Hjarta og æðakerfið Flashcards
(138 cards)
Hvað af eftirtöldu lýsir best sambandinu milli þrýstings, flæðis og viðnáms?
A) Flæði=þrýstingsfallandi/radius í fjórðaveldi
B) Flæði x þrýstingsfallandi = viðnám
C) Flæði = þrýstingsfallandi/viðnám
D) Þrýstingsfallandi = flæði/viðnám
E) Viðnám = flæði/radius í fjórða veldi
C) Flæði = þrýstingsfallandi/viðnám
Ohms lögmálið
F=AP/R
Einstaklingur með blóðþrýsting 140/80 telst vera með meðalslagæðaþrýsting (MAP)? A) 90 mmHg B) 220 mmHg C) 100 mmHg D) 110 mmHg E) 120 mmHg
MAP = 100 mmHg
2xDÞ + SÞ/3
2X80+140/3=100mmHg
Aukning í eftirgefanleika slagæðaveggja veldur? A) Auknum púlsþrýstingi B) Lækkuðum meðalslagæðaþrýstingi C) Auknu magni blóðs í slagæðum D) 1 og 3 er rétt E) 1,2 og 3 er rétt
B) Lækkuðum meðalslagæðaþrýstingi
Ekki A því púlsþrýsting minnkar
Ekki C því magni blóðs í slagæðum minnkar
Ef radíus æðar er tvöfaldaður hversu mikið myndi flæði aukast?
Flæðið myndi sektánfaldast.
Allt sett í fjórða veldi. Þvermálið er 2 x radíus
Við aukin efnaskipti í vöðvavef eykst fjöldi opinni háræða. Hver eftirtalinna möguleika lýsir afleiðingum þessa best?
A) Minni diffusions-fjarlægðir fyrir súrefni
B) Aukinn diffusions-flötur
C) Aukið magn súrefnis í slagæðum
D) Bæði 1 og 2
E) Bæði 2 og 3
D) Bæði 1 og 2
Minni diffusions fjarlægðir fyrir súrefni og arukinn diffusions flötur
Hvað af eftirtöldu gæti leitt til bjúgmyndunar? A) Lækkaður háræðablóðþrýstingur B) Minnkaður styrkur plasmapróteina C) Aukinn þrýstingur í millifrumuvökva D) Bæði 1 og 2 E) Bæði 2 og 3
Hvað af eftirtöldu er ekki líklegt til að leiða til bjúgmyndunar? A) Stífla í sogæðum. B) Löng kyrrstaða. C) Lifrarsjúkdómur. D) Hjartabilun. E) Aukinn styrkur plasmapróteina.
B) Minnkaður styrkur plasmapróteina
Einnig aukinn millifrumuvökvi (ekki þrýstingur)
E) Aukinn styrkur plasmapróteina.
Hvað er hvorki sorkuhindrandi (anticoagulant) né stuðlar að því að blóðsegi leysist upp? A) K-vítamín B) Asprin C) Thrombin D) Heparin E) Tissue plasminogen activator
K vítamín því það er blóð storknandi
Hvað af eftirtöldu er rétt varðandi hjartahringinn (cardiac cycle)?
A) Systóla varir lengur en diastólan
B) Á meðan jafnrýndarslökunin (isovolumetic ventricular relaxation) á sér stað flæðir blóð úr gáttum í hvolfin
C) Við upphaf systólu lokast AV-lokurnar
D) Bæði 1 og 2
E) Bæði 2 og 3
C) Við upphaf systólu lokast AV-lokurnar
Ekki A því dyastólan varir lengur en systólan
EKki B vegna þess að á meðan jafnrýndarslökunin (isovolumetic ventricular relaxation) á sér stað þá eru allar lokur lokaðar
Samdrætti hjartans er venjulega stjórnað með ?
A) virkjun mismunandi fjölda hreyfieininga
B) því að auka næmni (facilitation) hreyfieininga
C) breytingum á upphafslengd vöðvaþráða
D) breytingum í samdráttarkrafti (intropic state)
E) bæði 3 og 4
E) bæði 3 og 4
Breytingum á upphafslengd vöðvaþráða
Breytingum í samdráttarkrafti
útfall hjartanst er reiknað með ?
útfall = slagmagn x hjartsláttartíðni
Jón og Jóna eru tvíburar. Jón er með blóðþrýsting 110/80 en Jóna 100/70. Bæði eru þau með útfall hjartans 5 L/mín. Hvor þeirra er með hærri MAP og heildarviðnám blóðrásar?
a) Jón er með hærri meðalslagæðaþrýsting og lægra heildarviðnám blóðrásar en Jóna
b) Jón er með lægri meðalslagæðaþrýsting og hærra heildarviðnám blóðrásar en Jóna
C) Jón er með hærri meðalslagæðaþrýstings og hærra heildarviðnám blóðrásar en Jóna
d) Ekki eru gefnar upp nægilegar upplýsingar til að bera saman heildarviðnám blþ viðnrtil samans n) fram að splasmaróðrásar í Jóni og Jónu
C) Jón er með hærra MAP (2Xd+S/3) og hærra heildarviðnám blóðrásar en jóna.
Mesta þrýstingsfallið í stóru (systemic) blóðrásinni verður þegar blóð flæðir......? A) Gegnum lungum B) Gegnum slagæðingana (arterioles) C) Gegnum háræðaveggi D) Gegnum bláæðingana (venoles) E) Gegnum háræðarnar
B) Gegnum slagæðingana (arterioles)
Ef styrkur Ca++ í utanfrumuvökvanum er aukinn þá ?
eykst samdráttarkraftur hjartvöðva en hefur lítil áhrif á samdrætti beinagrindavöðva
Aukning í eftirgefanleika (compliance) slagæðaveggja veldur? A) Minnkuðum púlsþrýstingi B) Auknum meðalslagæðaþrýstingi C) Minnkuðu magni blóðs í slagæðum D) 1 og 3 er rétt E) 1,2 og 3 er rétt
D) 1 og 3 er rétt
Minnkuðum púlsþrýstingi
Minnkuðu magni blóðs í slagæðum
fann annarsstaðar bara 1 !!
held það
Blóðvökvi (plasma) er um 20% af utanfrumuvökva líkamans, hvert er áætlað magn blóðvökva i 100 kg karlmanni?
4 L
Aukin örvun sympatískra tauga á aðlæga slagæðlinga æðahnoðrans veldur ?
æðasamdrætti og þar með lækkuðum síunarhraða
Hvert eftirtalinna líffæra er líklegast til að hafa háræðar sem er gegndræpar fyrir prótein ? A) heili B) nýru C) hjarta D) lifur E) smáþarmar
D) lifur
Hvort veldur munur í vökvaþrýstingi milli háræðar og millifrumuvökva flutning á vökva út úr eða inn í æð?
út úr æðinni
hvort stuðlar munur í osmótískum þrýstingi milli háræðavökva og millifrumuvökva stuðlar að flutningi vökva inn í eða út úr æð?
inn í æð
í kjölfar blóðmissis má búast við að blóðflæði í nýrum hafi?
minnkað miðað við aðstæður
Þegar einstaklingur stendur snögglega upp úr láréttri stöðu þá? (2)
- Eykst heildarviðnám æðakerfisins
- blóðþrýstingur lækkar
Viðtakar næmir fyrir súrefni eru staðsettir í?
- Carotid body
- Aortic bodies
Hvenær í hjartahring fæst díastóluþrýstingur í aortu?
a) í lok jafnrýmissamdráttar tímabils vinstra slegils
b) um leið og hröð tæming vinstra slegils á sér stað
c) strax áður en P takki fæst á EKG
d) um leið og seinna hjartahljóðið heyrist
e) ekkert er rétt
Hvenær í hjartahring fæst díastóluþrýstingur í aortu?
A) Í lok jafnrýmissamdráttartímabils vinstri slegils (left ventricular isovolumetric contraction period)
B) Um leið og hröð tæming vinstra slegils á sér stað (the phase of rapid ejection)
C) Strax áður en P-takki fæst á EKG
D) Um leið og seinna hjartahljóðið heyrist
E) Ekkert af ofantöldu er rétt
a) í lok jafnrýmissamdráttar tímabils vinstra slegils
því þá er þrýstingurinn í aortunni lægstur! (rétt áður en að slegillinn tæmir í aortuna)
Í einstaklingi mælist hjartsláttartíðnin 100 slög/mín, heildarviðnám meginblóðrásar 20mmHg*min/L, meðalþrýstingur í lungnaslagæðinni 20 mmHG og meðalþrýstingur í aortu 100 mmHg. Ef reiknað er með að þrýstingur í báðum gáttum hjartans sé hverfandi, hvert er útfall hjartans (cardiac output)?
A) 2 L/mín
B) 5 L/mín
C) 10 L/mín
D) 20 L/mín
E) ekki nægilegar upplýsingar til útreiknings
CO=MAP/TRP
100/20=5 = 5L/mín.