Áskoranir framundan Flashcards
(16 cards)
Hvað er það sem setur m.a. strik í reikningin þegar kemur að þróun í heiminum?
Loftslagsbreytingar og aukin hnattræn hlýnun eru meðal þess sem getur sett strik í reikninginn og á undanförnum árum hefur reynslan kennt okkur að efnahagskreppur og alþjóðleg niðursveifla eru það líka.
Hverjar eru ævilíkur þeirra sem lifa í örbirgð?
Um 40 ár.
Hversu margi lifðu í örbirgð árið 2008?
Næstum því 1,3 milljarður manna.
Hvar búa flestir þeirra sem lifa við örbirgð?
Í suðurhluta Asíu. Þar búa hálfur milljarður manna við örbirgð en hefur þó minnkað úr 54 í 36 prósent á 20 árum.
Hvar er fátækasta svæði í heiminum?
Afríka sunnan Sahara. Enn þann dag í dag hefur annar hver íbúi þar minna en 1,25 dali til umráða á dag og þeim sem lifa í örbirgð hefur fjölgað um 100 milljónir frá árinu 1990.
Hvað skorti marga mat um áramótin 2009/2010?
Það var talið að um milljarður jarðarbúa þjáðist af langvinnri vannæringu. Það þýðir að sjötti hver jarðarbúi lagðist svangur til svefns.
Hvað þjást margir af langvinni vannæringu í dag?
925 milljónir af 7 milljörðum.
Hvers vegna dregur ekki úr hungri í heiminum þó að það dragi úr fátækt?
Verð á matvælum hefur hækkað mikið. Margar ástæður eru fyrir því. Með aukinni eftirspurn hefur verð á matvælum og vörum sem eru nauðsynlegar til að byggja upp skilvirkan landbúnað (t.d. tilbúnum áburði og útsæði) hækkað gífurlega. Í kjölfar aukinnar velferðar í sumum heimshlutum hefur eftirspurn eftir annars konar matvælum aukist. Því hefur meiri áhersla verið lögð á að framleiða kjöt og mjólkurvörur – matvörur sem kostnaðarsamara er að framleiða – á kostnað grunnafurða á borð við baunir og maís. Breytt loftslag, fleiri þurrkatímabil og flóð hafa einnig haft afgerandi áhrif, bæði á matvælaverð og möguleika fólks til að sjá sér farborða. Pólitískur óstöðugleiki og átök hafa einnig áhrif.
Hvað er það sem hefur skilað mestu í baráttu við barnadauða?
Átak í bólusetningu við mislingum. Frá árinu 2000 hefur börnum sem deyja úr mislingum fækkað um 78 prósent, úr 750.000 börnum á ári árið 2000 í innan við 164.000 börn árið 2008. Mest dró úr mislingum í Afríku sunnan Sahara.
Hversu margar konur láta lífið á hverjum degi vegna meðgöngu eða barnsburðar?
Nærri 1000 konur. Þar eru meðtaldar óöruggar fóstureyðingar og fylgikvillar vegna ónógrar umönnunar í sambandi við fæðingar.
Hvað er nauðsynlegt að gera til að draga úr mæðradauða?
Til að draga úr mæðradauða er nauðsynlegt að leggja meiri áherslu á fyrirbyggjandi mæðravernd, menntun ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga, ásamt fjármagni til bráðahjálpar mæðra og heilbrigðismála almennt. Rannsóknir sýna að með því mætti koma í veg fyrir allt að 80 prósent þessara dauðsfalla.
Hvað er eitt skýrasta dæmið um muninn á lífskjörum í fátækum og ríkum löndum?
Mæðradauði. Næstum 99 prósent dauðsfalla sem tengjast meðgöngu og barnsburði eru í þróunarlöndunum. Verst er þó ástandið í löndum eins og Afganistan, Níger og Síerra Leóne, en þar lýkur meðgöngu nær tveggja prósenta kvenna með því að konan deyr.
Hvað er algengasta dánarorsök fullorðinna í Afríku sunnan Sahara?
Alnæmi.
Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á þróun í heiminum?
Flóð, vatnsskortur, minni matvælaframleiðsla, sjúkdómajætta og hrun vistkerfa.
Hversu margir deyja árlega úr loftmengun innanhús?
2 milljónir manna.
Hvert má rekja helming barnadauða?
Til umhverfistengdra orsaka. Þar er t.d. um að ræða matarskort, þurrka, flóð og vatnsskort – þættir sem hætta er á að versni enn frekar með breyttu loftslagi.