eðli máls Flashcards

1
Q

inngangur

A

Það sem gengur undir heitinu eðli máls er margvíslegrar merkingar. Til grundvallar þessari réttarheimild liggur þó sú skoðun að á ýmsum sviðum tilverunnar, þar sem löggjafinn telur að setja beri reglur ráði lögmál sem löggjafinn geti ekki sniðgengið. Þessi lögmál eru hins vegar afar ólíkrar tegundir og misjöfn að uppruna. Lögin byggjast á mannverum og eðli þeirra. Tæknin, mannlegt umhverfi og fleira hefur áhrif á það sem kallað er eðli máls eða hlutarins eðli, en það hefur óhjákvæmilega áhrif á lagareglur. Í eðli manna liggja hvorttveggja rætur ágreinings og árekstra og rætur hugsjóna sem bundanr eru við að mannsekjan fái notið mennsku sinnar sem framar öðru er tengd skynseminni. Það er öllum þorra manna eðlislegt að vilja lifa og þroskast og sú staðreynd setur margvíslegt mark á löggjöfina sem ekki verður frá vikið. Þroskaferill manna mótar reglur um lögræði, vilji manna til frelsis, sjálfstæðis og afkomöryggis mótar fjármunaréttindi o.s.frv. Aristóteles benti á að maðurinn er félagsvera. Vilji hans ti að vera ís amfélagi við aðra menn setur mark á allt réttarkerfið. Persónueigileikar manna hafa áhrif á einstök svið, hinn góði og skynsami maður er mikivlægur þáttur í bótarétinum og hinn hagsýni maður í löggjöf sem lýtur að fjármunaréttidnum, eru þetta þættir í persónugerð flestra manna. Ríkisvaldið hefur ákveðið eðli, þ.e. að hafa undir tilteknum aæsðtum einkarétt á því að beita þegna þjóðfélagsins ofbeldi. Þetta mótar allt regluverk sem um ríksivaldið fjalar, bæði til að takmarka valdið og ýta undir það.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

lagareglur mótast af eðlu hlutanna

A

Lagareglur mótast óhjákvæmilega af staðreyndum um mannlegt eðli, en fleira hefur þó áhrif, þá sérstaklega hið náttúrulega umhverfi og lögmál náttúrunnar. Eðli hlutanna ræðu með öðrum orðum um efni lagarelgna. Þessir áhrifaþættir tengjast svo allir með einhverjum hætti. Með þróun, t.d. tæniþróun, verða til ný svið löggjafar sem mótast af eðli tæknimenningar.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Eðli máls ræður þeim viðhorfum sem móta réttararfleifð og réttarmenningu

A

Allt ofangreint má svo nefna réttararfleifð, eða réttarmenningu. Þ.e. af staðreyndum sem birtast í venjubundinni háttsemi og meginreglur laga, mótast réttarvitund fólks. Reglrunar fá síðan staðfestingu stofnana þjóðfélagsins með dómum og lögum. Lög verða að vera í samræmi við eðli málsins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Hugtakði eðli máls -Eðli máls veitir löggjafanum aðhald

A

Orðið eðli feur í sér þá merkingu sem lesa má úr eiginleikum þess sem um er rætt hverju sinni, t.d. að börn verður að vernda og það ræður miklu um efni persónuréttarins, eins og reglur um lögræði, o.s.frv. Lýtur þetta eðli manna og hluta. Orðið mál tekur þannig til hvors tveggja, manna og hluta, eins og að framan er lýst, og í raun alls þess efniviðar sem almennt er viðurkennt að löggjafinn láti til sín taka á hverjum tíma.
Eðli málsins getur náð til þeirrar lagahefðar og réttarmennigar sem mótar það lagaumhverfi sem menn lifa og hærrast í. Eðli laganna veitir löggjafanum aðhald og heldur þannig löggjafarstefnunni.
Eðli málsins, skv. þessu, ræður því oft hvað verður lög og hvað ekki. Það felst í eðli málins að því eru takmörk sett hvaða reglur er unnt að setja. Það er margt sem ekki ert hægt að setja reglur um, og margt í ytra umhverfi manna sem ekki verða settar reglur um, eins og náttúruöflin, menn hafa ekkert forræði yfi rþeim. Réttarreglur verða að laga sig að mannlegu eðli og hans ytri veruleika. Merkir í raun að löggjöfin verður að hæfa aðstæður á hvejrum tíma á hverjum stað. Þegar sérstök áhersla er lögð á eðli málsins felur það í sér hvatningu til að reglan hæfi sem best því sem hún á að ná til.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Eðli máls ýtir undir framþróun

A

Eðli manns og hluta er bundið við framþróun. Margt óvænt geutr gerst og viðbrögð ýta þá oft undir nýjar hugmyndir á sviði laga og réttar.
Sérhver hugmynd um réttarreglu ber yfirleitt með sér þær aðstæður sem voru þegar reglan mótaðist. Aðstæður eru háðar sögulegum forsendum og í þeim skilningi bundnar við eðli máls. Hugmyndir mótast einnig af þeim gildum sem almennt eru viðurkenndar. T.d. hugmyndin um jafnræði, er bundin þeirri staðreynd að menn lifa í samfélagi hver við annan og því gildismati að jafnræði með mönnum sé æskileg skipan mála. Þannig verðu spenna á mili veruleikans sem er (að menn lifa í félagsskap) og þess sem ber (að jafnræði sé æskilegt). Þannig felur eðli máls oft í sér gildisman og raunverulegar aðstæður. Eðli máls mótar þannig hugmyndir manna um æskilega félagsskipan.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Eðli máls – réttlæti og hagkvæmni

A

Tilteknar hugmyndir og hugsjónri búa að baki réttarsipan. Lágmarkskrafa til laga er sú að þau séu hagkvæm og réttlát. Hins vegar leggja ekki allir sömu merkingu í hvað felst í því. Með hagkvæmni er hér átt við að lög sé skiljanleg og hæfi vel eiginlegikum þess sem þau eiga að taka til. Í réttlætishugtakinu er jafnaður mikilvægasta einkennið, þ.e. að hver fái það sem honum ber. En þó er það sem svo að forsenda þess að hugtökin fái einhverja merkingu er sú að þau séu skoðuð í samhengi við eðli máls.
Hagkvæmni og réttlæti er fyrst fullnægt þegar það sem regla á að taka til sé skipað í það samhengi sem hæfir því best. Sem dæmi má taka börn undir lögaldri, það er óhagkvæmt að veita þeim fullt frelsi til að ráðstafa fjármunum sínum, líklega er dómgreind þeirra brigðul og þau gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar, auk þess sem það leiddi til ranglætis.
Lög sem er sett þannig að þau fari í bága við eðli hlutanna verða merkingarlaus, t.d. lög sem fara gegn lögmálum náttúrunnar, þar sem menn hafa ekki forræði. Í þessu felst ekki að það sé ein rétt regla, heldur fremur viðmið sem skal hafa til hliðsjónar við setningu reglna.
Eðli málsins verður þó ekki lagt til grundvalalr gagnrýnislaust, heldur verður að fara fram manna, hvaða eiginleikum manna beri að veita lagavernd og hverjum ekki. Einnig kann eðli mannsins að vísa í tvær áttir, þannig að sætta verði ólík sjónarmið. Ekki er hægt að líta einungid á það sem kallað er eðli málsins, hlutarins eða mannanan, né heldur aðeins sem eiginleiki þessara fyrirbæra. Heldur verður að koma til viðbótar gildismat og vandinn að velja á milli ólíkra eðlisþátta. Sem dæmi má taka að munur er á stöðu samnings sem barn gerir og sá sem fullorðinn maður gerir. Og er það vegna þess að það er eðli mannanna að geta ekki ráðið ráðum sínum fyrsut árin, en ná síðan þroska þegar árin líða.
Í tilteknu ríki eru allir útilokaðir frá embættum sem eru ekki hvítir. Slík regla er ekki í samræmi við eðli manna því að hæfni þeirra er ekki bundin við hörundslit.
Leiðir af þessu að mismunum sem gerð er í lögum ræðst ekki aðeins af eðli máls, heldur álitaefnum um gildi. Eðli máls leiðir að vissu leyti til siðferðilegs vals, aðeins með það að mælikvarða fær réttlætið fyllri merkingu sem nauðsynleg er til þess að við það megi miða þegar skera skal ´r um hvað sé rétt og rangt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Eðli máls í íslenskri lögfræði

A

Eðli máls hefur mjög lengi verið talið til réttarheimilda af íslenskum fræðimönnum, en þó aðeins þegar hinar heimildirnar þrýtur eða til rökstuðnings. Ármann Snævarr fjallar ýtarlega um eðli máls. Þegar dómarar beita eðli máls hafa þeir sanngirnis- og réttlætissjónarmið að leiðarljósi, og að reglan sé hagkvæmust fyrir þjóðfélagið. Þau sjónarmið sem gefa ber gaum séu jafnræði brogaranna, málefnalegt hagsmunamat, tillit til grundvallarreglna, samkvæmni í lagakerfinu og lagatæknileg sjónarmið. Dómari verður að hafa það í huga að reglan igldi til frambúðar sem almenn regla, og að eðli máls geti ekki alltaf verið viðhlítandi grundvöllur réttarreglu. Þannig sé eðli máls ekki gild refsiheimild.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Sjálfstæð réttarheimild vs lögskýringarsjónarmið

A

Gera verður greinarmun á því þegar byggt er á eðli máls sem sjálfstæðri réttarheimild þar sem aðrar réttarheimildir taka ekki af skarið um álitaefnið eða sem lögskýringarsjónarmiði þar sem eðli máls er liðir í röksemdarfærslu um inntak og gildissvið annarra réttarheimilda, einkum settra laga. Miklu algengara er að eðli máls sé beitt sem lögskýringarsjónarmið heldur en sjálfstæð réttarheimild.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Eðli máls í dómaframkvæmd

A

Í HRd. Handleggsbrotsdómur voru L dæmdar bætur vegna harðræðis lögreglu þegar hann var handtekinn. Var ríkið dæmt bótaskylt. Var niðurstðaan rökstudd svoleiði að réttlátt og eðlilegt þætti að þjóðfélagið beri ábyrgð á mistökum sem megi rekja til ógætni opinberra starfsmanna. Í héraði sagði að ekki væru til almenn lagaákvæði um þetta, en það yrði að telja að samkvæmt eðli málsins yrði dæmd ábyrgð á hendur ríkinu.Var hér mælt fyrir um bótaábyrgð ríkisins og sú niðurstðaa studd við eðli máls í héraði og með því sem réttlátt þótti og haganlegt í Hæstarétti. Hér er aðeins vísað til eðlis máls sem réttarheimildar. Ríkið hefur viðurkenndan rétt til slíkrar valdbeitinar, og má þá segja með vísan til eðlilegs öryggis þegna að gæta skuli meðalhófs við beitingu valdsins.

Í HRd. eftirlíking var S ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa átt eftirlíkingu af skammbyssu án tilskilins leyfis, borið hana á almannafæri og ógnað T með henni. Vegna sönnunarskorts var hann sýknaður af broti hegningarlaga um hótun. Eftirlíking af skammbyssunni var kveikjar og HR sagði: umrædd eftirlíking eðli máls samkvæmt ekki fallið undir ákvæði vopnalaga. S var því sýknaður. Hér er dæmi um eðli máls í merkingu eðli hlutana, stuðst við eðli máls sem lögskýringarsjónarmið.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

vísað til eðli máls í settum lögum

A

Loks má nefna að í settum lögum eru allnokkur dæmi þar sem vísað er til eðlis máls og þar með heimilað að móta nánari reglur á grundvelli þessarar réttarheimildar. Sem dæmi má nefna 6. gr. laga um ráðherraábyrgð, þar sem segir að undirmaður ráðherra, sem tekur ávörðun án atbeina ráðherrans, geti borið ábyrgð skv. venju, eða eðli máls.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly