Aðskilnaðardómur III Flashcards

1
Q

Málsatvik

A

Deilt var um hvort dómsvald mætti vera í höndum sýslumanns sem einnig fór með lögreglustjórn. Í málinu lágu fyrir tveir eldri dómar, aðskd. 1 og 2. Í fyrri dóminum var maður fundinn sekur fyrir umferðarlagabrot í sakadómi. Fyrir Hæstarétti var því haldið fram að málið hefði ekki verið dæmt af hlutlausum dómara, þar sem dómarinn hafi komið að rannsókn málsins, en ekki var fallist á þessi sjónarmið. Í seinna málinu var bóndi ákærður fyrir að rífa niður hreppagirðingu og var sakfelldur. Dómari í málinu var einnig lögreglustjóri í umdæminu en í dómi HR sagði að beinlínis væri gert ráð fyrir í 61. gr. stjskr. að dómendur geti haft umboðsstörf á hendi og Mannréttindasárrmála Evrópu hefði ekki verið veitt lagagildi á landinu og því stæðist þessi skipan. Það tíðkaðist því, og hafði tíðkast lengi, að sami maður gegndi embætti dómara og lögreglustjóra, utan Rvíkur.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Dómur

A

HR komst hins vegar að annari niðurstöðu í þessu máli þar sem hann taldi þessa skipan mála ekki standast. Talin voru upp sjö rök fyrir niðurstöðu HR:
1. Vísað til þrígreiningar ríkisvalds sbr. 2. gr. stjskr. og að sérstakir dómarar fari með dómsvald.
2. Talið var að sögulegar og landfræðilegar aðstæður hafi minni þýðingu en áður, m.a. vegna greiðari samgangna.
3. Vísað var til þess að Alþingi hafi sett lög um aðskilnað dóms- og umboðsvalds í héraði sem taka áttu gildi 1992
4. Ísland hafi að þjóaðrrétti skuldbundið sig til að virða MSE, íslenskar réttarreglur taldar í samræmi við sáttmálann
5. MNE hafði komist að því að málsmeðferð í aðskd. 1 væri ekki í samræmi við MSE
6. Ríkisstjórn Íslands hafði gert sátt í aðskd. 1 og öðru máli
7. Í lögum um einkamál segi að dómari skuli víkja ef hætta er á að „…hann fái ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu” og sagði HR þetta einnig eiga um sakamál
Sagði HR að ekkert hafi komið fram sem benti til þess að dómarafulltrúinn hafi litið hlutdrægt á málavöxtu en fallast yrði á það, með MNE að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómstörfum ef sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn. Bar því að skýra lög þannig að sýslumanninum og fulltrúa hans, sem kvað upp dóminn, hafi borið að víkja sæti í málinu. Héraðsdómur var felldur úr gildi og málinu vísað aftur heim í hérað.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

það sem setja má út á við dóminn

A
  1. Varla miklar samgöngubætur frá því að nýjustu fordæmi féllu
  2. Sáttir í fyrri málunum er ekki réttarheimildir
  3. Af hverju var ákvæði einkamálalaganna ekki beitt í fyrri málum?
  4. MSE hafði einungis verið fullgiltur, ekki lögfestur, hefði einungis átt að hafa þýðingu við skýringu lagaákvæða
  5. HR vill meina að lög hafi verið skýrð í samræmi við MSE en margir fræðimenn vilja meina að sáttmálanum hafi verið gefið stjórnarskrárgildi, ofar lögum
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Í dóminum er vikið skýrt frá fyrri fordæmum, en til þess þarf eitthvað af eftirfarandi:

A
  • Fordæmi er reist á vanþekkingu á lögum
  • Fordæmi er úrelt/aðstæður hafa breyst
  • Fordæmi er misvísandi
  • Fordæmi hefur ekki verið ítrekað
  • Fordæmi er reist á niðurstöðu klofins dóms
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Breyttar aðstæður

A

Í dóminum er byggt á því að aðstæður hafi breyst. Litlar breytinga höfðu átt sér stað í íslensku lagaumhverfi frá ‘85 og ’87, þ.e. engar breytingar höfðu átt sér stað á þeim réttarheimildum sem hefðu átt að koma til skoðunar í þessu máli. Þrátt fyrir að vikið sé frá fordæmi gefur dómurinn ekki til kynna að fordæmi hafi ekki réttarheimildarlegt gildi við niðurstöðu. Þvert á móti bendir hann til þess að þau geri það og mikið þurfi að koma til svo víkja megi frá fordæmum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly