Gagnaályktun Flashcards

1
Q

Gagnaályktun

A

Þegar kemur að lokum lögskýringarferisins þarf að velja lögskýringarleið að loknu heildarmati á samhengi lagaákvæðis, þrjár lögskýringarleiðir koma til greina, þ.e. almenn, þrengjandi og rýmkandi lögskýring. Þegar deild er um hvort tilvik falli undir lagaákvæði kann niðurstaðan að vera sú að ljóst þyki að tilvik falli utan við ákvæðið samkvæmt almennri lögskýringu enda einsýnt að ákvæðið taki ekki til tilviks samkvæmt orðanna hljóðan. Þá sé einnig ljóst að tilvikið verði ekki fellt undor ákvæðið með rýmkandi lögskýringu. Í sumum ritum á sviði lögskýringarfræði og í réttarframkvæmd er talað um að í slíkum tilvikum sé gagnályktað frá lagaákvæði. Það á einkum við þegar ljóst þykir af fastmótuðu lagaákvæði að fjallað sé efnislega um ákveðin afmörkuð tilvik, t.d. þegar ákvæði kveður á um tæmandi talningu tilvika.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Skilgreining – hvenær er rétt að tala um gagnályktun

A

Gagnaályktun felur í sér að við túlkun lagaákvæðis er komist að þeirri niðurstöðu að tilvikið Z verður ekki talið falla undir lagaákvæðið, en jafnframt er haldbært að álykta sérstaklega að önnur (gagnstæð) efnisregla gildi um tilvikið X. Gagnaályktun kemur til greina þegar lagaákvæði hefur að geyma tæmandi talningu tilvika, enda sé ljóst að önnur gagnstæð regla gildi um tilvikið. Hún kemur almennt ekki til greina ef lagaákvæði er byggt á meginreglu laga. Ekki er gagnályktað ef um auðkennatalningu er að ræða.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

HRD Arnarborgin

A

Í hrd. Arnarborgin við nauðungarsölu skipsins A lýstu yfirmenn skipsins, kröfum á söluverð skipsins vegna ógreiddra launa í 2 og hálfan mánuð auk kostnaður með vísan til þess að kröfurnar nutu sjóveðréttar samkvæmt siglingalögum, einnig kröfðust þeir greiðslu vangoldinna launa fyrir júlí, ágúst og sept. HR taldi ákvæði sjómannalaga, þar sem mælt er fyrir um heimild skipverja til að krefjast lausnar úr skiprúmt. Ef skip er selt öðrum innlendum útgerðarmanni, yrði að draga þá gagnaályktun að ráðning skipverja stæði óbreytt ef innlendur útgerðamaður gerðist kaupandi að því, þar á meðal við nauðungarsölu, nema skipverji nýtti sér rétt samkvæmt ákvæðinu til að slíta ráðningunni vegna sölunnar. HR komst að þeirri niðurstöðu að nauðungarsala skips sé ein tegund sölu sem gæti átt þarna undir. Nýti skipverjinn sér ekki heimildina til að slíta ráðningunni verður hann starfsmaður nýja eigandans, útgerðamannsins sem verður viðsemjandi skipverjans og ráðningarsamband helst óbreytt. Gagnaályktun

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly