Lokapróf 2014 - Stuttar spurningar Flashcards Preview

Lyfjafræði - fyrir jólapróf > Lokapróf 2014 - Stuttar spurningar > Flashcards

Flashcards in Lokapróf 2014 - Stuttar spurningar Deck (12):
1

1. Fjalla um PPI lyf : verkunarmáta og afhverju þarf ca 5 daga til að fá fulla verkun

● Eru sýruhemjandi lyf
○ Fyrirbyggjandi en virka ekki gegn einkennum sem eru komin nú þegar.
● Hafa sérstaka hömlun á H/K ATPasann
● Eru forlyf og þarf að prótónera.
○ Við prótóneringu aktíverast þau.
● Frásogast og fara blóðleiðini að parietal frumum.
● Valda óafturkræfri hindrun á H/K ATPasanum sem er í canaliculi á Parietal frumunum.
○ Hafa ekki áhrif á H/K ATPasana sem eru geymdir í blöðrum (vesiculum) inní í frumunum.
■ Þarf því að gefa í 4-5 daga til að fá fulla verkun.
● Lyfin virka í 24 klst en síðan minnkar verkun (allt upp í 48 klst)
● Notað við meðferð gegn bakflæði og magasárum.
● Dæmi: Omeprezol, Rabeprazol, Lansoprazolum, Esomeprazolum (Nexium)
● Aukaverkanir sjaldgæfar: höfuðverkur, niðurgangur og ógleði

2

2. Fjalla um Ketamine

● NMDA antagonisti (glutamate antagonisti)(channel blocker frekar??)
○ Kemur í veg fyrir myndun LTP og þar með áhrif á minni.
● Virkar sem:
○ Svæfingarlyf (sljóvgunarlyf?)
■ Stunguformi
■ Getur valdið ofskynjunum (þegar maður er að vakna)
■ Svæfing er dissasociative þannig að einstaklingur er með meðvitund en finnur ekki fyrir sársauka né man eftir neinu.
○ Verkjalyf
■ Við krónískum verkjum
○ Gleðilyf (alsæla og ofskynjanir)
● Getur framkallað geðrofseinkenni.
● Getur valdið hækkuðum blóðþrýsting og hættu á heilablæðingum.
● Ekki öndunarbælandi og heldur uppi BÞ þannig að hægt að nota út á feltinu í lo-tec aðstæðum.

3

3. Berkjuvíkkandi lyf
a. Tala um verkunarmáta tveggja gerða og nefna eitt lyf úr hverjum flokki

● Beta adrenvirk lyf
○ Verka örvandi á beta adrenvirk viðtæki á sléttum vöðvafrumum sem eru Beta2. Valda þar að leiðandi slökun í vöðvunum =berkjuvíkkun
○ Skiptum í tvennt
■ Langvirk
● Dæmi: Salmeteról og Formóteról
● Verka á 20-30 mín en virka í 12-24klst
● Næturasthmi og fyrirbyggjandi fyrir áreynsluasthma.
● Slá á einkenni en líka á bólgusvörun ef sterar eru gefnir með (annað en stuttvirku)
■ Stuttvirk
● Dæmi: Salbútamól og Tertbútalín
● Verka innan mínútu og virka í 4-6 klst.
● Slá á einkenni en ekki bólgusvörun í asthma
● Notað eftir þörfum og fyrir áreynslu.
● Fyrsta lyf í bráðu asthma kasti
● Andkólínvirk lyf
○ Dæmi: Tiotropium, Aclidinum bromide og Ipatropium
○ Byrjum að nota í meðal (II-goldstigun) LLT
○ Dregur úr vöðvavirkni í berkjum = berkjuvíkkandi
○ Virkni eykst ef það er aukin teppa.
○ Muna að segja líka að þetta séu antagonistar á acethylcoline viðtaka (M3) á sléttum vöðvafrumum.

4

4. Líffæragjafir. Hvað er mikilvægast í meðferð (ca. spurning). Fimm atriði

● Bæla ónæmiskerfið
○ Hamla IL-2
■ Hamla strax í upphafi
○ Barksterar
■ Gefnir í 6-12 mánuði
○ Þriðja lyf, t.d. Mycophenolate mofetil eða Azathioprine
● Meðferðarheldni
● Fylgjast með blóðgildum
● Fylgjast með og meðhöndla aukaverkanir
● Fyrirbyggjandi meðferðir vegna tækifærissýkinga
○ Til dæmis CMV, p.jiirovecy
○ Sýklalyf
■ Trimetoprin
■ Sulfametoxazol

5

5. Milliverkanir lyfja. Nefna fimm milliverkanir. Dæmi um hverja milliverkun. Nefna dæmi um milliverkun utan líkama

● Áhrif á frásog og aðgengi.
○ Dæmi:
■ Lyfjakol
● Frásogast ekki og aðsogar ýmis efni
■ Spirolakton
● Aldósterón blokki. Frásog hans eykst verulega með mat
■ Tetracyclin
● 30S sýklalyf. Minnkað frásog ef tekið með 2-3 jákvæðum málmum eins og Mg2+ o.fl.
■ Deferoxamín
● Dregur úr frásogi járni
● Próteinbinding í blóði
○ Dæmi:
■ Warfarin
● Allskonar lyf sem hafa sterkari bindingu við albúmín
○ PPI? (höldum það eftir að hafa lesið sérlyfjaskránna)
● Warfarin er mjög mikið bundið svo bara ef mjög lágri prósentu er hent af þá geta óbundin mólekúl margfaldast í blóði og þ.a.l. mjög aukin virkni -> PASSA.
● Flutningur yfir frumuhimnu
○ Dæmi:
■ TCA
● Hamla upptöku á NA og Adrenalínii í taugar og þ.a.l. að ef við myndum sprauta einstakling sem er á TCA lyfjum með adrenalíni þá myndu áhrifin aukast gífurlega.
● Tenging á viðtaka
○ Lyf sem tengjast á sama viðtaka (samkeppni)
○ Dæmi
■ Morfín vs. Naloxone
● antagonisti
■ Própanólól vs. Adrenalín eða Efedrín
● antagonisti
■ Alkóhól vs. róandi lyf (t.d. benzódíezepín)
● agonisti
● Umbrot lyfja
○ Ef lyf keppast um ensímið sem á að brjóta það niður eða virkja það.
○ Dæmi:
■ Warfarín
● Simvastatin myndi auka áhrfi Warfaríns
● Jóhannesarjurt = eykur umbrot = minnkuð virkni Warfaríns.
■ Flúoxetín og sertralín (SSRI)
● Grapedjús - aukin áhrif því það hamlar CYP3A4
■ 6-Merkaptópúrín (krabbameinslyf)
● Umbrotin af xanthin oxidasa
● Þ.a.l. er allopurinol að auka verkunina því það er að hamla xanthin oxidasa.
■ Suxametón (vöðvaslakandi)
● Umbrotið af choline esterasa
● Ef við höfum hemil á choline esterasa hemil eins og tacrine þá eykur það helmingunartíma suxameton.
● Útsklinaður
○ Ef við höfum súrt eða basískt þvag hefur það áhrif á útskilnað á ýmsum efnum.
■ Súrt þvag = meiri útskilnaður á veikum bösum
■ Basískt þvag = meiri útskilnaður á veikum sýrum
● Flest lyf eru veikar sýrur.
○ Breyting á efnasamsetningu líkamans
■ Þvagræsilyf geta valdið hypokalemíu sem getur valdið aukinni verkun Digitalis (hindrar Na/K ATPasann => aukinn samdráttarkraftur hjartans)
○ Lyf sem auka eða minnka útskilnað annars lyfs
■ Próbenesíð (lyf við þvagsýrugigt - fyrirbyggjandi) hemur seytingu pensilína, tetracyclina og indometasín.
● Milliverkun in vitro
○ Á einna helst við innrennslislyf = utan líkamans

6

6. Spurning frá MKM Virkni lyfja og hámarksvirkni. Skilgreina agónista og partial agonista. Skilgreina inverse agonist

● Hámarksvirkni er sú virkni sem er sú mesta sem full agonist getur gefið þér. (Líka hægt að segja að það sé lyf sem að gefur sömu svörun náttúrulegur agonisti (eða betri). Full agonist hefur 100% efficacy, antagonisti hefur 0% efficacy, og partial einhverstaðar þar á milli. Inverse myndi hinsvegar hafa <0% efficacy.)
● ED50 = sá skammtur lyfs sem þarf til að fá helmings hámarksvirkni.
● Agonisti = öll þau efni sem setjast á tiltekinn viðtaka og ná hámarksvirkni. Ekki samt alveg svona einfalt því eins og með NA og A þá hafa þau mismikil áhrif á mismunandi frumur.
● Partial agonisti = við sama styrk efnis næst ekki fram sama hámarksvirkni. Sækni partial agonista getur verið hærri en agonista og er þá að draga niður meðalhámarskverkunina.
● Inverse agonisti = binst þessum tiltekna viðtaka og slekkur á grunnvirkni hans.

7

7. Spurning frá Kristínu: Skrifa um kosti og galla lyfja um meltingarveg. Hvað gerist við lyfið frá munni til almennrar blóðrásar

● Þrjár leiðir að taka lyf um meltingarveg
○ Per os
■ Kostir lyfja um meltingarveg:
● Auðvelt að taka per os.
■ Gallar lyfja um meltingarveg
● Tekur lengri tíma að virka
● Meira sem fer til spillis (miðað við i.v.) = nýting (AUCoral/AUCintravenous) lág
○ Langversta aðferðin til að taka lyf út frá lyfjahvörfum
○ Skammta hærra
● Allt fer til lifrar
○ First pass
○ Lifrin breytir oft lyfinu það hratt að restin af líkamanum fær eiginlega ekkert að sjá lyfið = gefum þau ekki um munn.
● Frásog lítið þangað til í smáþörmum
○ Þarf að þola lágt pH
■ t.d. adrenalín oxast í sýrunni
○ Þarf að þola meltingarensímin
■ t.d. insúlín
● Erfitt með lyf sem hafa betra frásog með annaðhvort tómann maga eða fullan maga.
○ Undir tungu
■ Kostir
● Fer hratt í blóðrás
● Lítil first pass áhrif
● Frekar auðvelt að gefa
■ Ókostir
● Mögulega vont bragð
● Ekki hægt að gefa öll lyf undir tungu
○ Endaþarmsstílar
● Kostir
○ Þæginlegt fyrir þá sem geta ekki tekið per os
■ Ungabörn t.d.
○ Minni first pass áhrif
○ Fljótt útí blóðrás
○ Getur haft staðbundin áhrif
● Ókostir
○ Að það þarf að setja uppí endaþarm?
○ Ef þú ert ekki með endaþarm (stóma)
○ Og ef þú ert ekki með hendur
○ (Minna yfirborð til að frásoga og þ.a.l. hraði og magn þess sem að er frásogað oftast minna en pOS en svo er minna first pass á móti svo kannski núllast þetta út)
○ mikill einstaklingsmunur, því óáreiðanlegir skammtar

● Hvað gerist við lyfið
○ Tekið um munn
■ Niðurbrot töflunnar hefst í munnvatni
○ Fer niður vélinda í maga.
■ Þarf að þola sýruna
■ Frásog stundum háð magainnihaldi
● Hvort eigi að taka á fastandi eða fullan maga
○ Fer úr maga í smáþarma
■ Flest frásoguð i skeifugörn
■ Bolus (iðramauk) getur innihaldið efni sem t.d. klóbindur lyfið eins og málmar
○ Komið í blóðið
■ Fer strax til lifrar = first pass áhrif
■ Þar virkjast sum lyf (forlyf) á meðan önnur óvirkjast.

8

8. Skrifa um taugakerfisaukaverkanir hjá geðrofslyfjum

● Typical lyfin (atýpísku valda taugakerfisaukaverkunum síður)
○ Parkinson lík einkenni (extrapyramidal) vegna þess að lyfin eru að minnka dópamín nigrostriatal brautinni sem líkir til parkinssons sjúkdómsins.
■ 15% fá þau
○ Acute dystonia
■ Spasmi í vöðva. Aðallega í leghálsi??? sérstaklega hjá bojjs
■ Orsakað af truflun á dópamín virkni í basal ganglia
■ Læknað með gjöf andkólínvirka lyfja
○ Akathisia
■ Pirringur og eyrðarleysi í útlimum
■ Orsakað af ójafnvægi milli dópamín og NA virkni
■ Betablokkar geta dregið úr
○ Tardive dyskenesia
■ Ósjálfráðar hreyfingar
■ Kemur oftast eftir 6 mánuði
○ Neuroleptic malignant syndrome
■ lífshættulegt ástand = 20% deyja
■ Veldur hita, óróleika, vöðvastífleika og hækkuðum blóðþrýstingi
■ Þarf að stöðva lyf strax

9

9. Fjalla stuttlega um Renin-angiotensin-aldosteronkerfið. Hvað lyf virka þarna. Skilgreina.

● Nýrun skynja minnkað blóðrúmmál eða vegna JGA þegar þeir skynja aukið saltmagn í nýrnatubuli
● Þegar það er minnkað blóðrúmmál þá skynja juxtaglomerular frumur það og seyta renini í blóðrásina (prorenin er tilstaðar í blóði)
● Renín breytir angiotensinogen frá lifur í angiotensin I
● ACE í lungum breytir angiotensin I yfir í angiotensin II
● Angiotensin II hefur eftirfarandi áhrif
○ Nýrun:
■ Eykur endurupptöku á Na og Cl og vatn fylgir með og eykur blóðrúmmál
■ Seytir út K
○ Nýrnahettur
■ Eykur losun aldósteróns
○ Æðar
■ Þrengir arteriolur
○ Heiladingull
■ Eykur ADH seytun
● Aldósterón hefur svo sömu áhrif á nýrun og angiotensin II

● Höfum allskonar lyf sem virka á þetta kerfi:
○ ACE hemlar
■ Ramipril
■ Enalapril (mest notað á íslandi)
○ Angiotensin II blokkerar (ARB)
■ Valsartan
■ Losartan
■ Candesartan
○ Aldósterónblokka
■ Spirolakton
■ Eplerenon (sérhæfður)

Enalkiren = Renin hemill.

10

10. Warfarin: Verkun . Lyfjaerfðafræðidæmið (litlir skammtar og stórir skammtar)

● Warfarin virkar sem blóðþynnandi lyf með því að hindra að blóðstorkuþættir II, VII, IX, X virkjist. Það gerir það með því að vera K-vítamín hindri.
● Við erum með carboxylasa sem á að carboxylera glutamic acid sem er á þessum storkuþáttum sem ég sagði áðan. Við þurfum að carboxylera til að virkja = verður að gamma-caboxyglutamic acid (Gla). K-vítamín er nauðsynlegt coensím fyrir þessa carboxyleringu svo ef við hindrum það með warfarini þá getur þetta ekki virkjast.
● Lyfjaerfðafræðidæmið:
○ Getum haft tvo erfðabreytileika sem að fokka í warfarín verkuninni
■ CYP2C9 = hefur áhrif á umbrot warfarín
● Wild type (75-80%)
○ eðlilegt niðurbrot
● CYP2C9*2 (12%) og CYP2C9*3 (8%)
○ Hafa 50-80% minni virkni en CYP2C9 í að umbrjóta warfarín og þar að leiðandi verður virkni Warfaríns meiri og lengri.
○ Meiri hætta á blæðingu
■ VKORC1 = er lyfjaviðtaki lyfsins
● Þeir sem hafa stökkbreytingu í þessu geni þurfa hærri skammta af warfarini

11

11. Krabbamein: Hvernig virkar cyclofosfamíð. Nefndi helstu almennu aukaverkanir krabbameina og sérhæfða aukaverkun fyrir cyclofosfamíð

● Cyclofosfamíð:
○ Er alkýlerandi krabbameinsefni.
○ Er forlyf - virkjast í lifur með P450
○ Myndar covalent tengi við DNA og hindra þannig DNA eftirmyndun og þ.a.l. frumuskiptingar.
● Sérhæfð aukaverkun cyclofosfamíð:
○ Blæðandi blöðrubólga vegna akrolein niðurbrotsefna (eins og hjá hinum alkýlerandi lyfjum) (er það rétt? var það ekki akrólein sem er niðurbrotsefni cyclofosfamíðs sem er að valda þessari aukaverkun? eru þá önnur alkýlerandi lyf líka að gera það?Já akrólein er niðurbrotsefnið sem að veldur blæðingunni og önnur alkýlernadi lyf geta valdið þessu líka. Í bókinni stendur bara að ísófosfamíð geti líka valdið þessu (sem er skylt cyclofosfamíð) en stendur ekkert um það í umfjölluninni um hin alkýlerandi lyfin)). Gefum Mesna með til að koma í veg fyrir þessa aukvaerkun. Mesna binst niðurbrotsefni cyclofosfamíðs, akrolein. Einnig gefinn mikill vökvi með til að þynna magn akroleins í þvagblöðrunni.
● Almennar aukaverkanir krabbameinslyfja:
○ Hárlos
○ Ófrjósemi
○ Minnkuð sáragræðsla
○ Dregur úr vexti barna
○ Beinmergsbæling
■ Hvít blóðkorn → sýkingar
■ RBK → blóðleysi
■ Blóðflögur → blæðingar
○ Skemmdir í slímhúð meltingarvegar
■ Niðurgangur
■ Verkir
■ Ógleði
○ Fósturskemmdir
○ Sepsis

12

12. Macrolíð: Verkun. Aukaverkanir. Nefna eitt lyfjaheiti

● Verkun: 50S hamli í ríbósumum. Kemur í veg fyrir að ríbósómið geti færst eftir mRNA þræðinum. Hefur þ.a.l. áhrif á prótein myndun. Bakteríostatic.
○ Há þéttni inní átfrumum
○ Fer ekki yfir BBB
● Aukaverkanir:
○ Milliverkanir við önnur lyf
■ sterkur hemill á cytochrome p450
● Warfarin
● Phenitoyn
● Carbamezepine
● Cylcosporin
○ Almenn aukaverkanir sýklalyfja
■ t.d. Meltingarónot og sveppasýkingar í leggöngum.
● Lyfjaheiti
○ Erythromycin
○ Clarythromycin