Nöfn og atriði (bls. 41-64) Flashcards

1
Q

Kaos

A

Upphaf heimsins og var gapandi tóm.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Gaia

A

Móðir jörð, spratt upp úr Kaos og gat af sér Úranos, kýklópana og títanana.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Tartaros

A

Hinn myrki undirheimur sem spratt úr Kaos.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Úranos

A

Afkvæmi Gaiu og var himininn. Úranos gat af sér títana og kýklópa með Gaiu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Krónos

A

Einn títananna. Steypti Úranosi af stóli. Eignaðist sex börn með Rheu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Rhea

A

Systir Krónosar. Bjargaði Seifi, syni þeirra, frá því að Krónos myndi gleypa hann.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Ókeanos

A

Hinn mikli útsær (sjórinn). Títani.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Atlas

A

Títani sem hélt uppi himinhvelfingunni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Prómeþeifur

A

Títanssonur og bjó til mannfólkið úr leir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Pandóra

A

Stúlkan sem Seifur lét skapa til að hefna sín á mönnunum. Bar með sér box til mannanna (Pandóruboxið) og úr því boxi komu allir sjúkdómar sem hafa herjað á mannkynið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Epimeþeifur

A

Bróðir Prómeþeifs sem tók við Pandóru er hún kom til jarðar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Davkalíon og Pyrrha

A

Smíðuðu sér skip vegna yfirvofandi syndaflóðs og voru þau einu sem lifðu. Fengu það hlutverk að skapa nýtt mannkyn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hellen

A

Sonur Davkalíons og Pyrrhu. Grikkir áttu að hafa verið komnir af honum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Díke

A

Réttlætisgyðjan sem aðstoðaði Seif við að halda lögum og reglu meðal manna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Amfitríta

A

Drottning Póseidons.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Tríton

A

Sonur Póseidons og Amfitrítu og var hálfur í líki höfrungs.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Pólýfemos

A

Kýklópi og sonur Póseidons.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Pegasos

A

Sonur Póseidons og Medúsu. (Vængjaður) skáldfákur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Metis

A

Með henni átti Seifur að eignast dóttur sem yrði jafnoki hans en son sem yrði honum öflugri. Til að það gerðist ekki breytti hann Metis í flugu og át hana. Hann eignaðist þó dótturina, Aþenu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Arakhna

A

Konungsdóttir sem skoraði á Aþenu í keppni í vefnaði. Aþenu þótti þetta ofmetnaður og breytti henni í könguló.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Marsýas

A

Skógarpúki sem fann flautu Aþenu og lærði að leika á hana. Hann skoraði á Apollon í flautukeppni og vann Apollon léttan sigur. Marsýas var þá fleginn lifandi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Letó

A

Átti tvíburasystkinin Apollon og Artemis með Seifi. Meðan Letó var ófrísk ofsótti Hera hana, en hún fékk ekki frið fyrr en hún fékk hæli á eyjunni Delos.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Dafne

A

Dís sem Apollon felldi hug til en hún vildi ekkert með hann hafa. Hún bað Seif um hjálp og hann breytti henni í lárviðartré.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Kassandra

A

Tróversk konungsdóttir sem Apollon felldi hug til en hún vildi hann ekki. Hann lagði þá á hana þau örlög að hún hlyti spádómsgáfu en enginn myndi trúa henni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Kórónis

A

Ástmær Apollons sem var honum ótrú. Hann drap hana.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Asklepíos

A

Sonur Kórónisar og Apollons.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
27
Q

Aktaion

A

Veiðimaður sem óvart sá Artemis vera að lauga sig. Þegar hún sá hann breytti hún honum í hjört og hans eigin veiðihundar rifu hann á hol.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
28
Q

Níóbe

A

Þebversk drottning sem taldi sig njóta meira barnaláns en sjálf Letó þegar hún eignaðist sjö syni og sjö dætur. Undi Letó því illa og því drápu Apollon og Artemis öll börnin nema eina stúlku og einn dreng.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
29
Q

Ifigenía

A

Dóttir Agamemnons og fórnaði hann henni því talið var að Artemis væri reið Agamemnoni og að þessi fórn væri nauðsynleg til að byr fengis. Sagt er að Artemis hafi skipt á Ifígeníu og hind rétt áður en hún var drepin.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
30
Q

Hermafródítos

A

Sonur Afródítu og Hermesar sem var fríður unglingur. Dísin Salmacis elskaði hann og bað guðina að gera þau óaðskiljanleg. Var þeim þá steypt saman í einn líkama og var Hermafródítos upp frá því með kynfæri bæði karlmanns og konu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
31
Q

Eneas

A

Sonur Afródítu og Trójuprinsins Ankísesar. Hann var forfaðir Rómverja.

32
Q

Eros

A

Vængjaður ástarguð sem skaut örvum sínum í allar áttir. Hann var sonur Afródítu og Hermesar / Aresar / Seifs (Sögum bar ekki saman). Í kvæðum Hesíódosar er gert ráð fyrir að Eros sé frum

33
Q

Karíturnar (Þokkagyðjurnar þrjár)

A

Voru þernur Afródítu og voru ímynd kvenlegs þokka, glaðværðar og félagslyndis.

34
Q

Kore (Persefóna)

A

Dóttir Demeter. Hades rændi henni og lét hana bíta í granatepliskjarna sem hafði þær verkanir að Kore varð ástfangin af Hadesi. Undi hún sér svo illa, þegar hún kom upp í dagsljósið að samkomulag komst á um að Kore væri tvo þriðju ársins í uppheimum en þriðjung ársins í undirheimum sem drottning Hadesar og gekkst hún þá undir nafninu Persefóna.

35
Q

Plútó

A

=Hades en þá sem guð auðsins og þess sem jörðin gefur af sér.

36
Q

Sílenos

A

Vínsvelgur sem tók þátt í uppeldi Díonýsosar.

37
Q

Semele

A

Ástkona Seifs sem tók við hjarta Díónýsosar og varð þunguð af því. Hera plataði Semele til að biðja Seif um að birtast í allri sinni ólympsku tign. Birtist Seifur þá sem ógurlegur vígahnöttur og brann Semele til ösku.

38
Q

Aríaðna

A

Krítverska konungsdóttirin sem Þeseifur skildi eftir á Naxos. Þar fann Díonýsos hana og gerði að drottningu sinni.

39
Q

Karon

A

Ferjumaðurinn sem ferjaði sálir hinna dauðu yfir undirheimafljótið Styx. Hann var skapstirður og tók ferjutoll.

40
Q

Kerberos

A

Hundurinn sem gætti hliða Hadesar. Hann var ljúfur þegar fólk kom en ef það vildi fara varð hann hinn versti.

41
Q

Tantalos

A

Reyndi á alvizku guðanna og drap son sinn og bauð guðunum matreiddan líkama sonar síns. Hann var dæmdur að fara til Tartaros, og fann alltaf til þorsta og hungurs. Átti að standa í tjörn í undirheimunum með vatn upp að höku en alltaf þegar hann reyndi að teygja sig niður eftir vatnssopa þá hvarf vatnið. Héngu einnig héngu ávextir á ávaxtatré fyrir ofan höfuð hans en alltaf ef hann teygði sig upp til að ná í þá feykti vindhviða greinunum á brott.

42
Q

Sísýfos

A

Fjötraði Banaguðinn um hríð og var því dæmdur í undirheima til að ýta steini upp hæð sem rann alltaf niður aftur rétt áður en honum tókst það.

43
Q

Ixíon

A

Reyndi við Heru og þurfti að snúast endalaust á hjóli í undirheimum.

44
Q

Hinar 50 Danaásdætur (49)

A

Drápu eiginmenn sína á brúkaupsnóttinni og þurftu þær að ausa vatni endalaust í botnlaust ker.

45
Q

Orfeifur

A

Söngvari og hörpuleikari sem missti eiginkonu sína, Evridís, úr slöngubiti. Hann fór til Hadesar og bað um að fá hana aftur. Hann fékk það með því skilyrði að hún myndi elta hann upp á yfirborðið en hann mætti aldrei líta aftur fyrir sig. Hann gerði það og missti hana endanlega.

46
Q

Orfeifska

A

Trú sem byggði á hugmyndum um endurfæðingu sálarinnar og var hún kennd við Orfeif.

47
Q

Sírenur

A

Hálfar konur og hálfir fuglar. Þær sungu fyrir sæfara og leiddu þá í glötun.

48
Q

Elysíon

A

Staður sem þeir fóru á sem guðirnir höfðu velþóknun á. Seinna meir varð þetta staður sem góðar sálir fóru á.

49
Q

Helíos

A

Guð sólar og ljóss. Hann sá allt sem gerðist á bæði himni og jörð. Ók á vagni um himininn. Helst dýrkaður á eyjunni Rhódos.

50
Q

Faeþon

A

Eini sonur Helíosar sem fékk að aka vagni föður síns. Hann hafði ekki neina stjórn á ólmum fákunum og flaug of nálægt jörðu sem gerði það að verkum að það kviknaði í hæstu fjöllum, fljót gufuðu upp og Afríkumenn urðu svartir.

51
Q

Selene

A

Systir Helíosar og var mánagyðjan.

52
Q

Endymíon

A

Sveinn sem Selene elskaði heitast en hann varðveitti æsku sína og fgurð í ævarandi svefnfjötrum í helli einum.

53
Q

Eos

A

Gyðja morgunroðans, systir Helíosar og Selenar. Grikkir töldu vindana vera syni Eosar og morgundöggina tár hennar.

54
Q

Tíþónos

A

Ástmaður Eosar og hún bað Seif um eilíft líf handa honum. Hún bað ekki um eilífa æsku og hann eldist en dó ekki. Að lokum var röddin aðeins eftir.

55
Q

Ixíon

A

Sótti eftir ástum Heru og Seifur bjó til ský sem líktist Heru. Eignaðist Ixíon kentára með skýinu.

56
Q

Kentárarnir

A

Voru að hálfu í mannsmynd og hálfu hestur.

57
Q

Satýrar

A

Voru skógarpúkar og voru þeir geitfættir.

58
Q

Sílenar

A

Voru líka skógarpúkar með tagl og hestseyru. Stundum er Sílenos talinn hafa verið aðeins einn og þá feitur mjög og átti erfitt með að tolla.

59
Q

Pan

A

Hjarðmannaguð, sonur Hermesar. Hann var hálfur geithafur, með geitafætur, klaufir og horn, en að öðru leyti í mannsmynd. Hann lék á flautu (panflauta).

60
Q

Dísir

A

Þær náttúruvættir sem kvenkyns voru.

61
Q

Menntagyðjurnar níu (músur)

A

Eru taldar hafa upphaflega verið dísir en fengið svo ákveðin hlutverk. Klíó var verndari sagnritunar og Þalía gyðja gamanleiksins.

62
Q

Ekkó

A

Dís sem átti það hlutverk að beina athygli Heru frá ástarævintýrum Seifs. Hera komst að því og lagði þau álög á Ekkó að hún gæti eingöngu endurtekið síðustu orð sem mælt voru í návist hennar. Hún varð ástfangin af Narkissosi en gat ekki tjáð honum ást sína. Hún tærðist upp að lokum og varð röddin aðeins eftir, bergmálið. (Echo).

63
Q

Narkissos

A

Var refsar fyrir að hafa ekki endurgoldið ást Ekkó og varð hann ástfanginn af spegilmynd sinni. Hann drukknaði þegar hann var að horfa á spegilmynd sína í lind einni. Líkami hans steyptist í vatnið og þá spratt samnefnt blóm.

64
Q

Narkissismi

A

Hugtak sem stundum er notað um sjálfselsku eða hrifningu af eigin útliti.

65
Q

Þales (600 f.Kr.)

A

Elstur jónísku heimspekinganna og er stundum kallaður faðir heimspekinnar. Taldi grundvallarefni alls vera vatn.

66
Q

Anaximenes (6. öld f.Kr.)

A

Lærisveinn Þalesar og taldi loft vera frumefni allra hluta.

67
Q

Herakleitos

A

Þriðji jóníski náttúruspekingurinn og taldi allt vera komið af eldinum. Hann kom með þá kenningu að öll tilveran væri síbreytileg, kyrrstaða væri ekki til og allt væri stöðugt að breytast.

68
Q

Pýþagóras (6. öld f.Kr.)

A

Fæddist á eyjunni Samos en fluttist til Krótónu og hélt þar skóla. Fylgismenn hans voru kallaðir pýþagóringar og voru jafnt konur sem karlar. Pýþagóras taldi tölur og talnakerfi grunneindir alls. Stærðfræði og stjörnufræði. Þeir töldu jörðina vera hnött, líklega fyrstir manna.

69
Q

Empedókles (5. öld f.Kr.)

A

Kom með þá kenningu að frumefnin væru fjögur; loft, eldur, jörð og vatn. (höfuðvættirnar fjórar).

70
Q

Demókrítos

A

Setti fram þá frumspekikenningu að tilveran væri öll sett saman úr frumeindum. Það að útskýra allt með skírskotun til efnis, kallast efnishyggja.

71
Q

Sókrates (469-399 f.Kr.)

A

Kallaður faðir siðfræðinnar. Engin rit eru til eftir hann. Helstu heimildir eru frá Platón. Sókrates taldi að finna mætti algild sannindi og að allir menn væru í eðli sínu góðir. Hann var alla tíð fátækur. Sókrates var kærður fyrir að spilla ungum mönnum og var líflátinn 399 f.Kr.

72
Q

Díógenes (d. 325 f.Kr.)

A

Kynisti. Hann bjó í tunnu í Aþenu. Þekktastur fyrir kaldhæðnisleg tilsvör sín.

73
Q

Aristippos (f.hl. 4. aldar f.Kr.)

A

Var forvígismaður lífsnautnarstefnu sem gekk út á að lífsnautnin væri lykillinn að lífshamingju → Frá Kýrenu í Norður-Afríku → Stefna kýreninga.

74
Q

Platón (427-347 f.Kr.)

A

Lærisveinn Sókratesar. Ferðaðist til Egyptalands og Suður-Ítalíu eftir aftöku Sókratesar og sneri heim til Aþenu og stofnaði skóla. Hann var einn fyrsti framhaldsskólinn í Grikklandi og var nefndur Akademía. Frummyndakenningin var grundvallarþáttur í heimspekikenningum Platóns. Setti fram hugmynd um fyrirmyndarríki, svokallaða Útópíu.

75
Q

Aristóteles (384-322 f.Kr.)

A

Lærisveinn Platóns. Hann var kennari Alexanders mikla í Makedóníu en stofnaði svo sinn eiginn skóla í Aþenu, lykeion (lycée → menntaskóli) Hann aðhylltist heimspeki og heilbrigðrar skynsemi frekar en kenningum Platóns um frummyndaheim. Hann var fjölhæfur og lét ekkert svið ósnortið í þekkingarleit sinni. Var lýðræðissinni.