Hjúkrun einstaklinga með vímuefnavanda (17.nóv) Flashcards
(33 cards)
Hvernig er ríkjandi viðhorf í samfélaginu ?
- Uppræting vímuefnanotkunar
> markmið siðferðislegs módels er vímuefnalaust samfélag
> sjúkdómsmódelið (vímuefnanotkun er sjúkdómur sem þarfnast meðferðar og endurhæfingar, lækningin er ævarandi bindindi)
> Mjög ólík módel en sama makrmið og áherslan á notandann og notkun hans
Hver er samfella vímuefnanotkunar ?
- leiðin = Fyrsta vímuefnanotkun –> engin áhrif eða óþægilegt –> notkun hætt
2.leiðin = Fyrsta vímuefnanotkun –> góð reynsla (jákvæð styrking) –> tíð notkun –> Aðlögun líkama, heila (þol) –> háð/ur –> líkamlega / sálarlega
Hvernig virkar verðlaunabrautin ?
Ég fæ mér monster = seyting á boðefni í verðlaunabrautina
- stilla þarf lyf eftir þoli manneskju: pirringur –> þarf að stilla lyfin betur (gefa hærri skammt)
- Upregulation vs downregulation
Nota, misnota eða vímuefnasjúkdómur ?
Óheilbrigt notkunarmynstur sem einkennist af einu eða fleira af eftirtöldu sl 12 mánuði:
- skyldur ekki uppfylltar vegna notkunar
- endurtekin notkun þrátt fyrir augljósleg líkamleg vandamál
- kemst endurtekið í kast við lögin í tengslum við notkun
- notkun heldur áfram þrátt fyrir vandamál í einkalífinu eða félagsleg vandamál sem tengjast notkun
Hver eru einkenni notkun á slævandi lyfjum (Benzo) og áfengi ?
- Minnkað hugará´stand, vitsmunir, athygli, einbeiting, dómgreind, minni, tilfinningar
- Skynhreyfiminnkun, aukinn viðbragðstími, trufluð samhæfing (auga-hönd), óreglulegar hreyfingar, augntin
- Minnkaður REM svefn
Hver eru einkenni ofskammts á slævandi lyfjum (Benzo) og áfengi?
- Meðvitundarleysi
- Dá
- Öndunarslæving
- Dauði
Manneskja getur dáið úr áfengisfráhvörfum og dáið úr fráhvörfum af róandi lyfjum
- fráhvörf af öllum öðrum efnum eru ekki lífshættuleg
Hvaða eituráhrif á líffæri geta orðið af áfengi og Benzodiazpeini ?
- Lifrarbólgur
- Skorpulifur
- Langvinn brisbólga
- Magablæðing
- Háþrýstingur
- Hjartabilun
- Sýkingar
- Taugaskemmdir
- Heilaskemmdir
- Vitræn skerðing
- Fetal alkóhól syndrome
- ofl
Hver eru einkenni alvarlegra áfengisfráhvarfa?
Fráhvarfseinkenni
- Upphaf: 6-24klst / 24-36klst
- Einkenni: sjá síðustu glæru
Krampar
- Upphaf: 8-24 klst/ 24 klst
- Einkenni: Flog (major motor seizures) einstaka, í kviðum eða nokkur á 1-6 klst
Skynvilluástand (Hallucinosis)
- upphaf: ca 48klst, getur varað í 2-14 daga
- Einkenni: Heyrnar, sjónrænar, snertiskyns ofskynjanir (martraðir eða svipmiklir draumar), EKKI óáttun uppnám, aukin sjálfsvígshætta og auknar líkur á árás
Delirium Tremens
- Upphaf: 2-5 dagar / getur varað í 2-3 daga
- Einkenni: Neyðartilfelli, óáttaður, ranghugmyndir (ofsóknar) ofskynjanir (mest sjónrænar), áberandi fráhvarfseinkenni
Hvað er CIWA-AR ?
- Áreiðanlegur og réttmætur skali til að meta áfengisfráhvörf
- 10 atriði sem meta fráhvarfseinkenni
- Tekur max 5 mín
Fyrstu einkenni: Ógleði / uppköst, sviti, pirringur, höfuðverkur, kvíði, skjálfti, ofskynjanir, snertiskyn, heyrnarofskynjanir, áttun
Hvernir er fráhvarfslyfjameðferð eftir áfengi og Benzo ?
Risolid:
- 50mg x4, 35mg x4, 25mg x4, 15mg x4
- Mest fyrstu 2-3 daga (áfengi), trappað hratt niður
- Oft aðeins minni skammtar (bensó), löng niðurtröppun
Lyf fyrir svefn:
- Truxal (30-50mg), Phenergan (25-75mg), Nozinan (10-50mg)
Hvað gerist ef það er B-vítamín skortur (Thíamín)
- Úttaugabólga
- Rýrnun á litla heila
- Wernicke’s encephalopathy: skjálgur, augnsláttur, máttleysi í fótum, stundum sljóvguð meðvitund
- Korsakoff heilkennið: minnisleysi á nýja atburði, skáldar í eyðurnar
- Alkohol dementia
Hver eru einkenni örvandi efna - Amfetamín, Kókaín og E ?
Einkenni notkunar:
- aukin orka, aukið tal, uppnám, ofvirkni, pirringur, mikilfengleiki
- þyngdartap, svefnleysi, aukinn bþ og púls
Stórir skammtar:
- þvoglumælt, hratt og ruglingslegt tal, gnísta tönnum
Eitrunarpsychosa:
- ofsóknarranghugmyndir, hljóð, sjón eða snertiskyns ofskynjanir, mjög óstöðugt hugarástand
Hver eru fráhvarfseinkenni og hvernig er fráhvarfslyfjameðferð örvandi efna - Amfetamín, kókaín og E
Fráhvarfseinkenni:
í bráðafasa:
- þunglyndi, þreyta, sjálfsvígshugsanir
Annars:
- mildari þunglyndiseinkenni, kvíði, aðgeraðrleysi, svefntruflanir, aukin matarlyst
Fráhvarfslyfjameðferð:
- Largactil: 25-50mg x4
- Seroquel: 25-50 x3, er verið að hætta að nota þetta
- Librium: 25mg x4, 15mg x4
Lyf fyrir svefn: truxal, phenergan, atarax
Hver eru einkenni notkunar á Heróíni, morfíni, kódín osfrv?
Alsæla, slökun, laus frá verkjum, ‘‘dotta’’, skert dómgreind, syfja, litlir augasteinar, ógleði, hægðatregða, þvoglumælgi, öndunarslæving
Hver eru fráhvarfseinkenni og fráhvarfslyfjameðferð við ópíóðum (Heróín, Morfín, Kódín osfrv) ?
Fráhvarfseinkenni :
í bráðafasa:
- Fíkn, táraframleiðsla, nefrennsli (12-72 kslt)
- Svefntruflanir, útvíkkaðir augasteinar, lystarleysi, pirringur, skjáfti, máttleysi, ógleði, uppköst, niðurgangur, hrollur, hiti, taugakippir, roðna, magaverkur
Áframhaldandi:
- ofurnæmni fyrir áreit á skynfæri, skekkja í skynjun, vöðvaverkir, taugakippir / skjálfti, höfuðverkur svefntruflanir, orkuleysi
Fráhvarfslyfjameðferð:
- Suboxon
- Metadon
Hver eru einkenni notkunar á kannabis?
Einkenni notkunar:
- Breytt meðvitundarástand, minni hömlur, rauð augu, munnþurrkur, aukin matarlyst, hækkaður púls, minnkuð viðbrögð
Einkenni ofskammts:
- Psychosa vegna eitrunar
Hver eru fráhvarfseinkenni og fráhvarfslyfjameðferð við kannabisi?
Fráhvarfseinkenni:
- Pirringur, aukin munnvatnsframleiðsla
- Svefntruflanir (Varir lengur en nokkra daga)
Fráhvarfslyfjameðferð
- Largactil (25-50mg x4)
- Lyf fyrir svefn: Truxal, phenergan, atarax
Hvernig virkar afeitrun ?
- Þekkja ofneyslu og fráhvarfseinkenni mismunandi vímuefna
- MArkmiðið er að sjúkl nái líkamlegu jafnvægi
- Lyfjagjöf miðar að því að ,,trappa’’ sjúklinginn niður og fyrirbyggja alvarleg fráhvarfseinkenni, s.s krampa
- Fylgjast með LM
- Vinna með áhugahvöt (motivation)
- SKapa rólegt og hlýlegt umhverfi
- Mikilvægt að auka von um bata og trú á eigin getu
Á hverju byggir hjúkrun afeitrun / meðferð ?
- Sjálfsskoðun hjfr. mtt fíknisjúkd og meðferð
- Næra trú og von
- Rækta / þroska næmni gagnvart sjálfum sér og öðrum
- Góðu meðferðarsambandi (traust og virðing)
- Viðurkenna og orða jákvæðar og neikvæðar tilfinningar
Hverjar eru 2 megin stefnur í meðferð ?
,,Hefðbundin’’ vímuefnameðferð
- gengur út frá að fíkn sé meðfæddur ólæknandi sjúkdómur
- styðst við 12 reynsluspor AA-samtakanna
,,Sálræn’’ meðferð
- gengur út frá því að sálrænir erfiðleikar og/eða ‘‘hugsanavillur’’ séu orsök fíknar
- meðferðin gengur út á að komast yfir þá erfiðleika
- HAM hefur sýnt góðan árangur
Hvað er gert eftir afeitrun ?
- Meðferð: inniliggjandi, göngudeild (afeitrun getur farið fram hér líka), innliggjandi + göngudeild, í nánasta umhverfi þátttakenda
- HAM, áhugahvetjandi samtal
- Trú, AA, NA
Hvert er mikilvægi greiningar tvíþátta sjúkdóms?
- Oft er erfitt að greina á milli afleiðinga fíknar og annarra geðsjúkdóma
- Að greina ekki önnur geðræn vandamál meðal fíkla veldur því að þeir fá ekki viðeigandi meðferð og batahorfur minnka
- Að greina ekki vímuefnavanda á meðal geðsjúkra veldur því að geðmeðferð skilar ekki viðeigandi árangri
Afhverju eru fíkn sögð vera ,,fjölskyldusjúkdómur’’ ?
- Öll fjölskyldan þjáist
- Meðvirkni (co-dependency): dregið af þeirri hugmynd að aðstandandinn sé háður notandanum á svipaðan hátt og notandinn er háður vímuefninu
> t.d maki, barn, foreldri, systkini, fullorðið barn notanda, samstarfsfólks osfrv
Hvernig er hjúkrun aðstandenda?
- Mikilvægt að gera sér grein fyrir að framkoma aðstandenda stjórnast oftast af væntumþykju
- Forðast a ðásaka
- Aðstandendur eru ábyrgir fyrir eigin gerðum, en ekki vímuefnanotkun einstaklingsins
- Hjálpa þarf aðstandandum að vinna að eigin hag í stað þess að reyna að stjórna vímuefnanotkun einstaklingsins
- Hjálpa þarf aðstandanum að nýta sér þá aðstoð sem er í boði
- Flestir aðstandendur finna fyrir skömm og reiði
- Aðstandendur eru oft börn vímuefnanotenda