Ritgerðaspurningar Flashcards

1
Q

Guðrún er 65 ára og nýlögst inn á bráðadeild. þú ert nýbúin að taka á móti henni. Hún er búin að vera með hita undanfarið og reynist vera með lungnabólgu. Hún er frekar hraust en hefur fundið fyrir hjartsláttartruflunum. Við komu á deildina er súrefnismettunin 85% án súrefnis. Bþ 120/75, púls 95, ÖT 16 og hiti 38°C. Fyrirmæli liggja fyrir um súrefnisgjöf og súrefnismettun eigi að vera <93%. Einnig eru fyrirmæli um það að Guðrún eigi að skila hrákasýni. Hún hóstar mikið en nær engu slími upp.

  1. Hvernig er best að hjálpa henni að ná hrákasýni og afhverju eru svona mikilvægt að ná þessu sýni sem fyrst?
  2. Um nóttina versnar Guðrún skyndilega og hún á erfitt með öndun. Hún liggur flöt í rúminu og andar um 30x/mín. Hún hóstar en nær engu upp. súrefnismettunin lækkar í 80% þrátt fyrir súrefnisgjöf. HVað geriru ?
  3. Læknir skráir fyrirmæli um að gefa Guðrúnu lyf í loftúða (atrovent og ventolin). Lýstu verkun lyfjanna og nefndu a.m.k 2 hugsanlegar aukaverkanir þeirra.
  4. Nefndu a.m.k 4 einkenni súrefnisskorts hjá fullorðnum einstaklingi
A
  1. það er hægt að hjálpa henni við að gera öndunaræfingar eins og þindaröndun. Einnig er hægt að aðstoa hana við Huff coughing. Ef það hjálpar ekki er hægt að nota hóstavél eða sogun til að ná slíminu upp. Mikilvægt er að ná þessu sem fyrst svo hægt sé að meta uppgang, lit, áferð og seigju, og senda það í rannsókn til að fá rétta greiningu svo hægt sé að gefa rétt lyf.
  2. Hækka höfuðlag. Setja kodda undir hendur, hafa annan kodda til stuðnings þegar hún hóstar. Snúa má reglulega til að auka slímlosun. Fylgjast með súrefnismettun og þá auka við súrefnið hjá henni eftir þörfum.
  3. Atrovent og ventolin eru loftúðar sem eru fljótverkanndi berkjuvíkkandi lyf. Aukaverkanir geta verið skjálfti, höfuðverkur, hraður/þungur hjartsláttur, munnþurrkur o.fl
  4. Blámi, hraður hjartsláttur, lækkuð súrefnismettun, slappleiki, óróleiki, svimatilfinning, nasavængjablakt, aukin öndunarvinna, andþyngsli
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hver er munurinn á sýkingu og sýklun ?

A

Sýking: þegar nægilega margar örverur komast inn í líkamann, fjölga sér þar og valda vefjaskemmd.

Sýklun: vistun og fjölgun örvera í/á líkama án þess að valda skaða

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvað er spítalasýking?

A

sýking sem er afleiðing sjúkrahúsadvalarinnar og ekki til staðar eða á meðgöngutíma við innlögn á sjúkrahús. Oft er miðað við 48klst eftir innlögn á sjúkrahús.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hver er megin tilgangur með notkun aseptískra vinnubragða og hvenær eru slík vinnubrögð helst notuð? Nefndu dæmi um aðstæður þar sem þarf að nota aseptísk vinnubrögð

A

Aseptísk vinnubrögð eru aðferðir sem eru notaðar til að lágmarka sjúkdómsvaldandi örverur á meðan klínsík verk eru framkvæmd.
Alltaf notuð ef hætta er á að sjúklingur sýklist eða sýkist við klínísk verk.
Dæmi: blóðtaka, sárameðferð, uppsetning æða- og þvagleggja o.fl

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Hvað eru lykilsvæði og lykilhlutir aseptískra vinnubragða?

A

Lykilsvæði: þau svæði á sjúkl þar sem sjúkdómsvaldandi örverur komast inn fyrir varnir líkamans (t.d sár, þvagrás, stungustaðir)

Lykilhlutir: eru dauðhreinsaðir hlutir sem koma í snertingu við lykilsvæði á sjúkling og geta borið sjúkdómsvaldandi bakteríur í sjúkl ef þeir mengast og valdið sýkingu. (t.d nálar, sprautuendar, þvag- og æðaleggir, dauðhreinsaðar vörur /hlutir)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hvenær á að nota hreina hanska og hvenær á að nota dauðhreinsaða hansa? Nefnið tvenns konar aðstæður fyrir hreina hanska og fyrir dauðhreinsaða hanska

A

Hreinir: við verk þar sem ekki þarf að snerta áhættusvæði / lykilstaði. (t.d blóðtöku eða uppsetning á æðalegg)

Dauðhreinsaðir: ef snerta þarf áhættustaði / lykilstaði (t.d ísetning þvagleggs eða skurðaðgerð)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly