Anatómía neðri útlima Flashcards
Hvaða taug ítaugar 1. dorsal webspace á tánum?
Deep peroneal nerve
L2 og L3 mynda saman hvaða taug?
Lateral cutaneous nerve sem fer niður lateralt á lærinu og er bara skyntaug.
L2, L3 og L4 mynda saman hvaða taugar?
- Femoral taugina sem fer undir inguinal ligament og inn í anterior hólf læris. Bæði motor (quadriceps) og skyntaug.
- Obturator taugina sem er lítil taug sem fer meira medialt í pelvis, hverfur þar ofan í og kemur svo út um obturator foramen og ítaugar adductor vöðvana.
L4-S3 mynda saman hvaða taug?
Sciatic taugina sem fer aftar í pelvis og ítaugar aftan á lærinu.
Hvert fer femoral taugin eftir að hún kemur undan inguinal ligamenti?
Hún fer framanvert á lærinu, gefur greinar til quadriceps, satorius og líka cutaneous greinar til anterior og medial hluta læris.
Femoral taugin endar svo í saphenous tauginni sem er löng taug sem fer medialt og er skyntaug þar.
Hvernig liggur obturator taugin eftir að hún kemur út úr obturator foramen?
Er medialt á lærinu og ítaugar þar adductor vöðvana.
Ítaugar líka smá húðsvæði medialt á lærinu.
Obturator taugin ítaugar:
- adductor magnus
- adductor longus
- adductor brevis
- gracilis
Hvernig liggur sciatica taugin þegar hún kemur út úr pelvis?
Fer aftan á lærið.
Ítaugar hamstrings.
Skiptist svo í common peroneal nerve (sem er lateralt) og tibial taug (medialt) rétt fyrir ofan hnésbót.
Hvernig verður sural taugin til og hvað gerir hún?
Eingöngu skyntaug.
Verður til úr grein frá common peroneal og annarri grein frá tibial taug sem renna svo saman og verða að sural taug. Hún fer lateralt niður fótinn að basis táar 5.
Hvernig liggur svo common peroneal nerve?
Fer kringum head of fibula og skiptist þar fljótt í deep og superficial greinar.
- Sú djúpa fer með anterior tibial artery í interosseous himnu milli tibiu og fibulu, fer svo undir flexor retinaculum og ofan í dorsum of the foot.
- Sú grunna liggur lateralt og ítaugar vöðvana í lateral compartment
Hvaða skyn ítaugar lateral femoral cutaneous nerve?
Lateralt, frá mjöðm og niður að hné.
Hvaða skyn ítaugar femoral nerve?
Stórt svæði framan á læri og medialt, með hnénu oft líka.
Hvaða taug ítaugar medialt á sköflungi?
Saphenous nerve sem er framhald af femoral nerve.
Hvaða skyn ítaugar common peroneal nerve?
Lateralt á hnénu og þar rétt fyrir ofan og neðan.
Hvaða skyn ítauga deep og superficial peroneal nerves?
- Deep peroneal ítaugar pínulítið svæði milli táa 1 og 2.
- Superficial peroneal ítaugar hinar tærnar fyrir utan tá 5. Ítaugar aðeins upp á sköflunginn framanverðan líka.
Hvaða skyn ítaugar sural taugin?
Lateralt á fæti, tá 5.
Einnig aftan á kálfa.
Hvaða skyn ítaugar tibial nerve?
Hælinn.
Hvernig er ítaugun á ilinni?
- Tibial taugin tekur hælinn
- Medial plantar taug tekur medialt - tær 1,2,3 og hálf 4.
- Lateral plantar taug tekur lateralt, tá 5 og hálfa 4.
Rifja upp dermatome
Hvernig afmarkast femoral triangle?
- base er inguinal ligament
- lateral border er medial border af sartorius
- medial border er medial border adductor longus
Hvað er innihald femoral triangle?
Að innan og út:
Femoral vein, artery, nerve.
Hvaða vena rennur saman við femoral venu inni í femoral triangle?
Great saphenous vein.
Hvaða grein gefur femoral artery frá sér fljótlega eftir að hún fer út úr femoral triangle?
Profunda femoris artery sem nærir vöðvana framanvert í læri.
Femoral artery fer niður medialt á lærið og stingur sér þar niður, kemur svo út sem…
…popliteal artery í hnésbótinni.
Hún klofnar svo í posterior tibial artery sem fer niður aftanverðan kálfann með tibial nerve. Það er hún sem myndar púlsinn post við med mall.