Lokapróf 2020 Flashcards
100g af vöru inniheldur 8g af fitu, 9g af proteinum og 6 grömm af kolvetnum. Hvað gefa 80 grömm af vörunni margar hitaeiningar? (niðurstöður eru rúnaðar af heilum hitaeiningum )
a) 130 kkal
b) 108 kkal
c) 106 kkal
d) 132 kkal
c) 106 kkal
- 8x9 + 9x4 + 6x4 = 132 kkal í 100 g
- 132 x 0,80 = 105,6 => 106 kkal í 80 g
100 g af vöru inniheldur 4g af fitu, 5g af proteinum og 4g af kolvetnum. Hvað gefa 80g af vörunni margar hitaeiningar? (niðurstöður eru rúnaðar af að heilum hitaeiningum)
a) 58 kkal
b) 50 kkal
c) 72 kkal
d) 130 kkal
a) 58 kkal
- 4x9 + 5x4 + 4x4 = 72 kkal í 100g
- 72 x 0,80 = 57,6 => 58 kkal í 80g
100 g af vöru inniheldur 4g af fitu, 5g af proteinum og 4g af kolvetnum. Hvert er hlutfallslegt framlag fitu af heildarorkuinnihaldi vörunnar?
a) 50%
b) 28%
c) 31%
d) 55%
a) 50%
- 72 kkal í 100g
- Fita 4x9 = 36 kkal í 100g
- 36/72 = 0,5 x 100 = 50%
100g af vöru inniheldur 20g af fitu, 5g af proteinum og 9g af kolvetnum. Hvert er hlutfallslegt framlag fitu af heildarorkuinnihaldi vörunnar?
a) 50%
b) 55%
c) 89%
d) 76%
d) 76%
- 236 kkal í 100g
- fita 20x9 = 180 kkal í 100g
- 180 / 236 = 0,76 x 100 = 76%
Áætlið heildarorkuþörf fyrir karlmann út frá eftirfarandi upplýsingum: Hæð 185cm, Þyngd 77kg, Aldur 25 ára, PAL 1,6.
Grunnþörf karlmenn = 66 + 13,7 Þ + 5,0 H – 6,8 A
Þ= þyngd í kg, H = hæð í cm, A = aldur í árum
a) 1876 kkal/dag
b) 3564 kkal/dag
c) 3302 kkal/dag
d) 3001 kkal/dag
c) 3302 kkal/dag
Heildarorkuþörf = grunnþörf x PAL x hitaáhrif næringar (1,1)
- Grunnþörf = 66 + 13,7 x 77 + 5,0 x 185 - 6,8 x 25 = 1875,9
- Heildarorkuþörf = 1875,9 x 1,6 x 1,1 = 3301,58 => 3302 kkal/dag
Hvert af eftirfarandi vítamínum eru flokkuð sem B-vítamín?
a) B17-vítamín, PABA og þiamín
b) PABA, níasín og pantóþensýra
c) Ríbóflavín, biotín og pergamentsýra
d) Níasín, ríbóflavín og þíamín
d) Níasín, Ríbóflavín og þíamín
Beri-beri er sjúkdómur sem tengist skorti á
a) Níasíni (B3)
b) Ríbóflavín (B2)
c) Þíamíni (B1)
d) Kóbalamíni (B12)
c) Þíamíni (B1)
Hversu stórt hlutfall af járni frásogast í smáþörmum manna undir venjulegum kringumstæðum á blönduðu fæði (Bæði úr jurta- og dýraríkinu)?
a) 50-60%
b) 90-95%
c) 2-5%
d) 10-15%
d) 10-15%
Hvers vegna eru grænkerar (vegan) í áhættuhóp fyrir að skorta B12 vítamín?
a) Hátt trefjainnihald grænkerafæðis orsakar að minna magn vítamínsins er geymt í lifur
b) Hátt trefjainnihald grænkerafæðis orsakar aukinn útskilað af vítamíninu
c) Grænkerafæði hindrar frásog á vítamíninu
d) Grænkerafæði inniheldur ekki nægjanlegt magn af vítamíninu
d) Grænkerafæði inniheldur ekki nægjanlegt magn af vítamíninu
Hvaða vítamín er hluti af Coensím-A
a) Ríbóflavín
b) Fólasín
c) Bíótín
d) Pantóþensýra
d) Pantóþensýra
Skortseinkenni geta komið fram eftir aðeins 10 daga á ófullnægjandi fæði og lýsa sér í vöðvaslappleika, minnkaðri matarlyst og jafnvel taugalömun. Við hvaða vítamí á þessi lýsing?
a) Ríbóflavín (B2)
b) Þíamín (B1) – beri beri
c) Kóbalamín (B12)
d) Níasín (B2)
b) Þíamín (B1) - beri beri
þessi vítamín eiga það sameiginlegt að vera mikilvæg fyrir eðlilega blóðmyndun
a) Fólsýra, B6 og þíamín
b) B12, þíamín og fólsýra
c) Þíamín, B6 og ríbóflavín
d) B6, fólsýra og B12
d) B6, fólsýra og B12
Skorti K-vítamín í fæðuna getur það myndast í líkamanum
a) Úr beta-karóteni
b) Úr k-forvítamíni
c) Með aðstoð sólarljóss
d) Með aðstoð baktería í þörmum
d) Með aðstoð baktería í þörmum
Skortur á hvaða vítamíni hægir a myndun proteinsins sem eykur upptöku kalks í þörmum ?
a) D vítamíni
b) K vítamíni
c) A vítamíni
d) E vítamíni
a) D-vítamíni
Hvert af eftirtöldu á ekki við um fosfór (P)?
a) Mikilvægur hluti próteina
b) Er mikilvægur hluti af erfðaefni
c) Eitt helsta steinefni í beinum
d) Mikið í unnum matvælum
d) mikið í unnum matvælum
Hvað af eftirfarandi á við um fituleysanleg vítamín?
a) Þau eru flest mynduð af bakteríum í þörmunum
b) Skorteinkenni koma ekki fram fyrr en eftir mörg ár á ófullnægjandi fæði
c) Umframmagni er skilað út um nýrun
d) Hætta á eitrun er meiri fyrir E- og K-vítamín en hin fituleysanlegu vítamínin
b) skortseinkenni koma ekki fram fyrr en eftir mörg ár á ófullnægjandi fæði
Hvert af eftirfarandi fullyrðingum er RÖNG varðandi vítamín?
a) Vítamín eru lífsnauðsynleg lífræn efni úr fæðu sem nauðsynleg eru í litlu mgni fyrir eðlileg efnaskipti og starfsemi líkamans
b) Matreiðsla og hiti geta skemmt/eyðilagt vítamín
c) Sumir einstaklingar hafa gagn af því að nota vítamín sem bætiefni, ef þeir fá ekki nóg með fæðu
d) Vítamín eru lífsnauðsynleg ólífræn efni úr fæðu sem nauðsynleg eru í miklu magni á hverjum degi
d) Vítamín eru lífsnauðsynleg ólífræn efni úr fæðu sem nauðsynleg eru í miklu magni á hverjum degi
Ráðlagður dagskammtur af D-vítamíni fyrir eldra fólk en sjötugt er
a) 15 ug á dag
b) 20 ug á dag
c) 20 mg á dag
d) 1000 AE á dag
b) 20 ug á dag
Hvert af eftirtöldu bætir nýtingu kalks úr fæðu?
a) C-vítamín
b) Laktósi
c) Fýtín sýra
d) Trefjar
b) Laktósi
Eftir því sem best er vitað er A-vítamín ekki mikilvægt fyrir
a) Blóðstorkun
b) Myndun sjónlitarefnis
c) Vöxt beina og tanna
d) Viðhald slímhimna
a) Blóðstorknun
Hvað borðar meðal Íslendingurinn mikið af trefjum samkvæmt síðustu Landskönnun frá 2010/11
a) 3 g/dag
b) 20 g/dag
c) 17 g/dag
d) 25-35 g/dag
c) 17 g/dag
Karóteinóíð er að finna í mestu magni í
a) Mjólkurvörum, kjöti, fiski og örðum próteinríkum afurðum
b) Kornvörum, baunum, hnetum og fræjum
c) Gulrótum, rauðri papriku, sætum kartöflum, spínati og brokkáli
d) Lifur, lýsi, mjólkurvörum og eggjarauðum
c) Gulrótum, rauðri papriku, sætum kartöflum, spínati og brokkáli
Skortur á vítamíninu veikir bein og þau verða einnig þykkari en eðlilegt er. í beinvexti gegnir vítamínið hlutverki við að eyða þeim hluta beina sem ekki er þörf á svo þau geti lengst frekar. Við hvaða vítamín er átt við?
a) K vítamín
b) A vítamín
c) D vítamín
d) E vítamín
b) A vítamín
Hver af eftirfarandi fullyrðingum er RÖNG varðandi fólinsýru ?
a) Mikið magn af fólinsýru getur falið skort á B12 vítamíni
b) Ráðlagður dagskammtur fyrir karla er hærri en fyrir konur
c) Of lítil neysla hennar á meðgöngu tengist auknum líkum á fósturgalla
d) Fólinsýra gegnir mikilvægu hlutverki í DNA myndun og efnaskiptum
b) Ráðlagður dagskammtur fyrir karla er hærri en fyrir konur