Skynjun (heyrn, bragð, lykt) Flashcards
(42 cards)
í enda (apex) kuðungsins (cochlea) eru göng sem tengja utanvessahólfin (perilymph chambers). Þessi göng kallast: A) Helicotrema B) Organ of cortisones C) Scala vestibuli D) Scala media E) tuba ampulla
A) Helicotrema
Hvar er heyrnarbeinin þrjú (hamar, ístað og steðji) staðsett ? A) í miðeyra (middle ear) B) í innra eyra (inner ear) C) í ytra eyra (outer ear) D) í kringlótta glugganum (round window) E) í kuðungnum (cochlea)
A) í miðeyra (middle ear)
sú gerð ljósviðtaka (photoreceptors) sem svara einungis þegar vel er bjart og sér um litaskynjun nefnist A) stafir (rods) B) keilur (cones) C) lithimna (iris) D) sjónhimna (retina) E) sjóndiskur (optic disk)
B) keilur (cones)
í heyrnamælingum vísar mælieiningin Hertz (Hz) til: A) hljóðstyrks B) tíðni hljóðs C) hljómblæs (timbre) D) mótstöðu (resistance) E) allra ofangreindra atriða
B) tíðni hljóðs
Hvað af eftirtöldu telst til hlutverka smábeinanna í miðeyranu ?
A) magna upp titring af völdum hljóðbylgna
B) styrkgreina hljóðbylgjur
C) verja hljóðhimnuna fyrir hávaða (t.d. við byssuskot)
D) tíðnigreina hljóðbylgjur
E) bæði 1 og 3
A) magna upp titring af völdum hljóðbylgna
Blindir einstaklingar sýna sumir hverjir dægurskrið (free run, non-24-hour sleep-wake syndrome). Hver er talin vera líklegasta ástæðan?
A) Þeir gera sér ekki grein fyrir staðartíma þar sem þeir sjá ekki á klukkuna
B) Þeir skynja ekki birtuboð, þar sem sérhæfður birtunemi í auga er óvirkur
C) Þeir hafa ekki krossbrúarkjarna (SCN-kjarna)
D) Þeir hafa ekki heilaköngul (pineal gland)
E) Ekkert af ofantöldu er rétt
B) Þeir skynja ekki birtuboð, þar sem sérhæfður birtunemi í auga er óvirkur
Þegar við erum að horfa á mjög nálægan hlut
a) styttum við augað - gerum það kúptara.
b) lengjum við augað - gerum það ílangara.
c) gerum við augasteininn eins flatan og við getum.
d) gerum við augasteininn eins kúptan og við getum.
e) breytum við lögun hornhimnunnar.
d) gerum við augasteininn eins kúptan og við getum.
Hver eftirfarandi fullyrðinga um bragð- og lyktarskynjun er RÉTT?
a) Jafnmargar lykt- og bragðtegundir greinast hjá manninum.
b) Bæði bragð- og lyktarefni verða að vera á uppleystu formi til að tengjast viðtökum á skynfrumum.
c) Skynnemarnir fyrir lykt og bragð eru eins að uppbyggingu.
d) Boðin frá tungu annars vegar og nefi hins vegar berast upp til heila með sömu tauginni, heilataug I en varpast á ólík skynsvæði.
e) Greiningarhæfni bragðskyns er meiri en lyktarskyns
Hver eftirfarandi fyllyrðinga um bragð og lyktarskyn er rétt?
a) a) Jafnmargar lykt- og bragðtegundir greinast hjá manninum, þannig að bragð á sér alltaf samsvörun við lykt
b) Skynnemarnir fyrir lykt og bragð eru eins að uppbyggingu.
c) Boðin frá tungu annars vegar og nefi hins vegar berast upp til heila með sömu tauginni, heilataug I
d) Bæði bragð- og lyktarefni tengjast skynnemanum beint eða með hjálp próteina en til þess að það gerist verða þau að vera uppleyst í vökva
e) ekkert af ofantöldu er rétt
b) Bæði bragð- og lyktarefni verða að vera á uppleystu formi til að tengjast viðtökum á skynfrumum.d) Bæði bragð- og lyktarefni tengjast skynnemanum beint eða með hjálp próteina en til þess að það gerist verða þau að vera uppleyst í vökva
d) Bæði bragð- og lyktarefni tengjast skynnemanum beint eða með hjálp próteina en til þess að það gerist verða þau að vera uppleyst í vökva
Hvaða fullyrðing um heyrnarskyn er RÖNG?
a) Heyrnarskynbörkur tilheyrir gagnaugablaði (temporal lobe).
b) Tensor tympani og stapedius vöðvar geta haft áhrif á hreyfingu heyrnarbeinanna í miðeyranu.
c) Hárfrumur er skynviðtakafrumurnar sem umbreyta þrýstingsbylgjum í vökva yfir í viðtakaspennur (receptor potential).
d) Við (homo sapiens) heyrum best á tíðnisviðinu 100-400 Hz
e) Ef teygist á „topptengi” (tip link) opnast aflstýrð K+ göng í hárfumu.
d) Við (homo sapiens) heyrum best á tíðnisviðinu 100-400 Hz
Í frumuhimnu sjónskynnema eru natríumgöng sem eru venjulega________ í hvíld (í myrkri) og hvíldarspennan sýnir __________ miðað við aðrar taugafrumur
a) opin; yfirskautun
b) lokuð; yfirskautun
c) opin; afskautun
d) lokuð; afskautun
e) óvirk; venjuleg gildi
c) opin; afskautun
Skynþræðir vöðvaspólu (muscle spindle) mynda taugamót við…
a) sinaspólur (Golgi tendon organs)
b) gamma hreyfitaugunga (gamma motor neurons)
c) alfa hreyfitaugunga (alpha motor neurons)
d) liðnema (joint receptors)
e) Ekkert af ofangreindu er rétt
b) gamma hreyfitaugunga (gamma motor neurons)
Hvað af eftirtöldu er rétt varðandi lyktarskyn?
a) Skyntaugafrumur ganga beint til stúku (thalamus) og tengjast 3°skyntaugaþráðum sem liggja upp í heilabörkinn (cortex).
b) Sími lyktarskynfrumnanna fer í gegnum hauskúpuna og endar í lyktarklumbu (olfactory bulb).
c) Lyktarskynfrumur endurnýja sig ekki eftir að fullorðinsárum er náð.
d) Lyktarskynfrumur hafa bifhár sem ekki geta hreyfst.
e) Aðeins 5 gerðir af lyktarviðtökum eru þekktir.
b) Sími lyktarskynfrumnanna fer í gegnum hauskúpuna og endar í lyktarklumbu (olfactory bulb).
Í miðjudæld (central fovea) augans er sjónin skörpust, afþví að
a) Þar er mestur þéttleiki skynnema af báðum gerðum, stöfum og keilum.
b) Þar eru einungis keilur, sem hver um sig tengist einni tvískauta (bipolar) frumu sem tengjast síðan einni hnoðfrumu (ganglion-frumu).
c) Ljós fellur óhindrað á þann hluta sjónhimnunnar.
d) Skynnemar þar losa örvandi taugaboðefni milliliðalaust, beint á hnoðfrumur.
e) Aðeins þar gætir ekki áhrifa frá blinda blettinum sem jafnan truflar sjónsviðið.
b) Þar eru einungis keilur, sem hver um sig tengist einni tvískauta (bipolar) frumu sem tengjast síðan einni hnoðfrumu (ganglion-frumu).
Meðfylgjandi mynd sýnir hárfrumur Corti líffærisins í kuðungsrás (cochlear duct) innra eyra. Hver eftirfarandi fullyrðing er rétt ?
a) Þegar hljóðbylgjur valda sveiflum á kuðungsrás rekast hárin (stereocilia) í svokallaða stöðusteina (otolitha) sem liggja í þekjuhimnunni (tectorical membrane) og sveigjast til og frá.
b) Hárfrumur eru eingöngu þekktar sem heyrnaskynnemar.
c) Í kuðungsrásarvökvanum (endolymph) er kalíumstyrkur hærri en gengur og gerist í millifrumuvökva í líkamanum og þess vegna flæðir kalíum inn í frumuna og himnuspenna lækkar.
d) Bæði kalíum- og kalsíumgöngin sem sýnd eru á myndinni eru spennustýrð (voltage-dependent).
e) Bæði a) og c) er rétt.
c) Í kuðungsrásarvökvanum (endolymph) er kalíumstyrkur hærri en gengur og gerist í millifrumuvökva í líkamanum og þess vegna flæðir kalíum inn í frumuna og himnuspenna lækkar
Skemmd í miðjugróf (central fovea) augans hefði áhrif á hæfileika okkar til að…
a) Greina liti.
b) Stjórna ljósmagni sem fellur á sjónu (retina).
c) Sjá í svart-hvítu.
d) Fá mynd sem skarpasta (fókusera).
e) Brjóta niður litarefnin.
d) Fá mynd sem skarpasta (fókusera).
Hvað er óvenjulegt við frumuhimnu ljósnema (photoreceptors) í hvíld ?
a) Ljósnemar hafa enga hvíldarspennu (resting potential).
b) Jónagöng fyrir katjónir eru venjulega opin.
c) Hún er ekki gegndræp (permeable) fyrir Na+ -jónum.
d) Hún er ekki gegndræp fyrir Ca++ -jónum.
e) Það eru engin flutningaprótín fyrir Na+ og/eða K+.
b) Jónagöng fyrir katjónir eru venjulega opin.
Þegar ljós fellur á auga
a) Lækkar himnuspennan í ljósnemum (photoreceptors) og losun boðefnisins glutamate eykst.
b) Hækkar himnuspenna í ljósnemum (photoreceptors) og losun boðefnisins glutamate minnkar.
c) Örvast bipolar frumur first og þær hafa síðan áhrif á ljósnemana, stafi og keilur.
d) Losnar orka sem nýtist til að tengja saman retinal og opsin í viðtökunum og við það losnar boðefni úr ljósnemunum.
e) Ekkert af ofantöldu er rétt.
b) Hækkar himnuspenna í ljósnemum (photoreceptors) og losun boðefnisins glutamate minnkar.
Hver eftirfarandi fullyrðinga sem tengist greiningu á hljóðstyrk í heilbrigðu eyra er EKKI rétt.
a) Sterkt hljóð eykur sveifluna á himnum í kuðunginum, þ.á.m. grunnhimnunni (basilar membrane)
b) Sterkt hljóð veldur meiri örvin hárfrumu og við það eykst boðspennutíðni í tiltekinni skyntaugafrumu.
c) Sterkt hljoð veldur örvin fleiri hárfruma sem veldur þvi að fleiri skyntaugarfumur senda boð til heilabarkar.
d) Styrkur hátíðnihljóðs sem fellur fyrr á vinstra eyra miðað við það hægra er ekki sá sami.
e) Hljóð með háum styrk veldur hreyfingu á grunnhimnunni (basilar membrane) næst miðeyra heldur en hljóð með lágum styrk fjarri miðeyra.
e) Hljóð með háum styrk veldur hreyfingu á grunnhimnunni (basilar membrane) næst miðeyra heldur en hljóð með lágum styrk fjarri miðeyra.
Skemmd á heilataug númer I veldur…
a) truflun í heyrn
b) truflun í lyktarskyni
c) truflun í bragðskyni
d) truflun í sjón
e) bæði a og c
b) truflun í lyktarskyni
Ljósnemar(photoreceptors) sjónhimnu augans…
a) eru ljósnæmar stofrumur(glial cells)
b) sýna afskautun himnuspennu(lækkun himnuspennu) við ljós
c) sýna yfirskautun(hækkun himnuspennu) við ljós
d) losa hamlandi(inhibitory) boðefni
e) eru mest gegndræpar fyrir K+ í rökkri
c) sýna yfirskautun(hækkun himnuspennu) við ljós
Á meðan á myrkuraðlögun augans stendur
a) Myndast litarefni í sjónfrumum á ný
b) Brotnar rhodopsin hraa niður
c) Er örvun á keilur sem næmar eru fyrir gráu ljósi meiri en á keilu sem næmar eru fyrir ljósi í öðrum litum
d) Minnkar hömlun bipolar frumna
a) Myndast litarefni í sjónfrumum á ný
Í auganu berast boðin um nokkrar frumgerðir á leið sinni til heila. Hver eftirtalinna möguleika sýnir rétta boðleið?
a) Bipolar frumur - Hnoðafrumur - Stafir
b) Hnoðafrumur - Bipolar frumur – Stafir
c) Stafir - Bipolar frumur –Hnoðafrumur
d) Stafir - Hnoðafrumur - Bipolar frumur
c) Stafir - Bipolar frumur –Hnoðafrumur
Hvað af eftirtöldu telst til hlutverka smábeinanna í miðeyranu?
a) Magna upp titring af völdum hljóðbylgna
b) Styrkgreina hljóðbylgjur
c) Verja hljóðhimnuna fyrir hávaða (t.d við byssuskot)
d) Tíðnigreina hljóðbylgjur
e) Bæði a og c
a) Magna upp titring af völdum hljóðbylgna
Augað hefur þann eiginleika að geta numið ljós með breytilegu birtumagni (mjög bjart vs rökkur). Hvað af eftirtöldu kemur þar við sögu?
a) Breytingar á stærð ljósopsins
b) Bleiking litarefnanna (photopigment bleaching)
c) Mismunandi næmi bipolar fruma
d) A,b og c er rétt
e) Einungis a og b
e) Einungis a og b