Nöfn og atriði: Sagan af Jasoni og gullna reyfinu Flashcards

1
Q

Frixos og Hella

A

Systkini sem þurftu að flýja annað hvort vegna þess að faðir þeirra hugðist fórna þeim til að friðþægja guðina, þar sem hungursneyð ríkti í landinu, eða vegna þess að stjúpmóðir þeirra lagði fæð á þau og hugðist drepa. Þau leituðu á náðir guðanna sem veittu þeim fleygan hrút með gullnu reyfi. Hella datt af hrútnum og lést (Hellusund) en Frixos komst til Kolkis þar sem hann fórnaði hrútnum til dýrðar guðunum og gaf konungi Kolkis reyfið sem lét dreka sem aldrei svaf gæta reyfisins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Jason

A

Réttborinn konungur í öðru grísku ríki þar sem föðurbróðir hans, Pelías, hafði rænt völdum. Hafði alist upp fjarri heimalandi sínu. Þegar hann óx úr grasi sneri hann heim og krafðist ríkis.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Pelías

A

Föðurbróðir Jasonar sem hafði rænt völdum. Lofaði Jasoni ríkinu ef hann kæmi með gullna reyfið, en vissi að það var óvinnandi verk.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Argó

A

Skipið sem Jason smíðaði til að komast til Kolkis.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Argóarfararnir

A

Einvalalið kappa sem fylgdu Jasoni til Kolkis. Þau voru Þeseifur, hinn ofursterki Herakles, hin fótfráa mær Atalanta og Orfeifur, sem gat látið alla náttúruna lúta sér með söng einum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Skellidrangi

A

Tveir miklir klettar sem stöðugt skullu saman og grönduðu skipum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Medea

A

Göldrótt dóttir konungs af Kolkis, hjálpaði Jason að ná reyfinu með því að svæfa drekann. Varð eiginkona hans. Er Pelías vildi ekki láta völdin af hendi ginnti hún dætur Pelíasar til að sjóða hann í potti, svo hann mætti yngjast upp, og lést Pelías þannig. Neituðu íbúar ríkisins að taka Jason til konungs vegna þess að hann ætti svo illgjarna konu og voru þau Medea dæmd til útlegðar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly