Lokapróf. Flashcards
Vökvi sem síast í nýrum fer í gegnum þessar leiðslur. Raðaðu þeim í rétta tímaröð.
a) Safnrás (collecting duct)
b) Bowman‘s hylki
c) Nærpípla
d) Rishluti Henles-lykkju (ascending limb)
e) Fallhluti Henles-lykkju (descending limb)
f) Aðlægur slagæðlingur nýrnahylkis (afferent arteriole)
f-b-c-e-d-a
Hver af eftirtöldum fullyrðingum um nýrun er röng?
a) Angiotensin II örvar seytun aldósteróns frá nýrnahettum.
b) Angiotensin II veldur lækkuðum síunarhraða (GFR) með æðaherpingu í aðlægum æðum nýrnahnoðra.
c) Hækkaður blþr örvar renín seytun. d) Þvermál aðlægra slagæðlinga æðahnoðrans hefur áhrif á síunarhraða. e) Renín er ensím sem myndað er af frumum í juxta glomerular apparatus (JGA).
b) Angiotensin II veldur lækkuðum síunarhraða (GFR) með æðaherpingu í aðlægum æðum nýrnahnoðra.
Hver eftirtalinna staðhæfinga er röng? Hluti af starfsemi nýrnanna er að:
a) Viðhalda eðlilegu rúmmáli blóðvökva
b) Seyta aldósteróni til að viðhalda eðlilegu natríumvægi líkamans
c) Viðhalda eðlilegum osmóstyrk í líkamsvökvum d) Taka þátt í að viðhalda sýru-basajafnvægi e) Skilja út niðurbrotsefni efnaskipta líkamans
e) Skilja út niðurbrotsefni efnaskipta líkamans
Hver er síunarþrýstingur (NFP) í nýrungi ef vökvastöðuþrýstingur (hydrostatic pressure) er 50 mmHg í æðahnoðra en 10 mmHg í Bowman‘s hylki og osmótískur þrýstingsmunur milli æðahnoðra og Bowman‘s hylkis er 30 mmHg (hærri í æðahnoðra)?
a) Ónógar upplýsingar til útreikninga
b) 5 mmHg
c) 10 mmHg
d) 20 mmHg
e) 15 mmHg
a) 10mmHg?
Endurupptaka í nýrnapíplum (tubuli)…
a) Er flutningur efnis úr vökva umhverfis pípluna (peritubular fluid) inn í píplurnar (tubulus)
b) Er mikilvæg til að varðveita mikilvæg næringarefni fyrir líkamann
c) Gerist með virkum burði eða dreifingu d) Liðir a og b eru báðir réttir e) Liðir a, b og c eru allir réttir
d) Liðir a og b eru báðir réttir
Ef viðnámið í aðlægum slagæðlingi æðahnoðrans (glomerulus) í nýrum eykst, þá gerist tvennt (að öllu öðru óbreyttu):
a) Bæði blóðflæði og síunarhraði aukast
b) Engar breytingar verða í blóðflæði og síunarhraða
c) Blóðflæðið eykst en síunarhraði minnkar
d) Bæði blóðflæði og síunarhraði minnka
e) Blóðflæðið minnkar en síunarhraðinn eykst
c) Blóðflæðið eykst en síunarhraði minnkar
Kim fer í bíó með vini sínum Kanye (á myndina Revenge of the renal tubules). Áður en myndin byrjar kaupir Kim sér stóran poka af poppkorni en þar sem Kanye er í megrun fær hann sér bara stórt vatnsglas. Þegar myndin er hálfnuð hefur eftirfarandi gerst:
a) Kanye hefur aukið styrk á vasópressíni (ADH) í blóði
b) Kanye hefur minnkað styrk á vasópressíni (ADH) í blóði
c) Kim hefur minnkað styrk á vasópressíni (ADH) í blóði
d) Bæði a og b er rétt
e) Ekkert af ofangreindu er rétt
B)
Glúkósi í þvagi sykursýkissjúklings er vegna þess að:
a) Glúkósi er losaður (secretion) í fjarpíplum (distal tubules) sykursýkissjúklinga
b) Hámarks flutningageta fyrir endurupptöku glúkósa í nýrnapíplum er lægri en í heilbrigðum einstaklingum
c) Endurupptaka glúkósa í píplum nýrna er háður því að insúlín bindist viðtökum í nýrnapíplum d) Mikið þvagflæði um píplur nýrna (tubules) hindrar endurupptöku glúkósa e) Magn glúkósa sem síað er, er meira en nemur hámarks flutningsgetu fyrir endurupptöku glúkósa
e) Magn glúkósa sem síað er, er meira en nemur hámarks flutningsgetu fyrir endurupptöku glúkósa
Hver af eftirfarandi fullyrðingum er RÉTT?
a) Insúlín veldur fituniðurbroti (lipolysis) úr fituvef svo að hlutfalli fitu og sykurs í blóði sé í jafnvægi
b) Nýmyndun glúkósa (gluconeogenesis) á sér einungis stað í heilanum á meðan aðrir vefir geta notað fitu sem orkugjafa
c) Insúlín hvetur nýsmíði (anabólisma) prótína d) Sykursýki af gerð tvö (T2 DM) orsakast af því að beta-frumur í brisi hætta að framleiða insúlín e) Allar fullyrðingarnar eru réttar
c) Insúlín hvetur nýsmíði (anabólisma) prótína
Hver af eftirfarandi fullyrðingum er RÖNG?
a) Insúlín örvar myndun á glýkógeni í lifur
b) Mikil lækkun á blóðsykri veldur aukinni losun adrenalíns frá nýrnahettum
c) Insúlín næmar frumur hafa innanfrumu insúlín-viðtaka
d) Upptökufasi (absorptive fase) varir í allt að 4 klst eftir máltíð
e) Lækkaður blóðsykur örvar losun glúkagons frá alfa-frumu í brisi
Eðlilegast er að meta efnaskiptahraða einstaklings með því að mæla hjá honum…
a) Útgeislun
b) Vatnslosun (útskilnað og svitnun)
c) Vöxt
d) Losun úrgangsefna
e) Súrefnisnotkun
e) Súrefnisnotkun
Hver eftirtalinna þátta er mikilvægastur í að ákvarða grunnefnaskiptahraða einstaklings?
a) ACTH
b) Öndunartíðni
c) Skjaldkirtilshormón
d) Hjartsláttur
e) Adrenalín
c) Skjaldkirtilshormón
Hjá nöktum 40 ára gömlum manni við 20°C umhverfishita fara í gang hitamyndunarviðbrögð. Hvar á mesta hitamyndunin sér stað?
a) Í hvítri fitu
b) Í lifur
c) Í beinagrindarvöðvum
d) Í brúnni fitu
e) Í heila
c) Í beinagrindarvöðvum
Sótthiti (fever) á sér stað við sýkingu (infection) vegna þess að…
a) Efnaskipti örveranna sem sýkingunni valda hita upp líkamann
b) Hitastýrikerfið starfar ekki
c) Styrkur pyrogena í blóðinu lækkar d) Bakteríutoxin örva starfsemi skjaldkirtils e) Viðmiðunargildi (set-point) hitastýrikerfisins hækkar
e) Viðmiðunargildi (set-point) hitastýrikerfisins hækkar
Hvaða efni hefur bein vaxtaörvandi áhrif á brjóskfrumur (chondrocyte) í vaxtarplötu beina í bernsku?
a) hGH (human growth hormone – einnig skammstafað GH)
b) IGF-I (insulin like growth factor I)
c) Kortisol
d) FGF (fibroblast growth factor)
e) Skjaldkirtilshormón
Hver af eftirtöldum fullyrðingum um vöxt er RÖNG?
a) Eftir að vaxtarplatan í löngum beinum lokast geta bein ekki vaxið á þverveginn undir nokkrum kringumstæðum
b) Insúlín örvar vöxt á fósturskeiði
c) Ofseytun hGH á fullorðinsárum veldur æsavexti (acromegaly) d) Testósterón örvar vöxt á kynþroskaskeiði (að miklu leyti með því að örva seytun hGH) e) hGH hefur bein áhrif á viðtaka á rákóttum vöðvum og orsakar aukna próteinframleiðslu
a) Eftir að vaxtarplatan í löngum beinum lokast geta bein ekki vaxið á þverveginn undir nokkrum kringumstæðum
Vaxtarhormón (growth hormone) örvar seytun ______ frá lifur. Það efni hefur svo ______ afturverkun (feedback) á seytun vaxtarhormóns. Hvaða möguleiki passar til að fylla inn í eyðurnar?
a) Insulin-like growth factor (IGFs) og neikvæða
b) Insulin-like growth factor (IGFs) og jákvæða
c) Calcitriols (D3 vítamín) og neikvæða d) Cortisol og neikvæða e) Cortisol og jákvæða
a) Insulin-like growth factor (IGFs) og neikvæða
Æsavöxtur (acromegaly) orsakast venjulega af..
a) Of mikilli losun vaxtarhormóns í æsku
b) Of mikilli losun vaxtarhormóns á fullorðinsárum
c) Of mikilli losun insúlíns á fullorðinsárum
d) Bæði a og b
e) Ekkert ofantalið
Eðlileg lengd meðgöngu hjá konum er…
a) um 36 +/- 2 vikur frá getnaði
b) um 38 +/- 2 vikur frá getnaði
c) um 40 +/- 2 vikur frá getnaði
d) um 38 +/- 2 vikur frá upphafsdegi síðustu blæðinga
B
Kynfrumur kvenna: Hvað er RANGT
a) Allar eggfrumur stúlkna myndast á fósturstigi, engin nýmyndun eggja verður síðar
b) Aðeins eitt eggbú „vaknar af dvala“ og fer að þroskast áfram í hverjum tíðahring
c) Eggfruman lýkur síðari rýriskiptingu við egglosið
d) Líkur á óeðlilegri rýriskiptingu eggfrumunnar aukast með aldri móður
B
Seytun hGH er háð dægursveiflum. Seytunin er mest…
a) Í vöku
b) Í draumasvefni (REM)
c) Á kvöldin
d) Árla morgna
e) Djúpsvefni (slow wave sleep)
Stendur í byrjun svefns
Hvenær eftir frjóvgun byrjar kímblaðran að taka sér bólfestu í leginu? Merkið við RÉTTA valkostinn:
a) 12-14 dögum
b) 24 klst
c) 5-6 dögum
d) 21 degi
e) 2 dögum
a.
Luteinising hormone (LH).. hvað er RANGT
a) Er framleitt í gulbúinu (corpus luteum)
b) Er mikilvægt fyrir egglos
c) Er að finna í bæði konum og körlum
d) Er nauðsynlegt fyrir myndun sáðfrumna
e) Hvetur til myndunar prógesterón
A
Testósterón hvað er RANGT
a) Er nauðsynlegt fyrir myndun sáðfrumna
b) Er framleitt af sertoli frumum í eistunum
c) Hvetur til myndunar próteina (anabolisma)
d) Hemur myndun LH hjá körlum
B