Leiðin framundan Flashcards
(5 cards)
Hver er hugmyndin með þúsaldarmarkmiðunum?
Að deila ábyrgðinni á þróun heimsins milli ríkra og fátækra landa. Samstarfið, og dreifing ábyrgðar, varð meira að segja sjálfstætt þúsaldarmarkmið – áttunda markmiðið. Í því felst m.a. að ríku löndin þurfa að auka þróunaraðstoð og gera hana skilvirkari, breyta um stefnu í viðskiptamálum og halda áfram á þeirri braut að fella niður skuldir fátækustu landanna.
Hvað þurfa fátæku löndin að gera til að ná þúsaldarmarkmiðunum?
Taka upp metnaðarfulla stefnu í þróunarmálum.
Leggja áherslu á lýðræðislega samfélagsstjórnun.
Efla þátttöku samfélagsins og einkageirans.
Virkja fjármagn innanlands.
Þiggja utanaðkomandi aðstoð þegar á þarf að halda.
Hvað er á ábyrgð ríku landanna í sambandi við þúsaldarmarkmiðin?
Meiri og betri þróunaraðstoð.
Réttlátari viðskipti til að efla þróun fátækra landa.
Niðurfelling skulda.
Hver setti á fót Þúsaldarverkefnið?
Kofi Annan.
Hvaða aðgerðir kynnti þúsaldarverkefnahópurinn í lokaskýrslu sinni sem hafa reynst vel og skilað góðum árangri á skömmum tíma í baráttunni gegn fátækt?
Afnema skólagjöld og skólabúninga.
Sjá fátækum bændum í Afríku sunnan Sahara fyrir ódýrum og góðum áburði.
Bjóða öllum börnum upp á skólamáltíðir, gerðar úr hráefni frá viðkomandi svæði.
Dreifa ókeypis moskítónetum til allra barna sem búa á svæðum þar sem hætta er á malaríu.
Afnema gjöld fyrir grunnþjónustu í heilsugæslu í lágtekjulöndum.
Auka aðgang að fræðslu um kynlíf og kynheilsu, þ.m.t. upplýsingar um getnaðarvarnir og fjölskylduáætlanir.
Auka notkun lyfja sem hafa reynst vel við alnæmi,
berklum og malaríu.
Sjá til þess að öll sjúkrahús og allir skólar hafi aðgang að vatni og hreinlætisaðstöðu.
Framkvæma herferðir á landsvísu til að draga úr ofbeldi gegn konum.