Sam: fiskveiðaöold Flashcards
(8 cards)
Hverjar voru helstu útflutningsvörur Íslendinga á Norsku öldinni?
skreið
Hvenær var Norska öldin?
yfir 14.öldina
Hvers vegna fluttist vald yfir Íslandi til Danmerkur?
Tengslin á milli Íslands og Noregs minnkaði mikið vegna Svarta dauða og vegna stofnunar Kalmarsambandsins. Hansakaupamenn brenndu Björgvin eftir að Eiríkur bannaði það þá rofnuðu tengslin endanlega.
Hvað er Enska öldin?
Hún var frá 1415-1475. Englendingar sigldu til Íslands til að veiða eða kaupa vaðmál, brennistein og skreið. Í skiptum fyrir ensk klæðaefni, mjöl, bjór, vín og fleira.
Hvaða breytingar urðu á skipakosti á 15. öld?
Sléttbyrtir, fjölmastra karkarar tóku við af súðbyrtum, einmastra kuggum. Skipin urðu stærri og lengra úthald mögulegt.
Hvað var helst flutt á milli Íslands og Englands á Ensku öldinni?
Matvæli eins og korn, hunang og smjör, skeifur og ýmsar aðrar járnvörur, munaðarvörur eins og skartgripir og handtöskur. Talsvert af bjór og eitthvað af líni og fatnaði en þó hlutfallslega mun minna en til Noregs. Skipin fluttu svo skreið aftur frá Íslandi, svo og brennistein og eitthvað af vaðmáli.
Hvað er Þýska öldin?
Hansakaupmönnum fjölguðu, átök á íslandi snúast um einstakar hafnir, áhrif þjóðverja frá Hamborg. Leiddi til þess að 16.öldin er kölluð þýska öldin í Íslandssögunni. Siglingar Englendinga til Íslands héldu áfram til miðja 17.öld.
Hvað er Píningsdómur?
Árið 1490, samningur um að englendingar mættu versla og veiða fiska við Ísland og þýskir kaupmenn mættu það líka ef þeir væru með konungsbréf.
Útlendir menn mættu vera hér um vetur, hafa Íslendinga í vinnu eða gera út skip.
Þýsku öldinni lauk árið 1602.
Danir máttu bara versla við Ísland en sumir voru bara að stela fyrir hansakaupmenn (þjóðverja).