Dómar k.1 - lögfræði Flashcards

1
Q

Bjórlíki

A

(Réttarvenja)
G var ákærður fyrir að blanda saman áfengi við óáfengan bjór. G hafði ekki vínveitingaleyfi. Saksóknari taldi háttsemi G varða við þágildandi áfengislög, þar sem sagði að “bannað væri að brugga eða búa til áfenga drykki.”

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Bætur fyrir líkamstjón

A

(Réttarvenja)
S slasaðist á togara og höfðaði mál gegn útgerð þess og vildi fébætur. Útgerðin vildi að ákvörðunin um fébætur yrði beitt ákvæði þágildandi siglingalaga, þar sem sagði að “bætur fyrir líkamstjón mættu aldrei fara fram úr 4.200kr.”
Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu að umrætt ákvæði var úrelt og úr gildi fallið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Kosningarréttar neytt í gæsluvarðhaldi

A

(Fordæmi)
H sat í gæsluvarðheldi og var neitað að kjósa í sveitarstjórnarkosningum á Seltjarnarnesi. Hann kærði málið og Hæstiréttur sagði að það væri regla í sambandi við þvingunarráðstafanir vegna rannsóknar í máli að sökunautur yrði ekki hagað í óhagræði

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Sódavatnsflöskur

A

(Fordæmi)
A starfaði í verslun og sódavatnsflaska sprakk nálægt afgreiðsluborðinu sem hún stóð við. Þá skaddaðist auga af glerbroti. Hún krafðist bætur af framleiðandanum. í dómi Hæstaréttar sagði að kröfur eru gerðar af framleiðanda um að vara og umbúðir hennar sé ekki hættuleg . Framleiðandinn var því talinn bera fulla ábyrgð á slysi A.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Harðræði lögregluþjóna

A

(Eðli máls)
L var handtekinn af lögreglu og krafðist bætur af ríkinu vegna harðræðis sem hann varð fyrir. Héraðsdómur sagði að engin almenn lagaákvæði eru til um skaðabótaábyrgð ríkis, þrátt fyrir það geta dómstólar samkvæmt eðli máls dæmt málið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Fóstureyðingu hafnað

A

(Meginreglur laga)
Kona eignaðist andlega og líkamlega vanheilt barn vegna þess að konan fékk rauða hunda á meðgöngu og var henni neitað framkvæmd á fóstureyðingu. Meirihlutur Hæstaréttar sýknaði íslenska ríkið og sagði “það er meginregla íslensks réttar að fóstur má ekki deyða”.
Minnihluti hæstaréttar taldi að bótaréttur væri til staðar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly