Kvíðaraskanir, OCD og áföll (13.nóv) Flashcards
(39 cards)
Almennt um kvíða og hræðslu
Taugakerfið::
- MTK (heili og mæna ) > stýristöð sem stýrir öllu taugakerfinu
- ÚTK (tengir MTK við líkamann) > skipt í 2 hluta:
> sjálfráða taugakerfið / hreyfitaugar (undir okkar stjórn, viljastýrt, hreyfingar á vöðvum)
> Ósjálfráða taugakerfið (ekki undir beinni stjórn, stjórn á líffærum, spilar stóran sess í kvíða)
Ósjálfraða taugakerfinu er skipt í 2 hluta, hverjir eru þeir?
- Sympatíska –> örvandi á líkamsstarfsemi (adrenalín:
- er ríkjandi þegar líkaminn er tilbúinn undir átök / hreyfingu - Parasympatíska –> slakandi (Acetýlkolín)
- er ríkjandi þegar líkaminn er í ró t.d þegar við meltum máltíð
Hver eru einkenni þess að sympatíska kerfið sé oförvað?
- Öll athygli beinist að hættunni, skannar umhverfið í leit að hættu
- einbeitingarerfiðleikar
- Sjáöldur víkka
- Roðnar í andliti
- Aukin öt: erfitt að ná andanum, oföndun
- Aukinn hjartsláttur, hækkaður bþ, hjartað hamast
- óþægindi í maga
- vöðvaspenna, skjálfti, eirðaleysi, getur ekki slakað á
- svitamyndun
- roði og hitatilfinninga
- minnkuð athygli frá sársauka
- öll athygli á ógninni, erfitt að einbeita sér að öðru
Hvað er góður kvíði ?
- Vekur okkur upp til að framkvæma (ekki lengur hægt að fresta verkefninu)
- Örvandi og hvetjandi (oft aðstæðubundið og kvíðinn fer þegar farið er úr aðstæðum(kvíði sem kemur rétt fyrir próf en fer svo þegar prófi er lokið))
- Heldur okkur að verki (hægt að halda einbeitingu í lengri tíma)
- Forðar því að við lendum í óþarfa hættum eða vandræðum
- þegar kvíðinn tekur ekki stjórnina
Hvað er slæmur kvíði?
- Tekur upp hugann (ekkert annað kemst að)
- Einbeitingin fer
- Kraftleysi og kjarkurinn fer
- Rænir okkur raunhæfni (miklum allt fyrir okkur, gerum úlfalda úr mýflugu)
- þegar kvíðinn tekur völdin, verður yfirdrifinn, lamandi (varir of lengi)
Almennt um kvíðaraskanir
- Líkur á að greinast ehtíman með kvíðaröskun eru nálægt 30%
- Um 40% sjúkl með kvíðaröskun fá ekki meðferð
- Kvíðinn veldur oft mikilli skerðingu á daglegu lífi
- Alvarleiki mjög mismunandi allt frá vægum skammtíma kvíða til langvinns hamlandi ástands
- Einkenni versna yfirleitt undir álagi (stjórn tapast undir álagi)
- Varir lengur en aðstæður gefa tilefni til (það er þreytandi til lengdar ef sympatíska kerfið er alltaf í gangi)
- Kvíði / ótti sem kemur þrátt fyrir að engar ytri aðstæður gefi tilefni til (hugsanir, ímyndanir viðhalda kvíðanum)
Hvað er almenn kvíðaröskun (GAD) ?
- Viðvarandi kvíði sem tengist ekki ákveðnum aðstæðum
- Einkenni til staðar flesta daga í mánuði (m.v. a.m.k 6 mánuði í DMS V)
- Við komandi hefur ekki stjórn á áhyggjum
- Byrjar oft í tengslum við mikið álag
> miðgildi aldurs við upphaf einkenna er 30 ár
> viðvarandi álag viðheldur einkennum
> umhverfisaðstæður skipta meira máli en erfðir - 3% með almenna kvíðaröskun, um tvöfalt algengara hjá konum
Hver eru einkenni almennrar kvíðaröskunar?
- Sálræn: kvíðir framtíðinni, léleg einbeiting (tilfinning um minnisleysi)
- Spenna, taugatrekktur (eirðaleysi, skjálfti, geta ekki slakað á, pirrast auðveldlega)
- Svefnerfiðleikar (erfitt að sofna, vakna oft, martraðir), þreyta
- ósjálfráða taugakerfi ofvirkt (svitna, svimi, kviðverkir, oföndun, hraður hjartsláttur, höfuðverkur)
- Fylgiraskanir (depruð, kvíðaköst)
- Mikið af líkamlegum einkennum –> oft leitað aðstoðar fyrst vegna þeirra
Hvað er einföld fælni ?
- Einkennin svipuð og með almenna kvíðaröskun, ofvirkni í sympatíska kerfinu
- Fælnin snýst oftast um eh sem gæti raunverulega verið hættulegt en hræðslan er miklu meiri en við mætti búast (hundur að bíta mann)
- Kemur bara við ákv aðstæður og viðkomandi forðast að vera útsettur fyrir því sem hann er hræddur við (einnig fyrirkvíði ef viðkomandi býst við að lenda í aðstæðunum (T.d ef eh þarf að fara á stað þar sem hundur er)
- Allt að 10% með einfalda fælni
- Byrjar á barnsaldri (Alvarlegasta fælnin heldur áfram inn í fullorðinsárin)
Hvernig er einföld fælni greind?
- Til að greining sé sett þá þarf fælnin að valda vanda, t.d í vinnu, félagslega eða í annarri virkni (T.d greining er ekki sett ef íslendingur er hræddur við slöngur)
- Greining ekki sett ef annað vandamál orsakar fælnina, t.d ef myrkfælni er til staðar hjá eh með áfallastreituröskun
- Oftast eru nokkrar nokkur vandamál til staðar og er þá hægt að vera með nokkrar fælnigreiningar
Hvað er félagsfælni ?
- FInnst annað fólk vera að horfa á sig og leggja neikvætt mat á sig, en vita innst inni að þetta er ekki svona (innsæi er til staðar og er þvi ekki ranghugmynd)
- Frekar algengt eða um 12% fólks ehtíman á lífsleiðinni
- Byrjar venjulega á unglingsárum og er miðgildi aldurs greiningar 13 ár (lélegt sjálfstraust fylgir oft með, geta ekki horft í augun á öðrum)
- Veldur oft mikilli fötlun (hætta í skóla, dettta úr vinnu, félagsleg einangrun, enginn maki, búa heima hjá foreldrum)
- Hræðsla við félagslegar aðstæður þar sem viðkomandi er í augsýn annarra (hræsla við neikvæðan dóm annarra, eiga erfitt með að gera margt fyrir framan fólk t.d borða, skrifa, tala)
- Forðun og fyrirkvíði (veitingar, matarboð, fundir, námskeið, skemmtistaðir)
- Sömu kvíðaeinkenni, en með áherslu á svitamyndun, roða í andliti, skjálfta, ótti við að kasta upp, þurfa skyndilega á klósettið
- Getur verið mjög sértækt eins og að koma fram (tónlistarmenn, íþróttamenn, kennarar) - þarf að valda hömlun til að greining sé sett
Hvernig er þankagangurinn í félagsfælni
- Sj. reiknar með að finna fyrir þegar fer í aðstæður sem líður illa í?
- Aðrir munu verða varir við…
- og munu dæma þá mig…
SJ. Reiknar með að finna fyrir þegar fer í aðstæður sem líður illa í :
- kvíða
- hjartslætti
- skjálfta
- svita
- meltingaróþægindum
- roða í andliti
- hugurinn frjósi
- fá kvíðakast
Aðrir munu verða varir við…
- kvíða
- óöryggi
- handskjálfta
- skjálfandi rödd
- roða og flekki
- svita
Og munu dæma þá mig….
- kvíðinn
- veiklyndan
- ‘‘klikkaðan’’
- heimskan
- óspennandi
Hvað er víðáttufælni (agoraphobia) ?
- Hræðsla við að vera langt að heiman, innilokaður, innan um mikinn mannfjölda eða á opnu svæði (nota almenningssamgöngur, verslunarmiðstöðvar, leikhús, auðar götur)
- Hræðslan byggist á því að þetta eru staðir þar sem ekki auðvelt er að flýja ef kvíðinn kemur
- Byrjar oft á kvíðakasti t.d úti í búð, gerist aftur, fyrirkvíði og svo forðun… forðast aðstæður meira og meira
- Byrjar oftast rúmlega tvítugt, 80% fá sjúkdóminn fyrir þrítugt
- Algengi: 3% fólks, tvöfalt fleiri konur
Hvaða aðstæður auka kvíðann í víðáttufælni ?
- Standa í biðröð úti í búð
- Vera ‘‘föst’’ í klippingu
- Vera langt frá heimilinu
- Leiðinlegt veður
Hvaða aðstæður draga úr kvíða í víðáttufælni?
- Vera í fylgd maka
- Sitja nálægt dyrunum í kirkjunni, eða á fundinum
- Taka hundinn með eða barnavagninn
- Vera í fylgd vinar eða vinkonu
- Vera með sólgleraugu
Hvað er felmturöskun (panic disorder) - ofsakvíði ?
Endurtekin og óvænt ofsakvíðaköst
- koma fram hratt og ná hámarki á 5-10
- standa oftast yfir í 20-30 mín (ekki allan daginn)
- kvíðaköst í felmturöskun tengist ekki ákv aðstæðum (kvíðaköst geta verið framkölluð af aðstæðum en það er þá eh annað en felmturöskun)
- Yfirþyrmandi hræðsla við að eh skelfilegt sé að gerast eins og hjartaáfall, heilablóðfall
Ef greina á felmturöskun þarf a.m.k eitt af ofangreindu að eiga við
- hræðsla um að fá fleiri ofsakvíðaköst
- hræðsla um afleiðingar ofsakvíðakasts
- merkjanleg breyting á hegðun í kjölfar ofsakvíðakasta
Hver eru einkenni í ofsakvíðakasti?
- Brjóstverkur eða óþægindi
- Að finna fyrir hjartslætti
- Svitna
- Skjálfti
- Tilfinning um andnauð
- Tilfinning um að vera að kafna
- Ógleði eða kviðverkur
- Óraunveruleikatilfinning
- Tilfinning um að vera að missa stjórn eða vera að sturlast
- Ótti við að deyja
- Dofi
- Kulda eða hitahrollur
Hvað er felmturöskun ?
- Algengi um 2-4%
- Stök ofsakvíðaköst eða köst tengd ákv álagi eða öðrum geðsjúkdómum er mun algengari og eru um 30% líkur á því að fá kvíðakast eh tímann á lífsleiðinni
- Meðferð fremur einföld ef gripið er inn í snemma (oftast góður árangur á nokkrum klst)
- tvöfalt algengara hjá konum
Hvernig er almenn meðferð við kvíða?
- Fræðsla (útskýra líffræðilegu kerfin á bakvið kvíðann, ekki hættulegt)
- Almennur stuðningur (mikilvægt að geta rætt sínar tilfinningar við aðra)
- Taka á streituvöldum (fólk ræður misvel við streitu)
- Slökun og öndunaræfingar
- Hreyfing, fá útrás
Hvað er hugræn atferlismeðferð við kvíða ?
- Oftast fyrsta meðferðin við kvíða (Svo lyf)
- Unnið með neikvæðar hugsanir (vandinn kortlagður hugrænt, gerðist eh í fortíðinni sem olli kvíðanum og kvíðaspírall fór af stað ?)
- útsetja fyrir kvíðavaldi í stigvaxandi mæli (búinn til lista yfir það sem er erfitt t.d að fara úr húsi, fara í búð…halda fyrirlestur. Reynt er að framkalla kvíðaköst í felmturöskun!)
- Hópmeðferð, sérstaklega í félagsfælni (stuðningur í hópnum, fólk sér að það er ekki eitt með vandann)
Hvaða lyf eru notuð í lyfjameðferð við kvíða?
SSRI eru almennt notuð fyrst
- T.d sertaline, fluoxetine, citalopram, escitalopram og paroxetine
- minnstar aukaverkanir af kvíðalyfjum (þessi ofangreindu)
SNRI
- duloxetine og Venlafaxine
Önnur lína í meðferð
- Bupromion (Wllbutrin), buspirone, Hydroxyzinum (Atarax), Pregabalin (Lyrica)
þriðja lína í meðferð (það sem er síðast notað, reynt að ferðast að nota)
- Gabaðemtom. Quetiapine, Mirtazapine (remeron)
- Benzodiazepam lyf
B-blokkun (propranolol, atenolol) í félagsfælni til að draga úr svitamyndun, roða, handskjáfta þegar framkvæmd á erfiða athöfn eins og að halda fyrirlestur
Lyf sjaldan notuð í einfaldri fælni nema í neyð (róandi tafla fyrir flug(áfengi))
Hvað er Áráttu og þráhyggjuröskun (OCD) ?
Þráhyggjuhugsanir = hugsanir, myndir, orð sem þrengja sér inn í hugann og viðkomandi reynir að ýta frá sér en getur það ekki
- dæmi: hræðsla við að smitast af sýklum eða verða feikur, fá t.d AIDS eða aðra hættulega sjúkdóma við að snerta eh skítugt (algengasta þráhyggjan í OCC)
Viðkomandi veit að þráhyggjuhugsanir og áráttuhegðun er ór0krétt en ræður ekki við það
- oftast óþægilegar hugsanir (engin ánægja af þeim)
- viðkomandi reynir að ýta hugsununum frá sér en getur það ekki
- Viðkomandi veit að eru hans hugsanir (ekki ranghugmyndir)
Hvað er árátta?
- Hegðun / viðbragð sem svar við þráhyggjuhugsun
- Hegðunin dregur tímabundið úr kvíðanum sem þráhyggjan veldur (minni kvíði styrkir það að gera hegðunina aftur, kvíði eykst ef viðbragðið er ekki gert)
- áráttan minnkar kvíða en veldur engri gleði (ekki það sama og hafa ‘áhyggjur’ fyrir skemmtilegu áhugamáli)
Dæmi: Ath mörgum sinnum hvort hafi slökkt á ofni (þráhyggjan á bakvið gæti verið að ef ég gleymi að slökkva á ofnunum þá brennur húsið)
Hver er meðferð við OCD ?
- Fræðsla
- HAM
- SJúkl útsettur fyrir aðstæðum sem framkalla þráhyggjuhugsanir og kvíða stigvaxandi hátt og kennt að fresta / hætta að bregðast með áratuhegðun eða hugsunum
> meðferð fremur sérhæfð
> árangur meðferðar góður ef farið er út í meðferð
> þarf mikinn stuðning þegar á því stendur - Hjálpa ættingjum að taka ekki þátt í áráttuhegðun sjúkl, ekki hjálpa viðkomandi að aðlagast lífinu þannig að árátturnar stjórni lífinu