Þúsaldarmarkmiðin Flashcards
(9 cards)
Hvað eru þúsaldarmarkmiðin?
Það eru átta mælanleg og tímasett þróunarmarkmið til að draga úr fátækt í heiminum. Þeim átti öllum að vera náð árið 2015.
Hvað hefur þeim sem lifa í örbrigð í heiminum fækkað mikið?
Úr 1,9 í 1,3 milljarða eða úr rúmum 40% í rúm 20%.
Hversu hátt hlutfall fólks í heiminum hafa aðgang að hreinu vatni?
90 prósent jarðarbúa. Árið 1990 var þetta hlutfall 77 prósent.
Hvaða markmiðum gengur illa að ná?
Sjöunda markmiðinu sem er að tryggja sjálfbæra þróun í umhverfismálum og áttunda markmiðið, en það beinist einkum að ríku löndunum.
Hver eru þúsaldarmarkmiðin?
- Draga úr fátækt og hungri um helming.
- Öll börn njóti grunnskólamenntunar.
- Vinna að jafnrétti kynjanna.
- Lækka dánartíðni barna um tvo þriðju.
- Vinna að bættu heilsufari kvenna og lækka dánartíðni vegna barnsburðar.
- Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum.
- Vinna að sjálfbærri þróun.
- Efla þróunarsamvinnu, viðskipti og niðurfellingu skulda.
Hvaða land hefur náð að draga mest úr fátækt?
Kína, en hundrað milljónir lifa samt í örbirgð þar.
Hvar búa tveir þriðju af þeim sem búa við örbirgð í heiminum?
Þeir búa í löndum sem við köllum meðaltekjulönd.
Af hverju er erfitt að bera saman árangurinn í þúsaldarmarkmiðinu?
Af því að þau miðast við hluta en ekki fjölda. Fátækt og hungur á að minnka um helming, dánartíðni barna að lækka um tvo þriðju og dánartíðni vegna þungunar eða barnsburðar um þrjá fjórðu. Þessi viðmiðun felur í sér að lönd þar sem fátækt er útbreidd og dánartíðni barna og mæðra há, þurfa að ná enn meiri árangri til þess að það komi fram í tölfræðinni.
Hvers vegna eru mælanleg markmið mikilvæg?
Með því að ná saman um sameiginleg markmið sem eru mælanleg og tímasett, hafa leiðtogar heimsins skuldbundið sig til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að ná markmiðunum. Margir – bæði ríkisstjórnir, samtök og stofnanir – hafa einnig lýst því að þúsaldarmarkmiðin hafi nýst þeim vel til að forgangsraða og gera aðgerðir markvissari. Þúsaldarmarkmiðin hafa einnig komið að góðu gagni, bæði við að virkja pólitískan vilja og afla fjár.