Hlutur dómstóla í mótun löggjafar Flashcards

1
Q

Hlutur dómstóla í mótnunöggjafar

A

Hlutur dómstóla í mótun löggjafar fer eftir ýmsu, svo sem því hversu mikið svigrúm dómstólum er veitt í stjórnarskipan þjóðfélagsins, hversu virkur löggjafinn er og hversu mikið svigrúm lög veita dómstólum. Dómstólar móta einkum nýjar lagareglur þegar þeir taka afstöðu til álitaefna sem engin lög taka til, þegar lagaákvæði er beitt í fyrsta sinn – það er raunar háð því hversu ýtarleg löggjöf er – þegar vikið er frá fordæmi og ný regla mótuð við það og jafnvel þegar fordæmi er fylgt

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Dómar um efni þar sem engin lög eru fyrir

A

Dómstólar verða iðulega að leysa úr ágreiningsefnum þar sem engin lög eru fyrir. Það er þá einkum gert á grundvelli réttarheimilda eins og eðlis máls og meginreglna laga. Þegar dómstólar skera þannig úr álitaefnum í fyrsta sinn setja þeir reglu. Ýmar reglur fjármunréttar, skaðabótaréttar og stjórnsýsluréttar eiga rót að rekja til fordæma
Hrd. Kolakranadómur
Verið var að skipa upp kolum við Reykjavíkurhöfn með kolakrana. Vegna hvassviðris rann kraninn út af teinum og rakst á skip sem verið var að tæma og skemmdi m.a. framsiglu þess og reykháf. Eigandi kranans var krafinn skaðabóta. Niðurstaða HR: Eftir reynsluna áður mátti þeim sem af hálfu eiganda kolakranans unnu við kolakranann vera ljóst að samfara vinnu með honum í hvassviðri sem var kl. 19.45 hlaut að vera allmikil hætta og áhættuna á þeirri ráðstöfun verður áfrýjandi (eigandinn) að bera, eins og á stóð.
Ótvírætt tekið af skarið um að atvinnurekandi og eigandi tækis sem veldur tjóni beri ábyrgð á gáleysi starfsmanna sinna

Hrd. Sódavatnsflöskudómur
A starfaði í verslun og sprakk sódavatnsflaska sem var í kassa skammt frá afgreiðsluborðinu sem hún stóð við með þeim afleiðingum að annað auga skaddaðist af glerbroti. Hún krafði Ö, framleiðanda sódavatnsins, um bætur. Engin einhlít skýring fannst á því hvers vegna flaskan sprakk, en þó talið sannað að veikur blettur hafi verið í flöskunni sem valdið hafi hættu á að flaskan spryngi við 20-25 stiga hita. Niðurstaða HR: Ekki þótti sýnt gram á að orsökin væri óhæfileg geymsla eða meðferð varningsins í verslunni né að slysið yrði rakið til hegðunar hennar. Framleiðandi flöskunar var þannig talinn bera fulla ábyrgð á slysi.
Dómurinn markar þá stefnu að framleiðendur neysluvarnings til sölu á almennum markaði beri víðtæka bótaábyrgð vegna skaðlegra eiginleika söluhlutar – nánar tiltekið skaðsemisábyrgð.

Á sviði stjórnsýsluréttar má finna dæmi þess að Hrd móti reglu þar sem engin er talin fyrir t.d jafnræðisreglan sem er nú lögfest og andmælareglan. Í hrd. Sólheimdómur í Grímsnesi þar forstöðukona barnahælis var svipt leyfi til að starfrækja það. Hún krafðist að úrskurður yrði felldur úr gildi. Í dómi HR varð niðurstaðan sú að hún hefði ekki fengið að skýra mál sitt og gæta réttar síns áður en úrskurður var felldur. Auk þess þótti úrskurðurinn ekki nægilega rökstuddur. Hæstiréttur mótaði hér í fyrsta sinn almenna andmælareglu. Andmælareglan var lögfest í stjórnsýslulögum 1993.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Dómar þar sem lagaákvæði koma til framkvæmda í fyrsta sinn eða á þau reynir með
sérstökum hætti

A

Þegar lagaákvæðum er beitt í fyrsta sinn er framlag dómstóla til löggjafarinnar ef til vill ekki jafn augljóst. Það fer raunar eftir því hversu ýtarleg lögin eru
Hrd. Dómur um mat á almenningsheillum
A hélt því fram að ákvæði til bráðabirgða í bráðbirgðalögum yrði ekki samþýdd stjórnarskránni þar sem segir að engin bönd megi leggja á atvinufrelsi manna nema almeningsheill krefji. HR tók á afstöðu að almenni löggjafinn hefði metið ráðstafnir þær og yrði í máli þessu ekki haggað við því mati. Með þessum dómi er aukið við ákvæðið þeirri reglu að löggjafinn sjálfur meti hvað sé til almenningsheilla og dómstólar geti ekki haggað því mati.

Hrd. Gagnsetningardómur
S ákærður fyrir að hafa undir áhrifum áfengis reynt að aka tiltekinni bifreið með því að taka hana lítið eitt af stað út á götuna fyrir utan hús við Laufásveg. S hafði ásamt félaga sínum sest í bifreiðina, ætlaði ekki að aka henni heldur hita hana upp og hlusta á útvarp. Sakfelldur með athugasemd að gangsetning bifreiðar yrði að teljast þáttur í akstri hennar. Hér voru ákvæði túlkuð þannig að aukið er við þau þeirri reglu að gagnsetningin ein sér skuli teljast þáttur í að aka bifreiðinni.

Hrd. Faðernisviðurkenning
M höfaði mál gegn K og krafðist viðurkenninga á því að hann væri faðir barns K. Krafðist K frávísunar málsins frá héraðsdómi með þeim rökum að M gæti ekki átt aðild að faðernismáli, enda væru aðilar að slíkum málum tæmandi taldir í 1. og 2. mgr. 43. gr. barnalaga nr. 20/1992. Niðurstaðan HR var sú að takmarkanir í lögum við rétti manns til að höfða faðernismál færu í bága við 70.gr. stjórnarskárinnar.

Hrd. Minnisblaðsdómur

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Dómstólar hverfa frá fyrri framkvæmd

A

Með því að breyta dómvenjum má segja að dómstólar setji reglur eða stuðli að þróun réttarins

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Dómstólar fylgja fordæmum

A

Þegar dómstólar fylgja fordæmum sínum leggja þeir einnig nokkuð af mörkum til þróun réttarins. Eitt einstakt fordæmi frá löngu liðinni tíð glatar smám saman einhverju af styrk sínum ef það er ekki áréttað þannig að ítrekuð fordæmi sem eru að öllu leyti sambærileg styrkja þá reglu sem mótuð hefur verið
Hafa í huga að sjaldan eru tvö tilfelli nákvæmlega eins, þannig að hver dómur eykur þá einhverju við og reglurnar verð fyllri

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly