innra samhengi lagaákvæðis Flashcards

1
Q

Heildarmat á samhengi

A

Þegar lagaákvæði er túlkað verður merking þess ekki ráðin með því að horfa sjálfstætt (og einangrað) til hvers orðs eða hugtaks fyrir sig án tillits til heildarmats á texta þess að virtu samhengi ákvæðsins. Merking lagaákvæðis verður með öðrum orðum ekki með réttu ákveðin nema tekið sé tillit til allra þeirra sjónarmiða lögfræðinnar sem eru almennt viðurkennd á því sviði sem ákvæðið varðar. Samhengi lagaákvæðis er samheiti yfir öll þau sjónarmið og upplýsingar sem geta haft áhrif þegar ákvæðið er túlkað. Samhengi lagaákvæðis horfir annars vegar inn á við (innra samhengi), þ.e. merkingarleg, rökfræðileg og setningarfræðileg afmörkun orða og hugtaka, og hins vegar út á við (ytra samhengi). Dæmi um túlkun laga þar sem verið er að setja ákvæði í samhengi, UA endurnýjun fiskibáts í því máli var deilt um hvaða skilningi ætti að leggja í hugtakið „endurnýjun“. Í niðurstöðu sinni vísaði UA til merkingarfræðilegs ramma ákvæðisins, markmið ákvæðsins, umræður þingmanna og jafnréttissjónarmiða.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
2
Q

Hvað er innra samhengi?

A

samhengi lagaákvæðis við túlkun horfir inn á við, þ.e. merkingar-, rökfræðileg og setningarfræðileg afmörkun einstakra orða og hugtaka

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
3
Q

Hvernig fer mat á innra samhengi fram?

A

Meginregla í lögskýringarfræði að við túlkun lagaákvæða verður alltaf fyrst að greina merkingu einstakra orða, hugtaka og orðatiltækja í lagaákvæðum, bæði málfræðilega og setningafræðilega.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
4
Q

Þanþol lagaákvæðis

A

Þanþol lagaákvæðis: fyrstu aðferðir túlkunar afmarka mögulegt þanlog lagaákvæðisins merkingarfræðilega og mynda ramma sem frekari túlkun þess fer fram í , sbr UA atvinnuleysistrygginar þar sem UA taldi að tilvik félli utan merkingarfræðilegs ramma ákvæðisins þar sem ekki var talið séð að gáleysi félli undir hugtökin að „reyna“ og „leyna“. Við spyrjum okkur s.s: getur tilvikið okkar fallið undir merkingarfræðilegs ramma ákvæðisins?

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
5
Q

Kjarni lagaákvæðis og ytri mörk þess:

A

Kjarni lagaákvæðis og ytri mörk þess: Öll lagaákvæði eru samsett af orðum og hugtökum sem eru meira eða að minna leytir óræð, þ.e. óljós eða tvíræð. Hinn merkingarfræðilegi rammi lagatextans er skýr í tilvikum sem þessum. Önnur tilvik kunna hins vegar að falla við ytri mörk textans (merkingarfræðilega) og meiri vafi leikur á hvort lagaákvæðið taki til slíkra tilvika (C og D)

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
6
Q

Almenn málvenja:

A

Almenn málvenja: Viðurkennd aðferð við skýringu orða í lagatexta skal skýra einstök orð til samræmis við almenn málvenju eða venjulegan skilnings almennings á orðinu. Getur verið til leiðbeiningar en getur þurft að víkja fyrir veigameiri sjónarmiðum, sbr hrd. Sæluhús þar sem ágreiningur var um hvað í raun Sæluhús en engin skilgreining varí lögskýringargögnum. HR vísaði í orðabók en taldi ekki væri eðlilegt að leggja svo rúma merkingu í túlkun á hugtakinu. HR rökstuddi það ekki nánar en mögulega var það í ljósi markmiða og eðlis lagaákvæðisins.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
7
Q

Setningarfræðileg afmörkun

A

Setningarfræðileg afmörkun: Orðin og, eða og enda og staðsetning þeirra í lagaákvæði getur haft úrslitaþýðingu við túlkun og útilokað tilvik sem öðru leyti gætu fallið undir ákvæðið ef litið væri til annarra orða og hugtaka sem fram koma í því. Í hrd. Bubbi falinn þar sem deilt var um hverjum ætti að stefna í ærumeiðingamáli þar sem lagaákvæðið sagði að stefna ætti „útgefanda rits eða ritstjóra“. Þótti leiða af orðalagi að einungis ætti að stefna öðrum þeirra en ekki báðum. Dæmi um þar sem setningarfræðilegri var ekki beitt er t.d. hrd. Svipting ökuréttar þar sem deilt var um hvaða ályktanir ætti að draga af staðsetningu orðsins „og“. Orðalag ákvæðisins var mjög skýrt en því var hafnað að beita setningarfræðilegri afmörkun þar sem veigamikil sjónarmið bentu til annarra niðurstöðu. HR vísaði m.a. til gamallar venju til rökstuðnings.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
8
Q

Samræmisskýring

A

Samræmisskýring er þýðingarmikil og er það að skýra lagaákvæði til samræmis við önnur lagaákvæði, hvort það sem innan sama lagabálks (innri samræmisskýring) eða í samræmi við aðrar viðeigandi lagareglur (ytri samræmisskýring). Enda á lagakerfið að vera samhangandi en ekki safn mótsagnarkenndra réttarreglna.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
9
Q

Innri samræmisskýring

A

Innri samræmisskýring
UA aðgangur brotaþola að gögnum, þar reyndi á hvort brotaþoli ætti að fá aðgang að gögnum um mál sitt sem hafði verið fellt niður. Deilt var um hvort hann ætti að fá afrit af gögnunum eða bara fá að kynna sér þau. UA leit til annarra ákvæða í sama lagabálki og komst að þeirri niðurstöðu að hann ætti rétt á afriti.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly
10
Q

ytri samræmisskýring

A

UA tollstjóri þar sem UA leit til sjónarmiða á opinbers réttarfars við túlkun á orðinu „játning“. Ytri samræmisskýring hefur að jafnaði minna vægi en innri.

How well did you know this?
1
Not at all
2
3
4
5
Perfectly