Lokapróf 2021 Flashcards

1
Q

Ein eftirfarandi lýsing á skynjun er rétt. Hver er það? Athugið að við undanskiljum sjón í þessari spurningu. Orðskýring: Skynnemaspenna= forspenna= stigspenna= receptor potential.
Veljið eitt svar:
a. Áreiti veldur yfirskautun skynnema og svo aukinni boðspennutíðni
b. Áreiti veldur afskautun skynnema og svo boðspennum í taugasíma
c. Áreiti veldur boðspennumyndun óháð skynnemaspennu
d. Áreiti býr til skynnemaspennu sem ferðast eftir taugasíma

A

b) Áreiti veldur afskautun skynnema og svo boðspennumyndun í taugasíma

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Styrkur áreitis getur verið mismunandi. Hvernig miðlar taugakerfið upplýsingum um styrk áreitis? Við undanskiljum sjón í þessari spurningu. Orðskýring: Skynnemaspenna= forspenna= stigspenna= receptor potential.
Veljið eitt svar:
a. Skynnemaspenna og boðspennur verða stærri með sterkara áreiti
b. Skynnemaspenna verður stærri en boðspennur tíðari með sterkara áreiti
c. Skynnemaspenna og hver borðspenna verða lengri með sterkara áreiti
d. Skynnemaspenna og boðspennur verða tíðari með sterkara áreiti

A

b) Skynnemaspenna verður stærri en boðspennur tíðari með sterkara áreiti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

(3) Snertiskyn í fingurgómum er skarpara en t.d. snertiskyn á baki. Hvað af eftirfarandi skýrir þetta að hluta?
Veljið eitt svar:
a. Stór viðtaksvið (receptive fields) í fingurgómum
b. Margar taugafrumur í heila vinna úr boðum frá fingurgómum
c. Mikil samleitni (convergence) taugaboða frá fingurgómum
d. Lítil hliðlæg hömlun (lateral inhibition) taugaboða frá fingurgómum

A

b) Margar taugafrumur í heila vinna úr boðum frá fingurgómum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um skynjun?
Veljið eitt svar:
a. Allir skynnemar eru með áfastan taugasíma- Nei stundum eru þetta tvær frumur. Það eru þá semd taugaboðefni á milli
b. sum skynjun er meðvituð en önnur skynjun er ómeðvituð
c. úrvinnsla skynboða í miðtaugakerfinu hefur engin áhrif á upplifun (perception)- Jú..
d. Stöðugt áreiti í langan tíma gefur alltaf stöðugt svar í skynnema

A

b) Sum skynjun er meðvituð en önnur skynjun er ómeðvituð

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Ein af eftirfarandi fullyrðingum er rétt. Hvaða fullyrðing er það?
Veljið eitt svar:
a. Það eru skynnemar í bæði vöðvum og sinum
b. Skynnemar eru almennt staðsettir í miðtaugakerfi
c. Skynboð berast óbreytt í gegnum úttaugakerfið og miðtaugakerfið
d. Sársauki verður til í venjulegum skynnemum og því þarf ekki sérstaka sársaukanema

A

a) Það eru skynnemar í bæði vöðvum og sinum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Veljið eitt svar:
a. Bleytunemi nemur blauta húð
b. Efnanemar líkamans eru af tveimur gerðum
c. Mismunandi skynnemar eru sérhæfðir til að nema mismunandi áreiti
d. Osmónemar eru mikilvægir í augum

A

c) Mismunandi skynnemar eru sérhæfðir til að nema mismunandi áreiti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um skynjun?
Veljið eitt svar:
a. Sum skynboð ferðast um taugakerfið sem boðspennur en önnur skynboð sem stigspennur
b. skyntaugafrumur ná óslitið frá útaugakerfi, upp mænu og upp í heila
c. Lokaúrvinnsla snertiskyns er í mænu
d. Snertiskynnemar í húð eru af nokkrum mismunandi gerðum

A

d) snertiskynnemar í húð eru af nokkrum mismunandi gerðum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um sársauka?
Veljið eitt svar:
a. Allir taugasímar sem flytja sársaukaboð hafa mýelínslíður
b. Glútamat er eingöngu notað til að miðla boðum um sársauka
c. Taugakerfið getur sjálft framleitt ópíöt sem virka sársaukastillandi
d. Substance P er sársaukastillandi efni

A

c) Taugakerfið getur sjálft framleitt ópíöt sem virka sársaukastillandi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um uppbyggingu augans?
Veljið eitt svar:
a. Glerhlaup (vitreous) fyllir rýmið fyrir framan augasteininn (lens)
b. Augnvöðvar tengjast við hvítu (sclera)
c. Brárvöðvi (ciliary muscle) stjórnar vídd ljósops (pupil).
d. Ljósopið (pupli) er fyrir afttan augasteininn (lens)

A

b) Augnvöðvar tengjast við hvítu (sclera)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Þegar við horfum á hluti þarf að ná þeim í fókus á sjónhimnu. Hvað af eftirfarandi passar best?
Veljið eitt svar:
a. Stór hluti ljósbrots augans er í sjónhimnu
b. Hornhimna (comea) hleypir ljósi í gegn án þess að brjóta það
c. Þegar við horfum á hluti sem eru langt frá okkur verður augasteinninn flatari
d. Augasteinninn sér um meirihluta ljósbrots augans

A

c) Þegar við horfum á hluti sem eru langt frá okkur verður augasteinninn flatari

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um ljósnema (keilur og stafir) í sjónhimnu?
Veljið eitt svar:
a. Ljósnemar afskautast þegar á þá skín ljós
b. Stafir eru ábyrgir fyrir skörpu sjóninni í miðju sjónsviðinu
c. Ljósnemar skiptast í ON og OFF ljósnema
d. Litasjón manna byggir á þremur gerðum keilna; rauðum, grænum og bláum.

A

d) Litasjón manna byggir á þremur gerðum keilna; rauðum, grænum og bláum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um sjón?
Veljið eitt svar:
a. Sjónbörkur heilans er framan til í heilanum, í einnisblaði
b. Boð um vinstri hluta sjónsviðs enda vinstra megin í heilanum
c. Sjóntaug er mynduð úr taugasímum hnoðfrumna (ganglion cells)
d. Hnoðfrumur (ganglion cells) senda boð til ljósnema

A

Sjóntaug er mynduð úr taugasímum hnoðfrumna (ganglion cells)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um sjón?
Veljið eitt svar:
a. Keilur virka illa í litlu ljósi
b. Í makúlu og foveu (miðgróf) augans er sjón óskörp
c. Ljósnæmt litarefni er aðallega í láréttum frumum (horizontal cells)
d. Ljósop (pupil) víkkar þegar ljósstyrkur eykst.

A

a) Keilur virka illa í litlu ljósi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um sjón?
Veljið eitt svar:
a. Litþekja (retinal pigment epithelium) er hluti af hornhimnu (cornea)
b. Tveir vöðvar stjórna hreyfingum hvors auga
c. Augasteinninn er svartur
d. Augnvökvi (aqueous humor) er framleiddur af ciliary body)

A

d) Augnvökvi (aqueous humor) er framleiddur af ciliary body)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað af eftirfarandi er rétt um heyrn og hljóð?
Veljið eitt svar:
a. Miðeeyrað er fullt af vökva sem flytur hljóðbylgjur milli ytra og innra eyra
b. Kokhlustin (eustachian tube) tengir miðeyrað við innra eyrað
c. Meiri hljóðstyrkur jafngildir því að tíðni hljóðsins sé meiri
d. Hlutverk hamars, steðja og ístaðs er að magna hljóðbylgjur

A

d. Hlutverk hamars, steðja og ístaðs er að magna hljóðbylgjur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
16
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um heyrn?
Veljið eitt svar:
a. Organ of Corti situr í kuðungi (cochlea)
b. Taugasímar, sem flytja boð um hljóð, ganga beint frá tectorial himnu
c. Tectorial himna sveiflast á sama hátt og basilar himna
d. Þegar basilar himna sveiflast, svigna hár í utricle og saccule

A

a. Organ of Corti situr í kuðungi (cochlea)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
17
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um innra eyra og skynjun á hreyfingu?
Veljið eitt svar:
a. Bogagöng eru staðsett í kuðungi eyrans.
b. Hárin á hárfrumum í bogagöngum geta bara svignað í eina átt
c. Völulíffærin (otolith organs) innihalda hárfrumur og kristalla/steina
d. Völulíffæri (otolith organs) skynja best snúningshreyfingu

A

c. Völulíffærin (otolith organs) innihalda hárfrumur og kristalla/steina

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
18
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um bragðskyn?
Veljið eitt svar:
a. Biturt bragð er numið af sama skynnemanum og nemur súrt bragð
b. Viðtakar fyrir salt bragð eru næmastir fyrir HCO3-
c. Viðtakar fyrir biturt bragð eru fjölbreyttustu bragðviðtakarnir
d. Umami viðtakar eru næmastir fyrir eitruðum efnum

A

c. Viðtakar fyrir biturt bragð eru fjölbreyttustu bragðviðtakarnir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
19
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um lyktarskyn?
Veljið eitt svar:
a. Boð um lykt berast með sömu heilataug og boð um sjón
b. Lyktarviðtakar eru bara í litlum hluta nefslímhúðar
c. Við greinum fjórar grunn lyktartegundir og blöndum þeim til að finna um 100 tegundir af lykt
d. Lykarklumbra (olfactory bulb) er staðsett í nefslímhúð

A

b. Lyktarviðtakar eru bara í litlum hluta nefslímhúðar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
20
Q

Hvað er rafvirknin sem helst kemur fram á heilarafriti (EEG)?
Veljið eitt svar:
a. Í heilaberki (cerebral cortex)
b. Í stúku (thalamus)
c. Í heilabotnskjörnum (basal ganglia)
d. Í undirstúku (hypothalamus)

A

a. Í heilaberki (cerebral cortex)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
21
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um REM (rapid eye movement) svefn?
Veljið eitt svar:
a. Rafvirkni í heila er mun minni í REM svefni en í vöku
b. Súrefnisupptaka í heila er mun minni í REM svefni en í vöku
c. í REM svefni minnkar spenna (EMG) í beinagrindavöðvum
d. Draumar eru sjaldgæfir í REM svefni

A

c. í REM svefni minnkar spenna (EMG) í beinagrindavöðvum

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
22
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um atferli/heilastarfsemi?
Veljið eitt svar:
a. Randkerfið (limbic system) er staðsett í litla heila (cerebellum)
b. Neikvæð styrking felur í sér aukna losun á serótónín
c. Dópamínlosun tengist verðlaunum fyrir hegðun
d. Starfsemi heilabarkar tengist frekar ómeðvituðum ferlum en meðvituðum

A

c. Dópamínlosun tengist verðlaunum fyrir hegðun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
23
Q

Hvað af eftirfarandi passar best um heilastarfsemi?
Veljið eitt svar:
a. Allt minni heilans er í minnisstöð í hnykli (cerebellum)
b. Þunglyndislyf draga úr áhrifum serótíníns og dópamíns
c. Sjúklingur með skemmd í Broca svæði sér illa
d. Annað heilahvelið hefur yfirleitt meira að gera með tungumál en hitt

A

d. Annað heilahvelið hefur yfirleitt meira að gera með tungumál en hitt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
24
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um bein?
Veljið eitt svar:
a. Chondrocytar brjóta niður bein
b. Vaxtarlína í löngu beini er gjarnan nálægt endum beinsins
c. IGF-1 hemur beinvöxt
d. Blóðfrumumyndun fer fram í vaxtarlínu

A

b. Vaxtarlína í löngu beini er gjarnan nálægt endum beinsins

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
25
Q

Hvað eftirfarandi er líklegt að gerist þegar 55 ára maður sprautar sig með vaxtarhormóni?
Veljið eitt svar:
a. Vaxtarhormón hefur engin áhrif á svona fullorðinn mann
b. Hann bætir við sig einhverjum centimetrum á lengdina
c. Blóðsykurinn gæti hækkað hjá honum
d. Undirstúka seytir meira magni af GHRH (growth hormone releasing hormone).

A

c. Blóðsykurinn gæti hækkað hjá honum

26
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um efnaskipti fitu?
Veljið eitt svar:
a. Fita er ekki notuð beint til brennslu nema glúkósabirgðir líkamans klárist
b. Í föstufasa (postabsorptive/fasting state) eru þríglýseríð brotin niður og fitusýrur losna út í blóðið
c. Fitu er breytt í amínósýrur þegar skortur er á amínósýrum
d. Umfram fitusýrum er breytt í glúkósa í upptökufasa (absoptive/fed state).

A

b. Í föstufasa (postabsorptive/fasting state) eru þríglýseríð brotin niður og fitusýrur losna út í blóðið

27
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um efnaskipti kolvetna?
Veljið eitt svar:
a. í föstufasa (postabsorptive/fasting state) er mikil myndun á glýkógeni.
b. Mikilvægt er að halda styrk glúkósa nógu háum í blóði til að heilinn fái næga orku
c. Kolvetnaforði í vöðvum og lifur er að mestu á formi einsykra (monosaccharides)
d. Umfram glúkósi breytist í amínósýrur.

A

b. Mikilvægt er að halda styrk glúkósa nógu háum í blóði til að heilinn fái næga orku

28
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um efnaskipti prótína og amínósýra?
Veljið eitt svar:
a. Amínósýrur má nota til að mynda glúkósa til að viðhalda blóðsykri
b. Þríglýseríð eru samsett úr glýseróli og þremur amínósýrum
c. Meirihluti frásogaðra amónósýra eru notaðar til nýmyndunar á fitu og prótínum
d. Heilinn getur auðveldlega brennt amínósýrum beint

A

a. Amínósýrur má nota til að mynda glúkósa til að viðhalda blóðsykri

29
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um insúlín?
Veljið eitt svar:
a. Insúlín ýtir undir losun amínósýra út í blóðið
b. Insúlín ýtir undir niðurbrot glýkógens
c. Insúlín er losað í mestu magni þegar lengra líður frá máltíð
d. Insúlín ýtir undir upptöku glúkósa úr blóði

A

d. Insúlín ýtir undir upptöku glúkósa úr blóði

30
Q

Glúkagon hefur ýmis áhrif. Hvað af eftirfarandi er rétt?
Veljið eitt svar:
a. Glúkagon ýtir undir nýmyndun glúkósa
b. Glúkagon er losað í meira magni strax eftir kolvetnaríka máltíð
c. Glúkagon ýtir undir myndun glýkógens
d. Glúkagon ýtir yndir nýmyndun prótína

A

a. Glúkagon ýtir undir nýmyndun glúkósa

31
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um efnaskiptahormón?
Veljið eitt svar:
a. Streituhormón lækka blóðsykur
b. Insúlín hefur mikil og bein áhrif á heilann
c. Styrkur glúkagons og insúlíns er yfirleitt í hámarki á sama tíma
d. Glúkagon hefur áhrif á lifur

A

d. Glúkagon hefur áhrif á lifur

32
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um orkujafnvægi?
Veljið eitt svar:
a. Efnaskiptahraði minnkar með hækkandi aldri
b. Melting fæðu minnkar efnaskiptahraða
c. Efnaskiptahraði breytist mest um 20% frá hvíldarástandi
d. 80% af orkunni úr fæðunni nýtist til að framkvæma vinnu

A

a. Efnaskiptahraði minnkar með hækkandi aldri

33
Q

Hvað af eftirfarndi er réttast um efnaskipti og orkujafnvægi?
Veljið eitt svar:
a. Sýking og hækkaður líkamshiti dregur úr efnaskiptahraða
b. Grunnefniaskiptahraði er óháður kyni
c. Fólk með ofvirkan sjaldkirtil hefur aukinn efnaskiptahraða
d. Adrenalín dregur úr efnaskiptahraða

A

c. Fólk með ofvirkan sjaldkirtil hefur aukinn efnaskiptahraða

34
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um orkujafnvægi líkamans?
Veljið eitt svar:
a. Hvert gramm af fitu inniheldur 4kcal
b. Aðal stýringin á líkamsþyngd felst venjulega í stýringu á fæðuinntöku
c. Leptín ýtir undir uppsöfnun fituforða
d. Aukið magn insúlíns í blóði eykur á hungurtilfinningu

A

b. Aðal stýringin á líkamsþyngd felst venjulega í stýringu á fæðuinntöku

35
Q

Hvað af eftirfarnadi er réttast um hitastjórnun?
Veljið eitt svar:
a. Eðlilegar sveiflur í húðhita eru minni en eðlilegar sveiflur í kjarnhita
b. Eðlilegt viðbragð við lækkandi kjarnhita er að beina meira blóði til húðarinnar
c. Meiri sveifla í kjarnhita en 0,2°C yfir sólahring er óeðlileg
d. Þegar sótthiti er að lækka finnst okkur vera heitt

A

d. Þegar sótthiti er að lækka finnst okkur vera heitt

36
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um hitastjórnun?
Veljið eitt svar:
a. Það er eðlilegt að kjarnhiti hækki með áreynslu
b. Í fullorðnum er varmaframleiðsla mest í brúnni fitu
c. Líkamshiti hækkar með aldri
d. Líkamshiti mælist yfirleitt hærri í munni en í endaþarmi

A

a. Það er eðlilegt að kjarnhiti hækki með áreynslu

37
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um hitastjórnun?
Veljið eitt svar:
a. Eftir aðlögun að heitu loftslagi í nokkra daga verður svitamyndun minni
b. Það að húð hitni í sólarljósi er dæmi um hitastreymi
c. Megin virkni svita er að auka hitaleiðni
d. Kjarnhitastig er oftast lægra snemma morguns en um miðjan dag.

A

d. Kjarnhitastig er oftast lægra snemma morguns en um miðjan dag.

38
Q

Hvað af eftirfarandi er dæmi um hlutverk nýrna?
Veljið eitt svar:
a. Endurvinna gölluð rauð blóðkorn
b. Mynda A vítamín
c. Passa að osmólarstyrkur í utanfrumuvökva líkamans sé í lagi
d. Seyta glúkagoni

A

c. Passa að osmólarstyrkur í utanfrumuvökva líkamans sé í lagi

39
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um síun í æðahnoðrum nýrna?
Veljið eitt svar:
a. 1% blóðvökva síast frá til að mynda frumþvagið
b. Síun (filtration) er ferðalag efnis úr frumþvagi yfir í blóð
c. Henlelykkjur æðahnoðrans sjá um síun og myndun frumþvags
d. Blóðþrýstingur í háræðum æðahnoðrans (glomerulus) ýtur undir síun

A

d. Blóðþrýstingur í háræðum æðahnoðrans (glomerulus) ýtur undir síun

40
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um starfsemi nýrna?
Veljið eitt svar:
a. Endurupptaka (reabsorption) er ferðalag efna úr þvagi yfir í blóðið
b. Í hvoru nýra eru tveir nýrungar (nephrons)
c. Seytun (secretion) fer að mestu fram í æðahnoðra
d. Stór hluti af glúkósa úr blóði tapast út með þvagi

A

a. Endurupptaka (reabsorption) er ferðalag efna úr þvagi yfir í blóðið

41
Q

Gefum okkur að meira sé losað af aldósteróni frá nýrnahettum. Hver væru áhrifin?
Veljið eitt svar:
a. Minnkað rúmmál utanfrumuvökva
b. Minni losun á Na+ með þvagi
c. Minni losun á K+ með þvagi
d. Æðavíkkun víða um líkamann

A

b. Minni losun á Na+ með þvagi

42
Q

Gefum okkur að í blóði sé of mikið osmótískt virkum ögnum. Hvað er líklegt að gerist?
Veljið eitt svar:
a. Vasópressín (e. Antidiuretic Hormone, ADH) losun eykst
b. Þvagið verður þynnra, þ.e. með minna af uppleystum efnum
c. Endurupptaka (reabsorption) vatns í nýrum minnkar
d. Glúkósi er losaður með þvagi

A

a. Vasópressín (e. Antidiuretic Hormone, ADH) losun eykst

43
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um sýru- basajafnvægi í líkamanum?
Veljið eitt svar:
a. Bufferkerfi í blóði minnka sveiflur í sýrustigi
b. Utanfrumuvökvi er mun súrari en blóð
c. Ef pH blóðs er milli 6,5 og 8,5 telst það eðlilegt
d. Uppköst gera blóðið súrt

A

a. Bufferkerfi í blóði minnka sveiflur í sýrustigi

44
Q

Hvað af eftirfarandi myndi gera blóð basískara?
Veljið eitt svar:
a. Minni nýmyndun bíkarbónats
b. Minnkuð seytun (secretion) á H+ í nýrum
c. Minnkuð losun CO2 frá lungum
d. Aukin endurupptaka (reabsorption) HCO3- jónar (bíkarbónat) í nýrum

A

b. Minnkuð seytun (secretion) á H+ í nýrum

45
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um sertólífrumur?
Veljið eitt svar:
a. Þær framleiða estrógen
b. Þær framleiða testósterón
c. Þær hafa 46 litninga
d. þær eru mikilvægar hjá bæði konum og körlum

A

c. Þær hafa 46 litninga

46
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um estrógen og prógesterón?
Veljið eitt svar:
a. Frá gulbúi kemur prógesterón en ekki estrógen
b. Prógesterón ýtir undir egglos
c. Estrógeni er seytt af bæði fyrri og seinni hluta tíðahrings
d. Estrógen dregur úr uppbyggingu legslímhúðar

A

c. Estrógeni er seytt af bæði fyrri og seinni hluta tíðahrings

47
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um þroskun kynfrumna?
Veljið eitt svar:
a. Um tvær milljón eggfrumna ná full þroska á æviskeiði konu
b. Úr hverri forstigs eggfrumu verða til 16 fullþroskuð egg
c. Í sáðfrumuframleiðslu er fjölda forstigsfrumna viðhaldið
d. Fullþroskuð eggfruma og fullþroskuð sáðfruma eru álíka stórar frumur

A

c. Í sáðfrumuframleiðslu er fjölda forstigsfrumna viðhaldið

48
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um frjóvgun eggfrumu?
Veljið eitt svar:
a. Dæmigert er að frjóvgað egg nái bólfestu í legi sama dag og frjóvgun verður
b. Oftast ná fleiri en ein sáðfruma í gegnum varnir eggsins og losa erfðaefni sitt
c. Bólfesta verður yfirleitt strax og frjóvgað egg kemur úr eggjaleiðara
d. Fyrstu frumuskiptingar eftir frjóvgun verða yfirleitt í eggjaleiðara

A

d. Fyrstu frumuskiptingar eftir frjóvgun verða yfirleitt í eggjaleiðara

49
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um fæðingu?
Veljið eitt svar:
a. Þrýstingur á leghálsi dregur úr losun oxýtósíns
b. Yfirborðsvirkt efni í lungum (surfactant) veldur vandræðum ef það er framleitt fyrir fæðingu
c. Oxýtósín kemur frá eggjastokkum í fæðingu
d. Vaxandi tíðni hríða byggir á jákvæðu endurkasti

A

d. Vaxandi tíðni hríða byggir á jákvæðu endurkasti

50
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um NREM svefn?
Veljið eitt svar:
a. Delta bylgjur byrja að koma með beta bylgjunum
b. Blóðþrýstingur hækkar
c. Seyting vaxtar- og kynhormóna minnkar
d. Blóðflæði til vöðva eykst

A

d. Blóðflæði til vöðva eykst

51
Q

Hvað af eftirfarandi á við um hægan sársauka?
Veljið eitt svar:
a. Mekanískir sársaukanemar
b. Kemur síðar, en varir stutt
c. Ónákvæm staðsetning
d. Mjög skarpur sársauki

A

c. Ónákvæm staðsetning

52
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um athygli (behavior)?
Veljið eitt svar:
a. Stúka (Thalamus) gegnir mikilvægu hlutverki í atferli
b. Ómeðvituð upplifun er nátengd athygli
c. Tilfinningar með uppruna í litla heila (Cerebellum) hafa áhrif á atferli
d. Áreiti hefur lítil sem engin áhrif á atferli

A

a. Stúka (Thalamus) gegnir mikilvægu hlutverki í atferli

53
Q

Hvar í fóstrinu er Ductus arteriosus (Fósturslagæð) að finna?
Veljið eitt svar:
a. Á milli ósæðar (aorta) og lungnaslagæðar (pulmonary artery)
b. Hún liggur á milli slegla (ventricles) í hjartanu
c. Hún er staðsett í lifur og er blóð frá fylgju til hjarta
d. Hún liggur á milli gátta (atria) í hjartanu

A

a. Á milli ósæðar (aorta) og lungnaslagæðar (pulmonary artery)

54
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um kynfæri karla?
Veljið eitt svar:
a. Sáðfrumur myndast í sáðrás
b. Leydig frumur í eistum framleiða testósterón
c. Sæði er súrt til að hlutleysa basa í leggöngum
d. Sáðblöðrur losa vökva út í eistnalyppur

A

b. Leydig frumur í eistum framleiða testósterón

55
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um kynfæri kvenna?
Veljið eitt svar:
a. Gulbú myndast við upphaf seinni helmings tíðahrings
b. Í hverjum tíðahring byrjar aðeins eitt eggbú að þroskast
c. Aukning í prógesterónstyrk markar upphaf blæðinga
d. Eggjastokkar framleiða estrógen en ekki prógesterón

A

a. Gulbú myndast við upphaf seinni helmings tíðahrings

56
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um þroskun fósturs/meðgöngu?
Veljið eitt svar:
a. Stærð fósturs skiptir minna máli en að fóstrið fylgir eðillegri vaxtarkúrvu
b. Lengdarmæling í sónar gefur betri vísbendingu um aldur fóstur ef mælt eftir 20 viku
c. Fylgja verður til tveimur vikum á undan fóstrinu
d. Líffæri byrja fyrst að mótast eftir viku átta á meðgöngu

A

a. Stærð fósturs skiptir minna máli en að fóstrið fylgir eðillegri vaxtarkúrvu

57
Q

Hvað af eftirfarandi er réttast um þroskun kynfæra eða kynákvörðun?
Veljið eitt svar:
a. Það er m.a. skortur á testósteróni í fóstri með XX arfgerð leiðir til þess að fóstrið þroskar kvenkyns kynfæri
b. Estrógen hefur meira með kynákvöðrun að gera en testósterón
c. Müllerian ducts verða að karlkyns kynfærum
d. Allt frá upphafi fósturþroska eru karlkyns og kvenkyns kynfæri ólík

A

a. Það er m.a. skortur á testósteróni í fóstri með XX arfgerð leiðir til þess að fóstrið þroskar kvenkyns kynfæri

58
Q

vað af eftirfarandi er réttast um þroskun kynfæra?
Veljið eitt svar:
a. Offramleiðsla testósteróns hjá fóstri með XX arfgerð hefur engin áhrif
b. Eistu ganga oftast niður í pung eftri fæðingu- nei gera það ekki strax
c. Það er í lagi að testósterónviðtakar í XY fóstri séu óvirkir því áhrif testósteróns koma bara fram eftir fæðingu
d. Pungur drengja er fósturfræðilega skyldur ytri skapabörmum stúlkna

A

d. Pungur drengja er fósturfræðilega skyldur ytri skapabörmum stúlkna

59
Q

Hvað af eftirfarandi er rétt um þroskun öndunarkerfis?
Veljið eitt svar:
a. Yfirborðsvirkt efni (surfacant) er venjulega bara framleitt eftir fæðingu
b. Við fæðingu eru lungnablöðrur (alveoli) jafn margar og í fullorðnum
c. Þekjan í lungum þykknar rétt fyrir fæðingu til að auka loftskipti
d. Barki og lungun myndast úr innlagsrörinu

A

c. Þekjan í lungum þykknar rétt fyrir fæðingu til að auka loftskipti

60
Q

Hvað af eftirfarandi gerist fljótlega eftir fæðingu ef allt er eðlilegt?
Veljið eitt svar:
a. Foramen ovale opnast meira
b. Lungun taka við af fylgju við að súrefnismetta blóðið
c. Ductus arteriosus opnast og veitir blóði úr lungnaslagæð yfir í ósæð
d. Súrefnisþrýstingur í blóði nýfædda barnsins fellur

A

b. Lungun taka við af fylgju við að súrefnismetta blóðið