Kafli 12: Þroski Flashcards
(29 cards)
Þroskasálfræði (Developmental Psychology)
Þroski = breytingar með aldri
Líffræðilegar: vöxtur, þroski líkamans
Sálfræðilegar/hugrænar: hvernig hegðun okkar breytist
Allur þroski byggist á samspil erfða og umhverfis (nature vs nurture)
Hvað breytist - hvað helst stöðugt? (stability vs change)
Samfelldur eða í stökkum (continuity vs disconuity)
Kjörtímabil (Critical period)
Réttur aldur eða tímabil fyrir tiltekinn þroska
Næmisskeið (Sensitive period)
Heppilegasti aldur eða tímabil fyrir tiltekinn þroska (getur þó heppnast á öðrum tíma)
5 Rannsóknaraðferðir (Research strategies)
Þversnið (cross-sectional design):
Ber saman mismunandi hópa á einum tíma
Langtímasnið (longitudinal design):
Athugar hóp yfir lengri tíma
Raðsnið (sequential design):
Sameinar langtíma- og þversniðsnálgun
Örsniðsaðferðir (microgenetic design):
Langtímasnið með áherslu á einstaklingsmun fremur en meðaltöl
Árangaáhrif (cohort effects):
Áhrif vegna tíðaranda/kynslóðir frekar en vegna aldurs eða þroska
Þroski Barns í Móðurkviði
- Kímstig (germinal):
0-14 fyrstu dagarnir
Kímblaðra skiptist í innri og ytri frumumassa - Fósturvísisstig (embryonic):
Frá 3 viku þegar egg tekur sér bólfestu í leginu (hreiðrun) og endar ca 9 viku
Líffæri byrja að taka á sig mynd
Hjarta, taugakerfi, mótun andlits - Fósturskeið (fetal stage):
Frá 9 viku þar til barnið kemur í heiminn
Hvenær er fóstrið lífvænlegt (age of viability)
Barn getur lifað utan móðukviðar frá 24-25 viku (ca 6 mán frá getnaði)
Lungu óþroskup, þurfa aðstoð (súrefniskassi)
Kyn Fósturs
Litningar (chromosome):
Í þeim eru DNA “snúrur”, í þeim eru gen (stjórnar t.d háralit)
Allar frumur líkamans (nema sæði og egg) hafa 46 litninga í 23 pörum
Kynfrumur hafa aðeins 23 einfalda litninga
Við frjóvgun sameinast sæði og egg og 23 pör litninga verða til - afkvæmi fær helming gena frá hvoru foreldri
23ja parið kallast kynlitningapar og ákvarðar kyn barnsins
XY (strákur) eða XX (stelpa)
Sæðisfruman ræður kyninu
Fósturskaðar (Teratogens)
Umhverfisþættir sem geta skaðað fóstrið
Sjúkdómar: rauðir hundar, sykursýki, kynsjúkdómar
Eitranir: blý, kvikasilfur, geislun
Lyf og fíkniefni: áfengi, tóbak
Aðrir áhættuþættir:
Blóðtegund barns & móður falla ekki saman (rhesus ójafnvægi), offita/næringarskortur, streita/þunglyndi, aldur móður
Reykingar á meðgöngu- aukin hætta á:
Fósturláti, fyrirburafæðingu, lágri fæðingarþyngd, ADHD & ýmsum þroskavanda, vöggudauða, viðkvæm lungu, barnið fær frekar kvef & eyrnabólgur, astma
Áfengisheilkenni fósturs (fetal alchohol syndrome):
Áhrif drykkju móður á meðgöngu
Ákveðið andlitsfall, galli á útlimum, andliti, hjarta
Lágri greind, þroskahömlun
Meðfædd Viðbrögð (reflexes) & Nám (learning)
Leitarviðbragð (rooting reflex):
Við snertingu kinn snýr barnið sér í átt að snertingunni og opnar munninn
Sogviðbragð (sucking reflex):
Barnið sýgur alla hluti sem það fær í munninn
Einföld Skilyrðing (Classical conditioning):
Tónn (CS) & blása á auga (US) - blinka (CR) þegar bara tónn (CS)
Virk Skilyrðing (Operant conditioning):
Geta látið hluti gerast
Viðvani (Habituation):
Minnka viðbrögð við endurtekin, óógnanleg áreiti
Skynjun Nýbura
Sjón vanþroskuð:
Mjög nærsýn, sýna andlitum áhuga & mynstri
Bragðskyn
Lyktaskyn
Snertiskyn
Heyrn vel þroskuð:
Heyra í móðukviði, þekkja rödd móður sinnar, veita mannsröddum athygli
Áhugi á andlitum:
Meðfædd tilhneiging
Athygli & áhugi þroskast snemma
2 Lögmál um Líkamsþroska Ungbarna
Ársgamalt hefur barnið þrefaldað fæðingarþyngd sína
& hækkað um helming 50%
Cephalocaudal (Haus-dauslægt lögmál) Cephalocaudal Trajectory):
Efri hluti líkamans þroskast á undan neðri hlutanum
Geta lyft höfðinu á undan neðri hluta líkamans þar sem hálsvöðvarnir þroskast fyrst
Mið-útlægt lögmál (Proximodistal Trajectory):
Líkamsþroskinn breiðist frá miðjum líkamanum út í útlimi
Geta hreyft stóru útlimina á undan fingrum & tám
Stórar hreyfingar á undan þeim sérhæfðari
Þroski Heilans
“Frumstæðari” (svipaðir og dýrum) hlutar heilans þroskast - Afturheili (Hindbrain; Heilastofn/Brain stem, Mænukylfa/Medulla, Brú/Pons & Litli Heili/Cerebellum)
Þróaðri hlutar eins & Framheilabörkur (Prefrontal cortex) í Ennisblaði (Frontal lobes) þroskast síðast
6 mán: 1/2 af endanlegri stærð
Taugabrautum fjölgar hratt:
Ný taugamót (synapse) & Mýelinslíður (fitulag um taugasíma/axon) þroskast fram á unglingsár
Sérhæfing Heilahvelanna (Hemispheres)
Mótun Heilans & Áhrif Umhverfis
Heilinn er vöðvi, getur þjálfast, styrkist með örvun
Umhverfi barnsins & örvun hefur áhrif á þroska heilans:
Í frumbernsku mótast heilinn af þeim áreitum sem hann verður fyrir: sjón, hljóð, lykt, snertingu, tungumáli + augnsambandi
Heili barna sem alast upp við deyfð & takmörkuð áreiti er óvirkari en hin sem alast upp við örvun (depressed brain activity)
Vísbendingar um sveigjanleika:
Vinna má upp örvunarskort
Ný svæði taka við af þeim sem bila
Erfðir & Umhverfi
Umhverfis - og menningarþættir:
Mataræði, örvun: þroskatækifæri, snerting, reynsla
3 meginreglur:
Arfbundnir þættir takmarka umhverfisáhrif
Umhverfið getur þó breytt mjög miklu
Arfbundnir þættir, líffræðilegir & umhverfirsþættir spila saman
Vitþroskakenning Piagets (Piaget’s Stage Model)
Skema (Schema):
Mynstur hugsana & athafna
Spjaldskrá
Samlögun (Assimilation):
Barnið laga nýjar upplýsingar að þeim skemum sem fyrir eru
Hundur - skemað nær yfir öll svipuð dýr
Aðhæfing (Accommodation):
Ójafnvægi (disqulibrium) milli gömul skemu & ný reynsla
Gamla skemað dugar ekki lengur
Nýtt skema búið til eða gömlu breytt svo að nýja fyrirbærið passi þar inn
Köttur - ekki hundur - nýtt skema fyrir kött
4 Vitþroskastig Piagets (Piaget’s Stage Model)
- Skynhreyfistig (Sensimotor stage)
0-2 ár
Skynjun barnsins í aðalhlutverki, þreifar, skoðar
Hlutfesti þroskast (object permanence):
Að átta sig á að hlutur er enþá til þótt hann sé ekki sýnilegur
Orð til að lýsa hlutum/tilfinningum
4 Vitþroskastig Piagets (Piaget’s Stage Model)
- Foraðgerðastig (Pre-operational stage)
2-7 ár
Táknbundin hugsun festir rætur, málið yfirtekur hugsunina
Tímaskyn þroskast, nú/þá
Skilningur á varðveislu ekki kominn
Einmiðuð hugsun
Töfratrú (animism) - hlutum ætlað líf
Sjálflægni (egocentrism):
Barnið getur ekki séð hlutina frá öðrum sjónarhóli en sínum eigin
- Þriggjafjallaþrautin (the three-mountain problem):
Varðveisla (conservation):
Þótt barnið fylgist með ferlinu frá a til b heldur það samt að það sé meiri vökvi í háa glasinu en hinu
4 Vitþroskastig Piagets (Piaget’s Stage Model)
- Hlutbundnar Aðgerðir (Concrete operational stage)
7-12 ár
Aðgerðahugsun
Sjálflægni minnkar
Aðleidd rökhugsun (inductive reasoning/bottom-up):
- Skynja áreiti og túlka það
Hlutbundin hugsun (stóll, borð)
Geta fylgt ferli í báðar áttir (reversability)
4 Vitþroskastig Piagets (Piaget’s Stage Model)
- Formlegar aðgerðir (Formal operational stage)
12-16 ár
Óhlutbundin (abstract) rökhugsun
Hugsun kerfisbundnari, rökfræði, skipulagðari
Prófa tilgátur í huganum
Afleidd rökhugsun (deductive reasoning/top down):
- Nota fyrri reynslu & þekkingu til að túlka áreiti
Mat á Kenningum Piagets
Ferli vitþroskans er eins á öllum menningarsvæðum:
- En menningin hefur áhrif á vitþroskann
Börn þróa hæfni á ýmsum sviðum fyrr en Piaget taldi
Stigskipting Piagets of stíf & ósveigjanleg - ferlið er flóknara & sveigjanlegra
Barnið er virkt í að leita sér þekkingar
Lýsingar hans á hugsun barna mjög góðar:
- Gefur góða mynd af hugrænum ferlum
Kenning Vygotskys
Svæði Mögulegs Þroska (Zone of Proximal Development, ZPD)
Barn ræður við neðri mörk
Barn þar aðstoð & leiðsögn til að ráða við efri mörk
Barn getur ekki öðlast þekkingu utan þessa svæðis
Finna þar sem barn lærir og þroskast - verkefni má ekki vera of erfitt/létt
Sjálfstal:
Túngumálið mikilvægt til að leysa þrautir & fylgjast með eigin hegðun
Úrvinnsla Þekkingar (Information processing)
Aðferðir til að afla sér þekkingar & vinna úr henni batna með auknum þroska
Halda athygli lengur (attention span):
- Betri einbeiting
- Þroski viljastýrðrar athygli (voluntary attention)
- Truflast minna af því sem skiptir ekki máli
Skipulag-samhæfing-athylgisstýring:
- Allar aðgerðir verða hraðari
Þekking á eigin hugarstarfsemi eykst (metacognition)
Þróun Vinnsluminnis
Pláss á “vinnuborðinu” - magn tiltækra upplýsinga
Hraði & minnisrými eykst með aldri & reynslu
Málþroski hjálpar við flokkun & geymslu
Þekking á eigin hugarstarfsemi eykst (metacognition)
Hugarkenningin (Theory of Mind)
Hugmyndir barnsins um hugann & geta til að skilja hugsanir eigin & annara:
Þróast frá 3-4 ára aldur
Sumir á einhverfurófi ekki færir um, dúkka Sally-Anne Task
Skilja “false beliefs”, að aðrir geta haft rangt fyrir sér:
Frá 4 ára
Þó þau viti eitthvað er ekki víst að allir aðrir viti það líka
Smám saman skilja þau að skoðanir/trú byggist á túlkun hvers og eins
Skilja hugmyndir & hugsanir annarra (people’s dispositions):
7 ára
Kynþroski (Puberty)
Líffræðilegt
Örar líkamsbreytingar: stækka, þyngjast, líkamslögun
Stúlkur þroskast fyrr
Fyrsta (kynfærin) & annars stigs breytingar