réttarheimildahugtakið SL og réttarheimildarþættir Flashcards

1
Q

Almennt

A

Réttarheimild á að samsvara latneska orðinu fons juris, sem er uppspretta eða lind réttarins. Í dönsku og norsku eru notuð samsvarandi orð, eða retskilde, og í ensku source of law.

Sú hugsun býr þar að baki að sérhver fullyrðing sem máli skiptir verði að styðjast við einhver þau gögn, áþreifanleg eða óáþreifanleg, sem almennt eru kölluð heimildir

Samkvæmt þessu ætti þá orðið réttarheimild að vísa sérstaklega til þess að hver sá sem segir að tiltekin regla sé réttarregla verði að skírskota til viðurkenndrar heimildar fyrir því

  • Merkir orðið réttarheimild því „viðhlítandi stoð eða grundvöllur undir réttarreglum“

Lengst af hafa réttarheimildir verið taldar fleiri en ein, en ekki hefur verið á einn veg hvað hefur verið talið réttarheimild hverju sinni, hvort heldur litið er til afmarkaðra tímabila réttarsögunnar, réttarmenningar skyldra eða tengdra þjóða ellegar réttarskipunar einstakrar þjóðar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Skilgreining SL

A

Réttarheimildir eru þau viðmið – gögn, sú háttsemi, þær hugmyndir og hvaðeina annað – sem almennt er viðurkennt að nota skuli eða nota megi til rökstuðnings þegar réttarregla er slegið fastri eða hún mótuð almennt eða í ákveðnu tilfelli

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Viðmið

A

það sem er í takt við skoðun þorra manna

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Gögn

A

Þau gögn sem eru áþreifanleg, einkum sett lög og dómaframkvæmd

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Háttsemi

A

Venja sem hefur mótast – réttarvenjur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hugmyndir

A

Vísað til viðmiða sem ekki hafa mótast til hlítar, t.d. meginreglur laga, eðli máls, hugsanlega réttarvitund.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Hvaðeina annað

A

Gera má ráð fyrir að að með tímanum öðlist nýjar réttarheimildir viðurkenningu en aðrar glati henni. Hér er „hvaðeina annað” því ákveðin fyrirvari um þetta svo ekki sé um tæmandi talningu að ráða.

Heldur skilgr. Opinni svo hún geti breyst með þróun réttarins

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Almennt viðurkennt

A

Skoðun þorra manna, breytilegt, viðmið

Breytilegt í samfélaginu, lykilatriði, réttarheimildirnar ekki höggnar í stein. Hver sá sem lýsir reglu gildandi réttarreglu getur vísað í réttarheimildirnar án þess að það sé véfengt

  • HRD aðskilnaðadómur, Hrd dómtúlksdómur (getur breyst í samhengi við alþjóðlega samninga) HRD Vestfjarðargöng (á alltaf að fylgja því sem er almennt viðurkennt, þó það sé ósanngjarnt?
  • Sameiginlegt með þessum dómum: er að við sögu kemur einhver minniháttar/lítilmagni, oft gegn ríkinu, verður fyrir tjóni, það er eins og það grípi HRD einhver þörf til að koma í móts viðkomandi, sem hefur betur
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Að nota má eða nota skal

A

sumar réttarheimildir frjálsar, aðrar bindandi. Mismunadi rétthæð heimildanna. T.d sett lög og venja bindandi, fordæmi mitt á milli

  • Þetta felur að vísu ekki í sér að dómstólar og aðrir sem ákvarða í hverju einstöku tilfelli hverjar skuli vera gildandi réttarreglur í landinu fylgi lögum og venju í blindni, heldur verið að gefa þeim gaum þegar á reynir
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Réttarreglu slegið fastri eða hún mótuð

A

Réttarreglu slegið fastri
- T.d. lög

Réttarregla mótuð
- T.d. út frá dómum HR

Lög frá Alþingi, fullbúnar reglur, t.d. reglan um ökutæki á hægri vegarhelmingi. Þegar réttarregla er mótuð er kannski svigrúm til mats, túlkunar, hún jafnvel óljós, þá þarf að skoða samhengi við önnur ákvæði jafnvel lagabálka. Oft í höndum dómstóla.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

slegið fastri, hún mótuð eða í ákveðnu tilfelli

A

Eðli réttarheimilda að það gæti þurft að túlka þær

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

Skv Sigurði Líndal eru réttarheimildirnar 12

A
  1. Settur réttur – lög
  2. Réttarvenja
  3. Fordæmi
  4. Lögjöfnun
    a. Álitamál hvort hún teljist réttarheimild eða aðferð við lögskýringu
  5. Kjarasamningar
  6. Meginreglur laga
    a. HRD aðskilnaðardómur: „í SS lýðveldisins er byggt á þeirri meginreglu að ríkisvaldið sé þríþætt..“
  7. Eðli máls
    a. HRD handleggsbrot: „réttlát þykir og eðlilegt að þjóðfélag beri ábyrgð á mistökum“ opinberra starfsmanna
  8. Kenningar fræðimanna
  9. Almenn réttarvitund
  10. Þjóðarréttareglur
  11. Nauðsyn er lögum ríkari
  12. (samningar þjóðfélagsþegnanna)
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Réttarheimildarþættir

A

Réttarheimildarþættir eru kenning úr skandinavísku raunhyggjunni en skv. danska lögspekingnum Alf Ross eru réttarheimildarþættir (d. retskildefatorer) samheiti yfir öll þau atriði sem haft geta áhrif á niðurstöðu um réttarreglu, þ.e. ekki einungis réttarheimildir heldur einnig undirbúningsgögn, fræðirit, lögskýringarsjónarmið o.fl. Ross var mikill vildarréttarmaður og leit á lögin sem raunverulegar staðreyndir og jafnframt hafnaði hann réttarheimildarhugtaki Sigurðar Líndal. Ross taldi lögin, í grundvallar atriðum, vera það sem mönnum finnst vera lög, og ekki eiga að gera greinarmun á heimildunum og aðferðunum til að vinna úr þeim. Skúli Magnússon fellst ekki á þessa hugmynd. Skúli nefnir m.a. að ef allt, sem haft geti áhrif á lagalega niðurstöðu, eigi að falla undir hugtakið hljóti veðrið að gera það líka. Slíkt kann að hafa áhrif á lagalega niðurstöðu þar sem dómari getur látið veðrið hafa áhrif á sig.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Réttarheimildarþættir

A

Skandinavíska raunhyggjan
o Leggur mikla áherslu að lýsa raunveruleikanum eins og hann er í raun og veru
o Mörg atriði sem hafa áhrif á lagalega niðurstöðu
 Dæmi: sett lög, greinargerðir, fræðigreinar
o Vísindaleg þekkingaleit getur aðeins beint að hlutlausri lýsingu staðreynda og sambandi þeirra
o Lögin sem safn ( raunverulegra) staðreynda
o Allt sem hefur áhrif á niðurstöðu um lög hefur sambærilega þýðingu – rétthæðin sú sama

Skilgreining
o Réttarheimildarþættir eru samnefnari fyrir öll þau atriði sem hafa (raunverulega) áhrif á niðurstöðu um réttarreglu
o Ekki er gerður greinamunur á hinni lagalegu aðferð og réttarheimildunum
o Þau atriði sem almennt eða oftast eru talin hafa áhrif á niðurstöðu

Gagnrýni
o Í raun gildishlaðin þrátt fyrir að hún beri með sér að vera hlutlaus og lýsandi
o Enginn rökstuðningur til fyrir þeirri lagalegu aðferð sem notuð er – slíkar skýringar væri dæmdar til að vera óvísindalegar og marklausar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað er réttarheimildirþáttur og hvað ekki?

A
  • Ef gera á grein fyrir réttarheimildarþáttum verður að liggja fyrir með tæmandi hætti hver þau raunverulegu atriði eru sem hafa áhrif á lagalega niðurstöðu í framkvæmd, t.d. fyrir dómstólum
  • Setja verður þann augljósa fyrirvara við hugmyndina um réttarheimildarþættina að ekki er unnt að samþykkja öll þau atriði sem hafa áhrif eða geta haft áhrif á niðurstöður dómara og annarra um réttarreglur
    o Samkvæmt þessu sýnist nærtakt að takmarka réttarheimildarþættina við nánar tiltekin atriði, t.d. þau atriði sem almennt eða oftast eru talin hafa þýðingu þegar dómari kemst að niðurstöðu um lög
  • Með öðrum orðum er nú sagt að dómarinn eigi að grundvalla niðurstöðu sína á vissum atriðum og öðrum ekki. Dómarinn getur samkvæmt þessu komist að rangri niðurstöðu ef hann lætur önnur atriði en hina „réttu“ réttarheimildarþætti hafa áhrif á sig (t.d. veðrið)
  • Hvað er það sem skiptir máli þegar komist er að niðurstöðu um gildandi rétt? Svar norrænna fræðimanna við þessari spurningu er á þá leið að fylgja eigi viðteknum venjum í þessu efni, þ.e. sem almennt er talið hafa lagalega þýðingu eða er viðurkennt sem slíkt á hverjum tíma.
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly