Hluti 2 fátækt Flashcards
(31 cards)
Hvað er strúktúrel fátækt
Fátækt sem afleiðing af samfélagslegum og efnahagslegum kerfum, ekki bara einstaklingsbundinni ábyrgð.
Hvað er kúltúr fátæktar (culture of poverty)
Sú hugmynd að fátækt viðhaldist vegna viðhorfa, venja og lífsstíls sem þróast meðal fátækra – oft gagnrýnd hugmynd.
Hverjir eru líklegastir til að búa við fátækt á Íslandi skv. skýrslunni?
Einstæðir foreldrar, fólk með örorku, innflytjendur, börn og ungt fólk.
Hvað mælir lágtekjuhlutfall? Muna!!
Hlutfall einstaklinga sem búa við tekjur undir 60% eða 70% af miðgildi ráðstöfunartekna.
Hver er samfélagslegur kostnaður fátæktar?
Kostnaður sem fellur á samfélagið vegna lakari heilsu, minni menntunar og lægri atvinnuþátttöku fólks í fátækt.
Hvað felst í skorti á efnislegum gæðum?
Að einstaklingar hafi ekki efni á nauðsynjum eins og lyfjum, heilbrigðisþjónustu, viðeigandi fatnaði eða félagslegri þátttöku.
Hvernig getur fátækt viðhaldist á milli kynslóða?
Fátæk börn fá síður jöfn tækifæri, búa við lakari lífsskilyrði og eru líklegri til að verða fátækir fullorðnir – þetta kallast millikynslóða fátækt.
Hver er helsti munurinn á fræðilegri og stjórnmálalegri nálgun á fátækt?
Fræðin leitast við að útskýra orsakir fátæktar á gagnrýninn hátt, á meðan stjórnmál fela oft í sér siðferðilegar skilgreiningar á hver á skilið stuðning.
Hvað eru efnislegar afleiðingar fátæktar?
Skortur á nauðsynjum eins og húsnæði, mat, lyfjum, fatnaði, skólagögnum o.fl.
Hvað eru algild og afstæð fátækt? MUNA!!!
Algild fátækt: Skortur á grundvallarþörfum, óháð tíma og stað.
Afstæð fátækt: Skilgreinist miðað við lífskjör í samfélaginu sem fólk býr í.
Hvað eru bjargir í skilningi fátæktar?
Allt sem veitir fólki lífsgæði: tekjur, eignir, félagsleg net, heilsa, tími o.fl.
Fátækt = skortur sem stafar af ónógum björgum.
Hvernig mælum við fátækt
Með því að finna miðgildi ráðstöfunartekna og reikna 60% af því. Fólk fyrir neðan þau mörk telst undir lágtekjumörkum.
Hvað er viðvarandi fátækt?
Að vera undir lágtekjumörkum 3 eða fleiri ár af 5 – bendir til langvarandi skorts.
Hvað er skortsmæling (e. material & social deprivation)?
Mælir hvort fólk á ekki efni á nauðsynjum. Verulegur skortur = skortur á ≥ 7 af 13 atriðum.
Hvað eru fastar fátæktarmælingar?
Lágtekjumörk sem byggja á verðlagi tiltekins árs – til að tryggja samanburð yfir tíma.
Hvað er félagsleg útilokun?
Þegar fólk getur ekki tekið þátt í efnahagslífi, menningu eða stjórnmálum samfélagsins – oft afleiðing skorts.
Hvað felst í mælingu á „í hættu á fátækt og félagslegri útilokun“
Undir lágtekjumörkum, verulegur skortur + búseta á vinnulitlu heimili.
Hvað er getunálgunin?
Fátækt mælist út frá getu fólks til að nýta bjargir – ekki bara hvað það hefur heldur hvað það getur gert með það.
Hvað er dýpt fátæktar (e. poverty gap)?
Hversu langt neðan lágtekjumarka viðkomandi er – mælir alvarleika fátæktar.
ólíkindavísitölur?
Mælikvarði á hversu aðgreindur hópur er í búsetu miðað við aðra – notað til að skoða félagslega aðgreiningu.
Hvað eru ráðstöfunartekjur?
Tekjur eftir skatt og opinber gjöld – það sem einstaklingur hefur í raun til að lifa af.
Hver er munurinn á algildri og afstæðri fátækt?
Algild: Skortur á nauðsynjum óháð stað og stund.
Afstæð: Fólk telst fátækt ef það hefur minna en aðrir í sínu samfélagi.
Hvað eru félagslegar bjargir?
Net vina, fjölskyldu, stuðningsaðila og tengsla sem veita hjálp, upplýsingar og öryggi.
Hvað eru efnislegar bjargir?
Tekjur, eignir, húsnæði, matur – það sem þarf til að uppfylla grunnþarfir.