Nýru, grunnstarfsemi Flashcards

1
Q

Hvað er átt við með seytun í nýrum?

A

Seyting, sem á sér stað í nærpípluhluta nýrnahettunnar, ber ábyrgð á flutningi ákveðinna sameinda út úr blóðinu og inn í þvagið. Seytt efni eru meðal annars kalíumjónir, vetnisjónir og sum utanaðkomandi efni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hver er mikilvægasta seytunin (hvaða efni) ?

A

H+ - mikilvægt fyrir sýrustillingu
K+
Lífrænar jónir (utanaðkomandi efni)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Lýstið seytun K+

A

Na+/K+ ATP asinn (pumpan) í aðalhlutverki.
Pumpan pumpar K+ inn í nýrnapíplufrumur. við það byggist upp meiri styrkur af K+ inn í frumunni og það K+ leitar svo út úr frumunni hinu megin, inn í nýrnapípluvökvann. Í fjarpíplum eru K+ göng sem hleypa K+ út þarna megin, þ.e inn í nýrnapípluvökvann.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvaða hormón hefur áhrif á seytun K+?

A

Aldósterón

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hver er tilgangur seytunar á lífrænum jónum?

A
  • Losa meira með þvagi en annars væri gert með einfaldri síun
  • Eykur losun á jónum sem eru að mestu bundnar prótínum í blóði
  • Eykur losun á utanaðkomandi efnum.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvað er plasma clearance (plasma clearance rate)?

A

það sem tekið var úr blóði og skilið út sem þvag.
m.ö.o = það rúmmál blóðvökva sem hreinsað var af viðkomandi efni. Eh ákv efni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvernig er samhengi síunarhraða og plasma clearance (PC) rate og hvernig getur það verið mismunandi fyrir mismunandi efni?

A

Plasma clearance er reiknað fyrir eitt efni í einu. það segir okkur hversu dugleg nýrun eru að fjarlægja viðkomandi efni.
Ef PC af eh efni X er t.d 100ml/mín. þýðir það að nýrun hafa hreinsað út á hverri mínútu magnið af X sem samsvarar því sem er í 100ml af plasma. síðan blandast auðvitað allt saman í blóðrásinni og styrkur efnis X verður nokkuð jafn í öllum 5 L af blóði sem eru í okkur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hversu mikill eða lítill getur osmótískur styrkur þvags verið? Hvernig ber þessu saman við osmótískan styrk í blóði ?

A

Þvag getur verið 100-1200mOsm/L - eftir þörfum líkamans til að losna við / halda í vatn

Osmótískur styrkur í blóði er 300mOsm/L

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvar er osmótískur styrkur mestur / minnstur í nýrnavef?

A

Minnstur í nýrnaberki
Mestur næst nýrnaskjóðu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

HVaða fyrirbæri er það sem býr til mikinn osmótískan styrk örðu megn (skjóðumegin) í nýrnamerg?

A

Henlelykkju

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvernig er gegndræpi fyrir H2O mismunandi milli uppgangandi og niðugangandi hluta Henlelykkju? En hvoru megin er Na+ pumpað út?

A

Vatn sveimar úr niðurgangandi hluta lykkjunnar og NaCl er pumpað út úr uppgangandi hlutanum, H2O eltir þar til osmótískur styrkur í niðurgangandi hluta lykkjunnar er orðinn sá sami og milli lykkjuhlutanna –> kominn stigull milli hægri og vinstri.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvaða afleiðingar hefur tap á H2O öðrum megin og tap á NaCl hinum megin í Henlelykkju?

A

það myndast stigull

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvernig er þvagið sem kemur inn í fjærpípluna úr Henlelykkjuna (magn og styrkleiki)?

A

þunnt og lágur osmótískur styrkur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað gerist með magn og styrkleika þvagsins á leiðinni niður safnrásina og af hverju?

A

Vatn hefur tilhneigingu til að leita út úr safnrásinni og inn í vefinn og þaðan í háræðar.

Vaxandi osmótískur styrkur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvaða áhrif hefur vasopressín á endurupptöku vatns í safnrás?

A

Vasópressín berst með blóðinu til viðtaka á frumu í safnrás, við það fer í gang innanfrumuferli, setja göng í frumuhimnuna sem hleypa vatni út.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvaðan kemur vasopressín og hvenær er það losað?

A

Frá undirsúku en er losað af aftari heiladingli út í blóð til að hleypa vatni úr safnrás

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvaða gagn er af því að hafa vasa recta í lykkju?

A

Vasa recta æðar fara í lykkju um nýrnamerginn. Á leiðinni niður vex osmótískur styrur í blóðinu en það jafnast á leiðinni upp. Blóðið tekur því ekki með sér of mikið salt. Það þýðir að osmótíski styrkstigulinn í nýrnamergnum heldur sér.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvernig er samspil sjálfvirkni og viljastýringar við losun þvags úr þvagblöðru?

A

þvagblöðrunni er lokað með tvenns konar vöðvum, annars vegar sléttum og hins vegar viljastýrðum beinagrindavöðva.
Þörfin fyrir að pissa kemur þegar teygist á þvagblöðrunni (tognemar senda boð). Við getum haldið á móti því viljastýrt með því að halda samdrætti á ytri hringvöðvanum (sem er beinagrindavöðvi).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hver eru helstu hlutverk nýrna?

A

Nýrun búa til þvag úr blóði. Þau stilla magn vökva og salta í blóðinu. Í leiðinni eru þau þá að stilla magn vökva og salta í utanfrumuvökva almennt í líkamanum.

Framleiða renín
- hormón, mikilvægt í saltbúskap

Framleiða erythropoietin
- ýtir undir framleiðslu rauðra blóðkorna

Virkjar D vítamín

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Nefnið dæmi um úrgangsefni sem losuð eru með þvagi?

A
  • þvagefni (urea) úr niðurbroti prótína
  • Þvagsýra (uric acid) úr niðurbroti kjarnsýra
  • Kreatín (úr vöðvum)
  • Bilirubin úr niðurbroti blóðrauða
  • Niðurbrotsefni hormóna
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hvar eru nýrun í líkamanum ?

A

Aftan við kviðarhol

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Í hvaða 3 megin hluta skiptast nýrun?

A

Börk (cortex), Merg (medulla) og Nýrnaskjóðu (renal pelvis)

Nýrun skiptast í börk, sem er yst og merg sem er þar fyrir innan. Þvagið lekur svo að lokum frá mergnum og safnast í nýrnaskjóðu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hver er minnsta starfræna eining nýrna (minnsta einingin sem getur framleitt þvag)?

A

Nýrungur (nephron)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvaða leið fer blóð í gegnum nýrung (hvaða æðar / æðakerfi flytja blóðið)?

A

Blóð kemur frá hjartanu og með slagæð til nýrnanna.
Það kemur ein slagæð til hvors nýra og síðan greinist sú slagæð í margar minni þar til að lokum einn aðlægur slagæðlingur beinir blóði til hvers nýrungs.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Hvað gerist í nýrnahnoðra?

A

þar síast hluti af blóðvökvanum (plasma) úr æðinni og yfir í nýrnapíplur. Það sem síast út (um 20% af rúmmálinu) verður að endanum að þvagi (ekki nærri allt samt).

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
26
Q

Hvaða hluti píplukerfis tekur við vökvanum úr nýrnahnoðra?

A

Bowman’s hylkið

27
Q

Hvert rennur vökvinn svo (hver er afgangurinn af píplukerfinu)?

A

í Henle lykkju

28
Q

Hvað er juxtaglomerular apparatus?

A

Framleiðir efni sem taka þátt í að stjórna nýrnastarfsemi

29
Q

Hver er munurinn á barkanýrungi og mergnýrungi ?

A

Mergnýrungar: píplukerfi mergnýrunga er með lengri Henlelykkjur, sem nær alveg niður í gegnu merg nýrans. þessari löngu Henlelykkju fylgja æðalykkjur í háræðakerfinu, svokallaðar vasa recta (,,beinar æðar’’).

Barkanýrungar: Eru fleiri (80%) en þeirra Henlelykkja er mun styttri og í þeim eru ekki vasa recta.

30
Q

Hverjir eru 3 grunnþættirnir í framleiðslu þvags?

A
  1. Síun í nýrnahnoðra (glomerular filtration)
  2. Endurupptaka í píplum (tubular reabsorption)
  3. Seytun í píplum (tubular secretion)
31
Q

Hversu stór hluti blóðvökvans er síaður í nýrnahnoðra og hvað er mikið endurupptekið (við venjulegar aðstæður)?

A

um 20%, 180L á dag
um 178,5 L aftur inn í blóðið
um 1,5L út með þvagi

32
Q

Hvað er í vökvanum sem endar í Bowmanshylki (og hvað er ekki í honum)?

A

??

33
Q

Hvað er seytun í nýrum og til hvers er hún ?

A

úr blóði yfir í píplur. Efni sem þarf að losa í meira magni - bætt við það sem áður var í píplum.
um 20% af blóðvökvanum síaðist út í píplurnar. Ef þarf að losna við meira en 20% af eh efni er það enn hægt með því að seyta því úr blóðinu í háræðunuum og yfir í nálægar píplur.

34
Q

Hvar kemur stýring inn? í síun, endurupptöku eða seytun?

A

Stýrt í öllum þremur

Síun: blóðvökvi síaður út - ekki valið hvaða efni
Endurupptaka og seytun - stýrt til að halda samvægi.

35
Q

Hvað myndar síuna í nýrnahnoðrum, þ.e í gegnum hvað þarf vökvalausnin að fara (3 atriði)?

A

Í hnoðranum eru sérstakar háræðar þar sem síunin fer fram.

  1. Blóðvökvinn kemst framhjá æðaþelsfrumum háræðanna
  2. Blóðvökvinn kemst yfir grunhimnu
  3. vökvinn kemst milli fótfrumna
36
Q

Hvers vegna komast prótín ekki í gegnum síuna?

A

þau eru of stór

37
Q

Hvaða kraftar hafa áhrif á nettó síunarkraft (3 kraftar)?

A
  1. BÞ í háræðum nýrnahnoðra (55mmHg)
  2. Styrkur vatns verður minni í blóðinu en í pípluvökvanum (osmótískur þrýstingur) (30mmHg)
  3. Vökvaþrýstingur í Bowman’s hylkinu (15mmHg)
38
Q

Hvaða 2 stærðir ráða síunarhraða í nýrnahnoðra?

A

Síunarfasti x síunarþrýstingur

39
Q

Hvernig er síunarKRAFTI stýrt?

A

Með því að stýra BÞ í háræðum í nýrnahnoðra.

Sjálfvirk (innri) stýring: vinnur gegn sjálfkrafa breytingum

Ytri stýring með driftaugakerfi: Langtíma stýring BÞ í líkamanum

40
Q

Hvernig er síunarFASTA stýrt?

A

Breytingar á: yfirborðsflatarmáli og gegndræpi.

fer eftir flatarmáli í snertingu við blóð og gegndræpi síunnar

41
Q

Hvað er átt við með endurupptöku í nýrum?

A

Valkvætt (selective) og stýrt ferli –> efni eru endurupptekin þannig að magn þeirra í líkama er passlegt.

Ef við þurfum að halda í nauðsynleg efni geta þau oftast tekið nánast allt efnið upp aftur og þá fer ekkert af því út í þvag. Nýrun eru hins vegar ekki dugleg við að endurupptaka ónauðsynleg úrgangsefni eða hættuleg efni og þau efni renna því burt með þvaginu.

42
Q

Hver er munurinn á virkri og óvirkri endurupptöku?

A

Virk: ef eitthvað af skrefunum (1-5) er orkukræft

Óvirk: ef ekkert skref er orkukræft

43
Q

Hversu stór hluti Na+ er venjulega endurupptekinn?

A

99,5 %

44
Q

Er endurupptaka Na+ virk eða óvirk?

A

Virk.

45
Q

Hvert er Na+ pumpað til að endurupptaka geti átt sér stað og hvernig kemur pumpan hreyfingu á Na+ (og veldur upptöku að lokum inn í blóðið)?

A

Na+ er pumpað út í millifrumuvökvann. Styrkur verður hár sem þýðir að Na+ leitar inn í blóðið þar sem styrkurinn er lægri.

46
Q

Hvaða 2 kerfi stýra endurupptöku Na+

A
  1. Renín-angíótensín-aldósterón kerfið: eykur endurupptöku á Na+ (og Cl- og H2O)
  2. Natriuretic peptíð: minnkar endurupptöku á Na+ (og Cl og H2O)
47
Q

Hvort hefur aukið renín áhrif til að auka eða minnka endurupptöku Na+?

A

Eykur endurupptöku á Na+

48
Q

En hvaða áhrif hefur aukið ANP og BNP?

A

Megin áhrif af ANP og BNP eru að draga úr endurupptöku Na+ í nýrnapíplum, sem þá eykur útskilnað Na+ í þvagi og hefur á endanum áhrif á BÞ.
Þau hamla einnig t.d renín kerfinu og draga úr síunarhraða.

49
Q

Hvar er renín framleitt?

A

í granular frumum í juxtaglomerular apparatus

50
Q

Hvar er angiotensínógen framleitt?

A

Í lifrinni

51
Q

Hvernig er samspil reníns og angiotensínógens?

A

Renín hvatar virkjun á angíótensínógeni.

52
Q

Hvað verður um angiotensín 1?

A

Angíótensín 1 breytist í angíótensín 2 í lungum (þar sem ensím hvatar þessa umbreytingu)

53
Q

Hvaða áhrif hefur angiotensín 2?

A

Angíótensín 2 örvar nýrnahettur til að framleiða aldósterón

54
Q

Hvaða áhrif hefur aldósterón (og hvaðan kemur það)?

A

Aldósterón örvar endurupptöku Na+ í nýrum og með því fylgir Cl- og vatn. Þar með hefur markmiðinu verið náð, þ.e rúmmál utanfrumuvökva eykst (þ.m.t rúmmál blóðvökva) og BÞ hækkar.
kemur frá nýrnahettum.

55
Q

Hvaðan koma ANP og BNP og hver eru áhrif þeirra á Na+ búskap?

A

Frá hjartanu.
Draga úr endurupptöku Na+ í nýrnapíplum.

56
Q

Hvernig er Cl- endurupptekið?

A

Neikvætt hlaðið Cl- eltir jákvætt hlaðið Na+

57
Q

Hversu mikið er endurupptekið af glúkósa og amínósýrum?

A

Venjulega alger endurupptaka - engu hent með þvagi

58
Q

Hvaðan fæst orkan til að endurupptaka glúkósa og amínósýrur í nýrum?

A

Frá styrkhalla Na+

59
Q

Hvað ræður hámarkshraða endurupptöku í nýrum?

A

Fjöldi sértækra flutningsprótínsameinda

60
Q

Af hverju skiptir hámarkshraði endurupptöku máli fyrir sum efni en önnur ekki?

A

í sumum tilfellum er svo mikið af flutningsprótínum til staðar að þau mettast ekki

í öðrum tilfellum næst hámarkshraðinn og það sem ekki er hægt að taka upp fer út með þvagi

61
Q

Hvað veldur endurupptöku vatns í nýrum?

A

NaCl dregur með sér vatn.

62
Q

Hversu stórum hluta af endurupptöku vatns er stýrt og hvaða hormón stýrir því?

A

20% endurupptöku vatns stýrt af vasopressin

63
Q

Hvernig er þvagefni endurupptekið?

A

Vatn er endurupptekið úr nýrnapíplum, við það verður styrkur þvagefnis í píplunum hærri en hann var, þvagefnið byrjar að leita frá meiri styrk að minni og fer að sveima úr nýrnapíplunum og yfir í blóðið aftur.
Nýrnapíplurnar eru ekki alveg gegndræpar fyrir þvagefni þannig að bara um helmingur þvagefnis er endurupptekið - afgangurinn skilar sér út með þvagi.