Settur réttur í þrengri Flashcards

1
Q

almennt um sett lög

A

Með orðunum settur réttur er átt við skráða yfirlýsingar handahafa allsherjarvalds sem hafa heimild að stjórnlögum eða öðrum lögum til að mæla fyrir um háttsemi manna. Sett lög eru mikilvægasta réttarheimildin og eru besta tækið til að skapa forsendur fyrir því að réttarríkið fái staðist. Hagkvæmissjónarmið lúta einkum að því að sett lög eru sú réttarheimild sem alla jafna er aðgengilegust og þannig handhægust til að miðla upplýsingum um réttarreglur. Sett lög má greina í tvo flokka, þ.e. reglur sem handahafar lagsetningarvalds setja, sett lög, og reglur sem handhafar framkvæmdarvalds setja með stoð í lögum, oftast reglugerðir.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Nauðsynleg – aðgengilegustu réttarheimildarnar, stundum áskildar

A

Sett lög eru að jafnaði algengasta form réttarheimilda og því verður stundum að áskilja þau sérstaklega. Lög eru í fyrsta lagi nauðsynleg þegar setja á almennar og nokkurn vegin varanlegar réttarregur sem ætlast er til að allir þjóðfélagsþegnarnir fylgi hvort sem bein viðurlög séu við bundin eða ekki. Í stjórnarskrá er víða vikið að slíkum lögum, t.d. lög um ráðherraábyrgð, reglur um alþingiskosningar, skipun dómsvalds o.fl. í öðru lagi er á sumum sviðum sérstök nauðsyn til að lög séu skýr og algengileg, sérstakleg þar sem leggja á byrgðar eða kvaðir á þjóðfélagsþegnana, skerða frelsi þeirra eða íþyngja þeim á annan hátt svo sem með refisviðurlögum. Með þessu er verið að tryggja réttaröryggi borgaranna á þeim sviðum sem stjórnarskráinn hefur talið sérstaka hættu á að þau verði gengið, auk þess sem þau stuðla að því að afmarka sem gleggst ábyrgð stjórnmálamanna gagnvart kjósendum á tilteknum mikilvægum ákvöðunun, s.s. bæði í þágu réttarríkisins og lýðræðis. Loks verður að áskilja lög ef breyta á lögum eða fella úr gildi, en það helgast af þeirri meginreglu að því sem einu sinni er komið í lög verði hvorki hnikað né það afnumið nema með lögum – löggjafinn einn getur breytt eigin fyrirmælum, nema annað sé sérstaklega mælt. Þetta leiðir af því að handhafar stjórnsýsluvald geta ekki gengið inn á valdsvið löggjafans.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Grundvallarlög

A

Grundvallarlög – þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem lúta ákvæðum 1.mgr. 79.gr. stjórnarskrárinnar um breytingar og viðauka. Nokkrum ákvæðum SS má breyta með almennumlögum og falla þau ekki undir þennan flokk. Einnig er mælt í SS að tilteknum málefnum skuli skipað með lögum, svo sem greiðslum til forseta Íslands og ábyrgð ráðherra. Hinir sömu geta átt frumfkvæði að setningu grundvallarlega – forseti Íslands fyrir tilstilli ráðherra, þingmenn og ráðherrar. Frumvarpið, sem nefna skal frumvarp til stjórnskipunarlga, sætir annarri meðferð en frumvarp til venjulegra laga. Nái frumvarpið samþykki ber að rjúfa þing og kjósa aftur í almennum kosningum. Að þeim loknum skal frumvarpið lagt fyrir nýkjörið þing til samþykktar. Sé það samþykkt óbreytt er það lagt fyrir forseta til staðfestingar. Ef frumvarpið er ekki samþykkt, því vísað frá eða verður ekki rætt er það úr sögunni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Mannréttindasáttmáli Evrópu

A

Mannréttindasáttmáli Evrópu – í lögum er mælt fyrir að MSE skuli hafa lagagildi á Íslandi. Álitamál er hvar honum skuli skipað meðal réttarheimild, en skv. Lögunum hefur sáttmálinn sömu stöðu og almenn lög. Sáttmálinn var fyrst fullgildur og ekki þótti ástæða til að lögfesta hann, en raunin var önnur. Íslensk lög veittu ekki fullnægjandi tryggingu fyrir því að menn nytu fyllstu mannréttinda og því var niðurstaðan sú að nauðsynlegt væri að lögfesta hann. Með því fengi sattmálinn formlega sömu stöðu og almenn lög. Það fæli í sér að fyrirmæli í eldri lögum sem færu í bága við ákvæði hans féllu úr gildi samkvæmt þeirri meginreglu að yngri lög gengu framar eldri (lex posterior). Samningurinn felur í sér lögfestingu á mörgum óskráðum meginreglum til trygginar mannréttinda sem þegar gilda í landinu sem grundvallarlög til fyllingar ákvæðum stjórnarskrá. Með stjórnskipunarlögum árið 1995 var mannréttindakafli stjórnarskrárinnar endurskoðaður og samræmdur MSE, svo stjórnlagagildi hans hefur verið aukið þótt sjálfur hafi hann ekki formlega stöðu slíkra laga. Samkvæmt þessu megi skoða mannréttindasáttmálan sem stjórnarskrárígildi.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Almenn lög

A

Almenn lög – Lög sem Alþingi setur og forseti Íslands eða hanfhafar forsetavalds staðfesta með undirritun sinni. Stjórnarfrumvörp kallast þau frumvörp sem ráðherrar flytja, fyrir hönd forseta, sem hefur frumkvæðið. Frumvörp til laga og ályktana hafa ráðherrar og þingmenn rétt til að flytja. Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á þingi, þar sem meira en helmingur þingmanna er viðstaddur og taka þátt í afgreiðslu þess. Örlög frumvarps getur orðið eftirfarandi: 1) Það er ekki útrætt, 2) fellt og er þá ekki heimilt til að flytja það aftur á sama þingi, 3) það er samþykkt og ráðherra ber það fyrir forseta til staðfestingar. Ef forseti staðfestir það með undirritun sinni, sem og ráðherra, er frumvarpið orðið að lögum. Synji forseti lagafrumvarpi staðfestingar, öðlast það engu að síður gildi en því skal skotið til þjóðaratkvæðis svo fljótt sem kostur er

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Bráðabirgðalög – 28. gr. stjskr.

A

Bráðabirgðalög – 28.gr. stjskr. Heimilar setningu bráðabirgðalaga. Þegar brýn nauðsyn ber til, getur forseti gefið úr brágðabirgðalög, er Alþingi er ekki að störfum. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð fyrir Alþingi þegar það er komið saman á ný. Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalögin, eða ljúki ekki afgreiðslu þeirra innan sex vikna frá því að þingið kom saman, falla þau úr gildi. Bráðabirgðafjárlög má ekki gefa úr, ef Alþingi hefur samþykkt fjárlög fyrir fjárhagstímabilið. Sérstaða bráðabirgðarlaga birtist í því að Alþingi á ekki hlut að setningu þeirra heldur forseti einn sem annar handhafi löggjafarvalds. Forseti getur ekki sett lögin að eigin frumkvæði, heldur gerir hann það með atbeina og á ábyrgð ráðherra. Fallist hann á útgáfu laganna staðfestir hann þau og ráðherra meðundirritar. Þar sem Alþingi er ekki að stöfum fer forseti til bráðabirgða einn með löggjafarvaldið. Þar sem Alþingi situr nú allt árið verða bráðabirgðalög aðeins gefin út í þinghléum. Upp hafa komið mál þar sem reynt hefur á brýna nauðsyn bráðabirgðalaga, en álitamál er hver sker úr um það. Í Hrd. Kjarnfóðurgjald reyndi á þetta atriði, og þar með hvort lög stæðust stjórnarskrá vegna þess að brýna nauðsyn hefði ekki borið til útgáfu þeirra. Í sératkvæðum þriggja dómara sagði að löggjafinn hefði sjálfur metið það svo að brýna nauðsyn hafi borið til útgáfu laganna og var því mati ekki hnekkt. Orðalagið bendir þó til þess að dómendur eigi mat á því.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Fjárlög og fjáraukalög

A

Fjárlög og fjáraukalög – Sérstaða fjárlaga er sú að skylt er að leggja fram frumvarp til þeirra fyrir hvert reglulegt alþingi, þeim er afmarkað efni þannig að í þeim skal vera greinargerð um tekjur ríkisins og gjöld og loks er gildistími þeirra afmarkaður, miðaður við eitt fjárhagsár í senn. Hins vegar sæta þau sömu meðferð og önnur lagafrumvörp og er það breyting frá því sem áður var. Almennum lögum verður ekki breytt með fjárlögum og fjárlögum verður ekki breytt með almennum lögum. Vandi er að sjá nákvæmlega fyrir alla fjárþörf og óvænt útgjöld verða iðulega. Í stjórnarskrá er gert ráð fyrir fjáraukalögum og þá er hægt að afla heimilda til greiðslna úr ríkissjóð umfram það sem mælt er fyrir um í fjárlögum. Fjáraukalög eru lögð fram ásamt fjárlögum næsta árs, þannig að þar eru fjárlög yfirstandandi árs leiðrétt að fenginni reynslu og heimild að nokkru leyti veitt eftir að greiðslur hafa farið fram, en að öðru leyti til að greiða fyrirsjáanleg útgjöld.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Lög sem leggja ber undir þjóðaratkvæðagreiðslu

A

Lög sem leggja ber undir þjóðaratkvæðagreiðslu – tvennskonar: 1) lög mæla fyrir um breytingu á kirkjuskipan ríkisins og 2) lög sem forseti Íslands synjar staðfestingar. Ef Alþingi samþykkir lög um breytta kirkjuskipan skulu þau lögð undir atkvæði allra kosningabærra manna. Séu þau felld eru þau úr sögunni en ef staðfest eru þau færð undir forseta til staðfestingar. Ekki segir í stjórnarskrá hvað skuli gert ef forseti synjar en væntalega eru þá til staðar ný viðhorf sem eðlilegt væri að þjóðin tæki afstöðu ti,. Forseti hefur ekki neitunarvald, hvorki algert né freistandi, heldur málskotsrétt til þjóðarinnar. Sem handhafi löggjafarvalds tekur forseti einn ákvörðun um það hvort hann staðfesti lög eða synjar staðfestingar, hann þarf ekki atbeina ráðherra til þeirrar athafnar. Á móti kemur að Alþingi hefur eins konar bráðabirgðalöggjafarvald þar til úrslit atkvæðagreiðslunnar liggja fyrir

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Sérstakar þjóðaraatkvæðagreiðslur um löggjöf

A

Sérstakar þjóðaratkvæðagreiðslur um löggjöf- Efnt hefur verið til þjóðaratkvæðagreiðslu um einstök mál, stundum til að kanna vilja þjóðarinnar, en í annan stað vegna sérstakra fyrirmæla í stjórnlögum. Dæmi Þjóðaratkvæðagreiðsla um áfengisbann

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Lög eldri en 1874

A

Lög eldri en frá 1874 - Árið 1874 fékk Alþingi löggjafarvald og einveldi var formlega afnumið á Íslandi. Þá voru í gildi ýmsar skráðar reglur sem eru sumar hverjar enn í gildi og hafa stöðu settra laga í þrengri merkingu. Eftir lögfestingu Jónsbókar fór lagasetning aðallega fram með fernum hætti: 1) réttarbætur 2) skipanir konungs 3) alþingisdómar 4) alþingissamþykktir 5) ordinantia. Í Hrd. byssuóður maður reyndi á 8. kapítula Mannhelgi Jónsbókar er óður maður skaut úr byssu að verkamönnum með þeim afleiðingum að einn fékk taugaáfall. Maðurinn taldist skaðabótaskyldur þrátt fyrir að vera ekki sakhæfur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

Staða grundvallarlaga

A

Grundvallar lög eru mikilvægust settra laga og eru æðst þeirra réttarheimilda sem falla undir hugtakið sett lög. Ef sett lög annarrar tegundar verða ekki samrýmd grundvallarlögum að formi eða efni þoka þau nema annað sé sérstaklega tekið fram. Það er viðurkennd stjórnskipunarvenja, studd mörgun fordæmum að dómstólar landsins hafa rétt til að skera úr því hvort lög verða samþýdd stjórnarskrá, sbr. Hrd Hrafnkatla, sem var í fyrsta sinn sem reyndi á efnislega endurskoðun dómstóla á lögum (Hrd. Hrafnkatla – komst HR í fyrsta sinn að þeirri niðurstöðu að lög brytu í bága við stjórnarskrána), en þar voru menn kærðir fyrir að gefa út bókina Hrafnkötlu, en ríkið hafði einkarétt á útgáfu rita saminn fyrir 1400. Til hefði þurft ráðuneytisleyfi, sem veita mátti með visssum skilyrðum, en þess var ekki aflað. Taldi meirihluti HR var að þetta færi gegn prentfrelsisákvæði stjskr. Og því var ekki viðhlítandi refsiheimild.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

HRD. Desemberdómur

A

HRD. Desemberdómur um stjórn fiskveiða þar sem sjárvarútvegsráðuneytið hafnaði umsókn aðila um almennt leyfi til fiskveiða í atvinnuskyni auk leyfis á tilteknum tegundum. Höfðaði hann mál til ógildinar þessum en hann taldi þetta brjóta gegn jafnræðireglu stjskr. Og atvinnufrelsisákvæði. HR sgaði að fiskveiðum yrði að setja skorður en þær yrðu að samræmast grundvallarreglum stjórnarskrár. Með lögum um fiskveiðar var réttur til að veiða talmarkaður við eignarhald á skipum sem gerð höfðu verið út á ákveðnum tíma. Af þessu leiddi að aðrir áttu þess ekki kost að stunda veiðar nema í skjól eignarréttar, ýmist sjálfir, fyrir kaup, erfðir eða önnur aðilaskipti. Með þessu þótti mismunað þeim, sem skip áttu og þeim sem ekki gerðu það. Þótt slíkar ráðstafanir hefðu verið réttlætanlegar í upphafi, til að standa vörð um fiskistofna, þótti ekki heimilt að gera slíkan greinarmun til framtíðar. Eftir dóminn var lögunum breytt og féll þá HRD Vatneyrardómurinn.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

HRD Vatneyrardómur

A

Þar var B ákærður fyrir brot gegn lögum um stjórn fiskveiða fyrir að hafa, án aflaheimildar, haldið til veiða. S var ákærður fyrir hlutdeild í broti B fyrir að hafa, sem forráðamaður ehf. H, hvatt S til verknaðarins. B og S kröfðust sýknu þar sem lögin veittu sjávarútv.ráðherra óheft vald til að ákveða með reglugerð heildarafla úr þeim nytjastofnum sem þar var nauðsynlegt talið að takmarka veiðar á. Færi þetta í bága við atvinnufrelsisákvæði stjskr. og einnig jafnræðisregluna. HR féllst ekki á að ráðherra væri falið of mikið vald, m.a. með hliðsjón af greinargerð og öðrum ákvæðum laganna. Ekki var talið verk dómstóla að hagga við mati löggjafans á því hvaða skipan á stjórn fiskveiða væri vænlegust. Þetta var talið standast jafnræðisreglu stjskr.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

Öryrkjadómur

A

Í Öryrkjadómi I reyndi í fyrsta sinn á ákvæði 76. gr. eftir að henni var breytt árið 1995, en þrátt fyrir að skerpt hefði verið á orðalagi ákvæðisins var ekki talið að það veitti vernd umfram það sem áður var talið. Túlkaði HR greininga þannig að hún tryggði ákveðin lágmarksréttindi en álitaefni var hver ætti að ákvarða þau og voru meiri- og minnihluti HR ósammála um það. Meirihluti taldi sig knúinn til að taka afstöðu. Þarna rýmkaði rétturinn valdheimildir dómstóla á félagslegum réttindum, en svo langt vildi minnihlutinn ekki ganga. Lögum var breytt í kjölfar dómsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

Hvað má sjá af dómunum

A

Af þessum dómum má sjá að lög sem fara gegn stjórnarskrá verða ekki gild réttarheimild og ekki lögð til grundvallar við úrlausn mála. Ekki eru dæmi um að heill lagabálkur hafi talist fara í bága við stjskr. Hæstiréttur fellir þá lögin heldur ekki úr gildi, það er verk löggjafans, heldur standa þau áfram að formi til. Hugsanlegt er að dómur félli á annan veg ef hliðstætt dómsmál yrði lagt fyrir dómstóla síðar, t.d. vegna þess að dómarar eru ekki allir sömu skoðanar, þó á að telja það ólíklegt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly