framsal lagasetningar valds lagaáskilnaðarreglur Flashcards

1
Q

Framsal lagasetningarvald, einkum þegar reynir á lagaáskilnaðarreglur

A

Löggjafinn veitir ráðherra eða öðrum stjórnvöldum heimild til að setja almennar reglur á tilteknu sviði, sem beinast inn á við eða út á við. Ýmis rök eru fyrir því annars yrði löggjafarstarf annars of þungt, lagabálkar yrðu óhæfilega langir og flóknir, sérþekking nýtist betur, lögin eru stöðug en stjórnsýsla liðug, fagþekking og pólítískt mat.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hversu langt má ganga (framsal lagasetningarvalds, lagaáskilnaðarreglur)

A

Það er sérstakt álitefni hversu langt má ganga í framselja lagasetningarvaldi. Í Stjórnarskránni er hvergi tekið á þessum vanda, en má þó leiða það af einstökum ákvæðum, sérstaklega þeim sem mæla fyrir um að tilteknum málum skuli skipað með lögum. Ef stjórnarskráin mælir fyrir um að setja lög um tiltekið atriði er framsal lagasetningavalds settar verulegar skorður, þær nefnast lagaáskilnaðarreglur stjskr. Gera verður greinarmun á kröfum þegar stjórnarskráin áskilur að sett séu sett lög. Í fyrsta lagi til útfærslu á lagareglum sem varða uppbyggingu ríkisvaldsins, t.d. um skipan dómsvaldsins . Í öðru lagi til skerðingar eða takmörkunar á mannréttindum sem borgurnum eru fegin í stjórnarskránni.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

lagaáskilnaðarreglurnar (dómar)

A

40 gr og 77.gr. Skattar: Kjarnfóðursgjald, þungaskattsdómur
75.gr Atvinnufrelsi: Framdómur, Samherjadómur, Stjörnugrís
72.gr.Eignarréttur: Samherjadómur, Stjörnugrís
71.gr. Friðhelgi einkalífs: gagnagrunnur á heilbrigðissviði
69.gr. Refsing: Köfun í silfru, smygl á litla hrauni

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Einkum þegar reynir á skerðingu skatta 40.gr og 77.gr.

A

Völd framkvæmdarvalsins eru settar skorður varðandi skattlagningarvald en þarf skv. 40 og 77 gr. Stjórnarskráinni. Nefna má tvo dóma þar sem skattlagningarvald var framselt umfram það sem stjórnarskrá heimilar.

Í Hrd. Kjarnfóðursgjald var ágreiningur um hvort hið svokallað kjarnfóðurgjald væri löglega lagt á. Með bráðabirgða lögum var gjaldið 200% og var heimilað að endurgreiða það „að hluta eftir reglum sem framleiðsluráð ákveður“. Taldi HR að hér væri um skatt að ræða, í skilningi 40gr. SS. Með því að ákveða skattlagningarprósentuna svona háa og heimila jafnframt endurgreiðslur sem framleiðsluráð ákvað var skattlagningarvaldið í raun hjá framleiðsluráði og talið var þetta framsal skattlagningarvald brjóta í bága við 40.gr. stjskr. Samkvæmt þessum dómi brýtur það í bága við 40.gr. stjskr að framselja skattlagningarvald til stofnana sem eru utan stjórnsýslukerfisins og lúta hagsmunaaðilum. Almennt verður vald til setningar almennra stjórnvaldsfyrirmæla ekki framselt öðrum en handhöfum framkvæmdarvalds

Í Hrd. Þungaskattsdómur var í lögum um fjáröflun til vegagerðar var ráðherra heimilað að ákveða með reglugerð að ökumæla skyldi setja í bifreið sem gengju fyrir öðru eldsneyti en bensíni og gjald greitt samkvæmt mælum þessum fyrir hvern ekin kílómetra í stað árlegs þungaskatts. A sem hafði greitt kílómetragjald frá upphafi höfðaði mál til endurgreiðslu gjaldsins fyrir tiltekið tímabil. Hann hafði verið krafinn um skattinn samkvæmt gjaldstigum í reglugerðum um innheimtu bifreiðagjalda. Meiri hluti HR taldi að ekki væri að finna ákvæði sem takmörkuðu heimild ráðherra til ákvörðunar á gjaldstigum eða breytinga á þeim. Fallist var á það að svo víðtækt framsal bryti í bága við 40gr. Stjskr og skattakan því ekki gild með lögum. Hér var skattlagningarvald framselt umfram það sem 40.gr. stjskr leyfir með því að ákvæði skorti í lögunum sem takmarkaði heimild ráðherra til ákvörðunar á gjaldstigum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Atvinnufrelsi og eignaréttar 75.gr. og 72.gr.

A

Ekki má veita ráðherra ákvörðunarvald án lagaheimildar til að taka ákvörðun sem skerti eignarrétt og atvinnufrelsi en til hvors tveggja þarf lagafyrirmæli:
Hrd. Stjörnugrís: Félagið S keypti jörð til að reisa þar svínabú. Félagið lét vinna deiliskipulag af lóð á jörðinni þar sem búið skyldi reist, samþykkti hreppsnefnd deiliskipulagið og var það auglýst. Í kjölfar bréfs frá nágrönnum jarðarinnar M óskaði umhverfisráðherra eftir áliti skipulagsstjóra á því hvort framkvæmdin skyldi sæta mati á umhverfisáhrifum á grundvelli laga nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum. Lagði skipulagsstjóri til að ráðherra ákvæði að bygging og rekstur búsins á jörðinni yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Eftir að hafa leitað álits hreppsnefndar L, byggingarnefndar og heilbrigðiseftirlits ákvað umhverfisráðherra, með vísan til þess hversu umfangsmikil fyrirhuguð starfsemi var, að meta bæri umhverfisáhrif fyrirhugaðrar byggingar og rekstrar svínabús á M á grundvelli 6. gr. laga nr. 63/1993. Höfðaði S mál til að fá ákvörðunina fellda úr gildi. Talið var að heimild 6. gr. laga nr. 63/1993, sem fær ráðherra vald til að ákveða, að fengnu áliti skipulagsstjóra, að tilteknar framkvæmdir verði háðar mati á umhverfisáhrifum, væri ótakmörkuð af öðru en almennri markmiðslýsingu í 1. gr. laganna og háð mati ráðherra. Þannig hefði ráðherra fullt ákvörðunarvald um það, hvort tiltekin framkvæmd, sem ekki fellur undir 5. gr. laga nr. 63/1993, skuli sæta mati á umhverfisáhrifum samkvæmt 6. gr., en talið var ljóst að slík ákvörðun gæti haft í för með sér umtalsverða röskun á eignarráðum og atvinnufrelsi þess, sem ætti í hlut. Var talið, að svo víðtækt og óheft framsal löggjafans á valdi sínu til framkvæmdarvaldsins stríddi gegn 72. og 75. gr. stjórnarskrárinnar og væri ólögmætt. Var ákvörðun umhverfisráðherra um að fyrirhugaðar framkvæmdir á jörðinni M skyldu sæta mati á umhverfisáhrifum því dæmd ógild.
Löggjöfin verður að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar, sem talin er nauðsynleg

Í Samherjadómi var deilt um hvort ráðherra hefði verið heimilt að synja Samherja um útflutningsleyfi á grundvelli reglugerðar. Synjun var talin byggjast á ólögmætri lagaheimild þ.e. að löggjafinn hefði framselt ráðherra vald umfram það sem stjórnarskráin heimilaði. Löggjöfin verður að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar, sem talin er nauðsynleg.

Stjörnugrís og Samherjadómur eru dómar sem fela í sér að valdaframsal það sem verið er að fjalla um á sér stoð í lögum. Löggjafinn gengur hins vegar og langt í að framselja vald sitt. Fér út fyrir þær heimildir sem stjórnlög veita. Hins vegar getur einnig gerst að stjórnvöld setji fyrirmæli án lagastoðar eða með öðrum orðum taki sér vald sem þau hafa ekki, sbr Hrd frami
Í málinu reyndi á hvort umsjónarnefnd leigubifreiðar hefði verið heimilt að innkalla atvinnuleyfi leigubílstjóra þar sem hann taldi sér óskylt að vera í bifreiðastjórafélaginu Frama en hann hafi hætt að greiða félagsgjöldin. Ráðherra staðfesti ákvörðunin á grundvelli reglugerðar en ekki var lagaheimild til að ákveða að þátttaka í stéttarfélagi skyldi vera skilyrði atvinnuleyfis og komst því HR að þeirri niðurstöðu að ráðherra hafi verið óheimilt að svipta S atvinnuleyfi á grundvelli reglugerðar enda þarf lagastoð, sbr atvinnufrelsiákvæði stjórnarskrárinnar. Skýr fyrirmæli þyrfti í lögum til að skerða mannréttindi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Friðhelgi einkalífs 72.gr

A

Friðhelgi einkalífs 71.gr.
Ekki má takmarka friðhelgi einkalífs nema með sérstakri lagaheimild
Hrd. gagnagrunnur á heilbrigðissviði: í málinu var krafist þess að ógilt yrði með dómi synjun landlæknis á beiðni konu um að ekki yrðu færðar í gagngrunn á heilbrigðissviði heilsufarsupplýsingar, sem skráðar hefðu verið í sjúkraskrár um látinn föður hennar. Þá krafðist hún viðurkenningar á því að henni væri rétt að leggja bann við því að slíkar upplýsingar yrðu færðar í gagngrunninn. Hæstiréttur felldi úr gildi ákvörðun landlæknis um að hafna beiðni R um að upplýsingar úr sjúkraskrám föður hennar verði ekki fluttar í gagnagrunn. Jafnframt viðurkenndi HR rétt afrýjanda til að leggja bann við því að þær upplýsingar verði fluttar í gagnagrunninn. Löggjöfin verður að mæla fyrir um megrinreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar, sem talin er nauðsynleg.
Í þessum dómi gat Hún höfðað mál vegna þess að upplýsingarnar höfðu áhrif á hana.
Brotið var á Friðhelgi einkalífs, til að takmarka friðhelgi einkaífs þá þarf lög. Þeim áskilnaði var ekki fullnægt í þessu máli

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

69.gr. Refsing

A

Engum verður gert að sæta refsingu nema hann hafi gerst sekur um háttsemi sem var refsiverð samkvæmt lögum.
Hrd. Köfun í málinu var ákærði gefið sök að hafa kafað í gjánni silfru á þingvöllum án þess að tilkynna köfunina og afla tilskilins leyfis frá þjóðgarðinum á Þingvöllum. Ekkert var í lögum að hann mætti ekki kafa.Skorti því lagastoð fyrir því að ákærði hafi unnið sér til refsingar með háttsemi sinni. Hæstiréttur staðfesti héraðsdóm þar sem ákærði var sýknaður

Hrd. Smygl á litla hrauni fór dómurinn í bága við skýrleika refisheimilda.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly