Framsal lagasetningarvalds Flashcards

1
Q

Inngangur
Heimilt að vissu marki

A

Lengi hefur tíðkast í lögum að lúta að stjórnaframkvæmd að handhöfum framkvæmdarvalds, yfirleitt ráðherra, sé heimilað að setja nánari almennar reglur um þau efni sem lögin fjalla um. Þessum reglum má skipta í tvo meginflokk: 1) Fyrirmæli æðra stjórnvalds til lægra og 2) fyrirmæli stjórnvalda beint til þjóðfélagsþegnanna. Stjórnarkefi landsins er þannig upp sett að stofnanir mynda píramíta með forseta, æðsta handhafa framkvæmdarvalds, efst, þar næst ráðherra og ráðuneyti o.s.frv. Stofnanir eru ýmist sérhæfðar eða staðbundnar. Dæmi um sérhæfða væri matvælastofnun og dæmi um staðbundna væru embætti sýslumanna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Fyrirmæli æðra stjórnvalds til lægra

A

Æðra stjórnvald þarf ekki sérstaka lagaheimild til að gefa stjórnvöldum undir yfirstjórn bein fyrirmæli sem snúa ekki beint að þjóðfélagsþegnunum, jafnvel þótt fyrirmæli þess séu almenn, en þau þurfa að vera innan þess lagaramma sem stjórnvaldinu er settur. Með þessu er ekki verið að framselja lagasetningarvald, heldur leiðir þetta af eðli þeirrar stjórnsýslu þar sem sameina þarf virkt ákvörðunarvald og verkaskiptingu. Slík fyrirmæli þarf ekki endilega að birta öðrum en stjórnvaldinu sjálfu.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Fyrirmæli stjórnvaldsstofnana beint til þjóðfélagsþegnanna

A

Hins vegar beinast fyrirmæli stjórnvalda að borgurunum sjálfum, sem algengast er að kalla reglugerðir og verða þær að eiga stoð í lögum. Þær má greina í tvennt, lagasetningarreglur, sem geyma efnisreglur til viðbótar þeim sem í lögum eru, og lagaframkvæmdarreglugerðir, sem kveða á um hvernig standa skuli að framkvæmd tiltekins ákvæðis. Lagasetningarreglur þurfa að eiga stoð í lögum eða vera þess efnis að ekki þurfi lög til að skipa þeim málum, sem fyrirmælin lúta að, en með þeim framselur löggjafinn stjórnvöldum heimild til að setja almennar reglur. Lagaframkvæmdarreglurgerðir þurfa ekki beina lagaheimild heldur nægir að þær séu innan ramma laganna. Heimildir til að setja nánari ákvæði um lagaframkvæmd eru yfirleitt ótvíræðar, en oft koma upp álitamál hversu víðtæk heimild til að setja lagasetningarreglugerðir megi vera.
(mörkin milli þessara tvenn skonar reglurgerða er ekki skýr)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Rök fyrir framsali lagasetningarvalds

A

Löggjafinn verður annars of þungt í vöfum og torvelt ef öll nauðsynleg fyrirmæli verða í lögum. Þingið getur ekki kynnt sér allt. Lagabálkarnir verða annars óhæfilega langir og flóknir. Lögin verða að vera stöðug en stjórnsýsla liðug er atriði sem öll nútíma réttarkrefi þurfa. Sérþekkking nýtist betur í staðbundnum aðstæðum eða sérfræðilegum efnum. T.d. sérþekking í ráðuneytum í tilteknum málum. Ef setja á reglur algerlega á grundvelli fræðilegrar niðurstöðu og ekki reynir á pólitískt mat er framsal valds til sérfróðra og sérhæfðra stjórnvalda eðlilegt og því réttlætanlegt. Því lengra sem löggjafinn seilist með reglur sínar í mannfélagið þeim mun meiri þörf er á heimild til framsals.

  1. Löggjafar starf annars of torvelt og þungt
  2. Lagabálkar annars óhæfilega langir og flóknir
  3. Lögin stöðug en stjórnsýsla liðug (sveigjanlegra regluverk)
  4. Sérþekking nýtist betur (staðnbundin og fræðileg)
  5. Fagþekking vs pólitískt mat
  6. Því lengra sem löggjafinn seilist með reglur sínar í mannfélagið þeim mun meiri þörf er á heimild til framsals
How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

ókostir

A

Reglugerðum hefur fjölgað mikið og er algengast að lagasetningarvald sé framselt til ráðherra þannig að hann gefur út reglugerðina eða staðfestir hana.
Gangi löggjafinn of langt í því fela stjórnsýsluhöfum vald til að setja meginákvæðin rækir hann ekki þær skyldur sem honum ber að gegna að stjórnlögum. Þetta hefur þær afleiðingar að ákvörðunarvald er flutt frá kjörnum fulltrúum þjóðarinnar á Alþingi til embættismanna í stjórnarskrifstofum. Ókostir við framsal valds magnar þegar lög eru ófullkomin og reglugerðir síbreytilegar

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Hversu langt má ganga í framsali lagasetningarvalds?

A

Álitamál hversu langt má ganga í að framselja lagasetningarvald. Í stjórnarskráinni er engin grein þar sem tekið er beint á þessum vanda, en einstök ákvæði má þó hafa til leiðbeiningar og þá sérstaklega þau sem mæla fyrir um tilteknum málum skuli skipað með lögum. Gengið hafa nokkrir dómar um þetta efni: kjarnfóðurgjaldsdómur, stjörnugrísdómur, Samherjadómur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

HRD. Kjarnfóðurgjaldsdómur

A

Ágreiningur um hvort hið svokallað kjarnfóðurgjald væri löglega lagt á. Með bráðabirgða lögum var gjaldið 200% og var heimilað að endurgreiða það „að hluta eftir reglum sem framleiðsluráð ákveður“. Taldi HR að hér væri um skatt að ræða, í skilningi 40gr. SS. Með því að ákveða skattlagningarprósentuna svona háa og heimila jafnframt endurgreiðslur sem framleiðsluráð ákvað var skattlagningarvaldið í raun hjá framleiðsluráði. Slík framsal skattlagningarvalds Alþingis til óæðra stjórnvalds, sem að auki var skipað hagmunaaðilum, var talið brjóta í bága við 40. gr. stjskr. Löng og athugasemd venja var talin hafa komist á um að ríkissjórn eða ráðherra væri veitt heimild til þess að ákveða hvort innheimta skuli skatta en þetta fór út fyrir það. Eftir að dómurinn var kveðinn upp var lögunum breytt. Ekki lengur heimilt að fela löggjafanum heimilt til að ákveða þennan skatt.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

HRD. Stjörnugrís

A

Félagið S keypti jörð til að reisa þar svínabú. Félagið lét vinna deiliskipulag af lóð á jörðinni þar sem búið skyldi reist, samþykkti hreppsnefnd deiliskipulagið og var það auglýst. Í kjölfar bréfs frá nágrönnum jarðarinnar M óskaði umhverfisráðherra eftir áliti skipulagsstjóra á því hvort framkvæmdin skyldi sæta mati á umhverfisáhrifum á grundvelli laga nr. 63/1993 um mat á umhverfisáhrifum. Lagði skipulagsstjóri til að ráðherra ákvæði að bygging og rekstur búsins á jörðinni yrði háð mati á umhverfisáhrifum. Eftir að hafa leitað álits hreppsnefndar L, byggingarnefndar og heilbrigðiseftirlits ákvað umhverfisráðherra, með vísan til þess hversu umfangsmikil fyrirhuguð starfsemi var, að meta bæri umhverfisáhrif fyrirhugaðrar byggingar og rekstrar svínabús á M á grundvelli 6. gr. laga nr. 63/1993. Höfðaði S mál til að fá ákvörðunina fellda úr gildi. Talið var að heimild 6. gr. laga nr. 63/1993, sem fær ráðherra vald til að ákveða, að fengnu áliti skipulagsstjóra, að tilteknar framkvæmdir verði háðar mati á umhverfisáhrifum, væri ótakmörkuð af öðru en almennri markmiðslýsingu í 1. gr. laganna og háð mati ráðherra. Þannig hefði ráðherra fullt ákvörðunarvald um það, hvort tiltekin framkvæmd, sem ekki fellur undir 5. gr. laga nr. 63/1993, skuli sæta mati á umhverfisáhrifum samkvæmt 6. gr., en talið var ljóst að slík ákvörðun gæti haft í för með sér umtalsverða röskun á eignarráðum og atvinnufrelsi þess, sem ætti í hlut. Var talið, að svo víðtækt og óheft framsal löggjafans á valdi sínu til framkvæmdarvaldsins stríddi gegn 72. og 75. gr. stjórnarskrárinnar og væri ólögmætt. Var ákvörðun umhverfisráðherra um að fyrirhugaðar framkvæmdir á jörðinni M skyldu sæta mati á umhverfisáhrifum því dæmd ógild.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Samherjadómur

A

Í Samherjadómi var deilt um hvort ráðherra hefði verið heimilt að synja Samherja um útflutningsleyfi á grundvelli reglugerðar. Synjun var talin byggjast á ólögmætri lagaheimild þ.e. að löggjafinn hefði framselt ráðherra vald umfram það sem stjórnarskráin heimilaði. Löggjöfin verður að mæla fyrir um meginreglur, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar, sem talin er nauðsynleg.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

Stjórnsýslufyrirmæli skortir lagastoð – nefna 2 dóma

A

Svo stjórnsýslufyrirmæli verði gildar réttarheimildir þurfa þau að eiga sér lagastoð; þau geta ekki staðið ein og óstudd og standa skör lægra en sett lög. Þegar meta skal t.d. hvort reglugerð sé viðhlítandi réttarheimild verður fyrst að huga að því hver er staðan er þegar farið er inn á svið þar sem ekki nýtur við settra laga. Þá verður að gefa því gaum hvort stjórnvöld hafi heimild til að setja almennar reglur um efnið og hvort það sé þess eðlis að löggjafinn verði að ráða því til lykta. Stjórnsýslufyrirmæli verða ekki sett um þau málefni þar sem lög eru ásklin í stjórnarskrá, s.s. um ráðherrábyrgð, alþingiskosningar, þingsköp Alþingis, skerðingu á atvinnufrelsi og eignarnám. Stjórnsýslufyrirmæli geta ekki mælt gegn lögum. Þá verða ekki lagðar á menn neins konar byrgðar og kvaðir með stjórnsýslufyrirmælum einum saman né heldur frelsi manna skert. Stjórnsýslufyrirmæli eru því ófullnægjandi ef skylda á menn til vinnu eða annarra áþekkra athafna, til álagningar skatta og skyldu til annars konar fjárútláta, til hverkonar eignaskerðingar og refsiviðurlaga.

hrd. frami og hrd öryrkja

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
11
Q

HRD. Framadómur

A

Í málinu reyndi á hvort umsjónarnefnd leigubifreiðar hefði verið heimilt að innkalla atvinnuleyfi leigubílstjóra þar sem hann taldi sér óskylt að vera í bifreiðastjórafélaginu Frama en hann hafi hætt að greiða félagsgjöldin. Ráðherra staðfesti ákvörðunin á grundvelli reglugerðar en ekki var lagaheimild til að ákveða að þátttaka í stéttarfélagi skyldi vera skilyrði atvinnuleyfis og komst því HR að þeirri niðurstöðu að ráðherra hafi verið óheimilt að svipta S atvinnuleyfi á grundvelli reglugerðar enda þarf lagastoð, sbr atvinnufrelsiákvæði stjórnarskrárinnar. Skýr fyrirmæli þyrfti í lögum til að skerða mannréttindi

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
12
Q

HRD. Öryrkjadómurinn

A

HRD. Öryrkjadómurinn í fyrra tímabilinu sínu þar sem reyndi á gildi reglugerðar þar sem skert var tekjutryggin örorkuíferyisþega sem ráðherra hafði sett á grundvelli almannatryggingalaga. Þar var tryggingin skert ef hann var í hjúskap vegna tekna maka sem var ekki lífeyrisþegi með því að telja helming samanlagrða tekna beggja hjóna til tekna örorkulífeyrisþegans. Niðurstaðan í fyrra tímabilinu vr að lagastoð skorti fyrir reglugerð ráðherra og því ekki rétt að skerða tekjutrygginguna eins og gert var. Löggjöfin verður að mæla fyrir um meginreglu, þar sem fram komi takmörk og umfang þeirrar réttindaskerðingar, sem talin er nauðsynleg

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
13
Q

Stjórnsýslufyrirmæli ganga í berhögg við reglur í settum lögum – nefna 2 dóma

A

Stjórnsýslufyrirmæla verða ekki sett þar sem löggjafinn hefur þegar sett lög þannig að ekki samrýmist þeim. Með því fer stjórnsýsluhafinn út fyrir þær valdheimildir sem hann hefur samkvæmt stjórnlögum til að setja almennar reglur og fyrirmæli hans hljóta að víkja. Það getur þó verið erfitt að finna út hvort fyrirmæli séu innan marka laga eða ekki. Það ræðst af skýringu á lagaákvæðum sem við á að styðjast og þar er iðulega nokkur vandi á höndum. Nokkrum sinnum hafa komið til kasta dómstóla þar sem þetta hefur verið álitaefnið.

hrd eignaauki
hrd. lagnet í sjó, veiði silunga

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
14
Q

HRD Eignaauki

A

Í málinu reyndi á hvort vinna manns við eigið hús teldist skattfrjáls. Yfirvöld töldu að verðmæti eigin vinnu væri einungis skattfrjáls að því marki sem íbúð sú sem hann byggði væri stærri en sú sem hann átti áður. Deilan var hvort öll vinnan væri skattfrjáls eða hlutinn miðað við stærðanmun íbúðanna. Ekki var talið heimilt að bjóða með reglugerð slíka skerðingu enda þvert mælt gegn lögunum.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
15
Q

HRD Lagnet í sjó / veiði silunga í lagneti

A

Í dóminum reyndi á hvort maður hafi brotið reglugerð um takmörkun á veiði á göngusilung, sbr Lög um lax og silungsveiði en skv. Lögunum sagði að veiðinotendur eða veiðifélög ættu að mæla með slíkri firðun. Það var ekki gert og var reglugerðin því viðhlítandi refsiheimild og maðurinn sýknaður.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly