Háþrýstingur Flashcards
(27 cards)
Hvað er blóðþrýstingur?
Kraftur blóðs á æðavegg
- Skiptist í systolic þrýsting og diastolic þrýsting
Hvað er systolic þrýstingur (slagbilsþrýstingur)?
Systolic þrýstingur er toppurnn, þegar sleglarnir draga sig saman og pumpa út af krafti
Hvað er diastolic þrýstingur (hlébilsþrýstingur)?
Diastolic þrýstingur er þegar hjartað er í hvíld
Hvað er háþrýstingur?
Ástand sem skapast þegar blóðþrýstingur er að jafnaði of hár. Veldur auknum kröftum á æðavegginn.
Viðmiðunarmörk 140/90.
- Bþ er sveiflukenndur og getur hækkað undir eðlilegum kringumstæðum (reiði, hræðsla, streita, líkamleg áreynsla)
Hvernig getur manchetta gefið falskar niðurstöður?
- Ef of stór manchetta = lækkar bþ
- Ef of lítil manchetta = hækkar bþ
Frekar ætti að mæla bþ sitjandi en liggjandi
Hvers vegna skiptir háþrýstingur máli?
- Háþrýstingur veldur breytingum í slagæðum líkamans sem þykkna og harðna - flýtir fyrir atherosclerosu
- Hætta eykst verulega á hjartaáföllum (kransæðastífla, hjartabilun), heilaáföllum (blóðtappi, blæðing) og nýrnasjúkdómum (nýrnabilun)
Hversu margir fullornir hafa háþrýsting (%)?
Allt að 25% fullorðinna hafa háþrýsting
Undirliggjandi orsök við háþrýsting?
Finnst yfirleitt ekki, talið er að 3-5% hafi greinilega undirliggjandi sjúkdóm t.d nýrnasjúkdóma eða innkirtlasjúkdóm sem veldur háþrýstingnum.
- Lyf geta valdið háþrýsting eins og sterar, þunglyndislyf, íbúfen.
- Erfðir, algengara í þeldökkum
þættir sem gera háþrýsting verri?
- Reykingar
- Offita
- Kyrrseta
- Streita
- Salt / lakkrís
- Ofneysla áfengis
Hvað er til ráða við háþrýsting?
- Mataræði (salt, lakkrís, fita / kólesteról / ofþyngd)
- Hreyfing
- Minnka streitu
Hvernig er háþrýstingur greindur?
- Oft greint fyrir tilviljun
- Blóðþrýstingsmælingar (margar mælingar, heimamælingar, sólarhringsmælingar)
- Leit að undirliggjandi orsök (blóðprufur, þvagprufa, EKG, hjartaómun, ómun af nýrum, hjartaómun, þrekpróf)
- Fara yfir lífstíl
Greining og meðferð háþrýstings
- Ef vægur: byrjar á lífstílsráðgjöf og fáum fólk aftur eftir eh tíma og sjáum hvort það hefur orðið breyting
- Ef svæsinn: þá byrjum við meðferð strax
Hvað gerir lyfjameðferð við háþrýsting?
Lækkar bþ og dregur úr áhættunni sem fylgir því að hafa háþrýsting.
- Minnka líkur á kransæðastíflu, hjartabilun, heilablæðingu/tappa, nýrnasjúkdóm og augnbotnaskemmdum
Hvaða lyf eru notuð við háþrýstingi?
- þvagræsilyf
- Beta blokkar
- ACE hemlar
- Calcium blokkar
- Angiotensin II blokkar (ARB lyf)
- Alfa blokkar
Betra að hafa nokkur lyf og lægri skammta heldur en eitt lyf og háan skammt
Á hvaða lyfjum byrjum við?
Ef fólk er yngra en 55 þá ACE hemla eða angiotensin receptors hemla sem fyrsta lyf.
Ef svartir og eldri en 55 ára þá er betra að byrja á calium blokkerum og þvagræsilyfjum
Hvað gera þvagræsilyf (diuretica)?
- Auka natríumútskilnað og minnka þannig rúmmál plasma, extracellular vökva og álag á hjarta
- Skilja út sölt og vökvinn fylgir á eftir
- þessi áhrif hverfa á 6-8 vikum og eftir situr minni PR (peripheral resistance)
Hverjar eru gerðir þvagræsilyfja?
- Loop diuretics t.d Furosemide (lasix)
- Tíazíð
- Kalíumsparandi lyf t.d spironolactone (aldosterone blokkari)
Hvað gera beta blokkerar?
- Eru ekki öflug bþ-lyf ein og sér
- Koma sér vel hjá: sjúklingum með blóðþurrð í hjarta, sjúklingum með hraðan hjartslátt, sjúklingar með ,,streitueinkenni’’
- Verkunarmáti: minnkað útfall hjarta (CO), minnkuð renín-losun og beta viðtæki í MTK
Æðavíkkandi lyf við háþrýsting
- Lyf með bein áhrif á æðar (direct vasodialtors)
- Calcíum blokkar
- Lyf sem verka á renin-angiotensin kerfið
Lyfjameðferð með calcíum blokkum ið háþrýsting
- Mikið notaðir, sérstaklega second generation dihydropyridine t.d Amlodipine vegna beinna áhrif á æðar og lítilla sem engra áhrifa á hjarta
- Aðrir calcíumblokkar eins og verapamil og diltiazem eru góð blóðþrýstingslækkandi lyf með litlar aukaverkanir
Hvaða lyf verka á renín-angiotensin kerfið?
- Beta blokkar
- Renín-inhibitorar (á rannsóknarstigi)
- ACE blokkar
- Angiotensin viðtækjablokkar (ARB lyf)
- Aldosteron blokkar
Hvað gera ACE blokkar?
- Minnkuð framleiðsla á angiotensin II
- Renínvirkni og angiotensin I eykst
- Aldosteronframleiðsla minnkar
- Perifer æðamótstaða minnkar
- Áhrif á nýru
- Lækkar mortalitet, stroketíðni, infarcttíðni
- Oft snögg en afturkræf blóðþrýstingslækkun
- Lyfin gagnleg hjá sjúklingum með intraglomerular hypertension og sykursýkisskemmdir í nýrum (diabetic nephropaty)
Hver er góð leið til að vita hvaða lyf eru ACE blokkar?
Enda á -pril
- t.d Enalapril, ramipril, perindopril, lisinopril, captopril
Hverjar eru aukaverkanir ACE blokka?
Áhrif á bragðskyn, versnandi nýrnastarfsemi, þurr hósti, hætta á hypovolemiu.