afdrif stjórnsýslufyrirmæla Flashcards

1
Q

Gerið grein fyrir mögulegum afdrifum stjórnsýslufyrirmæla við breytingu á lögum eða afnámi laga og nefnið dóma máli ykkar til stuðnings.

A

Nú getur það gerst að lög séu afnumin án þess að ný lög séu sett í þeirra stað. Við það falla stjórnsýslufyrirmæli sem sett hafa verið með stoð í lögunum sjálfkrafa úr gildi. Þótt lögum sé hins vegar breytt og jafnvel gengið svo langt að ný löggjöf leysi hina eldri af hólmi þarf það ekki að merkja að stjórnsýslufyrirmæli sem sett hafa verið í skjóli eldri laga falla úr gildi. Dæmi eru um að í lögum sé það tekið fram berum orðum að eldri reglugerði haldi gildi sínu að svo miklu leyti sem þær far ekki í bága við nýrri lög. Ef jafnvel þótt slíks sé ekk getið halda þær gildi að svo miklu leyti sem þær verða samrýmdar nýrri lögum. Það ræðst síðan af skýringu á ákvæðum þeirra hvort svo sé

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Á það hefur reynt fyrir dómi hvort reglugerð sem sett hefur verið á grundvelli eldri laga sé viðhlítandi réttarheimild þegar löggjöf hefur verið breytt, sbr HRD hundamál

A

Hrd hundamál – Á sótti um leyfi borgarstjórnar til að hafa hund á heimili sínu en var synjað með vísan til reglugerðar. Á ítrekaði umsókina ári síðar og var synjað aftur. Með málsókn krafðist hann þess að viðurkennt yrði með dómi að synjun borgarstjóra yrði metin ólögmæt. Reisti hann sókna sína m.a. á því að reglugerðin hefði fallið úr gildi um leið og lögin féllu úr gildi, þ.e. fyrir notkunarleysi. HR féllst ekki á þá röksemd að ákvæðin væru fallin. Reglugerðin talin halda gildi sínu. Reglugerðin var sett með stoð í lögum og var réttlilega sett upphaflega.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Ný lög geta haft í för með sér svo víðtækar breytingar að reglugerð sem átti næga stoð í lögum glatar henni með öllu þannig að hún verður ekki gild réttarheimild, sbr HRD Starfsmannavegabréf

A

HRD Starfsmannavegabréf – P var handtekin fyrir utan klúbb á Keflavíkurflugvelli. Færð á lögreglustöð og haldin í 1-2 klst. Krafin um vegabréf en hafði einungis starfsmannavegabréf. P krafði ríkissjóð bóta fyrir ólögmæta handtöku. Ríkissjóður vitnaði til reglugerðar nr. 128/1954 sem UTN hafði sett með skírskotun til heimildar í lögum nr. 10/1942 sem voru almenn lög sem DMR fór með þar til lög nr. 106/1954 tóku gildi og UTN tók við af DMR. Niðurstaða Hr var að reglugerðin hafi ekki haft lagastoð eftir að lög nr 10/1942 voru afnumin með lögum nr 25/1965. Samkvæmt þessu hafi brostið skilyrði til þess að lögreglumenn færðu P á lögreglustöð vegna þess að hún hafi ekki getað framvísað svokölluðu gestavegabréfi. P því dæmdar skaðabætur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Einnig geta ákvæði í reglugerð sem ekki hafa lagastoð í upphafi fengið hana síðar þegar ný lög hafa verið sett, sbr. HRD fullu flugstjóri

A

HRD fullur flugstjóri – Þ átti að stýra flugvél frá RVK til Noregs. Þegar hann kom á RVK – flugvöll var hann miður sín vegna víndrykkju kvöldið áður og reyndist áfengismagn í blóðinu 0,89 prómil. Ákveðið var að Þ færi ekki í flugferðina og hafði hann ekki hafið nein störf þegar ákvörðunin var tekin. Þ var því sýknaður. Í dómi HR var sérstaklega tekið fram að hvorki lög um loftferðir né önnur réttarákvæði sem til væri vitnað í reglugerð um flugið hafi veitt heimild til að setja ákvæði sem reglurgerðinn hafði að geyma sem meðal annars mætu svo að flugliðar mættu ekki neyta áfengis síðustu 18 klukkustundirnar áður en flug væri hafið. Á þeim tíma sem atvik málsins gerðust hefðu ákvæði reglugerðarinnar haft stoð í lögum. Ákvæði reglugerðar um flugið skorti lagastoð þegar það var sett en fékk hana við setningu áfengislaga nr 58/1954

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly