegðun vegna reynslu eða endurtekninga/þj+alfun/æfing til lengri tíma. En breytt hegðun á ekki bara við í gegnum nám heldur líka í samspili þroska og líffræðilega þátta. Við lærum að að hlaupa eftir að við lærum að labba = þroski.
Atferlisstefna?
Það er sálfræðileg kenning og nálgun sem leggur áherslu á sjáanlega hegðun frekar en innri hugsun, tilfinningar eða meðvitaða reynslu. Helstu hugmyndir atferlisstefnunnar er viðbragðsskilyrðing og virk skilyrðing.
Hvað er viðbragðskilyrðing?
Það er nám þegar tvö áreiti eru tengd saman. Þetta er ein helsta kenning atferlisstefnunnar og var fyrst þróuð af Ivan Pavlov, rússneskum lífeðlisfræðingi. Fræg tilraun með hundum sem Pavlov setti fram. Þegar bjöllurnar hringdu þá kallaði það fram slef hjá hundinum því hundurinn hafði lært að þegar eigandinn hringir bjöllunni þá væri að koma matur. Þetta kallast skilyrðing. Svarar áreiti - bjallan, með nýjum hætti - sleif, því þetta þýðir matur.
Virk skylirðing?
Það er nám sem á sér stað þegar hegðun er mótuð af afleiðingum hennar – annaðhvort með umbun (jákvæð styrking) eða refsingu. Þessi kenning var þróuð af B.F. Skinner, einum af helstu atferlisfræðingunum. Í virku skilyrði lærir lífvera að tengja hegðun við afleiðingar. Hegðun sem hefur jákvæðar afleiðingar eru líklegri til að endurtaka sig og öfugt þá með hegðun sem hefur neikvæðar afleiðingar.
Styrking - virk skilyrðing
Jákvæð styrking - barn fær hrós fyrir að taka til - eykur hegðun
Neikvæð styrking - taka verkjatöflur og verkurinn hverfur - eykur hegðun
Hver eru gagnrýnin á atferlisfræði?
Gagnrýni á atferlisfræði er vegna of þröngur skilningur á meinlegri hegðun, hugsun og tilfinningum.
Hvað er félagsnámskenningin?
Albert Bandura setti þessa kenningu fram. Hún felst um það hvernig við lærum af örðum. Við lærum ekki bara af reynslu heldur líka að fylgjast með og trúa á sína eigin getu. Ef fólk hefur ekki trú á því að geta náð markmiðum sínum þá eru afar litlar líkur á því að þeim tekst að ná markmiðinu. Bandura segir að það skipti máli hvernig maður talar við sig. Ef ég segi ég get þetta þá er ég l+iklegri til þess að geta það.
Við hvaða kenningu getur maður líkt við Bóbó dúkku tilraunina?
Félagsnámskenninguna því hún felst í því að læra hegðun með því að fylgjast með einhverjum. Þegar börnin horfðu uppá fullorðna lemja dúkkuna þá gerðu þau það sama.
Hvað er mannlegur vilji?
Mannlegur vilji er þegar einstaklingur tekur ákvörðun um eitthvað sjálfur og hvað hann gerir. Tekur ákvörðun, stefnir að markmiði og hefur stjórn á eigin lífi. Andstæðan að við séum að bregðast við áreitum eins og vélmenni.
Hvað er atbeini?
Það er getan til að hafa áhrif á eigið líf og umhverfi með meðvituðum og sjálfráðum hætti. Getan til að koma einhverju í framkvæmd til að ná markmiðinu sínu. Fólk situr þetta ferli á stað með persónulegum atbeina til að láta einhvað gerast sem það langi að gerist. Ef fólk hefur ekki atbeina þá er eins og fólk hafi ekki nein markmið.