Almenn lögskýring Flashcards

1
Q

Almenn lögskýring, hugtak, hrd.

A

Almenn lögskýringu má skilgreina þannig að um sé að ræða lögskýringarleið sem valinn er þegar 1. Ekki leikur á vafi að tilvik falli undir lagaákvæði samkvæmt textaskýringu, þ.e. mati á innra samhengi ákvæðis, eða þegar 2. Heildarmat á samhengi ákvæðis leiðir til að þeirrar ályktunar að ekki sé lengur vafi um þá túlkunarniðurstöðu sem var fyrir hendi að lokinni textaskýringu.

. Í réttarframkvæmd er þá í báðum tilvikum ýmist talað um að tilvik falli undir ákvæði samkvæmt orðanna hljóðan, samkvæmt berum orðum sínum, samkvæmt skýlausu ákvæði, samkvæmt skýru orðalagi, samkvæmt skýrum ákvæðum o.s.frv. Af réttarheimildalegri stöðu lagaákvæða leiðir að leggja verður þá merkingu til grundvallar, sem vafalaust leiðir af texta lagaákvæðis, nema veigamikil lögskýringarsjónarmið leiði til annars. Þetta má nefna grundvallarsjónarmið við lögskýringu.

Þegar ljóst þykir af könnun á merkingafræðilegs ramma lagaákvæðisins með textaskýringu að tilvik falli undir eða utan við lagaákvæði og önnur lögskýringasjónarmið skapa ekki vafa um heimfærslu skal beita almennri lögskýringu, sbr hrd. Landsafl þar sem Hæstiréttur túlkaði eftir beinu orðalagi lagaákvæðisins enda féll tilvik innan merkingafræðilega ramma lagaákvæðisins og önnur lögskýringarsjónarmið sköpuðu ekki vafa um heimfærslu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

En hvenær kemur nánar tiltekið til greina að beita almennri lögskýringu?

A

Þegar þeirri spurningu er svarað verður að lýsa hvernig vafinn um merkingu ákvæðis kann að rísa að virtu tilviki sem til úrlausnar er. Það verður að gera greinarmun á tveimur tilvikum. Annars vegar kann aðstaðan að vera sú að vafi um merkingu lagaákvæðis sé fyrir hendi að lokinni textaskýringu, þ.e. að loknu mati á innra samhengi ákvæðis. Þá kemur almenn lögskýring ekki til greina. Verður þá að fara fram mat á ytra samhengi ákvæðisins með því að horft sé til allra lögskýringarsjónarmiða sem til greina koma. Að því loknu kann niðurstaðan að vera sú að dregið hefur úr þeim vafa sem var fyrir hendi að lokinni textaskýringu þannig að niðurstaðan verði sú að rétt sé að beita almennri lögskýringu. Ef vafinn er enn til staðar (eða hefur jafnvel aukist) að loknu heildarmati á samhengi ákvæðisins verður að grípa til annaðhvort rýmkandi eða þrengjandi lögskýringar. Hins vegar kann aðstaðan að vera sú að textaskýring ein og sér leiði til þess að ekki sé talinn leika vafi á því að tilvik falli undir lagaákvæði. Þá kann að vera rétt að beita almennri lögskýringu þá þegar í lögskýringarferlinu enda sé ekki vafi um merkingu ákvæðis að lokinni textaskýringu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hafna almennri lögskýringu

A

Í lögskýringarfræði er viðurkennt að þótt merkings lagaákvæðis virðist skýr samkvæmt textaskýringu kunni að vera rétt í undantekningartilvikum að hafna almennri lögskýringu og beita fremur þrengjandi eða rýmkandi lögskýringu ef sérstök eða knýjandi rök réttlæta það. Tvennskonar tilvik:
annars vegar þeim þar sem ljóst er að við túlkun lagaákvæðis hefur verið vikið frá þeirri merkingu sem vafalaust leiddi af textaskýringu, sbr hrd. Svipting ökuréttar þar sem texti laga ákvæðis var mjög skýr en Hæstiréttur vísað til gamallar venju og að ekki hafa fundist vilji löggjafans fyrir beitingu á henni, en þetta er þó undantekning.
Hins vegar þeim tilvikum þar sem ekki verður talið að textaskýring ein og sér hafi í reynd leitt til þess að merkingin hafi verið vafalaus þótt notað sé orðalag af því tagi í dómi eða annarri úrlauns, sbr hrd. Kartöflu – lína þar sem ákvæðið var skýrt eftir orðanna hljóðan. HR virðist leggja til grundvallar að textaskýring ákvæðisins leiði í reynd til þess að merkingin sé skýr en hins vegar hafi þurft að horfa til innra samræmisskýringa við önnur ákvæði laganna og lögskýringarsjónarmið í formi forsögu og skorts á vísbendingum í lögskýringargögnum. Rétt var að velja þrengjandi lögskýringu. Aldrei í ferlinu hafði verið tilefni til að beita almennri lögskýringu

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly