Framfarir sem þú vissir kannski ekki um Flashcards
(18 cards)
Hvernig hafa ævilíkur í heiminum breyst?
Meðalævilengd í heiminum hefur aukist úr 53 árum í upphafi sjöunda áratugarins upp í nærri því 70 ár í dag, þrátt fyrir að ævilengd hafi minnkað í um 30 löndum á tíunda áratugnum.
Um hversu mörg ár aukast ævilíkur á hverjum áratug?
Um 2-2,5 ár á hverjum árátug. Í 25 löndum heimsins hafa þær aukist um 20 ár síðan 1970.
Hvaða staður slær öll met með þróun á ævilíkum eftir 1970?
Maldíveyjar. Þar er meðalævin 33 árum lengri í dag en hún var árið 1970. Svo hefur meðalævin í Víetnam lengst um 27 ár frá árinu 1970 þegar Víetnamstríðið stóð sem hæst. Í Bangladess hefur ævilengd aukist um sama ára fjölda. Árið 1970 barðist landið fyrir sjálfstæði sínu frá Pakistan. Þá var meðalævin ekki nema 42 ár, en er í dag næstum 70 ár.
Af hverju eru Egyptaland og Líbýa í hópi þeirra 10 landa þar sem meðalævin hefur lengst hvað mest?
Þessi tvö lönd voru fremst í flokki í arabíska vorinu 2011 þar sem almenningur velti fyrri stjórnum úr sessi. Byltingarnar eru vitnisburður um að efnisleg gæði eru ekki nóg. Þegar menntunarstig og heilsufar batnar, vill fólkið einnig taka þátt í að móta framtíðina.
Hvesru mörg prósent barna ganga í skóla í heiminum?
90% eða níu af hverjum tíu börnum.
Hversu mörg börn í heiminum hafa ekki aðgang að menntun og hvaða börn geta þetta verið?
Rúm 10% eða 67 milljónir barna. Þetta geta verið förluð börn og börn sem búa á átaka- og stríðssvæðum.
Hvar hefur hlutfall barna sem hefja grunnskólagöngu aukist hraðast?
Í Afríku sunnan Sahara, úr 58 prósentum árið 1999 í 76 prósent árið 2009. Þetta er mjög ánægjulegt því að einmitt á þessu svæði eru flest börn án menntunar.
Hvað er hægt að gera til að fleiri börn gangi í skóla?
Afnema skólagjöld og skólabúninga svo að allir hafi ráð á að ganga í skóla.
Taka upp ókeypis skólamáltíðir til að tryggja að börnin fái nóga næringu. Þá gengur þeim betur að læra og framfærslubyrði foreldranna minnkar.
Auka öryggi barna, sérstaklega stúlkna, bæði í skólanum og á leiðinni í og úr skóla. Það dregur úr hættu á að ráðist verði á þau. Engir foreldrar vilja senda börnin sín í skóla ef það stofnar þeim í hættu!
Leggja áherslu á menntun kvenna, því betur menntuð sem konan er, því lengri skólagöngu fá börnin hennar.
Af hverju hætta sum börn í skóla áður en þau ljúka grunnskóla?
Fyrir því geta verið margar ástæður, þau þurfa að vinna til að hjálpa fjölskyldum sínum, stúlkur eru giftar burt eða að skólinn eyðileggst í átökum eða náttúruhamförum.
Hver er ástæðan fyrir því að mannfjölgun mun stöðvast um árið 2050?
Ástæðan fyrir því að mannfjölgun stöðvast er að konur munu eignast færri börn. Fjöldi barna á hverja konu hefur lækkað úr fimm börnum árið 1960 í innan við 2,5 börn árið 2009.
Hvaða misskilningur er það sem fólk heldur að dragi úr fólksfjölgun?
Það er algengur misskilningur að halda að há dánartíðni, t.d. vegna sjúkdóma eða fátæktar, muni draga úr mannfjölgun. Af því draga menn þá röngu ályktun að betri lífskjörum fylgi aukin hætta á offjölgun mannkyns.
Hvað eitt af fyrstu löndunum sem varð fyrir barðinu á ört vaxandi HIV-faraldri á níunda áratugnum og varð fljótt eitt þeirra landa sem urðu einna verst úti?
Úganda. Í upphafi tíunda áratugarins var talið að ellefu prósent íbúa Úganda á aldrinum 15 til 49 ára væru smituð. Í aðeins einu landi í heiminum (Sambíu) voru tölurnar hærri.
Hvað var gert í Úganda til að slá á HIV-faraldurinn?
HIV-faraldurinn varð pólitískt forgangsmál stjórnvalda og margvísleg úrræði voru samþykkt. Meðal annars var lögð mikil áhersla á kynfræðslu og átak var gert á landsvísu til að auka notkun smokka. Nýjum HIV-tilfellum fækkaði og smátt og smátt lækkaði einnig hlutfall smitaðra.
Hvernig hefur HIV-þróunin í Úganda breyst?
Þessi jákvæða þróun sem var hefur snúist á verri veg. Ríkisstjórn Úganda hefur breytt um stefnu og leggur nú minni áherslu á varnir og meiri á aðhaldssemi í kynferðismálum. Vegna þessa hefur nýjum smitum aftur fjölgað í landinu. Samkvæmt Áætlun Sameinuðu þjóðanna gegn alnæmi, UNAIDS, er hlutfall smitaðra í dag 6,5 prósent.
Hversu margir smitast af HIV í dag á ári hverju?
2,7 milljónir manna. Fjöldi þeirra sem smitaðist náði hámarki árið 1996.
Hvar var dánartíðni barna hæst upp úr 1970?
Í Jemen, en þar dó þriðja hvert barn áður en það náði fimm ára aldri.
Hvar hefur dregið hraðast úr barnadauða?
Í Óman, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Túnis og Egyptalandi. Það má meðal annars þakka víðtækum aðgerðum til að efla lýðheilsu og menntun.
Hvað er Freedom House?
Bandarísk samtök þar sem heiminum er skipt í lönd sem teljast frjáls, frjáls að hluta og ófrjáls. Samkvæmt þessari úttekt hefur fjöldi lýðræðisríkja í heiminum meira en tvöfaldast undanfarin 40 ár og í dag eru lýðræðisríki í heiminum tvöfalt fleiri en einræðisríki.