Gigt Flashcards
(216 cards)
Hvað er iktsýki (e. rheumatoid arthritis)?
Iktsýki er sjálfsofnæmissjúkdómur sem kemur yfirleitt í köstum og veldur langvinnri bólgu í liðum (þ.á.m. liðhimnunni sem klæðir liðpokann að innan, með vökvasöfnun) og jafnvel í öðrum líffærum.
Tíðnitölur iktsýki og meðalaldur við greiningu.
Sænskar tölur: Algengi 0,5-1% - Konur 0,94% - Karlar 0,37% Nýgengi 50/100.000 á ári - Konur 68 - Karlar 32 Meðalaldur við greiningu er 59 ár.
2 áhættuþættir iktsýki?
- Erfðir. Fyrstu gráðu ættingjar eru í 4x hættu! Nokkur áhættugen hafa fundist.
- Reykingar. 2x áhætta. (sérstaklega á þeirri tegund sjúkdóms sem hefur CCP mótefni í blóði)
Reykingar hafa meiri tengsl við þá tegund iktsýki sem…
…hefur CCP mótefni í blóði.
Hvort er iktsýki algengari hjá konum eða körlum?
Konum.
Einkenni iktsýki.
- Bólga í liðum
- Morgunstirðleiki, einnig eftir hvíld
- Þreyta
- Nodules
- Orkuleysi
- Hitaslæðingur
- Lystarleysi
- Eymsli í vöðvum
Hvert er bólgumynstur í liðum í iktsýki?
- Yfirleitt bólga í mörgum litlum liðum og samhverf milli hægri og vinstri.
- Smáliðir handa (MCP og PIP), úlnliður og tábergsliðir.
Hvaða rannsóknir eru gerðir þegar grunur er um iktsýki? (2)
- Blpr.: mæla gigtarþáttinn RF og CCP mótefni.
- Rtg. af höndum og fótum til að meta úrátur og beinþynningu.
Hvaða þýðingu hefur það þegar RF og/eða CCP mótefni eru til staðar í blóði iktsýkisjúklings?
Líklegt að sjúkdómurinn sé alvarlegri og þörf á ákveðnari meðferð.
Hver eru greiningarskilmerki fyrir iktsýki?
Til eru tvenn slík, bandarísk frá árinu 1987 og sameiginleg fyrir Evrópu og USA frá árinu 2010.
- 1987: 7 þættir, nóg að hafa 4 og * þarf að hafa staðið í 6 vikur eða lengur.
1. Morgunstirðleiki í 1klst.+*
2. Bólga í 3+ liðum*
3. Bólga í handarliðum*
4. Samhverfar liðbólgur*
5. Gigtarhnútar
6. RF í blpr.
7. Úrátur/beinþynning á rtg. myndum - í 2010 bætist við CCP, sökk og CRP, gefin stig.
Hvaða skilyrði eru fyrir því að nota megi sameiginleg greiningarskilmerki evrópsku og bandarísku gigtlæknasamtakanna frá 2010 til að greina iktsýki hjá sjúklingi?
- Þarf að hafa a.m.k. 1 bólginn lið
- Ekki má vera hægt að skýra bólguna með öðrum sjúkdómi.
Hverjar eru diff.dx. fyrir iktsýki?
- Slitgigt
- Sóragigt
- Reaktívur arthrit
- Viral polyarthrit
??? athuga nánar.
Hver er meðferð og meðferðarmarkmið í iktsýki?
- Ekki til læknandi meðferð en markmið meðferðar er að draga úr bólgum og verkjum, minnka hættu á liðskemmdum og langvinnum fylgikvillum.
- Methotrexat
- Líftæknilyf
- Sjúkra- og iðjuþjálfun
- Lýsi, omega-3 fitusýrur.
- Einstaka sinnum skurðaðgerð hjá bæklunar- eða handaskurðlæknum.
Hverjir eru fylgikvillar iktsýki? (löng upptalning)
- Amyloidosis, aðallega í nýrum (prótín safnast fyrir).
- Hjartasjúkdómar og beinþynningar vegna langvarandi bólgu.
- Eitlakrabbamein
- Vöðvarýrnun
- Conjunctivitis og augnþurrkur
- Fleiðrubólga með vökvamyndun í thorax
- Eitla- og miltisstækkun
- Blóðleysi, aukning á blóðflögum
- Gigtarhnútar í lungum
- Húðsár og æðabólgur
Hvað er hrygggikt?
Hrygggikt er langvinnur bólgusjúkdómur sem byrjar um tvítugt og leggst á mjóbak o.fl. staði.
Tíðnitölur fyrir hrygggikt.
Íslenskar tölur.
Algengi er 0,15%.
1,7 kk greinist fyrir hverja konu.
Áhættuþættir hrygggiktar?
- Erfðir! 70x áhætta hjá fyrstu gráðu ættingjum.
- Vefjaflokkurinn HLA-B27
- Þarmabólgusjúkdómar (colitis ulcerosa og Crohn´s)
Hverju tengist vefjaflokkurinn HLA-B27 og hversu margir hafa hann hérlendis?
Hann tengist hrygggikt.
15% þjóðarinnar hafa hann en 1% af þeim hópi fær hrygggikt.
Hver eru helstu einkenni hrygggiktar?
- Verkir í rasskinnum
- Verkir og stirðleiki í mjóbaki með vaxandi hreyfiskerðingu
- Bólguskemmdir í miðlægum liðum rifbeina
- Bólgur í útlimaliðum, oftast neðri útlimum (mjaðmir, hné, ökklar, tábergsliðir).
- Verri á morgnana og eftir hvíld
Hvers vegna koma einkenni hrygggiktar (t.d. verkir og stirðleiki í rasskinnum og mjóbaki)?
Vegna bólgu í spjaldliðum, á mótum liðþófa og hryggjarbola, ásamt bólgu við liðbanda- og sinafestur í hrygg.
Þessar bólgur leiða til skemmda í spjaldliðum og hryggnum, sem einkennist af beinnýmyndun. Spjaldliðir og liðamót hryggjarins beingerast og vaxa saman - ergo hreyfiskerðing.
Hvernig er liðamynstur í hrygggikt?
xxx
Hver eru helstu utanliðaeinkenni í hrygggikt?
Hásinabólgur
Ilfestubólgur
Blöðruhálskirtilsbólga
Lithimnubólga
Hvaða rannsóknir gerir maður þegar mann grunar hrygggikt?
- MRI sýnir breytingar í spjaldliðum og hrygg snemma í sjúkdómnum. Þar á eftir CT og rtg. árum eftir að sjúkdómsgangur hefst.
Greiningarskilmerki fyrir hrygggikt.
New York skilmerki frá 1984.
- Annaðhvort merki um skemmdir í öðrum eða báðum spjaldliðum á rtg. mynd.
OG
- Mjóbaksverkir í 3 mán.+ sem lagast ekki við æfingar/hvíld
EÐA
- Hreyfiskerðing í mjóbaki fram og til hliðar
EÐA
- Skert brjóstkassaþan