Öryrkjadómurinn Flashcards

1
Q

Málsatvik og ástæður

A

ÖBÍ (Öryrkjabandalag Íslands) höfðar viðurkenningarmál gegn TR (Tryggingastofnun) og krefst þess að viðurkennt verði að 1) TR hafi verið óheimilt, á tt. tímabili, að skerða tekjutryggingu til örorkulífeyrisþega (ö) á grundvelli reglugerðar, er heimilaði skerðingu tekjutryggingar á grundvelli tekna maka, þar sem helmingur samanlagðra tekna beggja hjóna voru talin sem tekjur ö, og 2) að TR hafi verið óheimilt að skerða tekjutryggingu með sama hætti á grundvelli almannatryggingalaga (almtrl.), sbr. lögum um breytingur á almtrl., yfir tiltekið tímabil. Dómurinn skiptist þannig í tvö tímabil, fyrra og seinna, á því fyrra reynir á reglugerð ráðherra sem sett var með stoð í almtrl. og á seinna tímabilinu reynir á breytingu almtrl.
Þannig var að Alþingi hafði samþykkt lög um almannatryggingar og á grundvelli almennrar og sértækrar reglugerðarheimildar þeirra var sett reglugerð sem heimilaði skerðingu tekjutryggingar lífeyrisþega, sem áttu maka sem ekki var lífeyrisþegi. Grunnörorkulífeyrir var það lágmark sem þeir, sem uppfylltu skilyrði laganna, fengu, eða 17.715 kr. Þeir einstaklingar sem höfðu engar aðrar, eða litlar, tekjur en grunnörorkulífeyrinn, fengu tekjutryggingu, en þeir sem höfðu yfir ákveðnu tekjumarki, fengu einungis grunnörorkulífeyrinn. Það sama gilti um hjón þar sem aðeins annað var líeyrifþegi. Helmingur samanlagðra tekna hjóna var talinn sem tekjur ö og þar með mátti maki, sem ekki var lífeyrisþegi, ekki hafa yfir ákveðnu tekjumarki án þess að lífeyrir til maka hans yrði skertur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Forsendur og dómur

A

HR komst að þeirri niðurstöðu að TR hefði ekki verið heimilt að skerða tekjutryggingu ö í hjúskap vegna tekna maka, á fyrra tímabilinu, og staðfesti þannig dóm héraðsdóms varðandi það tímabil. Reglugerðina hafi skort lagastoð og ráðherra hafi þar með farið út fyrir þær valdheimildir sem löggjafinn hafði framselt. Löggjafinn sjálfur verður að mæla fyrir um skerðinguna, annað hvort beint í lögum, eða að lög hafi að geyma skýr og ótvíræð ákvæði um skerðingu sem ákveða má með reglugerð. Hvorug þeirra lagagreina, sem reglugerðin byggði á og innihéldu almenna og sértæka rgl.heimild, voru taldar uppfylla þessi skilyrði. Snýr niðurstaðan að rétthæð réttarheimildanna en allur HR og héraðsdómur voru þá sammála um niðurstöðu þessa tímabild (fyrra).
Varðandi seinna tímabilið klofnaði hins vegar HR, minnihluti tók afstöðu með héraðsdómi en meirihluti fór í aðra átt. Á seinna tímabilinu reyndi í fyrsta sinn á efni 76. gr. stjskr. eftir breytingu hennar 1995. Skerpt hafði verið á orðalagi ákvæðisins en var ekki talið að það veitti vernd umfram það sem áður var talið. Vísaði HR til „viðurkenndrar reglu” um að túlka 76. gr. stjskr. til samræmis við alþjóðasamninga og taldi hana þannig tryggja ákveðin lágmarksréttindi, en álitaefni var hver ætti að ákveða hver þau væru. Minnihluti, ás. héraðsdómi, taldi það í verkahring löggjafans, en meirihluti taldi að dómstólar gætu ekki vikið sér undan að taka á málinu. Meirihluti tók ekki þá stefnu að svara því nákvæmlega hver þessi lágmarksréttindi væru, enda málið ekki lagt þannig fyrir, heldur einungis að sú skerðing, sem mælt var fyrir um í umr. gr. almtrl. bryti gegn þeim lágmarksréttindum sem fælust í 76. gr. stjskr. Auk þess hefði öryrkjum verið mismunað eftir hjúskaparstöðu þeirra með því að tekjutrygging hefði verið bundin við tekjur maka og það farið í bága við jafnræðisreglu 65. gr. stjskr. Túlkaði HR þar með 76 gr. með hliðsjón af jafnræðisreglu 65. gr. og jók við hana reglu sem gefur henni ákveðnari merkingu en áður hafði verið talið, þó ekki sé reglan skýr; jafnframt eru valdheimildir dómstóla rýmkaðar um mat á félagslegu réttindum. Svona langt vildi minnihlutinn ekki ganga.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Meiri og minnihluti

A

Meiri- og minnihluti voru sammála um að skv. 2. gr. stjskr. hefði almenni löggjafinn vald til að ákveða hvernig þessu skipulagi skyldi háttað.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Meirihluti

A

Meirihluti taldi jafnframt að þrátt fyrir svigrúm almenna löggjafans til mats á því, hvernig lágmarksréttindi skyldu ákvörðuð, gætu dómstólar ekki vikið sér undan því að taka afstöðu til þess, hvort það mat samrýmist grundvallarreglum stjórnarskrárinnar. Einnig taldi hann að lágmarksréttindin skv. 76. gr. væru einstaklingsmiðuð og óháð félagslegri stöðu, enda yrði „að telja aðalreglu íslensks réttar að réttur einstaklinga til greiðslna úr opinberum sjóðum, skuli vera án tillits til tekna maka. Taldi meirihluti sér heimilt að skoða hvaða afleiðingar skerðing tekjutryggingar gæti haft í för með sér fyrir einstakling, þ.e. að hann fái aðeins 17.715 kr. á mánuði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Minnihlutinn

A

Minnihlutinn taldi það verkefni löggjafans en ekki dómstóla að kveða á um inntak og umfang þeirrar opinberu aðstoðar, sem öryrkjum væri látin í té. Taldi hann þá að orðalag 76. gr. stjskr. og lögskýringargögn útiloki ekki að löggjafanum sé eftir sem áður heimilt að líta til félagslegrar stöðu öryrkja þegar lífeyrir þeirra er ákvarðaður úr almannatryggingum. Eðlilegt væri að taka nokkurt mið af henni við lagasetningu hvers stuðnings öryrki megi vænta af maka sínum, enda í samræmi við innlenda löggjöf, og alþjóðlegar skildbindingar mæli ekki gegn því. Þar sem dómurinn hafi komist að þeirri niðurstöðu, að það geti verið málefnalegt að gera þennan greinarmun og taka mið af félagslegri stöðu, þá geti dómstólar ekki metið hvernig löggjafinn standir nánar að þessu. Sjá Vatneyrard.
Varð löggjafin því sjálfur að meta fjárhæð bótanna en þar liggur meira að baki en bara krónutalan. Löggjafinn áttaði sig ekki á því hvaða þýðingu dómurinn hafði.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Öryrkjadómur II og fordæmisgildi hans

A

Í kjölfar Ö I voru sett á lög um breytingu á almtrl. og skv. þeim var örorkulífeyrisþegum, sem sætt höfðu skerðingu, greidd full tekjutrygging árin ’97 og ’98, en tekjutrygging vegna áranna ’99 og ’00 var skert með nýjum hætti. Ekkert var greitt vegna áranna ’94-’96 þar sem þær kröfur voru taldar fyrndar. Var þess krafist í öryrkjadómi II (ö II) að greiddar yrðu óskertar bætur fyrir árin ’94-’96 og ’99-’00. HR féllst á það með héraðsdómi að kröfur fyrir árin ’94-’96 væru fyrndar. Varðandi síðara tímabilið, ’99-’00, var talið að eftir uppsögu dóms í fyrra málinu hefðu örorkulífeyrisþegar átt kröfu til þess að fá greidda óskerta tekjutryggingu, þar sem skerðingarreglu almtrl. var ekki breytt. Þessi kröfuréttindi nytu verndar eignarréttarákvæðis 72. gr. stjskr. og yrðu ekki skert með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf. Nýrri skerðingarreglu skv. breytingarlögunum yrðu því heldur ekki breytt um greiðslu tekjutryggingar örorkulífeyrisþega á árunum ’99-’00. Var því fallist á kröfu um að bætur fyrir seinna tímabilið yrðu ekki skertar með afturvirkri og íþyngjandi löggjöf og TR gert að greiða fulla tekjutryggingu fyrir það.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly