Kafli 1 Flashcards
(34 cards)
Auðlindir skipulagsheilda
Starfsfólk, fjármagn, vélar og tæki, hráefni, viðskiptavinir
Helstu markmið fyrirtækja
Framleiða vörur eða þjónustu sem viðskiptavinir vilja kaupa
Hagkvæmni/skilvirkni
Að gera hlutina rétt. Mælikvarði á hversu vel auðlindir fyrirtækisins eru nýttar. Eftir því sem fyrirtækið getur notað minna hráefni, færra starfsfólk og færri vélar því skilvirkara verður það
Árangur
Að gera réttu hlutina. Mælkikvarði á hversu viðeigandi markmið fyrirtækisins eru. Er verið að framleiða það sem viðskiptavinurinn vill
Áætlanagerð (3 skref)
- ákveða hvaða markmið fyrirtækið setur sér
- hvaða stefnu tekur fyrirtækið til að uppfylla markmiðin
- hvernig á að nýta auðlindir fyrirtækisins til að ná markmiðum
Leiðtogi
Stjórnendur nota áhrif, persónuleika sinn og völd til þess að krefja starfsmenn áfram til þess að ná markmiðum
Stjórnendur
Fylgjast með frammistöðu starfsmanna og deila fyrirtækisins til þess að sjá hvort verið sé að gera það sem á að gera. Hægt er að mæla frammistöðu bæði starfsmanna og fyrirtækisins í heild
Stjórnunarstig (3)
- framlínustjórar/verkstjórar: ábyrgir fyrir faglegri stjórnun starfsmanna sem sjá um framleiðsluna
- millistjórnendur: stýra framlínustjórnendum og bera ábyrgð á að finna bestu leiðirnar til að ná markmiðum fyrirtækisins
- æðstu stjórnendur: bera ábyrgð á öllum rekstrinum, t.d. hvað á að framleiða, hvernig skipulag fyrirtækisins er og hvert það stefnir
Hæfni stjórnenda
Hugleg færni, mannleg færni, fagleg færni. Allir stjórnendur þurfa að búa yfir öllum þessum færnum til að ná árangri
Huglæg færni
Greina aðstæður og átta sig á muninum á orsök og afleiðingu
Mannleg færni
Hæfileikinn til þess að eiga samskipti og hvetja starfsólk
Fagleg færni
Starfstengd færni, þekking á verkefnum
Kjarnahæfni sem veitir fyrirtækinu samkeppnisyfirburði, þekking og reynsla sem fyrirtækin hafa
Endurskipulagning
Verið að skera niður starfsemina til að lækka framleiðslukostnað
Úthýsing verkefna
Felur í sér að semja við annað fyrirtæki, oft í öðrum löndum (þar sem laun eru lægri) til þess að framkvæma vinnu sem áður var unnin í fyrirtækinu
Umboð til athafna/valdaefling
Að veita starfsmönnum meiri völd og ábyrgð í starfi
Að byggja upp samkeppnisyfirburði
4 stoðir
Skilvirkni
Nýsköpun (nýjar vörur á markað eða nýjar framleiðsluaðferðir)
Gæði og svörun gagnvart viðskiptavinum (hversu fljótt fyrirtækið er að bregðast við gagnvart kröfum viðskiptavina)
Hæfileikinn til að gera betur en samkeppnisaðila
Samfélagsleg ábyrgð
Fyrirtæki leggja eitthva’ til samfélagsins umfram það sem þeim ber skylda til
Fjölbreytt vinnuafl
Felur í sér áskorun fyrir stjórnendur að stjórna fjölbreyttu vinnuafli, aldur, kyn, kynþáttur, þjóðerni, trú, kynhegðun, o.fl.
Frederik W. Taylor
Einn fyrsti til að koma fram með kenningar um stjórnun
Stundum kallaður faðir stjórnunar
Þekktastur fyrir vísindalega stjórnun og fór í kerfisbundnar rannsóknir á aðferðum starfsfólks of skoðar vinnuhætti þeirra til að auka skilvirkni
Hélt því fram að það ætti að minnka sóun í framleiðslu með að auka sérhæfingu, skoðaði öll störf vel og þá yrðu framleiðsluferlarnir árangursríkari
Fjórar grundvallarreglur um stjórnun sem Frederik setti fram
Rannsaka störfin
Skriflegar verklýsingar
Velja starfsfólk með nauðsynlega hæfni
Skilgreina viðunandi frammistöð
Frederik, rannsaka störfin
Gerði tilraunir með mismunandi aðferðum, hann var alltaf með skeiðklukku og málband við tilraunirnar
Frederik, skriflegar verklýsingar
Eftir að hann skoðaði störfin skrifaði hann verklýsingar fyrir hvert starf
Frederik, velja starfsfólk með nauðsynlega hæfni
Starfsmenn sem voru bestir í þessum störfum
Frederik, skilgreina viðunandi frammistöðu
Vildi verðlauna þeim sem unnu vel, afkastatengd laun þ.e. þeir sem stóðu sig best fengu best borgað