birting laga Flashcards

1
Q

Birting laga

A

Ef lög eru ekki aðgengileg er ekki hægt að fara eftir þeim. Því stuðlar birting að réttaröyggi en ólíkir birtingarhættir koma til greina svo lög taki gildi. Þá verður að hafa í huga að birting eða ígildi birtingar er ekki einvörðungu bundin við sett lög, heldur fleiri réttarheimildir. T.d þarf einnig að birta dóma Hæstaréttar.

Áður fyrr voru lög skráð og fest uppi í almanna augsýn, sögð upp á þingum eða birt í bókum. Árið 1874 var sett ákvæði í stjórnarskránna þar sem sagði að konungur annaðist birtingu laga og sama ár hófst útgáfa stjórnartíðinda. Í gildandi stjórnarskrá 33/1944 er mælt fyrir birtingu laga í 27.gr. „Birta skal lög. Um birtingarháttu og framkvæmd laga fer að landslögum“.

Lög eru birt í Stjórnartíðindum að loknu löggjafarstarfi, samþykkt Alþingis og staðfestingu forseta, en sjálf birtingin er ekki þáttur í löggjafarstarfi, heldur er það stjórnsýsluathöfn. Birting laga er á verksviði dómsmálaráðuneytis og einnig útgáfa Lögbirtingarblaðs sem hófst árið 1908. Í Stjórnartíðindum skal birta lög, stjórnvaldsfyrirmæli og samninga við önnur ríki, svo og auglýsingar varðandi gildi þeirra. Stjórnartíðindi skiptist því í þrjár deildir, sbr lög um Stjórnartíndi og Lögbirtingarblað nr. 15/2005.
A – deild: Lög frá Alþingi, þingsályktanir, tíðast hefur að birta fáeinar reglugerðir sem forseti Íslands staðfestir
B – deild: Stjórnvaldsfyrirmæli (reglugerðir)
C – deild: Samningar við önnur ríki og auglýsingar um gildi þeirra
a. EES-viðbætir – birting ákvarðana sameiginlegu EES - nefndarinnar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

deildir og hrd. dómur

A

Í A-deild eru birt lög, auglýsingar og aðra tilkynningar almenns efnis frá forseta sem og fáeinar reglugerðir frá honum. Í B-deild eru birtar reglugerðir, samþykktir, og auglýsingar sem ráðherra gefur út eða staðfestir, reikningar sjóða, úrslit alþingiskosninga, reglur sem stjórnvöldum og opinberum stofnunum, öðrum ráðuneytum, er falið lögum samkvæmt að setja. Einnig birtast þar heiðursmerki, nafnbætur og heiðursverðlaun sem ríkisstjórnin veitir. Í C-deild eru birtir samningar við önnur ríki og auglýsingar þeirra. Reglur sem EES sem skuldbinda okkur eru birtar í sérstökum EES – viðbæti. Ef vafamál er um það hvar skuli birta ákveður dómsmálaráðherra það.

Samkvæmt 2.mgr. 1.gr: Í Lögbirtingarblaði skal birta dómsmálaauglýsingar, svo sem opinberar stefnur til dóms, úrskurpi um töku búa til opinberra skipta og áskoranir um kröfulýsingar, auglýsingar um skiptafundi og skiptalok þrotabúa, nauðungarsölur, þar á meðal á fasteignum búa sem eru til opinberra skipta, auglýsingar um vogrek, óskilafé og fundið fé, auglýsingar um kaupmála hjóna, lögræðissviptingu og brottfall hennar, lögboðnar auglýsingar um félög og firmu, sérleyfi er stjórnvöld veita, opinber verðlagsákvæði og annað það er stjórnvöldum þykir rétt að birta almenningi

HRD Botnvarpa – birting á reglugerð um bann við botnvörpuveiðum á tilteknu svæði fór fram í Lögbirtingarblaðinu en ekki b-deild Stjórnartíðinda fyrr en seinna. Maður var ákærður fyrir veiðar á svæðinu en atvikið átti sér stað milli birtinganna tveggja og var því sýknaður vegna ófullnægjandi birtinar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Réttaráhrif birtingar, hrd. dómar

A

Óbirtum lögum og öðrum fyrirmælum verður ekki beitt. Í Stjórnarskráinni er kveðið á um að birta skuli lög í því felst að „landslíður skuli ekki fara eftir óbirtum lögum“. Dómstólar hafa staðfest í mörgum dómum þannig að hvorki lögum né stjórnvaldsfyrirmælum verði beitt nema birt hafi verið í samræmi við lög, sbr HRD bifreiðalög þar sem einstaklingur var talin brotlegur við bifreiðalög og reglugerð sem sett var á grundvelli þeirra. Reglugerðin birtist eftir að atvik málsins urðu og var því ekki beitt í málinu, þ.e. aðeins dæmdur fyrir bort gegn lögunum. Óbirt fyrirmæli binda þó stjórnvöld og er það gert svo stjórnvöld geti ekki látið hjá líða að birta reglur, sem þau vilja ekki fara eftir, svo þær taki ekki gildi, sbr HRD Starfsmannaleiga þar sem samningur var ekki birtu en batt stjórnvöld (skattinn) þótt ekki væri búið að birta hann. Þó hefur það gerst að vikið sé frá reglunni um að óbirtum reglum megi ekki beita, sbr HRD Fjárhagsráð I og II. Þar sem tveir menn voru dæmdir til greiðslu sektar þar sem þeir vissi af reglugerðinni sem hafði ekki verið birt. Í dómunum var vikið frá reglunni um að óbirtum reglum verði ekki beitt gegn borgurunum. Þessir dómar hafa ekki fordæmisgildi. Persónuleg vitneskja skipir engu máli gagnvart borgurnum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Lög birt á íslensku

A

Meginreglan er sú að reglur skuli birtar á íslensku. Þó er kveðið á um undantekingu á þessu ef um sérstaka milliríkjasamninga að ræða sem varða afmarkaðan hóp mann semmeð sanngrini má ætla að skilji hið erlenda mál, t.d mætti birta reglugerð um flughreyfla á ensku þar sem flugvirkjar myndu illa skilja hin íslensku hugtök.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Frá hvaða tíma ber að meta áhrif birtingar, UA

A

Birt fyrirmælu skulu binda allra frá og með deginum eftir útgáfudag þeirra Stjórnartíðinda þar sem fyrirmælin voru birt ef þau geyma ekki aðrað ákvarðanir um gildistöku sína. Vikið var frá þessari reglu í „neyðarlögunum“ þar sem lögin tóku gildi strax og þau voru birt. Viðhorf Sigurðar Líndal um hversu langur frestur skal veittur borgurunum til að bregðast við lögunum er á þá leið að sé mönnum ógerlegt að fara eftir lögunum sökum skamms frests er hæpið að telja þau almennt binandi, ljóst er þó að mikið þyrfti að koma til svo þetta ætti við, sbr UA krókabátar þar sem krókabáta eigendur fengu of lítinn tíma til að bregðast við lögunum skv. Umboðsmanns Alþingis.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Lög öðlast þegar gildi

A

Venjulega er svo tekið til orða að lög öðlist þegar gildi og þá merkir það að lögin öðlist gildi birtingardaginn eða við upphaf næsta dags. Lög geta öðlast þegar gildi en tekið til framkvæmda seinna, t.d. ef verið er að koma á fót stofnun sem mun ekki hefja starfsemi fyrr en seinna en nauðsynlegt er að setja lög um hana til að koma henni á legg.
Sérstakur gildistökudagur: þess eru mörg dæmi að lög taki ekki gildi við birtingu. Dæmi: lög þessi öðlast gildi sex mánuðum eftir að þau hafa verið birt, lög þessi öðlast gildi 1.mars 2024.

Lög öðlast gildi við staðfestingu forseta. Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta til staðfestingar eigi síðan en tveimur vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfesting því lagagildi. Frá og með þeim tíma þá binda þau stjórnvöld. Eftir birtingu laganna binda þau borgaranna. Í Hæstaréttar dómi skyldusparnaður var ónákvæmni í orðalagi HRD um gildi laganna. Ráðherra sem af ásetningi eða stórfelldu gáleysi lætur hjá líða að birta lög eða drægi það óhæfilega langt gerðist sekur um brot á lögum um ráðherraábyrgð.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

HRD

A

Fjárhagsráð I og II – tveir menn ákærðir fyrir að hafa byrjað byggingu garðs um hús sitt án heimildar Fjárhagsráðs. Báru þeir fyrir sig að auglýsingin, sem fjárhagsráð gaf út, og kvað á um þetta, hefði hvorki verið birt í ST eða LB. Hafði fjárhagsráð kært mennina tveimur árum áður að sömu ástæðu og voru þeir í framhaldinu ákærðir. Verkið var þá skammt á veg komið og lofaði annar mannanna að hætta við framkvæmdirnar, en gerðu þeir það ekki. Því vissu mennirnir að þeir mættu ekki halda framkvæmdum áfram, og vissu einnig af reglugerðinni, og voru dæmdir til greiðslu sekta. Hér var vikið frá reglunni um að óbirtum lögum verði ekki beitt gegn borgurunum.

Mjólkursala – Söluráð skipti landinu upp í mjólkursölusvæði og veitti ákveðnum aðilum einkarétt á sölu mjólkur á hverju svæði en var ákvörðunin ekki birt. Verslunareigendur keyptu mjólk að og seldu í verslun og voru ákærði fyrir en sýknaðir að meirihluta Hæstaréttar. Í sératkvæði sagið að verslunareigendurnir hafi vitað af ákvörðuninni og því ætti að sakfella þá. Óbirtum lögum ekki beitt gegn borgurum, nema í sératkv.

Botnvarpa – birting á reglugerð um bann við botnvörpuveiðum á tilteknu svæði fór fram í Lögbirtingarblaðinu en ekki b-deild Stjórnartíðinda fyrr en seinna. Maður var ákærður fyrir veiðar á svæðinu en atvikið átti sér stað milli birtinganna tveggja og var því sýknaður vegna ófullnægjandi birtinar.

Krókabátamál – ný lög um fiskveiði kváðu á um að eigendur krókabáta skyldu ákveða hvort þeir veiddu eftir aflahámarki eða sóknardagakerfi. Þeim gáfust fjórir dagar til að skila inn ákvörðun sinni. Lögin kváðu á um sérstakan gildistökudag fyrir eitt ákvæða þeirra en annan fyrir rest þeirra. Taldi umboðsmaður þessir lagasetningarhættir illa meginsjónarmiðum um réttaröryggi og skýrleika laga. Einnig taldi hann lögin varða mikla atvinnuhagsmuni og þótti þetta ekki rétt. Hæstiréttur sagði úrskurðinn ekki verða ógildann á grundvelli of skamms fyrirvara heldur vegna þess að hann var tekinn fyrir gildistöku laganna, en hann miðaði við gildistöku laganna í heild og tók ekki mark á gildistökuákvæði einstaka ákvæðisins. Hér gefst borgurum lítill tími til að bregðast við nýjum lögum, UA ósáttur við það, HR lagði annað til grundvallar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly