Sam: tyrkjaránið Flashcards
(5 cards)
Lýstu árásum „Tyrkja“ á Ísland sumarið 1627.
þeir tóku land í Grindavík 20júni, hertóku þar 15 íslendinga, felldu 2 og tóku 2 skip með áhöfn og annað herfang.
Hver var munurinn á afköstum Marokkómanna og Algeirsborgara í ránsferðunum til Íslands 1627?
Algeirborgarar þeir rændu búsmala, kirkjumunum, silfri og fleira verðmæti. Og líka fullt af Austfirðingum. En Marokkómenn rændu 15 íslendingum.
Hvaða skilyrði settu Algeirsborgarar fyrir því að Íslendingarnir gætu orðið hluti af samfélaginu í Alsír?
Þeir gátu keypt sér frelsi og áttu að fara i þeirra trú.
Hvernig gekk að bjarga Íslendingunum aftur heim?
Söfnunin gekk hægt og illa(34 lögðu af stað heim). Sex dóu á leiðinni, einn varð eftir, það komu semsagt 27(Íslendingar) heim.
Segðu frá Ólafi Egilssyni, Múrat Reis eða Tyrkja-Guddu.
Tyrkja-Guddu
Guðríður Símonardóttir(Tyrkja-Gudda)var húsmóðir í Vestmannaeyjum sem var gift Eyjólfi Sólmundarsyni. Árið 1627 komu svokallaðir Tyrkir og rændu í Vestmannaeyjum. Þeir rændu bæði fólki og fé og voru Guðríður ásamt Sólmundi(syni sínum)rænd af þeim. Guðríður var ánauðug í tæpan áratug í Alsír. Danakonungur keypti nokkra Íslendinga lausa og Guðríður var meðal þeirra en sonur hennar Sólmundur varð eftir og hafði tekið Múhameðstrú. Þessi hópur var sendur til Kaupmannahafnar og fékk þar uppfræðslu í kristnum fræðum og upprifjun á móðurmáli sínu. Sá sem kenndi það var Hafnarstúdentinn Hallgrímur Pétursson.
Hann og Gudda urðu ástfanginn og hann fór með henni aftur til Íslands.
Fyrstu árin var Guðríður húsfreyja í Bolafæti í Njarðvík. Árið 1644 varð Hallgrímur prestur á Hvalsnesi og var þá Guðríður orðin prestsfrú þar. Þau eignuðust Steinunni sem þau misstu unga.