Fræðimenn Flashcards
(26 cards)
Hvenær hófust kerfisbundnar rannsóknir?
Aldamótin 1900
Hvað varð til þess að menn fóru að pæla í því hvernig væri best að stjórna í fyrirtækjum?
Margar efnahagslegar og tæknilgar breytingar/ástæður??????
Frederick W. Taylor var kallaður…
Faðir stjórnunar
Hvað er Frederick W. Taylor þekktastur fyrir?
Vísindalega stjórnun, að grandskoða störf til að auka skilvirkni
Helstu kenningar Frederick W. Taylor
Minnka sóun í framleiðslu, með því að auka sérhæfingu og skoða vandlega hvað er á bakvið hvert starf
4 grundvallarreglur Frederick W. Taylor
Rannsaka störfin
Skriflegar verklýsingar
Velja starfsfólk með nauðsynlega hæfni
Skilgreina viðunandi frammistöðu
Rannsaka störfin
Safna þekkingu starfsmanna og gera tilraunir með mismunandi aðferðir
Nota allskonar mælitæki (skeiðklukka og málband)
Reyna einfalda aðferðir með því að fækka hreyfingum
Skriflegar verklýsingar
Þegar búið var að rannsaka störfin þá var skrifuð niður hvernig ætti að vinna hvert og eitt starf
Velja starfsfólk með nauðsynlega hæfni
Frederick W. Taylor taldi mikilvægt að rétt starfsfólk væri valið fyrir hvert starf sem byggi yfir þeirri hæfni sem þurfti fyrir ákveðið starf
Skilgreina viðunandi frammistöðu
Verðlauna þá sem eru að gera betur
Borga eftir afköstum
Hvað breyttist hjá fyrirtækjum sem fylgdu reglum Frederick W. Taylor?
Það varð minni kostnaður og meiri framleiðni
Starfsfólk var ekki ánægt því störfin urðu einhæfari því það var búið að reikna út alla vinnu svo nákvæmt
Fólk fékk ekki alltaf bónusgreiðslur og var að vinna yfirvinnu
Hvar er aðferð Frederick W. Taylor notuð ennþá í dag?
McDonalds
Max Weber
Þýskur félagsfræðingur
Hélt áfram að þróa aðferðir til að auka skilvirkni
Best þekktur fyrir framlög sín þar sem hann skilgreinir skrifræði
Skrifræði
Byggir á formlegu og stífu kerfi sem ætlað er að tryggja skilvirkni og árangur.
Mikið um reglur og lítill sveigjanleiki, hlutir geta tekið langan tíma (ríkisfyrirtæki)
5 áhersluþættir Max Weber
Stjórnandi hefur vald vegna stöðu sinnar innan skipulagsheildar sinnar
Fólk ætti að fá stöðu vegna hæfni en ekki félagslegra tengsla
Valdið og ábyrgð sem stjórnandi/starfsmaður ber á að vera vel skilgreind
Valdið virkar vel þegar það er búið að skilgreina stöður vel og að boðleiðir séu skýrar
Stjórnendur eiga að búa til vel skilgreindar reglur og viðmið til að hafa áhrif á hegðun starfsmanna. Skýrt hver á að gera hvað
Hverju trúði Max Weber?
Að fyrirtæki sem myndu innleiða reglurnar hans yrðu árangursríkari
Afhverju getur skrifræði stundum ekki verið gott?
Því það getur tekið of langan tíma að taka ákvarðanir o.fl.
Mary Parker Follet var kölluð…
Móðir stjórnunar
Mary Parker Follet
Var gagnrýnin á kenningar Taylors og fannst þær ekki taka nógu mikið tillit til mannlega þáttarins og að starfsfólk ætti frekar að vera með stjórnendum í því að greina störfin
Hún lagði mikla áherslu á að hvetja starfsfólk og hópavinnu mismunandi svipa. Hún var á undan sinni samtíð hvað varðar þessar kenningar
Hawthorne rannsóknirnar
Rannsóknir sem höfðu mikil áhrif á stjórnun og urðu til þess að skoðað var hvaða áhrif athygli stjórnenda hefði á rannsóknir
Afhverju var Hawthorne rannsóknin gerð?
Rannsóknin var gerð til þess að athuga hvort að bætt vinnuaðstaða og starfsumhverfi myndi auka afköst starfsmanna, t.d. lýsing
Hvernig virkaði Hawthorne rannsóknin?
Það voru teknir hópar sem unnu við misgóða lýsingu og athugað hvort afköstin myndu aukast hjá öðru hvoru. Afköstin jukust hjá hópnum sem vann við betri lýsingu. Lýsingunni var breytt í allskonar birtustig en það var alveg sama hversu björt eða dökk lýsingin var, afköstin jukust alltaf.
Hvað var gert í kjölfar Hawthorne rannsóknarinnar?
Sálfræðingurinn Elton Mayo skoðaði niðurstöðurnar og komst að því að það var ekki lýsingin sem jók afköstin heldur athyglin sem starfsfólk fékk frá fyrirmönnunum sínum
Douglas McGregor
Vinnusálfræðingur sem setti fram kenningu um X og Y stjórnanda. Þá skoðar hann hvernig viðhorf stjórnandi hefur til undirmanna sinna