Hluti 1 Flashcards
(42 cards)
Hvað er velferðarkerfi?
Kerfi sem snýst um millifærslu gæða frá ríki til borgara í formi þjónustu og fjárstuðnings. Samanstendur af undirkerfum eins og menntun, heilbrigðisþjónustu og almannatryggingum
Hver eru helstu undirkerfi velferðarkerfisins?
Menntakerfi, heilbrigðiskerfi, húsnæðiskerfi, félagsmálakerfi (þar með talið almannatryggingar og barnabætur), dómskerfi að hluta
Hver var tilgangur fátækralaga Englands 1601?
Að koma á samræmdu skipulagi fátækrastyrkja og setja réttindi og skyldur fyrir fátækraaðstoð í fyrsta sinn fyrir heila þjóð.
Hvað voru „work-houses“?
Stofnanir þar sem vinnufærir fátæklingar voru neyddir til vinnu sem skilyrði fyrir hjálp. Hlutverk: refsing og agi.
Hvað segir Grágás um ábyrgð á ómögum?
Að hver maður skuli framfæra sína nánustu: fyrst móður, svo föður, börn, erfingja og svo leysingja – samfélagsleg samhjálp.
Hvað er sveitfesti?
Regla um að styrkþegi ætti rétt á aðstoð aðeins í því sveitarfélagi sem hann hafði átt lögheimili í tiltekinn tíma (t.d. 5 eða 10 ár).
Hver voru helstu skilamálae fátækralaga 1935?
Réttur til framfærslustyrks vegna fátæktar, vanheilsu o.fl. En einnig möguleg refsing fyrir óhlýðni – fangelsi eða nauðungarvinna.
Hver sagði: „Vinnuaflið er það eina sem verkamenn eiga“?
Jón Blöndal (1942) – MUNA að hann lýsti félagslegum vanda iðnbyltingarinnar og upphafs velferðarkerfa.
Hvaða breyting varð á lögum 1905?
Bannað að bjóða niðursetninga upp, gifta mátti styrkþega ef þeir höfðu ekki þegið aðstoð í 5 ár, en sveitfesti hélst (10 ár).
Hvað gerðist í þróun félags- og velferðarþjónustu ískands á 20. öld?
Þjónustan færðist frá góðgerðarfélögum til sveitarfélaga og ríkis. Mikil aukning á síðari hluta aldarinnar.
Hvenær hófust fyrstu formlegu dagvistunarúrræði á Íslandi?
Á þriðja áratug 20. aldar – af verkalýðsfélögum og góðgerðarsamtökum (t.d. Sumargjöf). 1920-1929
Hvað einkenndi dagvistunarlögin 1973?
Sett með það að markmiði að efla dagvistun fyrir börn – með áherslu á aðstoð við konur á vinnumarkaði og menntun barna.
Hvers vegna var aðgengi að leikskólum ójafnt á Íslandi á tíunda áratugnum?
Fjárhagur sveitarfélaga, skortur á húsnæði og menntuðu starfsfólki hindraði aðgang sums staðar.
Hvernig mótaðist íslenska almannatryggingakerfið?
Með blöndu af norrænum og breskum fyrirmyndum – aðlagað að íslenskum aðstæðum.
Hvað einkennir íslenska leið í velferðarmálum?
Smæð þjóðfélagsins, sterk ábyrgð sveitarfélaga og rík áhersla á sambland opinberrar þjónustu og einkaaðila.
Hver var þróun bótakerfisins 1988–2008?
Fjárhæðir bóta hækkuðu, en raunvirði þeirra hélst ekki alltaf í takt við laun og verðbólgu. Sum réttindi voru skert. eeennn Sumum bótaflokkum var breytt eða þeim var skert, og aðgengi varð erfiðara fyrir ákveðna hópa.
Hvers vegna fjölgaði lífeyrisþegum á Íslandi 1988–2008?
Vegna hækkandi lífaldurs og breytinga á aldurssamsetningu samfélagsins. meira gamalt fólk vs ungtr
Hver eru helstu markmið velferðarkerfis?
Tryggja grunnframfærslu, minnka skort, dreifa áhættu og tryggja félagslegt öryggi með almannatryggingum og þjónustu.
Hver er helsti munur á Bismarck og Beveridge kerfum?
Bismarck: Réttindi eftir greiðslum (atvinnumiðað).
Beveridge: Algild réttindi fyrir alla borgara, óháð greiðslum.
Hvenær kom Beveridge-skýrslan út og hvað fól hún í sér?
- Lagði grunn að breska velferðarkerfinu. Áhersla á algild réttindi og að útrýma skorti. Skýrslan var mjög áhrifamikil.
muna beveridge er breska því beverage er te
Hverjir eru fimm þroskaskeið almannatrygginga samkvæmt Stefáni Ólafssyni?
Uppruni (1880–1914)
Milli heimsstyrjalda
Eftir seinni heimsstyrjöld
Útþensla (1950–1975)
Endurskoðun (1980–2000)
Hvað einkennir tímabilið eftir 2000 í velferðarmálum?
Félagsleg fjárfesting, heimsmarkmið, áhrif umhverfisbreytinga og alþjóðavæðingar, áskoranir heimsfaraldra.
Þarfagreindar fjárhagsaðstoðir?
Aðstoð sem er veitt byggt á þörfum einstaklinga, t.d. fjárhag og fjölskyldustærð. Oft veitt af sveitarfélögum.
Hvaða lönd hafa mótað mestar fyrirmyndir velferðarkerfa?
Þýskaland (Bismarck) og Bretland (Beveridge). Þau lögðu grunn að tveimur ólíkum línum: iðgjaldatengdu kerfi og algildu réttindakerfi.